Skæklatog og hringavitleysa

Nú gnístir gamli nábítur saman gómunum þegar flestir voru hættir að trúa á glamrið í fölsku tönnunum, og til að andlitið falli ekki alveg saman á riðuskurðar skotta fylgja fordæmi djöfuls snillinga.

Tilkynna afsögn með tilþrifum og síðan ~ voilà ~ og upp úr hagsmuna hattinum skapast sátt um að bingóið haldi áfram. Skítt með skaða galtóms ríkissjóð það má alltaf finna fórnarlömb fyrir honum.

Nei má ég þá heldur biðja um ~ ciao ~ Þegar ábyrgð óstjórnarinnar samanstendur orðið af lögbrjótum, afglöpum og flissandi fábjánum svo ekki sé nú orði hallað á allar dúkkulísurnar.


mbl.is Stjórnin í hættu nema Svandís skipti um stól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er bara ósköp einfalt SVANDÍS HEFUR EKKERT VAL LENGUR RÍKISSTJÓRNIN ER ALLIN OG EKKERT ANNAÐ FRAMUNDAN EN KOSNINGAR....

Jóhann Elíasson, 8.1.2024 kl. 09:46

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég er sammála þér með það Jóhann, - að hún ætti ekki að eiga val á því að skipta um stól þó svo að það sé komið í móð.

Og ég er eins alveg sammála þér með það að þessi ríkisstjórn á að fara frá sem fyrst, hún mun bara valda landsmönnum meira tjóni því lengur sem hún situr.

Magnús Sigurðsson, 8.1.2024 kl. 10:39

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Og þeir sem brotið hafa af sér eiga ekki að vera kjörgengir. En alþingi er ekkert annað en safnhaugur siðblindingja. Og seint mun það breytast.

Örn Gunnlaugsson, 8.1.2024 kl. 11:37

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ert að negla naglann á höfuðið Örn, -allir hljóta að eiga að hlíta lögum séu þau á annað borð í gildi.

Þetta fólk á alþingi getur afnumið ólög, til þess er það kosið, en það hefur valið að taka í notkun enn fleiri ólög á færibandi sem eru til þess eins að fara í kringum þau lög sem eru ekki uppfull af siðleysi. Og nú á að skapa nýtt forsæmi um hvað er ráðherrábyrgð.

það má jafnframt velta því fyrir sér hvort þessi ráðherfa átti ekki að sæta ábyrgð á svívirðilegum riðuniðurskurði síðasta vor, þegar stofnun sem heyrði undir hennar ráðuneyti fór offari í dýraníði og lét slátra fleiri hundruð ósýktum lambfullum kindum sem voru komnar að burði. Hvar var hámenntað fagráðið þá?

Magnús Sigurðsson, 8.1.2024 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband