25.1.2009 | 10:03
Lífið er okkar eigin ímynd.
Hér vil ég benda á áhugavert myndand sem sýnir okkur kreppuna sem nú gengur yfir í víðara samhengi. Kreppu sem búin er til í þeim tilgangi að viðhalda ótta og yfirráðum.
http://thecrowhouse.com/aw1.html
Sá pistill sem hér fer á eftir er að mestu óviðkomandi þessari frétt.
Lífið er í raun draumur og við ímyndun eigin hugsanna. Það sem hefur mest áhrif á hugsun okkar er það sem umhverfið býður, s.s. fjölmiðlar, vinir og fjölskylda osfv. Skilningsvitum okkar eru takmörk sett, t.d. nemur sjónin aðeins ljósbylgjur og heyrnin aðeins hljóðbylgjur. Við vitum samt að það eru margskonar aðrar bylgjur sem geta náð til okkar t.d. útvarpsbylgjur með hjálp tækninnar. En fyrst og fremst er heimurinn eins og okkar eigin ímynd skapar hann.
Velgengnin felst í því að vera, gera og hafa. Byrjaðu á því að vera það sem þú óskar, gerðu svo það sem þarf til þess og lofaðu þér að hafa það alveg frá frá byrjun.
Með því að byrja á að vera það sem þú villt kemstu að því hvers þú raunverulega óskar þér og þú finnur hvort það er í samræmi við þig. Mörgum verður hált á því að byrja á því að gera áður en þeir vita hvað þeir vilja vera. Leifðu þér að hafa og efastu ekki um það frá því að þú finnur hvað þú vilt vera, að þú komir til með að gera það sem þarf til þess og eigir það skilið að hafa.
Með því að skapa aðstæður með hugsun, sjá þig fyrir í huga þér í því umhverfi sem þú óskar þér eins og þú vilt vera, þá léttir þú þér vinnuna við að gera. Þannig munt þú vita hvað þú vilt hafa og leiðin að því marki mun verða án erfiðis og sú vinna sem þú þarft að gera mun aðeins verða til ánægu.
Til að vita hvað þú vilt vera skalt þú sjá þig fyrir í þeirri stöðu sem þú óskar þér og ef tilfinningin sem þú þá finnur er góð ertu á réttri leið.
Andi þinn er undirstaða (kjarni) sem lagar sig að þínum kröfum, og verður að hafa fyrirmynd af því hvað hann á að skapa. Brauðdeig getur eins orðið að mjúku rúnstykki eins og að harðri tvíböku. Það skipir anda þinn litlu máli hvors þú krefst.
Frekar en að stjórna hugsunum þínum skaltu reyna að stjórna líðan þinni. Með því að reyna að stjórna hugsunum þínum geturðu hindrað skapandi hugsun. Með því að stjórna líðan þinni og gæta þess að tilfinningar þínar séu góðar laðarðu að þér jákvæða og skapandi hugsun.
Hvort velgengni verður fengin með því að klífa ísaðan fjallstindinn og sigrast á svima og ótta við hengiflugið eða með friðsælli gönguferð við sólarupprás á ströndinni fer allt eftir hvað er í fullkomnu samræmi við þig. Velgengni er aldrei erfið, velgengni er eitthvað sem hver og einn gerir af ástríðu vegna þess að það samræmist hans persónuleika. Ofurhuginn finnur sína velgengni við þá áskorun að klífa sveittur ísaðan hamarinn meðan fagurkerinn finnur sína velgengi með rólegheita gönguferð á sólarströnd. Heimurinn hefur nóg fyrir alla og lífinu er ætlað að vera ánægjulegt.
Lúkas 33,34.12 Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, fáið yður pyngjur, er fyrnast ekki, fjársjóð á himnum, er þrýtur ekki, þar sem þjófur fær eigi í nánd komist né mölur spillt. Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.
Rof milli þings og þjóðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Falleg færsla og eitthvað sem ég reyni að hafa á ferð minni um lífsins veg.
Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 25.1.2009 kl. 11:22
Textinn fyrir ofan er góður.
Þetta er frábært myndband og takk fyrir að senda mér mailið.
Ég lifi og framgeng í þessari opinberun og það er gott að skerpa á henni með svona myndbandi.
Þegar ég sé svona myndband, þá þakka ég Guði fyrir hvað ég er komin langt í vakningunni en svo er þetta líka áminning um að vera vakandi um vissa hluti.
Enn og aftur takk og takk fyirr að vera bloggfélagi.
Vilhjálmur Árnason, 25.1.2009 kl. 16:26
Góð lesning. Takk
Hulda Margrét Traustadóttir, 26.1.2009 kl. 07:33
Takk fyrir athugasemdirnar kæru bloggvinir. Gott að ykkur líkaði lesningin því þegar við uppgötvum að við ráðum líðan okkar verður upplifun okkar af heiminum eins og við kjósum.
Sammála um hvað það er þakka vert að vera kominn áleiðis í "vakningunni". Kreppan er að mestu huglægt ástand. Fæða, klæði og húsaskjól er það sem fellur flestum til og hver er þá kreppan.
Það sem máli skiptir er að halda okkar eigin hugsun jákvæðri og ótruflaðri af neikvæðum fréttum og að gefa öðru fólki athygli. Þess vegna er gott að slökkva á sjónvarpi og útvarpi, þess í stað að spjalla við náungann.
Magnús Sigurðsson, 27.1.2009 kl. 15:48
Góð færsla.
Manni veirir ekki af því að víkka sjóndeildarhringinn öðru hvoru.
Ragnar Þór Ingólfsson, 27.1.2009 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.