30.12.2008 | 07:38
Tekur ný-fasismi við af ný-frjálshyggjunni?
Fasistar tuttugustu aldarinnar komust sumir hverjir til valda með tilstuðlan lýðræðisins og komust þannig hjá því að beita ofbeldisfullum valdaránum. Eftir að hafa komið sér fyrir í stjórnkerfinu breyttu þeir leikreglunum sér í hag til þess að halda völdum sama hvað á dyndi. Þeir töldu að ástandið væri svo viðsjálfvert að engum nema þeim væri treystandi. Þessar fasistastjórnir þurftu yfirleitt á sterkum einræðisherrum að halda sem þær stóðu og féllu með. Nú virðast þessi fasísku sjónarmið vera farin að skjóta rótum í lýðræðinu með nýjum hætti, nokkurskonar lýðræðislegur fasismi. Það er sama hvað fólk kýs það er aðeins eitt í boði, sjónarmið "flokksins". Þetta hefur sannast hvað best eftir síðustu kosningar hér á landi. Þó svo að allar forsendur séu gjörbreyttar situr ríkisstjórnin sem fastast og telur sig hvergi þurfa að víkja, þrátt fyrir mótmæli og skoðanakannanir sem sýna að fólkið vill breytingar. Meir að segja þó að öll kosningaloforðin hafi snúist upp í andhverfu sína.
Það virðist vera orðin viðtekin venja í lýðræðisríkum að þegar sé búið að ákveða ríkisstjórn og stefnu fyrir kosningar og fólki því aðeins talin trú um að það hafi val. David nokkur Icke segjir m.a. að afloknum forsetakosningum í Bandaríkjunum; trúir því virkilega einhver að óþekktur "maður fólksins" geti sprottið óvænt fram og sigrað í einni fjárfrekustu kosningabaráttu sem átt hefur sér stað? Eða varð hann fyrir valinu af þeim fjármagnsöflum sem eru við völd og vilja koma á alheimsvæðingu og vilja hafa völd yfir því fólki sem Obama segist ætla að gefa "von, breytingar og frelsi"?
Þegar er að gáð þá eru sömu öflin að baki Obama og Bush. Nýfrjálshyggju armur Republikana hefur staðið á bak við Bush síðustu átta árin, með stríði gegn hryðjuverkum í Afganistan, Írak og nú efnahagshruni, dæmigerðum slæmum málum. Nú býður Demokrata armur sömu gilda, fram Barack Obama sem "lausnara" án þess að gefa nokkurn tíma uppi í hverju lausnirnar eiga að felast. Gefið hefur verið til kynna að þær eigi rætur í okkar eigin"von" um "breytingar" til betra lífs.
Við sem teljum okkur vera upplýst, hugsum; "hann er í það minnsta skárri en Bush".
En er svo? Allavega eru möguleikar Obama og aðstandenda hans orðnir ótakmarkaðir til að láta yfir heiminn ganga alheims-fasisma í nafni "vonar", "breytinga" og "frelsis" því svo sterk er þrá fólks orðin í annað ástand. Jarðvegurinn hefur sjaldan verið betri.
Fyrir þá sem hafa nennu til að kynna sér bakgrunn Obama þá er hér slóð:
http://www.davidicke.com/content/view/18281
Athugasemdir
Þörf ábending hjá þér!
Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með valdhöfum. Það hræðir mig mikið í dag að valhafar, sem náð hafa að klúðra nær öllu í efnahagsmálum síðustu ár ætla að hækka skatta, setja strangari reglur og lög, veita sér meiri völd og segja okkur svo að þeir séu bestir til að leysa bæði vandamál samtímans og framtíðarinnar.
Lúðvík Júlíusson, 30.12.2008 kl. 10:31
Það er markvisst stefnt að því að brjóta niður lýðræði og mannréttindi í landinu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.12.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.