Auðlindirnar okkar.

Á krepputímum er ekkert eins mikilvægt og að nýta þær auðlindir sem við eigum.  Það er einmitt þá sem best kemur í ljós hvað allar hugmyndir um  takmarkanir á nýtingu eru ankannalegar.  Auðlindirnar eru okkur til einskírs nýtar nema við notum þær.  Enda gerum við það í skiptum fyrir  betri lífskilyrði fyrir okkur og komandi kynslóðir.  Fyrir afrakstur þeirra auðlinda sem við höfum yfir að ráða eignumst við peninga sem eiga að vera afleiðing ekki orsök, þeir eiga að vera þjónn ekki húsbóndi.  Peningar ættu því að vera drifkraftur en ekki lokatakmark, heldur skiptimynt fyrir annað og meira.

Okkur hefur verið sagt, í gegnum aldirnar, að auðlindir heimsins séu takmarkaðar og að þær endurnýi sig ekki í takt við það sem sem af er tekið.  Olían er að ganga til þurrðar, jörðin er að ofhitna, ísinn að bráðna jafnvel með þeim afleiðingum að ísöld gangi í garð, gat komið á ósonlagið, fuglaflensa handan við hornið, regnskógarnir í útrýmingarhættu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  Heimsendaspárnar eru allsstaðar og hafa alltaf verið.  

Upp úr 1960 var það orkugjafinn kjarnorka sem athygli heimsins var beint að sem ástæðu heimsenda.  Minna fer fyrir því í dag þegar hlýnun jarðar virðist hafa tekið við sem tilefni  heimsenda af ósonlaginu sem fyrir nokkrum árum var það sem helst var haldið á lofti með það mikilli ákefð að hefði sú spá gengið eftir hefðum við í dag þurft að halda okkur innan dyra og ekki líta dagsbirtuna öðruvísi en með rafsuðugleraugum. Kannski kemur að því að við höfum ofnotað aðdáun okkar á bláum lit þannig að við megum ekki  njóta  hans lengur nema í takmörkuðum mæli.  Okkur hefur verið kennt að skortur og fátækt séu dyggðir og það sé græðgi okkar að kenna að óðum styttist í heimsendir.  Stærsti hluti þessara heimsendaspádóma er ekki annað en áróður sem heldur okkur frá því að njóta þess  ríkidæmis sem veröldin býður.

Við verðum að losa okkur við allar hugmyndir að fátækt sé göfug.  Gróandi og vöxtur er markmið lífsins, eins og plantan vex, blómstrar og ber ávöxt er okkur ætlað að gera sem mest við líf okkar og eftir því sem við höfum úr meiru að spila eru betri tækifæri til að láta hæfileikana blómstra og gefa ávöxt.  Lífinu er ætlað að vaxa og aukast, hver hugsun sem við hugsum leiðir til annarrar hugsunar, hver staðreynd sem við lærum leiðir til annarrar staðreyndar, hver uppskera gefur meira fræ til næstu uppskeru, þannig er gróandi lífsins stöðug aukning.   

Við megum aldrei ganga út frá því að auðlegðin sé takmörkuð, að allir peningar séu innilokaðir og stjórnað af bönkum og auðjöfrum, því þannig drepum við niður sköpunargáfu okkar og lendum á plani samkeppninnar, hinnar hörðu lífsbaráttu þar sem glíman snýst um það sem við höfum ekki áhuga á en missum af því sem sköpunargáfan hefur að bjóða.  Munum að allir þeir peningar sem við þörfnumst eru til, það þarf aðeins að greiða leið þeirra til okkar með sköpunargáfunni.  Heimurinn hefur alltaf átt nóg af peningum það er sama hvað fólksfjöldin hefur margfaldast alltaf hafa orðið til meiri peningar, svo verður áfram.  Það sem við þurfum að gera er að halda sköpunargáfu okkar vakandi og þeir peningar sem við þurfum munu koma.  Ekkert er sem það sýnist lítum ekki á takmarkanirnar allt mun koma til okkar eins hratt og við erum tilbúinn til að taka á móti því og nota það. 

Lesandi góður, eingin sem króar af  það sem þú þráir og er þér sýnilegt getur komið í veg fyrir að þú eignist það. láttu þér aldrei detta í hug að allar bestu byggingarlóðirnar verði uppseldar áður en þú hefur tækifæri til að byggja þitt hús, nema að þú flýtir þér.  Hafðu aldrei áhyggjur af því að sjóðir og auðmenn eignist alla jörðina áður en þú getur látið þína drauma rætast, því svo verður ekki.  Þú ert ekki að sækast eftir því sem aðrir sækast eftir, þú ert að sækast eftir gróanda og vexti fyrir sjálfan þig og þína sá vöxtur er án takmarkana.  Það er með hugsun þinni sem allar hlutir verða til og þeir koma frá hinu óendanlega.

Það er til óbrigðul aðferð til að njóta velsældar sem lítur stærðfræðilegum lögmálu, hugsaðu út frá allsnægtum en ekki skorti því takmarkanirnar verða til í þínum huga. 

Jóhannes 12.35 "Gangið meðan þér hafið ljósið, svo myrkrið hremmi yður ekki.  Sá sem gengur í myrkri veit ekki, hvert hann fer."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Magnús, ég er staddur á Húsavík og var að lesa fréttirnar á Mbl.is þá rakst ég á athugasemd frá þér þar. Og kíkti í framhaldinu á bloggið þitt, og auðvitað mjög gaman að lesa.

Þér hefur sko ekki farið aftur í ritsnilld, ég þyrfti helst að fá mér tölvu á skrifstofuna mína á Djúpavogi til að fylgjast með þjóðmálum í dag...og ekki síst í seðlabankamálum, sem gamall seðlabankastjóri í hjá kaupfélagi Berufjarðar á Djúpavogi þá var nokkuð líkt með mér og Davíð.

Kveðja Már Karlsson, Seðlabankastjóri á eftirlaunum.

( sérlegur aðstoðarmaður minn í tölvumálum er Jóhanna Másdóttir) 

Már Karlsson. (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 10:24

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll félagi, það er spurning hvort ekki þurfi á reynslubolta frá Djúpavogi að halda til að koma utanríkisviðskiptum landsins á stað. 

Það eru nokkrar líkur á því að stóll í Seðlabanka Íslands losni á næstunni og nú þegar Ísland þarf á öllu sínu að halda, er gott að vita af vönum seðlabankastjóra á eftirlaunum sem veit hvað þarf að gera í peningaleysi.

Magnús Sigurðsson, 19.10.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband