19.10.2023 | 19:47
Það er allt á leiðinni til helvítis
sagði félagi á andaktinni fyrir vinnu í morgun, um leið og hann rauk út af kaffistofunni, enda hitablásarinn farinn að leka. Þið þurfið ekki að panta hádegismat fyrir mig, kokkurinn er pólskur og þarna eru orðnir eintómir fábjánar; -sagði hann um leið og hann skellti dyrunum. Nú jæja sagði annar vinnufélagi svo það hefur gleymst að senda rabbabarasultuna með matarbakkanum í gær.
Mér varð svo á að leggja við hlustir þegar loftslagsváin var útlistuð á gufunni, vegna þess að betur stæður Amerískan hefði þurft að selja húsið sitt á Miami Beach og yfirgefa ströndina vegna hamfarahlýnunar. Reyndar var það ekki vegna þess að yfirborð sjávar hækkaði svo mikið, heldur var það hækkandi fasteignatrygging sem flæmdi hann til fjalla.
Gáfnaljósið, sem rætt var við í fréttinni og sennilega hefur alist upp við valkvíða, sagði að við Ísslendingar yrðum að gera okkur grein fyrir afleiddum áhrifum hamfarhlýnunarinnar og við henni þyrftu stjórnvöld að bregðast með loftslagsaðgerðum, því það væri aldrei að vita hvenær hrísgrjónin hækkuðu líka.
Í fréttinni á undan var rætt við gamla gálu frá því í hruninu, um hversu ófriðvænlega horfir í heiminum, en reynt hefur verið ítrekað að koma henni fyrir á launaskrá hjá alþjóðastofnunum. Allt frá því að hún tók þátt í að setja Íssland á hausinn um árið sem málsvari útrásarvíkingana.
Það tókst svo loksins að koma enni fyrir sem stríðsmála talsmanni. Hún sagðist í stuttu máli heyra þeirri kynslóðar til, sem hefði alist upp við kaldastríðið og vissi því hvað til síns friðar heyrði í heiminum. En virtist ekki gera sér nokkra grein fyrir að fölsku tennurnar glamra varla mikið lengur í kaldastríðskumlinu. -Einmitt, sú sem sagði þið eruð ekki þjóðin.
Já ég held ég verði að taka undir með félaga mínu. Guð blessi Ísland.
Athugasemdir
Ég hefi heyrt bæn þína og útvalið mér þennan stað að fórnahúsi.
13 Þegar ég byrgi himininn, svo að eigi nær að rigna, og þegar ég býð engisprettum að rótnaga landið, og þegar ég læt drepsótt koma meðal lýðs míns,
14 og lýður minn, sá er við mig er kenndur, auðmýkir sig, og þeir biðja og leita auglitis míns og snúa sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra þá frá himnum, fyrirgefa þeim syndir þeirra og græða upp land þeirra. . Krón. 7.
Guðmundur Örn Ragnarsson, 20.10.2023 kl. 07:34
Algjörlega sammála félaga þínum um að allt sé að fara til helvítis.
Er við einhverju öðru að búast þegar dúkkulísur og fábjánar eru við stjórn.
Geðveikin orðin slík að pappar eru farnir að eignast börn..!!!
Kona fyrir hádegi og karl seinnipartinn.!!
Klám kennt í barnaskólum og sjálfsfróun.!!
Pungberar og leghafar geta ekki lengur sagt kona eða karl.!!
Lið sem svíkur og lýgur alla daga og löngu búið að gleyma
þingmannaeiðnum og hlær þegar stjórnarskráin er brotin daglega á þingi.
Ekkert af þessu lið á þingi er lengur að vinna fyrir þjóðina. Flestir, ef ekki
allir uppteknir af sjálfum sér, hælisleitendainnflutning, loginni loftslagsvá
og að kynin séu fleiri en tvö aðalmálið.
Er nema von að allt sé hér meira og minna að fara til helvítis.
Sigurður Kristján Hjaltested, 20.10.2023 kl. 11:16
Takk fyrir innlitin og athugasemdirnar Guðmundur og Sigurður.
Já Sigurður, mig grunar að það séu fleiri sammála félaga mínum en tilbúnir eru til að gefa það uppi, og þú listar ágætlega upp hvers vegna.
Þingheimur hefur svikið kjósendur hátt á fjórða áratug, þó svo aldeilis hafi kastað tólunum undanfarin tvö kjörtímabil í svokallaðri ríkisstjórn sem er myndurð þvert á miðju hægri vinstri. Slík svik við kjósendur voru ekki einu sinni viðhöfð í neyð á árum áður.
Þessi lygavefur fór að sjást fyrir 1990, og kostuðu íbúa dreifðra byggða landsins aðganginn auðlindunum, og voru presenteruð sem þjóðarsátt. Nú ganga þvílíkar afbakanir um allt þjóðfélagið, allt eins í höfuðstaðnum sjálfum, enda verður síðasti bærinn í dalnum aldrei lengi sá síðasti.
Ungt fólk þarf að láta af valkvíðanum og ákveða sig, því annars endar þessi þjóð eins og hvert annað steingelt skoffín úti í ballarhafi ósjálfbjarga og auðnulaus. Það fólk sem spilar landráðavalsinn hefur fyrir löngu selt sál sína, úr þeirri átt er ekki von á neinu góðu.
Þakka þér drottins orðið Guðmundur, það á vel við nú á tímum sem endra nær.
Magnús Sigurðsson, 20.10.2023 kl. 13:06
Athugasemd Sigurðar er epísk. Naglinn sleginn beint á höfuðið og kyrfilega kafnegldur.
Bestu kveðjur.
Guðjón E. Hreinberg, 20.10.2023 kl. 13:36
Satt segirðu Guðjón, þar er ekki um neina dramatík að ræða, heldur hrein og bein kafnegla.
Magnús Sigurðsson, 20.10.2023 kl. 14:59
Mjúkir menn búa til harða tíma...
Harðir tímar í augsýn.
Líkamsæfingar og skotfimi í uppáhaldi,þessa dagana.
Skúli Jakobsson, 20.10.2023 kl. 19:22
Sæll Skúli, -og takk fyrir athugasemdina.
Hún er full djúp til að vera mjúk, allavega undir tönn.
Magnús Sigurðsson, 20.10.2023 kl. 20:28
Sæll Magnús.
Það er mikið fagnaðarefni að mannkyn er á réttri braut, þeirri sem mörkuð var við upphaf þess í grænum Edensgarði.
En eins og flestir vita þá var það hin árborna morgunstjarna (djöfsi)
sem hafði betur í viðskiptum sínum við Guð,- Eva át af Skilningstrénu; úlfúðin, ósættið og afneitun eigin gerða (synd?)
hlutskipti mannsins eftir það og fram að þessu.
Húsari. (IP-tala skráð) 20.10.2023 kl. 22:50
Sæll Húsari, -og þakka þér fyrir skilmerkilega athugasemd.
Já ég held að við félagarnir verðum að fara átta okkur á því að leiðin er fyrir löngu orðin greið, ef ekki bara malbikuð.
Og nú er svo komið að við strákarnir þurfum ekki lengur að velta steinunum úr þessari slóð.
Gott ef Eva hefur ekki tekið að sér að setja upp vegvísa og teppaleggja síðasta spölinn.
Magnús Sigurðsson, 21.10.2023 kl. 06:18
Sæll Magnús.
Teppalagt í öll 4 horn veraldar rétt eins og
líkam umlyktur fjórum skautum, farðaður og hærur tinnusvartar!
Húsari. (IP-tala skráð) 21.10.2023 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.