Ætlar IMF að gera þjóðina eignalausa?

Í þessu efnahagslega veðravíti telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Íslenskum efnahag best borgið með svimandi háum stýrivöxtum.  Eigna- og atvinnulaus almenningur ásamt gjaldþrota fyrirtækum eiga að koma okkur út úr kreppunni.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist ætla að greiða erlendum lánadrottnum upp í topp á kostnað þjóðarinnar, í samvinnu við ríkisstjórnina.
mbl.is Hið fullkomna fárviðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Háir stýrivextir eru því miður nauðsynlegir á meðan mesta verðbólgan gengur yfir, því ef verðbólgan er umfram stýrivexti má gera ráð fyrir því að fjárfesting í íslenskum krónum (lesist: íslenskum efnahag) sé neikvæð. Það þýðir að krónan verður enn verðlausari og ég bendi á að engin takmörk eru fyrir því hversu verðlaus hún getur orðið.

IMF held ég ekki að ætli sér meðvitað að gera þjóðina eignalausa, ég hef meiri áhyggjur af því að hann geri hana eignalausa með vanhæfni sinni frekar en illsku sinni.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

... vanhæf ríkisstjórn... vanhæft IMF.  Hverjum ætli sé treystandi að koma okkur út úr þessari kreppu?

Ætli svarið sé ekki eins og oft áður... fjölskyldu, vinum og sjálfum sér.

Mér sýnist menn enn vera að rífast um brauðmolana, hvort sem menn eru í stjórn, stjórnarandstöðu eða í hinum ýmsustu borgaralegu hreyfingum.

Það virðast allir vera með klæðskerasaumaðarlausnir... en við fyrstu sýn passa þær einungis þeim sem setja þær fram ekki aðra.

Nú vantar okkur Maófötin...

Lúðvík Júlíusson, 26.11.2008 kl. 11:27

3 identicon

Teir hja IMF hafa tha gert somu mistokin aftur og aftur og aftur omedvitad i gegnum tidina med sinni adferd, og virdast aldrei aetla ad laera af tvi?  Eg held ad ein af bestu leidunum i tessu er ad tengja helvitis kronuna i gegnum flytileid vid evruna til ad gera hana stabilli en adur og koma tannig fotunum undir vidskiptalifid aftur.  Einhvers stadar las eg ad tad gaeti tekid 3 allt ad 3 manudi ad gera slikt en eg skrifa tad ekki dyrara en eg las tad.

Erlendur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:30

4 identicon

Bíddu við.  Það  er enginn sem gefur okkur pening. Við erum eins og dópistinn við þurfum að fara í meðferð.  Lifa eftir efnum en ekki á lánum.  Búið að klippa á kredittkortið.  Það er enginn góð lausn í sjónmáli.  Við erum búin að mæta "the perfect storm".

Vandamálið stigmagnast ef það flæðir gjörsamlega undan krónunni, þá byrjar verðbólgan og vísitalan og ekki minnast á erlendu lánin.  Ef vísitalan er afnumin þurkast út allt fjármagn og það verður enginn sparnaður.  Þá erum við stokkin 20-30 ár aftur í tíman.  Að nokkur hundruð eða þúsund skuldarar gefist upp á leiðinni út úr þessu er alveg klárt.  Það mun enginn björgunarbátur koma þeir verða að synda sjálfir eða sökkva.

Gunn (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:52

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi, IMF lánið virðist eingöngu ætlað að styrkja gengi krónunnar en ekki til þess að aðstoða fyrirtæki né almenning á annan hátt en í gegnum þá styrkingu.  Háir vextir og verðbólga munu gera mörg heimili og fyrirtæki gjaldþrota.  Það er búið að reyna til margra ára að halda verðbólgu niðri og gengi uppi með háum stýrivöxtum.  Afleiðingarnar þekkjum við betur en nokkur önnur þjóð. 

Framtíðargengi krónunnar verður láni IMF algjörlega óviðkomandi það mun á endanum ákvarðast á því hvað við fáum fyrir útflutning og hvað við flytjum inn.  Gengishækkunaráætlun IMF virðist því miða að því einu að hægt verði að gera upp við erlenda lánadrottna.

Lúðvík, ég er sammála því að svarið við kreppunni er falið í viðbrögðum okkar sem þjóðar.  IMF lánið er því óviðkomandi, það verður útflutningur og svo það að vera sjálfum okkur nóg í sem flestu sem bjargar okkur út úr vandanum.  Það kæmi ekki á óvart að Davíð stigi út úr svarta kassanum við þessar aðstæður og verið Castro okkar íslending.

Erlendur, ég er sammála því að með þessu förum við langa og kvalarfulla leið að evru upptöku.

Gunn, rétt það er búið að klippa á kretidkortið.  Ég er ekki viss um að þessi IMF gengisskráning sé ætluð til hjálpar þeim sem skulda í erlendum gjaldmiðlum, þeir koma sennilega ekki til með að þrauka nógu lengi til að bjargast á styrkingu gengis eða þar til nýr gjaldmiðill verður tekin upp á Íslandi.

Magnús Sigurðsson, 26.11.2008 kl. 13:00

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fáránleikinn virðist ekki vera að taka enda. Skilur einhver hvað gengur fyrir hjá ríkisstjórninni? Ekki ég.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband