Fréttaskýring

Það er ekki að undra að fólki sé brugðið yfir stríðsyfirlýsingum venjulegs fólks og það í beinu kastljósi íslenskra fjölmiðla.

Ekki það að ég hafi horft á þær vinkonurnar krossbregða og ákalla Guð á ríkisfjölmiðlinum, -eða hafi yfir höfuð fylgst með í medíunni hvað er að gerast fyrir botni Miðjarðarhafs.

Í gær fékk ég samt fréttaskýringu senda á mailið mitt sem skýrir kannski orð Falasteen.


mbl.is Diljá illa brugðið yfir orðum Falasteen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Já, nú brá svo við að ég skipti snemma um rás þegar þessar mannvitsbrekkur komu á skjáinn þannig að ég missti næstum af allri þessari dýrð. Það verður ekki haft af þeim Davos dúkkunum að þær ætla sér að bjarga heiminum.

Það er eins og einn bloggaði um, held að það hafi verið skáldið á Skagaströndinni, Rúnar Kristjánsson, að þegar kemur að stríðsmálunum hyggja þær að Íslendingar séu stórþjóð með fjölmennan her og útgjöld á við Bandaríkin!! Þá er Nató flaggað.

Annars hef ég tekið eftir því að Katrín forsætisráðherra, sem áður flissaði í hverju einasta viðtali er orðin dapurleg og alvöruþrungin í framan, með áhyggjusvip og áhyggjuhrukkur. Ég held raunar ekki að það sé varla mikið meira en áhyggjur yfir minnkandi persónuvinsældum og dvínandi fylgi við flokkinn, Vinstri græna. Eða áhyggjur yfir því að stjórnin springi, kannski.

En ég las þetta sem þessi Falasteen sagði, hér í fréttinni í viðhenginu, úr því að ég nennti ekki að horfa á viðtalið sjálft. Jú, það er hægt að skilja að niðurlæging og smánandi meðferð finnst mörgum Palestínumönnum verra en dauðinn. Auk þess er þarna stríðsmenning sem Íslendingar þekkja ekki lengur nema af mikilli afspurn úr fortíðinni eða öðrum löndum.

Mér finnst það einmitt svo einkennandi fyrir þessar Davos dúkkulísur að þær telja sína heimsmynd þá einu réttu. Ráðsettir fræðingar af gömlu kynslóðinni tala um þetta af yfirvegun og tala um fleiri hliðar málsins.

En eitt heyrði ég þó áður en ég skipti um rás, þegar Diljá sagði að hún gæti ekki leyst þetta því meiri og merkilegri spekingar hefðu reynt það á undan henni. Nokkuð gott að viðurkenna það.

Annars er þetta flókið og erfitt mál. Gömul menningarríki eiga þarna í stríði með mikla sögu og hefðir, það er að segja bæði islam og gyðingdómur eiga sér langa sögu og tilkall til svæðisins.

Ég skrifaði það hjá öðrum bloggara, að ég tel að Úkraínustríðið hafi haft neikvæð áhrif á þetta. Ef Rússum hefði verið leyft að ná þessum svæðum í Úkraínu á sitt vald hefði það ekki haft þessi geópólitísku áhrif, eða síður, að fleiri hugsa sér til hreyfings og stríðsæsings. 

Þannig að Kata og félagar hafa þetta á samvizkunni, að hafa hvatt fleiri til stríðs. Biden hóf þriðju heimsstyrjöldina, ekki Trump, ef þetta er þriðja heimsstyrjöldin, sem hægt væri að segja, eða gæti orðið.

Ingólfur Sigurðsson, 10.10.2023 kl. 08:19

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina Ingólfur, -eins  og ég kem inn á í pistlinum þá horfði ég ekki á þær stöllur, hef ekki einu sinni fylgst með fréttum frá botni Miðjarðarhafs í öðrum fjölmiðlum en hér á mbl.is.

Ég hlustaði samt á þessa youtube fréttaskýringu með öðru og fannst rétt að láta hana hér inn ef það skýrði að einhverju leiti upphlaupið sem fréttin fjallar um.

Ég var við vinnu í Ísrael tíma og tíma á árunum 1997-98. Vann fyrir Gyðinga og kynntist aðeins þeirra sjónarmiðum og ég verð að segja að  mér fannst Ísraelskt og íslenskt samfélag eiga margt sameiginlegt, annað en hversu margar þjóðir bjuggu saman á litlum landskika.

Eiginlega má segja sem svo að þessi dvöl mín í Ísrael hafi gert það að verkum að ég hef ekki miklar meiningar um ástand mála, einfaldlega vegna þess að þetta er sérkennileg staða sem fólk þarna er í, og hana er einungis hægt að upplifa á eigin skinni. Sjónatmiðin eru mörg og fátt eins og það sýnist.

Já það hleypur heldur betur á snærið hjá Davosdúkkulísunum þessa dagana.

Magnús Sigurðsson, 10.10.2023 kl. 13:04

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er bannað að myrða. Sama hver á í hlut. --Biblían.

Guðjón E. Hreinberg, 10.10.2023 kl. 14:05

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Alveg hárrétt Guðjón, -meir að segja var það svo í íslenskri heiðni og allt fram á Sturlungaöld að menn lýstu vígi, sá er munurinn á morði og manndrápi.

Nú hafa menn lengi vitað af kærleikanum samt er enn auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, hjá auðrónunum og Davosdúkkulísunum.

Magnús Sigurðsson, 10.10.2023 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband