Slysaskot

Eins gott að portkona í Palestínu verði ekki fyrir skoti, þá væri viðbúið að feðraveldið og sá sem fyrst hverfur í stríði, fengi fokk eins og hver annar Friðrik við Arnarhól. Dreginn inn í Sódómu nútímans, svívirtur af Mammon á Valhúsahæðinni svo bókin seljist betur fyrir jólin.

Þeir sem eiga erfitt með að þreifa sig í gegnum fárið og ímynda sér fyrir hverju fábjánar dagsins í dag flissa ættu að lesa sér til í hinni helgu bók, t.d. um hrun múra Jeríkó eða níðingsverkið í Gíbeu. Það er akkúrat aðdáun fyrir svoleiðis andakt í gangi þessi misserin.

Það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar sá sagna besti fer fyrir ofan garð og neðan. Hvað þá út um þúfur blóðskammar blætis þess klára. Þá er stutt í að flissað verði vandræðalega úti á túni eins og hvert annað kynáttað skoffín sem gleymdist að kenna sódómískan masókisma í skóla.

Þannig er nú komið fyrir þeirri bókmenntaþjóð sem taldi sig í gegnum tíðina umburðarlinda og friðsama. Hún er stödd á flæðiskeri úti í miðju ballarhafi og tekur þar þátt í þjóða- og mannorðsmorðum í besta falli með þögninni.

Á meðan sprengjunum rignir yfir blessuð börnin suður með sjó. Fokkar hún hástöfum formælandi fyrirvinnunni og feðraveldinu við Arnarhól á meðan fábjánarnir við Austurvöll núa flissandi saman lófunum yfir öllum ferðapunktunum og flækingunum.

Aumara verður það varla – Guð blessi Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Getum við ekki Magnús,

ef það finnast tíu menn réttlátir í henni Sódómu Reykjavík,

beðið henni griða?

Guðmundur Örn Ragnarsson, 30.10.2023 kl. 10:03

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hef nú grun um að það finnist fleiri en tíu réttlátir í Reykjavík Guðmundur, en þeir mættu láta til sín heyra.

Dráp á börnum verða aldrei réttlætt með rökum, hver sem á í hlut. Þetta er ekki eini sinni keppnis eins og þegar haldið er með örðu hvoru liðinu í fótbolta.

Og það að stinga höfðinu í sandinn þegar börn eru annars vegar er ekki inn í dæminu, -hvað sem lærðum masókisma líður.

Magnús Sigurðsson, 30.10.2023 kl. 13:30

3 identicon

Sæll Magnús.

Getur verið að sannleikurinn skipti stundum engu máli?

Hið nýja réttlæti fáist með því að einstaklingur sem enginn veit hver er bendi á einhvern og þá er sá hinn sami sekur.

Í einum og sama manninum birtist dómari og böðull eða svo vitnað
sé til Einars Benediktssonar:
:

Það kennir, að réttur er ranglæti, er vann, –
og reyndi það nokkur glöggvar en hann;
að sekur er sá einn, – sem tapar?

Húsari. (IP-tala skráð) 31.10.2023 kl. 05:13

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Húsari, -þetta er snúin spurning og mér skilst að maður þurfi að lesa allar 500 blaðsíðurnar, en ekki hef ég trú á að hinn nýja sannleika sé þar að finna.

Hvort hann skiptir engu máli veit ég ekki, en þegar skal selja þá helgar tilgangurinn meðalið að því virðist.

Þess vegna benti ég á Biblíuna og þessar tvær sögur sérstaklega og blessuð börnin suður með sjó.

Ef finna má ekki neitt réttlæti nema með ranglæti þá er rétt að horfast í augu við börnin.

Annað veldur sjálfskaða á sálinni sem er varanlegri en þau kaun sem á skrokkinn sækja.

Einar Benediktsson vissi hvernig þetta virkar í þessum heimi, allavega fyrir rest, takk fyrir vísuna.

Magnús Sigurðsson, 31.10.2023 kl. 06:13

5 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Hvað eigum vér þá að segja?

Er Guð óréttvís?

Fjarri fer því.

Því hann segir við Móse: Ég mun miskunna þeim, sem ég vil miskunna, og líkna þeim, sem ég vil líkna.

Það er því ekki komið undir vilja mannsins né áreynslu, heldur Guði, sem miskunnar.

Því er í Ritningunni sagt við Faraó: Einmitt til þess hóf ég þig, að ég fengi sýnt mátt minn á þér og nafn mitt yrði boðað um alla jörðina.

Svo miskunnar hann þá þeim, sem hann vill, en forherðir þann, sem hann vill. (Róm. 9:14-18).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 31.10.2023 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband