Havð björgunaráætlun ríkisstjórnarinnar til fyrirtækjanna hefði þurft að innihalda.

Það má vera nokkuð ljóst að atvinuleysi er á leiðinni í áður óþekktar hæðir.  Í gærkvöldi var sú fáheyrða frétt í sjónvarpinu að þremur kennurum hefði verið sagt upp, þannig að atvinnuleysi er á leiðinni inn í greinar sem það hefur verið með öllu óþekkt áður.  Þegar allar hópuppsagnir ársins eru skoðaðar eftir atvinnugreinum kemur á daginn að langflestar þeirra koma úr mannvirkjagerð eða 42%, sem ekki þarf að koma á óvart við núverandi aðstæður.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til björgunar fyrirtækjunum eru allt of almenns eðlis til að þær komi til með að slá á atvinnuleysi.  Eina atriðið í þeim sem hugsanlega væri hægt að segja að væri markviss aðgerð til að búa til störf er að finna í lið nr.3 "Skipaður verðu óháður umboðsmaður viðskiptavina í hverjum banka og skipar bankaráð umboðsmanninn. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir eðlilegast að bankaráðin taki þessar ákvarðanir".  Hvort þetta kemur fyrirtækjum að gagni er alveg óvíst, þetta svipar til hugmyndarinnar um umboðs mann Alþingis og ef úrskurðarferlið verður með svipuðum hætti geta menn rétt ímyndað sér hvort það kemur til að gagnast fyrirtækum.

Björgunaráætlunin hefði þurft að innihalda;

1.  Auknar aflaheimildir og útfærslu á því hvernig þeim yrði varið til að skapa sem mesta vinnu og verðmæti innanlands.

2.  Bein tilmæli um hvaða mannaflsfrekar verklegar framkvæmdir verði á döfinni næstu sex mánuði af hálfu ríkisins, hvernig sveitarfélöginn verði aðstoðuð við að halda uppi lögbundinni þjónustu auk þess að fjármagna mannaflsfrekar framkvæmdir.

3.  Að ríkið dragi úr álögum á verslun og þjónustu t.d. með lækkun á vsk og tollum sem kæmi neytendum til góða og yrði til að fleiri þjónustuaðilar sæju ljósið í að halda áfram rekstri.

4.  Fella niður tolla á ölum aðföngum til landbúnar.

Tillögurnar sem ríkisstjórnin lagði fram í gær eru of almennar og ómarkvissar til að getað bjargað bráðavanda atvinnulífsins.  Núna þarf beinskeyttar aðgerðir sem miða að því einu að auka framleiðslu og sporna við bráða atvinnuleysi.  Þegar atvinnufyrirtækin eru kominn í þrot verður erfitt að koma þeim af stað aftur við núverandi aðstæður og tap samfélagsins verður enn meira en þegar er orðið. 


mbl.is Um 80% hafa misst vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hvað eigum við að þola þetta mikið lengur - Kosningar er svarið....

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.12.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband