Hvar er Íslands sverð og skjöldur?

Þá hafa valdhafar lokið við að staðfesta ábyrgð almennings á skuldum gjaldþrota einkabanka.  Verkið er fullkomnað.  Það er flestum  ljóst að Alþingi, stjórnkerfið allt og nú forseti Íslands ætla að verja hag efstu laga þjóðfélagsins með öllum mætti. 

Þau tækifæri sem voru til staðar til að byggja nýtt og betra Ísland hafa verið sett í skuldafjötra.   Sömu öfl á Íslandi og orsökuðu hrunið ætla nú að bjarga eigin skinni með því að siga erlendum lánadrottnum á íslenskan almenning.  Er von að maður spyrji; hvar er Íslands sverð og skjöldur?

Viking27


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er almenningur einn sem getur bjargað sér núna. Það þarf bara að rífa sig upp af rassgatinu og að fara að gera eitthvað til varnar þjóðinni, því ekki munu ráðamenn gera það. Það vantar einhvern til að skipuleggja eitthvað sniðugt í stöðunni.

Geir (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Geir;ég get ekki verið meira sammála.  Ég er ekki tilbúinn til að taka á mig drápsklyfjar bankakerfisins sem elítan ætlar almenningi að bera. 

Ég er ekki heldur tilbúin til að yfirgefa landið, allavega ekki enn sem komið er, en fjöldi vina og samstarfólks auk systkinahafa þegar yfirgefið landið og eru að pakka þessa dagana.  Kannski á ég eftir að fara í kjölfarið. 

Maður lætur sig dreyma um að einhver taki það að sér að leiða þjóðina í annað en glötun skuldaánauðar.  Því eins og flestir íslendingar er ég tilbúin til að berjast fyrir öðru en að borga skuldir bankakerfisins.

Magnús Sigurðsson, 2.9.2009 kl. 14:04

3 identicon

Þjóðníðingur hefur sýnt sitt skítlega eðli.  Megi þessi síbrotamaður hann fara í reiðtúr sem fyrst.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðmundur;  þeir eru margir í efri lögum þjóðfélagsins sem sýna sitt sanna eðli um þessar mundir, svo ekki sé meira sagt.  Hvort forsetin og Alþingi flokkist sem  þjóðnýðingar ætla ég ekki um að dæma, en þessu fólki finnst við hæfi að þjóðin ábyrgist skuldir einkabanka. 

Því miður ber ég ekkert traust til ráðamanna og hafði litlar væntingar til afgreiðslu Ólafs á þessu icesavemáli þó ég hafi skrifaði undir áskorun hjá kjósa.is.  Fyrir mér hefur allt stjórnkerfið sýnt sitt sanna eðli það er ekki að vinna fyrir almenning, það notar hann til að bjarga eigin skinni.

Magnús Sigurðsson, 2.9.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband