Salthúsmarkaður á Stöðvarfirði

Law of attraction 

Nú þegar sumarið er á næsta leiti langar mig til að geta um eitt af mínum hjartans málum hérna á síðunni.  Frá því í vetur höfum við félagi minn verið með verkefni í samvinnu við skapandi fólk í ferðamálanefnd Fjarðabyggðar og á Stöðvarfirði.  Verkefnið hefur mætt mikilli velvild í alla staði s.s. hjá handverksfólki, ljósmyndurum, listamönnum og hinum ýmsu styrktaraðilum.  Í upphafi hefði maður ekki þorað að vona að svona vel myndi ganga að afla hugmyndinni brautargengis, en nú hyllir í að hún verði að veruleika.

http://www.solholl.com/

Eftirfarandi kynningartexti um verkefnið er settur saman af Hildigunni Jörundsdóttir ferðamálafulltrúa í Fjarðabyggð.

Í sumar verður nýjung í afþreyingu fyrir ferðamenn á Stöðvarfirði en þar verið er að setja upp Salthúsamarkað.   Það eru frumkvöðlarnir Magnús Sigurðsson og Einþór Skúlason sem einnig reka Gistihúsið Sólhól á Stöðvarfirði eiga frumkvæði að þessu verkefni.

Um er að ræða 1000 m2 aflagt fiskvinnsluhús í hjarta bæjarins sem nýtt er á veturna sem geymsla fyrir húsbíla og fellihýsi en staðið tómt á sumrin, hugmyndin var að gæða húsið lífi enda stendur það við aðalgötuna í miðjum bænum skammt frá veitingahúsinu Brekkunni og Galleri Snærós.  

Fjöldi fólks heimsækir Stöðvarfjörð á hverju sumri og er þar Steinasafn Petru sem dregur flesta að en auk þess og annarra afþreyingar í bænum geta nú ferðamenn einnig heimsótt Salthúsið og kynnst Stöðvarfirði ennþá betur.  

Í húsinu  verður glæsilegur handverksmarkaður, auk ljósmyndasýningar sem sýnir fiskverkun á Stöðvarfirði í gegnum árin, video verk frá Gjörningaklúbbnum ILC Thank You og sýning á myndum frá náttúru Stöðvarfjarðar.  Ýmislegt fleira verður í boði í sumar og ýmsar uppákomur í húsinu þar sem  húsnæðið er mjög stórt eru möguleikarnir miklir.

Markaðurinn verður opin frá kl. 10-16 alla daga vikunnar í sumar 5.júní til 23. ágúst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábært framtak hjá ykkur.

En ég mundi þó setja spurningamerki við opnunartíman sem á bara að verða til 4, en mér heyrist oft mikill pirringur þegar svo stutt fram á dagin er opið. Var til t.d á Akureyri  en þeir eru nú þekktir fyrir stutta opnun svo sem um helgar, og maður heyrði það allstaðar þar sem maður kom að þetta þótti fólki fúlt. 

En enn og aftur þetta er alveg frábært hjá ykkur.

(IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:56

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir kommentið Sigurlaug, þetta er opnunartími handverksfólksins á Stöðvarfirði.  Hugmyndin er svo að ef áhugasamir verði með frekari uppakomur í húsinu verði sá opnunartími auglýstur sérstaklega.

Þetta er það góða við kreppuna, loksins tími til að gera það sem áður var aðeins hægt að láta sig dreyma um.

Magnús Sigurðsson, 30.4.2009 kl. 13:10

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Flott að þetta er komið á kortið ! Til lukku, já það kemur ýmislegt út úr kreppunni

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.5.2009 kl. 07:07

4 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Þetta er glæsilegt, þú ert frábær maður og aðrir heppnir að njóta krafta þinna.

Betra að hafa opið lengur og opna frekar seinna á morgnanna. Tek undir með Sigurlaugu að það er óþolandi hvað Akureyringar vilja ekki að utanaðkomandi njóti þjónustu og verslun hjá þeim.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 1.5.2009 kl. 10:39

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Er sammála ykkur - búin að búa á Akureyri síðan 1991 og er ennþá að ergja mig yfir því að næstum engar búðir opna firr en klukkan 10. á morgnana. Að vísu er Norðurport opið frá 11:00 á laugardögum til kl. 17:00 og sunnudaga frá kl 12:00 - 17:00. Við reyndum að vera með opið til kl.18:00 og frá kl.11:00 á sunnudögum en það var alveg glatað !

En markaðsfræðin segir manni að markaðir eigi ekki að vera opnir nema í mesta lagi 5 - 6 tíma á dag, svo það verður gaman að vita hvernig gengur að hafa opið þetta lengi á Stöðvarfirði. Ég er að vísu að fara að lengja eitthvað tímann hjá okkur og bæta við dögum frá 01. júní !

Hulda Margrét Traustadóttir, 1.5.2009 kl. 11:25

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta er glæsilegt hjá ykkur Magnús og auðvitað óska ég þér velfarnaðar í þessari skemmtilegu nýsköpun.

Hilmar Gunnlaugsson, 1.5.2009 kl. 15:09

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir innlitin og velfarnaðaróskirnar, maður fer hreinlega hjá sér yfir öllu hólinu. 

Ég vil ítreka að þetta verkefni er að verða að veruleika vegna alls þess fólks sem að því kemur, það sem kemur mér skemmtilega á óvart er hvað það eru margir tilbúnir til að leggja því lið. 

Það hefði kannski ekki átt að koma svo á óvart eftir að hafa fylgst með Norðurporti á síðunni hennar Möggu í vetur.  Eins held ég að Magga viti nokkuð hvað hún syngur þegar opnunartími markaða er annars vegar.

Erlendis eru bæjarmarkaðir oft haldnir einn dag í viku, frá 7 - 12 á morgnana þar sem ég þekki best til á Spáni.  Nordmarket í Amsterdam og Kolaportið í Reykjavík eftirmiðdag á laugardögum að mig minnir.

Opnunartíminn er ákvörðun handverks og áhugafólks á Stöðvarfirði.  Satt best að segja þá finnast mér hann vera rausnarlegur, ef litið er til þess að markaðir eru oftar en ekki opnir í stuttan tíma í senn og fáa daga í viku.  Ég held að opnumunartíminn hafi að miklu leiti verið ákveðinn út frá þeirri óeigingjörnu hugsun að halda myndasýningunni opinni alla dag fyrir gest og gangandi.

Magnús Sigurðsson, 2.5.2009 kl. 09:13

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vil benda á nýja færslu á hinni síðunni minni hérna á mbl blogginu.

http://maggimur.blog.is/blog/maggimur/ 

Magnús Sigurðsson, 3.5.2009 kl. 07:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband