1.12.2023 | 16:38
Þar sem djöflaeyjan rís
Það hefur verið undarlegt að fylgjast með fréttum af aðgerðum íslenskra yfirvalda þennan fullveldisdag. Þar sem lögregluyfirvöld landsins fara gegn margra barna íslenskri móðir að kröfu norskra dómstóla sem telja sig hafa lögsögu í alíslenskum fjölskylduharmleik.
Þegar vaknað var í morgunn sögðu fréttir að til hefði staðið að flytja móðurina úr landi í skjóli nætur úr einu rammgerðasta fangelsi landsins. En aðgerðir systur hennar hafi komið í veg fyrir gjörninginn með því að loka veginum að fangelsinu næturlangt.
Nýjustu fregnir herma að lögreglan hafi óvænt fjarlægt hina sjö barna móðir úr fangelsinu með valdi áður en íslenskur dómstóll, sem móðirin hefur áfríað máli sínu til, hefur kveðið upp sinn dóm.
Nú segir dómsmálaráðherra landsins að ekkert sé hægt að gera fyrir þessa kynsystur hennar, norskur dómsúrkruður gildi yfir þessa íslensku fjölskyldu, vegna samninga sem stjórnvöld hafi gert við aðrar þjóðir.
Já maður spyr sig; hvaða réttindi felast í því að vera fullvalda íslenskur ríkisborgari á Íslandi.
Ráðherra getur ekki beitt sér í máli Eddu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá er það komið á hreint. Margra barna íslensk móðir hefur verið flutt til viðhalds í Noregi fyrir atbeina íslenskra yfirvalda.
Þetta gerist í aðdraganda jólanna, börnin eru enn á Íslandi, málinu engan veginn lokið.
Þetta eru geðslegar kveðjur frá íslenskri stjórnsýslu til íslenskra borgara og barna á sjálfan fullveldisdaginn.
Já þar sem Djöflaeyjan rís, var rétt svo hægt að greina að röndóttur glóballinn væri dregin af hún fyrir þeim blá íslenska í fánastöngum góða fólksins stutta dagstund í desember.
Magnús Sigurðsson, 1.12.2023 kl. 18:56
Sæll æfinlega Magnús; líka sem aðrir gestir þínir !
Guðrún Hafsteinsdóttir; er nákvæmlega sama rolumennið, og stalla
hennar Katrín Jakobsdóttir, hvað varðar almennt siðferði, og
almanna hagsmuni.
Þær; eru hinsvegar vel með á nótunum, þá þær þurfa að hygla sjálfum
sjer og sínum, á hina ýmsu vegu.
Mega; fordæður kallazt, í huga alls skikkanlegs og hrekklauss
fólks - þegar Samherja glæpa hyski Þorsteins Más Baldvinssonar
skal hlíft við SJÁLFSÖGÐU framsali til Namibískra yfirvalda, að
þá má leggjast á almenna borgara hjerlendis, þó hinir sömu:: eins
og Edda Björk Arnardóttir er að halda hlífiskildi yfir sonum
sínum, frá hinum fremur mistæka föður þeirra.
Þessar druzlur; Katrín Jakobsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir
mega hafa æfarandi skömm fyrir aðgerðlaysi sitt, í þessu máli
sem og allmargra annarra.
Þrátt fyrir mikla gremju mína; þessu viðvíkjandi,, hinar
beztu kveðjur til Austurlands, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.12.2023 kl. 19:35
Sæll Óskar Helgi, -og þakka þér fyrir snaggaralegt innlitið.
Já blessuð ráðherfan var öllu skörulegri fyrir þrem vikum síðan eða svo þegar hún hljóp um með sviðsmyndir upp úr spálíkani flóna í pappakassa og sú flissandi fékk alþingi því sem næst eins og það lagði sig til að setja á lög um að skattleggja landsmenn svo verja mætti einkafyrirtæki í erlendri eigu og Blanka lónið.
Það er greinilega ekki sama Jón og séra Jón þegar verja skal landslýð, -hvað þá Gunna með fullt hús af börnum.
Með bestu kveðjum suður á land.
Magnús Sigurðsson, 1.12.2023 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.