Skaufhalar og þursameyjar

Það er greinilegt að sá í neðra leikur sér að ríkisstjórninni, eins og köttur að mús. Varnagarðar hér og varnargarðar þar og allt í fári. Heil Grindavík ónýt, en samt svo til óbætanleg úr viðlagatryggingu. Heita vatnið farið af Suðurnesjum í frostinu og rafmagnsofnarnir í landinu annað hvort uppseldir aða fastir í Grindavík, þar sem engin fær að ná í þá á meðan landinu er stjórnað með spálíkani og sviðsmyndum úr Skógarhlíðinni.

Það vantar samt ekki að ríkisstjórnin er kokhraust. Allt verður komið í lag á morgunn. Vísindamennirnir okkar gerðu ráð fyrir öllum sviðsmyndum. Þó svo að það hafi komið örlítið á óvart hvernig þær rættust. En það má alltaf gera nýja sviðsmynd og bæta á nýjum sköttum fyrir nýjum garði. Jafnvel selja mjólkurkýrnar fyrir þjóðarsjóð úr því að bæði hamfara- og ríkissjóður eru tómir, -bara að muna að hafa borð fyrir báru í eigin vasa.

Því var haldið fram á þessari síðu að þessi ríkisstjórn væri ekki á vetur setjandi og er lítið annað að segja úr þessu en “I told you so”. Nú hefði verið gott að hafa ekki eitt öllu púðrinu í að fegra bókahaldið með dekri við auðróna, loftslagsvá, erlendan stríðsrekstur og sitja uppi með þúsundir erlendra flækinga ofan á ósköpin.

Einhverjum kann að detta í hug “you ain´t seen nothing yet” en við skulum vona að svo veði ekki, og þess í stað biðja fyrir ríkisstjórninni, -við höfum enga aðra. En ég ætla að setja hér inn samsuðu elds og ísa, -skoffín úr Völuspá og Skaufhalabálki, ríkisstjórninni til viðvörunnar svo margrómuð þjóðarsáttin fari ekki veg allrar veraldar.

 

Surtur fer sunnan

með sviga lævi

skín af sverði

sól valtíva.

Hafði áður

hætt útvegi

nægtir voru þá

og nógar vistir.

Geisar eimi

við aldurnara

leikur hár hiti

við himin sjálfan.

Matur er eigi meiri

mér í höndum:

halarófu bein

og hryggur úr lambi

bógleggir þrír

og banakringla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ríkisstjórnin veit best. Frá loftsköttum og ofan í tær.

Eins og maðurinn sagði, akkuru hætti ég með þessum góðu en hélt við þessar vondu?

Guðjón E. Hreinberg, 9.2.2024 kl. 09:07

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitið og athugasemdina Guðjón.

Eins og ég sagði einhvertíma þá eru vættir landsins vaknaðir og virðast vera farnir að tukta til landann, illu heilli. 

Ríkisstjórnin hefur ekki beðið Íslandi Guðs blessunar opinberlega, eins og álfurinn um árið, hún trúir nefnilega á vísindin.

Þannig að við verðum að biðja fyrir ríkisstjórninni í sinni fávísi gagnvart vættunum. 

Magnús Sigurðsson, 9.2.2024 kl. 13:10

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég mæli með því við alla að þeir fari í samráðsgáttina núna, og segi þeim að fjármagna uppkaup á Grindavík með því að leggja niður Umhverfisráðuneytið, meðal annars.

Ef nógu mergir segja eitthvað slíkt, þá fara þeir kannski aðp hugsa nýjar hugsanir, eða bara einhverjar hugsanir.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.2.2024 kl. 09:18

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ásgrímur og takk fyrir innlitið.

Það þarf nú gott betur en bara að leggja niður umhverfisráðuneytið. Stjórnsýslan er orðin að útibúi ESB og alþingi afgreiðslustofnun, ráðuneytin hafa verið endurstillt eftir uppskrift WEF, -ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum. 

Magnús Sigurðsson, 10.2.2024 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband