Þetta fer að minna á Sterling.

Þetta er sniðugt ríkissjóður tekur 73% veð í gjaldþrot Sjóvá og leggur því til 11,6 milljarða í gegnum SAT eignarhaldsfélags í eigu  gjaldþrota Glitnis og fjárvana Íslandsbanka sem leggur félaginu til 16 milljarða alls.

 

Ríkissjóður sem er miklu meira en fjárvana á að halda öllu klabbinu gangandi, þannig að tryggingartakar geta andað rólegir og haldið áfram að greiða iðgjöldin enda gengur daglegur rekstur Sjóvár ljómandi vel.  Þarna er borguð laun mánaðarlega og engin lúsarlaun til stjórnendanna.

 

Það var virkilega ánægjulegt að heyra það frá fyrrum forstjóra, Þór Sigfússyni formanni Samtaka atvinnulífsins, hvað reksturinn var í góðu standi þegar hann lét af störfum í júní s.l..  Hann sagðist hafa komið félaginu í örugga höfn, það er í fangið á skattgreiðendum. 

 

Mér hefur dottið í hug að skipta um tryggingafélag.  Eitthvað heyrði ég af því að þeir hjá VÍS væru farnir að sjá til lands.  Hvort þeir komast í jafn örugga höfn og Sjóvá verður svo að koma í ljós.


mbl.is 16 milljarðar inn í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Hvaða snúningur er þetta eiginlega? Hvað er nú verið að reyna að fela?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 8.7.2009 kl. 17:41

2 identicon

Merkilegt að þessi félög fari aldrei á hausinn - þ.e.a.s. hurðin læst og viðskiptavinir leita til annara fyrirtækja um fyrirgreiðlsu.   Svo er þetta með bótasjóðinn - það var aldrei búið að tala um það að tryggingatakarnir ættu hann - fyrr en búið var að eyða honum.  Merkilegt. 

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þór; Þetta hjá Milestone tekur Sterling fram þeir tæmdu bótasjóðinn en settu skuldir inn í hann í staðin sem eignir.  Þetta er hrein bókhaldssnilld. 

Svo ætlar ríkissjóður að gera sér mat úr öllu saman með því að skipta um kennitölu í von um framtíðar ágóða.  Hverjum þeir ætla að selja til að innleysa hagnaðinn?  Kannski B hluta ríkissjóðs? Svoleiðis snilld geta þeir sótt í smiðju sveitastjórnamanna sem hafa selt orkuveitur, vatnsveitur og hafnir með stórgróða í hlutabréfum til sjálfs sín en losað sig við skuldirnar með í sölunni.

Gísli; vilt þú meina að mér sem tryggingataka hjá Sjóvá hafi verið gerður greiði á kostnað skattgreiðenda með því að ríkið setur væntanlegar skatttekjur inn í Sjóvá?  Mig grunaði svo sem alltaf að ég yrði "sökudólgurinn" vegna þjófnaðar bótasjóðsins, en ég hafði ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug að ég yrði líka sökudólgurinn í augum skattgreiðenda.

Magnús Sigurðsson, 8.7.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband