Væntingin er þýðingarmeiri en staðreyndin.

Í Kastljósið á föstudagskvöldið komu þau Margrét Pála Ólafsdóttir (Hjallastefnan) og Halldór Einarsson (Henson).  Það var ánægjulegt að hlusta á hvað þau höfðu fram að færa, sérstaklega í ljósi þerra tíma sem nú eru.  Þetta fólk hefur haldið sinni sannfæringu og látið sínar væntingar rætast þrátt fyrir að staðan hafi oft virtist vonlaus.  Þau bentu á lausnir, þær felast í út frá hvaða sjónarhorni horft er til möguleikanna og væntinga þinna til þeirra.  Möguleikarnir verða til í huga hvers og eins, hafa því ekki eins mikið með peninga að gera og halda mætti.

 

"Það er til örugg leið til að komast hjá gagnrýni; gerðu ekkert og vertu ekkert, kæfðu allan metnað."

 

Einbeiting er það sem fær hugann til að halda sér við ákveðna væntingu, þar til hann hefur  fundið leiðir til að koma henni til leiðar.

 

Tvö áríðandi lögmál fá hugann til að einbeita sér að ákveðinni ósk.  Það eru vani og eðlisávísun.

 

Vani fær þig til að gera það sama aftur og aftur og hugsa sömu hugsanirnar aftur og aftur þar til þær eru orðnar að föstum venjum sem erfitt er að breyta.  Smá saman verða þessar venjur hluti af undirmeðvitund þinni og munu hafa áhrif á allt sem þú gerir.  Þú ferð að velja umhverfi þitt samkvæmt þessum vana svo að það verði andleg fæða fyrir óskir þínar.  Stjórnaðu því vana þínum eins og hægt er, en forðastu að vera þræll slæms ávana. Til að losna við slæma ávana er best og jafnvel eina leiðin að setja nýjan og betri í staðinn.  Í hvert skipti sem þú ferð yfir ósk þína í huganum gerir vanin "slóðina dýpri" og óskin verður nær því að rætast.

 

Leiðbeiningar um það hvernig þú getur notað vana til að öðlast það sem þú óskar þér.

  1. Við að móta vanahugsun skaltu setja eldmóð og kraft í hugsun þína.  Sjáðu og finndu það sem þú þráir, upplifðu það í huga þínum.  Gerðu þetta reglulega þar til vaninn hefur gert djúpa slóð sem auðvelt er að fara eftir.
  2. Einbeittu þér að nýjum vana hugsunum og haltu þér frá gamla ávananum. Gleymdu öllu um gamla ávanan og láttu þig aðeins varða um nýju vana hugsunina sem samræmist ósk þinni og markmiði.
  3. Ferðastu um nýju vana slóðina þína eins oft og þú getur.  Búðu til aðstæður til að getað það, en ekki láta þær verða til fyrir heppni og vegna þess að þú hefur tíma.  Því oftar sem þú venur þig á að hugsa um það sem þú þráir því skýrara sérðu það fyrir þér.  Þannig hefurðu troðið slóð fyrir nýjan ávana.
  4. Þú skalt standast freistinguna að hugsa af gömlum vana fortíðarinnar, því hvert skipti sem þú stenst freistinguna því sterkari verðurðu og auðveldar verður það fyrir þig standast hana í næsta skipti.  En í hvert skipti sem þú lætur undan freistingunni því erfiðara verður að standast hana í næsta skipti sem hún gerir vart við sig.  Þetta verður barátta í byrjun þar sem þú skalt nota einbeitinguna og viljastyrkinn.
  5. Vertu öruggur með það að þú hafir séð fyrir þér rétta leið að þínu aðalmarkmiði.  Farðu svo af stað án alls efa, líttu ekki til baka, láttu vanan troða djúpa slóð sem liggur beint inn í það markmið sem þú þráir.

 

Það eru náin tengsl á milli eðlisávísunar og vana.  Segjum að þú sért að leggja göngustíg þá er eðlisávísunin verkfærin, einbeitingin er höndin og vanin er uppdrátturinn.  Hugmynd sem þú óskar þér að komist í framkvæmd verðurðu að halda að undirmeðvitundinni af trú og staðfestu með vananum þar til hún hefur fengið varanlega ásýnd í líkingu við uppdrátt eða áætlun.

 

Ef þér finnst kringumstæðurnar sem þú ert í ekki vera þér í hag varðandi þitt aðal markmið breyttu þeim þá í huga þér og sjáðu þær fyrir þér eins og þær þurfa að vera,  einbeittu huga þínum að þessu þar til þær verða að veruleika.  Eins og mögulegt er skalt þú vera í sambandi við þá sem hafa skilning á markmiði þínu, og með viðhorfi sínu hvetja þig til dáða, vekja með þér eldmóð og sjálfstraust.  Mundu að hvert orð sem þú heyrir, allt sem þú sérð og hvað það sem hefur áhrif á skilningsvit þín mun hafa áhrif á hugsun þína.  Því er svo mikilvægt að þú umgangist fólk sem hefur trú á því sem þú ert að gera og örvar þig í að ná markmiði þínu, eins að verða þér út um efni sem leiða þig í jákvæðan hugsunarfarveg.  Þannig m.a. stjórnarðu kringumstæðum þínum.

 

"Sá maður sem fær enga umbun fyrir vinnu sína nema þá sem er á launaseðli hans, er undirborgaður hvað svo sem launin eru há í peningum."

 

Töfralykillinn að því að opna allar dyr fyrir þér, hvort sem það er til ríkidæmis, frægðar eða hamingju, er einbeiting.  Einbeiting er það sem fær þig til að gera að vana þínum að fara aftur og aftur yfir ákveðið atriði þar til það verður að veruleika. 

 

Með einbeitingunni getur þú beint huga þínum í að hugsa um það góða og það sem þú villt að verði.  Metnaður og þrá er drifkraftur einbeitingarinnar, án þessara þátta er töfralykillinn ónothæfur. 

 

Einbeiting er í raun það að hafa stjórn á því hvert þú beinir athygli þinni.  Lærðu að halda athygli þinni á ákveðnu málefni í hvað langan tíma sem þú þarft og þú hefur fundið veginn að orku og allsnægtum.  Þetta er einbeiting.  Þú skalt jafnframt hafa í huga að málefni sem tveir eða fleiri koma sér saman um að nái fram að ganga nýtur mun meiri athygli og einbeitni en þegar einn á í hlut, þar hefur verið skapaður "master mind".  "Master mind" er ekki annað en hópur manna sem einbeita sér í fullum samhljómi að því að ákveðið markmið nái fram að ganga.

 

Lukas 11.9  Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já. Eldóður og einbeiting, það eru góð orð.

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.12.2008 kl. 07:52

2 identicon

Góð pæling.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband