25.6.2009 | 22:09
Myndlistarsýning.
Nú stendur yfir samsýning Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs. Sýningin var formlega opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum þann 17. júní s.l.. Félagið hefur reglulegar samsýningar félagsmanna sem hafa hin síðari ár verið haldnar í flugstöðinni.
Sýnendur eru; Anna Hjaltadóttir olía, Anna Þórhallsdóttir olía, Ásdís Jóhannsdóttir olía, Ásta Sigfúsdóttir gler, Boði Stefánsson olía, Eiríkur Sigfússon akríl, Elín Gísladóttir olía, Guðborg Jónsdóttir vatnslitir, Katarzyna Dedela olía, Kristín Rut Eyjólfsdóttir akríl, Magnús Sigursson stucco (múrverk), Oddbjörg Sigfúsdóttir olía, Ólöf Birna Blöndal olía, Sigurlaug Stefánsdóttir olía, Sigrún Steindórsdóttir olía, Sölvi Aðalbjarnarson olía, Vilhjálmur Einarsson olía, Ævar Orri Dungal olía.
Í ávarpi Björns Krisleifssonar formanns félagsins við opnunina, koma m.a. fram; "Oft heyrist kvartað undan slæglegri mætingu á menningarviðburði. Hér þurfum við ekki að örvænta. Á síðustu sýningu okkar mættu 93.783 gestir, sem var farþegafjöldinn um flugstöðina meðan myndverkin voru til sýnis. Eru þá ótaldir þeir, sem voru að koma með, eða sækja farþega.
Myndir frá sýningunni, smella má á mynd til að stækka hana.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 29.6.2009 kl. 08:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.