Sorglegt dæmi um kosningarbrellur velferðarstjórnarinnar.

Er þetta það sem velferðarstjórnin snýst um?  Á ESB að taka við öldruðum íslendingum sem eru að missa heimili sitt?  Hvað eru fólkið á Alþingi að hugsa?

Það voru uppi hugmyndir um að loka vistheimilinu Helgafelli á Djúpavogi s.l. vetur.  Ögmundur Jónasson dró þá ákvörðun til baka eftir að hann komst í heilbrigðisráðuneytið í febrúar.  Var það kannski bara kosningabrella að hætti velferðarstjórnarinnar?

Það er auðvelt að spara á kostnað þeirra sem ekki eiga sér talsmenn s.s. atvinnulausum og öryrkjum.  Eins heyrir maður af minnkuðum matarskömmtum, Mogganum er sagt upp o.s.f.v.  Yfirstjórnin finnur alltaf aðferðir til að spara á kostnað þeirra sem minna mega sín og auka við eigið mikilvægi með töff ákvörðunum. 

Hvað með bankana sem standa tómir í röðum á kostnað skattgreiðenda?  Hvað með 63 þingmenn sem þrasa um ESB og icesave hvern virkan dag?  Hvað með kokteilpinnana sem þykja icesave samningarnir sem þeir gerðu sjálfir vera frábærir?  Skyldi vera hægt að spara moggann þar og fækka kjötbollunum, eða jafnvel bera þá út?

 

Af visi.is í gær:

"Að sögn Guðbjargar hefur móðir hennar, sem er á níræðisaldri, búið á Djúpavogi í sextíu ár.

„Ég hef reynt að fá hana til Hafnar, en þarna vill hún fá að vera. Ég þarf að taka hana nauðuga," segir Guðbjörg, sem sjálf býr á Höfn í Hornafirði. Hún segir móður sinni hafa verið gefin róandi lyf áður en þær yfirgáfu öldrunarheimilið í hinsta sinn."

http://www.visir.is/article/20090713/FRETTIR01/990107471/-1 

 


mbl.is Óljóst hvað verður um vistmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er þörf ábending um það hvernig misréttið kemur niður á þeim sem síst skyldi! Það skal enginn segja mér að það sé ekki hægt að finna bruðl sem er tilhlýðilegt að leggja niður sem dugar margfalt til að sýna þessum þremur einstaklingum þá tilhlýðilegu virðingu að leyfa þeim að eyða ævikvöldinu sínum á þeim stað þar sem þeim finnst þeir eiga heima.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já Rakel, þetta sýnir hvernig msréttið kemur niður á þeim sem síst skyldi.  Þeir sem fara með yfirstjórn mála dettur seinast í hug að sparnaðurinn geti farið fram í þeirra veski.  Þetta á við um ríki, bæ og HSA í þessu tilfelli.

Ég þekki þetta fólk og er reiður.  Ég held að allstaðar á landinu verði fólk að hafa gát á því hvað er að gerast á þeim stofnunum þar sem þeir dvelja sem minna meiga sín.  Kjötbollunum er að fækka á diskunum, skítt með moggann

Magnús Sigurðsson, 14.7.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég skil þig mjög vel þar sem ég er reið án þess að þekkja þetta fólk nokkuð. Mér þykir bara algert lágmark að sýna öldruðum þá virðingu sem þeim ber!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 23:01

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já ég þekki þetta fólk og veit að það á meiri virðingu skilið.  En ég held að sparnaðurinn um allt land muni, því miður, bitna harðast á fólki sem þessu. 

Það er borin von að það sé nóg skreyta sig með norrænu velferðartali og sína svo peningavaldinu látlausa undirgefni.  Það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Þess vegna held ég að almenningur verði að sjá um velferðina og losa sig við þá drápsklafa sem "velferðarstjórnin" ætlar að leggja á þjóðina.

Magnús Sigurðsson, 14.7.2009 kl. 23:11

5 identicon

Hér ætla ég að verja stjórn HSA því ég tel hreint ekki við þau að sakast.

Ég er búin að dunda mér við að lesa skýrslu ríkisendurskoðunnar um málefni HSA og þar stendur skýrt og skorinort að ríkið hefur mjög svo vanáætlað greiðslur til þessarar stofnunnar síðustu ár sé miðað við umfang starfseminnar. Og því skal setja sökina á á sem hana eiga.

Þessi vanáætlun hefst við upphaf þess ferlis er allt var fært undir einn hatt hér fyrir austan og búin til Heilbrigðisstofnun Austurlands. Í skýrslunni kemur fram að mikil skuldapakki kom inn í hina nýju stofnun =HSA  frá sjúkrahúsinu í Neskaupstað,  sem ríkið lofaði að greiða upp við sameiningu en gerði svo aldrei þrátt fyrir allt góðærið nema að litlum hluta.

Núverandi stjórn hefur tekist að reka þessa stofnun þrátt fyrir mikilar vanefndir frá ríkinu með fjármagn og í stöðugri baráttu við einhverja hreppapólitík sem allt er hér að drepa, og þá sérstaklega í þessum geira opinberar þjónustu.

Það er skelfilegt að hugsa til þess að við líði séu  hreppaflutningar á fólki sem alla sína tið hefur greitt sína skatta  og eiga  betra skilið en svona meðferð.

En sökin er alfarið hjá þeim sem hafa úthlutað fjármagninu en ekki stjórn HSA.

(IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 23:13

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæl Sigurlaug, ekki ætlaði ég að áfellast stjórn HSA sérstaklega, enda tel ég mig ekki hafa gert það. 

Ég þekki nokkuð vel forsögu Helgafells á Djúpavogi og veit af þeim rekstrarvanda sem þar hefur verið.  En það er nokkuð ljóst að Djúpavogshreppur, Íslenska ríkið og HSA hafa ekki borið gæfu til að koma fram af virðingu við þetta aldraða fólk þegar ákvörðun var tekin um að flytja það "hreppaflutningum".

Magnús Sigurðsson, 14.7.2009 kl. 23:43

7 identicon

Blessaður Magnús 

Sá er úthlutar fjámagninu er í svo mikilli fjarlægð að auðvelt er að láta sem sér komi þetta ekki við.

En ég veit þó ekki hvað hreppsnefnd Djúpavogs eða stjórn HSA gátu gert til að koma til móts við þetta fólk ef ekki fæst fjármagn. 

Sé ekki mikla sparnaðarmöguleika hjá HSA fyrst engin þorði að taka af skarið og breyta staðsetningu á fjórðungssjúkrahúsi og um leið efla Norðfjörð sem gríðarlega góðan endurhæfingarstað samanber Reykjalund og Kristnes, í slíka þjónustu eru miklir biðlistar og þar vantar tilfinnanlega viðbót.

Það eru nefnilega háar tölurnar sem fara í að senda fólk á Norðfjörð og til baka aftur í flug og hefði verið hægt að spara þar mikið,  því hvort sem fólki líkar það betur eða verr er meirihluti íbúa á þjónustusvæði HSA nær flugvellinum á Egilsstöðum heldur en Norðfiði og sú þróunn er að verða í þjónustu við landsbyggðina að minnka þekkingu og tækjabúnað  þar og flytja fólk frekar á hátæknisjúkrahúsin. Svo má hins vega deila um það hvort það er rétt stefna.

Mér skilst einnig að sveitarfélagið á Djúpavogi sé ekki sem best statt og þeir klárlega ekki í stöðu til að reka þetta heimili.

þessu fólki er klárlega ekki sýnd mikil virðing og manni verður flökurt af því að vita af fólki í þessari stöðu að heimili þeirra eru rifin af þeim,.....en með hvaða hætti gátu HSA og Djúavogshr gert betur????  Það væri gaman að geta komið með lausnir.

(IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 10:58

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sigurlaug, fyrir mér er málið tiltölulega einfalt.  Forgangsröðunin er röng.  Sem dæmi vil ég nefna að þegar ég bjó á Djúpavogi 1984-2001 þá voru íbúar um 600 en fór fækkandi skömmu fyrir 2000, þá voru þeir á milli 4-500.  Stöðugildi á sveitastjórnarskrifstofu voru 2 og varð umdeilt þegar þau fóru í 2,5 á miðjum tíunda áratugnum. Grunnskólabörn voru yfir 100 upp úr 1990, kennarar við skólann ásamt starfsfólki m.a. við íþróttamannvirki voru alls 10-12. 

Núna eru allavega fjórir við vinnu á sveitastjórnarskrifstofu, íbúarnir í kringum 400.  Við skólann og íþróttamannviki vinna sennilega um 20.  Þessi þróun er ekkert einsdæmi hjá Djúpavogshrepp.  Þetta hefur verið að gerast undanfarna áratugi bæði hjá ríki og sveitarfélögum landsins.  Hugmyndaauðgin við að búa til störf og kostnað á þessum vettvangi er óþrjótandi.  Það eitt að losana við rusl, sem þurfti einn til tvo eldspítustokka fyrir nokkrum áraum, er orðin stór atvinnuvegur í litlum sveitarfélögum.

Það sem fær mann til að standa fastur á því að forgangsröðin er röng er sú einfalda staðreynd að þegar Rósa gamla í Rjóðri var að fara út úr dyrunum á dvalarheimilinu í sex vikna sumarfrí var henni tilkynnt að hún þyrfti ekki að koma aftur því Helgafelli yrði lokað í sparnaðarskyni. 

Það var vissulega hugulsamt að gefa henni róandi um leið og hún hvarf út af heimili sínu í síðasta sinn, en hvar voru öll áfallateymin sem er búið að koma upp.  Kannski eru þau öll upptekin við að aðstoða bankastarfsmenn í sínum miklu sálarflækjum.

Magnús Sigurðsson, 15.7.2009 kl. 11:46

9 identicon

Vá eru 4 starfsmenn og bara 400 íbúar,það er klárlega bruðl. það er ekki nema von að þeir gætu ekki haldið uppi þjónustu ef svo er. Þetta er örugglega svona víða hjá sveitarfélögum, t.d eru allt fo margir skirfstofumenn hér í okkar sveitarfélagi. Veit þó svo ég komi þeim aðeins til varnar að ekki er að öllu leiti við sveitarfélgögin að sakast í þeim efnum, því ríkið er búið að setja svo flóknar skilareglur hvað varðar bókahald og vegna annarar skýrslugerðar að það er með öllu óskiljanlegt. Bókhaldsforrit það er sveitarféögin eru látin nota er brandari út af fyrir sig, en það gerir þeim þó kleift að fela hitt og þetta sem ekki er æskilegt að allir viti og svo eru  tilfærslur á milli A og B hluta sveitarsjóðs sem er bara broslegt kerfi svo maður taki ekki sterkar til orða.  En það þarf fólk í alla þessa handavinnu og þá verður ekki bæði sleppt og haldið. Það væri kannsi hægt að bjóða þessum fyrrum vistmönnum herbergi á skrifstofu Djúpavogshrepps og þar með samnýta þá starfsmenn sem þar vinna og gera vinnustaðinn þar með ögn heimilislegri fyrir alla

(IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 18:16

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er einmitt það, þetta er spurningin um forgangsröðunina.  En ég hef trú á að allir þessir starfsmenn Djúpavogshrepps skili sínu vinnuframlagi þó það nýtist öldruðum ekkert úr því sem komið er.

Þeir telja sig líka vera að vinna að hag þjóðarinnar á Alþingi þessa stundina, kalla það jafnvel "björgunaraðgerðir" ætla að sigla í gegnum "brimgarðinn" nota öfugmæli s.s. "velferðastjórnin" sem slær upp "skjaldborginni" fyrir þá sem minnst mega sín osfv.. 

Ef þeir vildu virkilega gera sig mikilvæga ættu þeir að líta í eigin barm og fara í launalaust sumarfrí og tilkinna sjálfum sér á leiðinni út að þegar þeir koma aftur verði þeir launalausir áfram en hafi þó húsaskjól á meðan þeir eru að átta sig á stöðunni og finna arðbæra vinnu. 

Magnús Sigurðsson, 15.7.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband