Fyrri hálfleik að ljúka - hvað með BYR?

 Björgunaraðgerðir

Þessi yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er athygliverð og þá sérstaklega "Nú þegar stefnir í að starfsemi SPRON og Sparisjóðabankans flytjist til annarra fjármálastofnana má gera ráð fyrir því að erfiðleikum á íslenskum fjármálamarkaði sé að ljúka." Sennilegra er að fyrri umferð gjaldþrota bankakerfisins sé að ljúka.

Vonandi kemur fljótlega sannfærandi skýring á því hvers vegna það á að bjarga BYR, því samkvæmt fréttum af gjörðum forsvarsmanna hans hlýtur það vera flestum skattgreiðendum óskiljanlegur gjörningur. 

Það virðist sem núverandi ríkisstjórn sé eins og sú fyrri, upptekinn af því að bjarga bankakerfinu en eigi fá ráð til handa heimilum og fyrirtækum. 

 


mbl.is 6 sparisjóðir óska eftir aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það eiga sennilega einhverjir "góðir" menn þar fjármuni inná bankabók sem gleymdist að senda í skattaskjól.  

(IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 10:44

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já manni grunar það og jafnvel að það tengist stofnfjárhlutunum.

Magnús Sigurðsson, 22.3.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband