Sjálfstraust.

Er það ekki undarlegt að við óttumst mest það sem aldrei gerist?  Að við eyðileggjum frumkvæði okkar með ótta við ósigur, þegar í raun, ósigur er nothæfur lærdómur og ætti að vera viðurkenndur sem slíkur.

Kannast þú ekki við að þora ekki að gera hluti, sem þig langar til að prófa og spyrja spurninga sem þig langar til að spyrja, vegna þess að þú ert hræddur við að gera mistök eða vera álitinn heimskur.  Edison gerði fleiri hundruð tilraunir áður en honum tókst að láta loga á ljósperunni sem breytti heiminum og lýsir okkur öllum í dag.  Hvað ef hann hefði hætt í annarri eða þriðju tilraun vegna þess að hann vildi ekki að einhver hugsaði; er fíflið enn að rembast við að láta ljós kvikna í glerkúlu? En hann hélt áfram og lærði af fleiri hundruð mislukkuðum tilraunum.

Uppskrift að sjálfstrausti.

  1. Ég veit að ég hef getu til að sigrast á því mólæti sem verður á vegi mínum við að ná markmiði mínu. Því heiti ég á sjálfan mig að halda fast við, með áleitni og stöðugum aðgerðum, þar til ég öðlast það sem ég stefni að.
  2. Ég geri mér grein fyrir að ráðandi hugsanir mínar munu að lokum koma fram með því að framkalla sýnilegan raunveruleika.  Þess vegna mun ég einbeita huga mínum í 30 min. daglega í það verkefni að hugsa um þá persónu sem ég ætla mér að verða.  Með því ætla ég að skapa mynd af þessari persónu og gera þá mynd að veruleika með hagnýtum hætti.
  3. Ég veit að í gegnum lögmál hugljómunar munu þeir draumar sem ég held staðfastlega í huga mínum fyrr eða síðar ná fram ganga í raunveruleikanum.  Þess vegna ætla ég að nota 10 min. daglega til að þroskast eftir þeim leiðum sem munu efla viljastyrk minn.
  4. Ég hef gert mér skýra grein fyrir því, og skrifað það niður sem er mitt megin markmið  í lífinu næstu fimm árin.  Ég hef sett mér takmark fyrir hvert af þessum fimm árum.  Með strangri notkun á lögmáli mikilvirkrar fullnægjandi þjónustu sem ég mun láta af hendi í staðinn.
  5. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að engin velsæld eða staða getur enst til lengdar nema að vera byggð upp á sannleika og réttlæti.  Þess vegna mun ég ekki hafa uppi neina þá tilburði sem ekki koma öllum vel sem þeir hafa áhrif á.  Ég mun ná velgengni með því að laða að mér þá krafta sem ég óska eftir að geta notað í samstarfi við annað fólk.  Ég mun fá aðra til að reynast mér vel vegna þess að ég reyndist þeim vel að fyrra bragði.  Ég mun útrýma hatri, öfund, afprýðisemi, sjálfselsku og vantrausti með því að þróa með mér velvilja til allra manna, af því að ég veit að neikvætt viðhorf gagnvart öðrum mun aldrei færa mér velgengni. Ég mun fá aðra til að trúa á mig vegna þess að ég trúi á þá og sjálfan mig.

"Dag eftir dag mun ég njóta velgengni ".

Jesú sagði:Lukas 11.9  Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband