15.10.2008 | 06:25
Það þarf að breyta lögum um gjaldþrot einstaklinga.
Þegar efnahagsástandið er orðið með þeim hætti að flestar forsendur íbúðarhúsnæðis kaupa eru brostnar er nauðsynlegt að horfast í augu við að stór hluti heimila mun ekki komast í gegnum þær skuldir sem til eru orðnar. Nægir þar að nefna erlend lán og innlend verðtryggð lán þar sem boginn var spenntur hátt enda ekki annað í boði ef fjárfesta átti í íbúðarhúsnæði á annað borð s.l. ár. Dæmin af erlendu lánunum hafa verið að koma fram í fjölmiðlum, t.d. kaup á 30 millj húseign með 10 millj í eigið fé og láni upp á 20 millj, lánið sendur nú í 35 millj og afborgunin orðin óviðráðanleg, húsnæðið óseljanlegt. Verðtryggt 90% lán 20 millj, afborgun ca.120 þús, hækkun á verðbótaþætti ca 300 þús, eftirstöðvar lásins eftir eitt ár ca 24 millj allt eigið fé brunnið á verðbólgubálinu á hálfu ári, húsnæðið óseljanlegt. Það ætti að vera forgangs verkefni félagsmálaráðherra og þingmanna að finna leið fyrir fjölskyldur út úr þessum ógöngum sem ofangreind dæmi lýsa. Ein leiðin gæti verið sú að leifa heimilum að ganga frá þessum skuldum þ.e. gjaldþrot. Frekar enn að Íbúðalánarjóður verði notaður til að frysta lán og skuldbreyta sem aðeins lengir í hengingarólinni nema að til komi dramatískur viðsnúningur í efnahagsmálum. Íbúðalánasjóður gæti síðan leigt fyrri eigendum þær eignir sem hann leysir til sín t.d. á 120 þús. á mánuði húsnæðisliður heimilisins stæði á núlli eftir hver mánaðarmót í stað þess að sjá skuldirnar verða óyfirstíganlegar. Þeir sem færu þessa gjaldþrotaleið yrðu síðan að gangast undir það að fá ekki lánafyrirgreiðslu hjá Íbúðalánasjóð til íbúðarkaupa í einhvern tiltekin tíma.
Eins þarf að skilgreina stöðu annarra lándrottna með því að banna fjárnám í heimilum fólks öðrum en þeim sem lánað hafa til íbúðakaupa. Þetta getur ráðið úrslitum fyrir marga fjölskyldur hvort þær halda íbúðarhúsnæði sínu í þeim samdrætti og hrinu gjaldþrota sem nú fer um íslenskt atvinnulíf
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.