Þrjár ríkisstjórnir frá hruni hafa sleppt því að taka á málinu.

 Þannig gerast kaupin á eyrinni hvað almenning varðar.

http://www.youtube.com/watch?v=peiTfY7Bx4c

 


mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Magnússon

David Icke klikkar ekki.  Hreinn og tær snillingur!!!!

"Centralised Facist Dictatorship = European Union = Evrópusambandið = ESB" og þangað vill Samfylkingin fara í skjóli Vinstri Grænna!!!!  En undursamleg veröld sem við búum í!!!

Það sem David Icke færir fram hér er hægt að lesa í bók Jóhannesar Björns "Falið Vald" sem svo skemmtilega vill til að hefur nú, rétt nýverið, verið endurútgefin með viðbótarköflum.  Þeir sem vilja geta reyndar einnig lesið hana á vef Jóhannesar Björns www.vald.org

Í bók Jóhannesar Björns er einmitt líka hægt að lesa um það sem fram kemur í lok myndbrotsins, sem sést í þessari færslu þ.e. um Habsburg ættina, Rothschild veldið, Rockefellerana, Bilderberg hópinn o.fl. slíka "fjármálasnillinga" sem hafa skapað þetta undursamlega verk sem kallað er efnahags- og fjármálakerfi veraldarinnar sem allskyns "fræði- og vísindamenn" (fyrirgefðu mér Loftur Altice!!!) telja að lúti einskonar náttúrulögmálum þ.e. kreppur koma og fara á hinum og þessum ára- eða áratugafresti.  Á vef Jóhannesar Björns er einnig hægt að lesa aðra bók hans "Skákað í skjóli Hitlers" þar sem tengsl þessara sömu ættarvelda koma "skemmtilega" í ljós....  En undursamleg veröld sem við búum í.....

Bla, bla, bla, bla, bla, bla....................

Snorri Magnússon, 31.7.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Snorri.  David Icke kann að koma orðum að því.  Vissirðu að hann hefur boðað fyrirlestur í Reykjavík 21. nóvember n.k.?

Jóhannes Björn ætti að vera skyldulesning í öllum skólum landsins.  Ég las Falið vald um 1980 og hef fylgst með skrifum Jóhannesar, þau skemma engan.

Magnús Sigurðsson, 31.7.2009 kl. 23:06

3 Smámynd: Snorri Magnússon

Sæll Magnús.  Nei ég vissi ekki að David væri á leið hingað.  Hlakka til að sjá hann og heyra.  Veistu hvar, hvenær og hvernig verður hægt að nálgast miða á fyrirlesturinn?

Það er alveg rétt hjá þér að Jóhannes Björn ætti að vera skyldulesning í öllum skólum landsins.  Ég las "Falið vald" sennilega á svipuðum tíma og þú nefnir og margoft síðan lesið kafla og kafla úr henni auk þess sem ég fylgjist nokkuð vel með færslum hans á www.vald.org.  Það voru líka góð viðtölin við hann sem Egill Helgason tók í Silfrinu í vetur sem leið.

Snorri Magnússon, 1.8.2009 kl. 16:49

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Snorri, þetta kom fram á síðunni hans en ég finn það reyndar ekki núna.  Fyrirlestra dagskráin nær til Zurich 14. nóvember á síðunni hans núna, en fyrir stuttu var Reykjavík gefin upp 21. nóvember og að nánari upplýsingar yrðu gefnar upp síðar.

Já Jóhannes Björn hefur reynst hafa rétt fyrir sér.  Eins er einn hérna á blogginu sem hittir oft naglann á höfuðið, spáði fyrir m.a. um "Fall Íslands", hér .

Magnús Sigurðsson, 1.8.2009 kl. 17:10

5 identicon

Þetta myndband er tær snild!!!!!   ætti að vera inngangur að öllum frétta tímum í sjónvarpi á Íslandi!!

geiri (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 08:25

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Geir;ég er sammála þér.  Það ætti að upplýsa fólk um það hvernig bankakerfið virkar, allavega áður en vangreiddum skuldum gjaldþrota einkabanka er dembt ofaná skuldir almennings í gegnum skatta, til viðbótar þeim skuldum sem almenningur hefur nú þegar.

Stjórnmálamenn, verkalýðsrekendur og allt heila stjórnkerfið á Íslandi er lamað af ótta, því ef þeir koma ekki icesave og öðrum skuldum vegna bankanna yfir á skattgreiðendur fá þeir ekki útborgað og verða að búa við sama veruleika og almenningur þ.e. a. búa til tekjur.

Magnús Sigurðsson, 2.8.2009 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband