Íslenda

Eini forseta frambjóðandinn sem hefur afdráttalaust sagst standa vaktina fyrir þjóðina og skjóta málum til hennar samkvæmt stjórnarskrá, -nýtur ekki fylgis. Enda hefur hann af mikilli hógværð gefið það út að hann ætli ekki að styggja nokkurn mann og beðið fylgjendur sína um að að gæta hófs í orðræðu. Það getur verið snúið að standa með fólki, sem stendur ekki með sjálfu sér, -hvað þá heilli þjóð.

Flestum öðrum frambjóðendum finnst um málskotsréttinn hitt og þetta áheyrilegt, þegar eftir er leitað, hvort þeir muni skjóta málum til þjóðarinnar, en skjóta sér jafnframt hárfínt undan að svara afdráttarlaust. Það er einmitt þegar frambjóðendum fer að finnast eitthvað, sem rétt er fyrir kjósendur að hlusta vel eftir því hvað er nákvæmlega sagt, -og standa síðan með sjálfum sér, -því að kjósa keppnis er að kasta atkvæði á glæ.

Hér fyrir neðan má finna lesningu í bóki Benedikts Gíslasonar frá Hofteigi, -Íslendu. Benedikt vildi meina að þeir sem námu hér fyrst land hefðu ekki einungis verið heiðnir, heldur hefði stór hluti landsmanna þá þegar veri kristið fólk, og hér á landi hefði í raun ríkt trúfrelsi. Siðaskiptin árið 1000, þegar tekin var upp einn siður, hefði í reynd verið ákvörðun um að gefa þjóðina á vald Rómakirkjunni.

Siðaskipti voru á Íslandi árið 1000. Árið 1056 var fyrst settur biskupsstóll í Skálholti. Erkibiskupsstóll var settur í Niðarósi árið 1122 sem hafði þá yfir að bjóða biskupsdómi á íslandi, en þá voru orðin hér tvö biskupsdæmi.

"Þetta útlenda yfirboð á kirkjumálefnum á Íslandi átti eftir að verða örlagaríkt fyrir íslenska þjóð, en smásaman færðist íslenska þjóðlífið meira og meira undir vald og aðra hætti kirkjulífsins. Þetta hlaut að blasa við þjóðlega hugsandi mönnum á þeirri tíð og vekja þeim ugg um sjálfstæða tilveru þjóðarinnar, er kirkjan sýndist stefna að því að draga undir sig þjóðfélagsvaldið og innlenda fjármálastjórn, því fyrstu fjárlög Íslendinga eru tíundarlögin, sem Gissur biskup fékk sett 1096 og gáfu kirkjunni forræði á þessum fjárlögum.

Mótvægi á móti þessu var fyrst og fremst saga þjóðarinnar. Í sögunni hlaut þjóðin að muna til sjálfrar sín og sagan hlaut að vernda skýringuna á þjóðinni, og þaðan bar að taka stefnumiðið um verndun og framgang þjóðarinnar móti alþjóðlegri samsteypu ríkja af sameiginlegum trúarbrögðum undir samþjöppuðu valdi á einum stað heims.

Menntun þjóðarinnar hafði farið mikið fram, einmitt af kristilegri menntatækni, lestri og skrift. Mátti því sýnast örðugt að greina á milli þess, sem þjóðin var sjálf og þess, er hún hafði hlotið, enda komu ekki fram skörp tímaskil í málinu, og má segja hitt, að taumur kirkjunnar var slegin ótæpilega, þótt hún yrði stundum að steyta fót sinn við steini.

Má segja það strax, að ritverk Íslendinga, er nú komu til sögunnar, urðu flest mjög höll undir kirkjuna, og þá á aðra grein ekki síður höll undir höfðingjavaldið, en höfðingjavald var einkunn hins íslenska þjóðfélags, frá því það komst á laggirnar."

Ég læt lesendum eftir að færa þessa lýsingu úr Íslendu til okkar tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Í öllum ræðum Arnars hefur hann kannski einsinni orðað þetta af einhverri sérstakri hógværð; vitandi að misjafnlega  styggjast menn af jafnvel laufléttum athugasemdum.Hér er hann að hugsa um þá sem fylgja honu þykist ég vita; þótt sjálfur segi hann ávalt hárbeittan sannleikann. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2024 kl. 13:27

2 identicon

Mig langar að kjósa Arnar en líklega kýs ég Höllu bláu til að Katrín komist ekki að. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason (IP-tala skráð) 16.5.2024 kl. 15:02

3 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Magnús.

Árin 306 - 410 mætti kalla síðrómversk á Bretlandi en áður hafði Rómarkirkjan seilst til áhrifa um Evrópu t.d. í Þýzkalandi.

Vitanlega var dagskipunin um að ná um alla Evrópu fram.

Því eru eiginleg áhrif Rómarkirkjunnar miklu fyrr á ferðinni en almennt er talið á Íslandi. 

Til marks um vald kirkjunnar mætti nefna Landnámu sem tæpast er annað en Grimmsævintýr hennar sjálfrar en heimild um eitt né neitt.

Guðni Björgólfsson, 16.5.2024 kl. 16:01

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helga, mér finnst Arnar Þór full hógvær í sínum málflutningi, hefur allavega ekki náð til kjósenda samkvæmt skoðanakönnunum, en kannski er ekkert mark takandi á þeim og þjóðin bara orðin leið á fullveldinu og vill ekki að málum því tengdu sé vísað til hennar.

Bjarni Gunnlaugur, þú ert sem sagt að hugsa um að kjósa samkvæmt skoðanakönnum. Mikið mark skal tekið á skoðanakönnunum sem eru að gíra fólk upp í að kjósa taktískt.

Þó engin málefnalegur munur sé á efstu frambjóðendum samkvæmt könnunum. Þá ætla margir að kjósa, -ekki endilega þann frambjóðanda sem mestur samhljóm er við, -heldur þann sem á mestan möguleika á að koma í veg fyrir að fá þann sem þeir síst vill.

Skoðanakannanir hafa sjaldan verið meira áberandi en fyrir forsetakosningarnar núna, þegar nánast engu máli skiptir málefnalega hverjir af fjórum efstu í könnunum nær kosningu. Ef ekki er kosið taktískt trúa flestir því að atkvæðinu sé kastað á glæ.

Þannig hefur fólk kosið til alþingis eftir að skoðanakannanir komu til sögunnar, og oftast endað á að sitja uppi með svarta Pétur.

Magnús Sigurðsson, 16.5.2024 kl. 16:10

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Guðni og þakka þér fyrir athugasemdina. Hvað sem um Landnámu má segja þá hef ég lengi litið svo á að Rómarkirkjan hafi verið framhald þess Rómarveldis sem sagt er hafa fallið 476, -páfinn afsprengi keisarans.

Þessi miðlæga valdstjórn, sem lengi var kennd við Róm, er hrein alþjóðahyggja sem stefnir að heimsyfirráðum, -og er lítið annað en trúar-brögð.

Magnús Sigurðsson, 16.5.2024 kl. 16:27

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég var svo heppinn að sjá hann í myndbandi frá Tómasi Ibsen;upptaka frá ungum strákum sem ég hef ekki fundið aftur, allt i góðu.(nú atast ég óvirkt með fjölskyldu minni í Þorlákshöfn sem er á móti jarðraskinu sem ráðamenn þar vilja).annars takk fyrir allt sem þú skrifar.

Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2024 kl. 18:17

7 identicon

Ég er reyndar ósammála að enginn munur málefnalega séð, sé á fjórum efstu. 

Katrín sker sig úr að koma beint úr pólitíkinni, semjandi frumvörp (t.d þetta sem átti að veita fiskeldisfyrirtækjum ótímabundin afnot af fjörðum) sem síðan getur vel komið til að hún komi til með að skrifa undir sem forseti. 

Það er ómöguleg staða, svona málefnalega séð. 

Varðandi beitingu málskotsréttar þá er merkilegt að hugsa til þess að þegar slík gjá myndaðist milli þings og þjóðar að mati Ólafs Ragnars, þá var Katrín Jakobs öfugu megin við gjána í tilfelli Icesave samninganna. Í tvígang. 

Er ástæða til að ætla að hún sýni eitthvað betri dómgreind sem forseti?

Ekki flökraði heldur að henni sem pólitíkus að gera mál úr því þegar félagi hennar Bjarni Ben. sem fjármálaráðherra tókst að klúðra svo rosalega einkavæðingu Íslandsbanka að einn af fáum sem fékk að kaupa var faðir hans sjálfs!

Ræður hélt hún um að eldriborgarar gætu ekki beðið kjarabóta en gengur frá borði nú þar sem lofað er að gera eitthvað eftir eitt og hálft ár eða eftir að núverandi kjörtímabili líkur.  Ótraustvekjandi er það. 

Ekkert sá hún athugavert við að Þórdís hvatvísa keypti sprengjur fyrir Úkraínu, sagði í umræðuþætti nýlega að það hefði ekki komið sér við sem forsætisráðherra.  Sagði svo í Bítinu í morgunn að sér hefði verið kynnt ákvörðunin fyrirfram á ríkisstjórnarfundi en gat ekki svarð hvort hún hefði samþykkt eða ekki. 

Ekki traustvekjandi það. 

Allt tel ég þetta nokkuð málefnaleg rök sem leiða mig að þeirri niðurstöðu að ég er a.m.k. búinn að útiloka einn frambjóðanda, Katrínu Jakobs. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason (IP-tala skráð) 16.5.2024 kl. 19:37

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég tek undir hvert orð hjá þér Bjarni Gunnlaugur, -hvað fyrrverandi forsætisráðherra varðar, og kemur ekki til hugar að verja hennar misgjörðir svo mikið sem eitt augnablik.

Það sem ég er að fara með þessari bloggfærslu að ekki er hægt að standa með fólki sem stendur ekki með sér sjálft og kýs jafnvel nærst versta kostinn bara vegna óbeitar á þeim versta í stað sannfæringar sinnar.

Varðandi bláklæddu konuna þína þá hef ég tvisvar heyrt hana svara svo til varðandi málskotsréttinn, að henni finnist það t.d. eiga við þegar að ESB aðild komi.

En skýtur sér síðan undan öðru svari en að "finnast", -með því að henni komi ekki til hugar annað en alþingi láti ESB aðild koma til þjóðaratkvæðis. Þú getur þá rétt ímyndað þér hvað henni "finnst" um bókun 35.

Þetta er ekki svar, þetta er að finnast eitthvað og ég man hvernig fór með málskotsrétt þjóðarinnar í EES á sínum tíma, þó svo að tugir þúsunda hafi þá skrifað undir áskorun til forseta lýðveldisins.

Magnús Sigurðsson, 16.5.2024 kl. 20:23

9 identicon

Vel mælist þér Magnús og skal ég hugsa minn gang!

Arnar er reyndar eini frambjóðandinn sem mér lýst því betur á sem ég heyri meir i honum.   

Talar bæði skýrt og viturlega. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason (IP-tala skráð) 16.5.2024 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband