Sumarmál

Að loknum vetri

ríf ég gat á myrkrið

til að sjá sumarið

birtast af fjöllum

 

Úti í garði

er svartur fugl

sem syngur

hugsanir mínar

 

Gengin spor

skrýðast nú skjótt

döggvuðum stráum

á grundum grænum

 

-Og ný útsprungin

titrandi laufblöð

hvísla að kalkvist

máttugum ljóðum

-með rómi

--svo ljúfum

---og blíðum

 

Það er í garðinum

þar sem morgunninn

nú kviknar og hlýnar

sem svartþrösturinn syngur

döguninni í austri vorsins lof

 

-Og það er þá

sem lúinn hugur

í eitt skiptið enn

gleðst við hans söng

um vor


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Fuglar sem syngja sýn mína og grasið sem gælir við drauman, og skýin sem upplyfta ... blah!

Guðlaun.

Guðjón E. Hreinberg, 21.4.2024 kl. 11:37

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

+a

Guðjón E. Hreinberg, 21.4.2024 kl. 11:38

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er ögn af eightíes í þessu hjá okkur báðum Guðjón, -sem þarf kannski ekki að koma svo á óvart, jafnvel smá Zeppelin og Hendrix.

Magnús Sigurðsson, 21.4.2024 kl. 12:25

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Já, smá "Stairway to Heaven" fílíngur þarna en Zeppelin stálu nú frá svo mörgum að það er allt í lagi að stela aðeins frá þeim wink

Wilhelm Emilsson, 22.4.2024 kl. 02:07

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt segirðu Wilhelm, -enda er varla hægt að segja aukatekið óstolið orð svo að það skiljist.

Magnús Sigurðsson, 22.4.2024 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband