Látum lýðinn borga eins og hann getur.

Þessi afkomutengingar hugmynd getur vel verið góð í mörgum tilvikum, en þetta er ekki lausn, þetta mun hvort því sem er gerast af sjálfu sér.  Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að sjá það að fólk kemur ekki til með að borga meira en það getur og það er í þágu fjármagnseigenda að tjóðra fólk við skuldsettar eignir.  Þetta er hugmynd í anda greiðsluaðlögunar og icesave fyrirvara, við borgum allt sem við eigum en ekki meira og er talið trú um að mikill varnarsigur hafi unnist.

 

Það verður aldrei sátt í þessu samfélagi ef ekki kemur til almennrar skuldaleiðréttingar.  Ef fólk sem vel sá fram úr sínum málum fyrir tveimur árum síðan, verður gert að eiða ævinni í að greiða skuldir, sem það stofnaði ekki til vegna þess að það getur það.

 

Það þarf ekki að koma á óvart að hugmynd sem þessi komi frá hagfræðiprófessor á vegum ríkisins, það voru slíkir hagfræðingar sem voru til ráðgjafar við greiðsluaðlögunar og icesave fyrirvara hugmyndir.  Þeir vita sem er að ef stjórnvöld ætla að láta réttlætið ná fram að ganga og verja íslenskan almenning fyrir skuldaánauð, er búið með frekari lántökur til að halda bákninu uppi.  Við sitjum uppi með sömu hagfræðinga á launaskrá fyrir og eftir hrun við að hlaða á okkur skuldum.


mbl.is Grunnur að lausn á vanda heimila?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Allur kostnaður heimilanna er ýmist verðtryggður eða gengistryggður. Þess vegna er nauðsynlegt að verðtryggja innkomuna líka, þ.e. launin. Öðruvísi munu tekjurnar aldrei ná upp í greiðslurnar. VERÐTRYGGJUM LAUNIN STRAX! ÞAÐ ER EINA RAUNVERULEGA KJARABÓTIN!

corvus corax, 3.9.2009 kl. 08:35

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarna er lýst frábærri leið til að útrýma millistéttini með brotum á jafnrétti. Alræði öreiganna yrði útkoman. Allir yrðu flattir út á próletarískt plan.  Þetta leysir ekki nokkurn hlut, því skuldirnar hækka og hækka um leið og kjörin rýrna enn hraðar hjá þeim, sem enn fá að sjá sér farborða. Þetta dygði í hæsta lagi í 5 mán. og þá gæti enginn borgað, eins og alltaf hefur stefnt í.

Ótrúlegur hálfvitagangur að láta sér detta þetta í hug. Hér er algerlega verið að fást við rangan enda á málinu. Fólkið skal pína en engu breyta öðru í hinni hugsjónarfylltu skjaldborg um fjármagnseigendur.  Hvað þarf að ganga á til þess að þetta lið fatti samhengi málanna?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2009 kl. 08:41

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir munu aldrei verðtryggja launin, því þá myndu fjárfestar ekki koma hingað. Helsta von vinstrimanna og stolt er að hér erum við að verða láglaunasvæði, sem fýsilegt er fyrir hákarlana að sækja í. AGS mun algerlega ráðast gegn þessu, því það spillir þeirra markmiðum að hleypa vildarvinum sínum hjá fjölþjóðasamsteypunum í hræið.  Þetta myndi hleypa af stað stjórnlausri verðbólgu og túrisminn mundi t.d dragast saman, því það er helsta aðdráttaraflið nú að krónan er verðlaus og allt á spottprís hér.  No go Corvus. Dream on.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2009 kl. 08:46

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er gersamlega tapað spil.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2009 kl. 08:47

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Corvus corax; við þurfum þá að verðtryggja innkomuna afturvirkt svona ca. tvö ár aftur í tímann hið minnsta.

Jón Steinar; við þurum að losa okkur við elítuna í stjórnkerfinu.  Hún á eftir að verða íslenskum almenningi mun dýrari heldur en útrásin öll.  Þessi elíta á m.a. hugmyndafræðina á bak við icesave fyrirvarana.  Bretar og Hollendingar taka þeim sigri hrósandi án þess að á beri.  Þeir hafa náð dýrinu í gildruna nú á bara eftir að matreiða það.  Með því að samþyggkja icesave með fyrirvörum samþykkti þetta lið að íslenskum almenningi bæri að greiða skuldir gjaldþrota einkabaka.  Annað er útfærsuatriði og það er útfært þannig af þessum snillingum við vrðum ekki látin greiða meira en við getum".

Magnús Sigurðsson, 3.9.2009 kl. 08:55

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kannski er þetta tapað spil.  Alla vega verður svo ef almenningi verður gert að greiða allar skuldir eins og mögulegt er að snúa út úr honum og svo á að skattleggja hann fyrir restinni.  Til þess eins að við fáum að sitja með sömu hagfræði undrin í öllum stöðum og fyrir hrun.

Magnús Sigurðsson, 3.9.2009 kl. 08:59

7 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Magnús þú segir: "Það verður aldrei sátt í þessu samfélagi ef ekki kemur til almennrar skuldaleiðréttingar"

Til þess að þetta skili einhverjum árangri þá þarf að afnema verðtrygginguna um leið.

Þjóðin verður að taka á sig 'skuldaleiðréttinguna' og sá þjóðfélagshópur græðir mest sem fær mestan ávinning miðað við þær auknu byrðar sem fylgja í kjölfarið.

Byrðarnar eru td. hærra vöruverð, hærri verðbólga og þar af leiðandi hærri vextir.

Svo má ekki gleyma þeim þjóðfélagshópum sem lifa á bótum frá hinu opinbera.  Þessi hópur fær ekki skuldaniðurfellingu og fær því engan ávinning en hann þarf að taka á sig auknar byrðar vegna hærra vöruverðs, verðbólgu og vaxta.  Það er í raun þessi hópur sem greiðir skuldaleiðréttinguna.  Ef það er leið til sátta þá myndi ég kjósa ósætti.

Ég sé ekki hvernig almenn skuldaleiðrétting getur leitt til annars en meiri verðbólgu og verri lífskjara.  Verri lífskjara vegna þess að hluti peninganna fara í að fjármagna neyslu og innflutning, eykur viðskiptahalla og erlendar skuldir.

Framsóknarmenn halda því fram að aukinn peningur í umferð muni auka eftirspurn eftir atvinnu en við megum ekki gleyma því að meiri peningur í umferð þýðir í raun verðbólgu og raunlækkun launa.  Nýju störfin sem þeir skapa munu verða láglaunastörf og kjör almenns launafólks lækka vegna verðbólgunnar.  -  Er þetta raunhæf leið úr kreppunni?  Lækka laun samhliða því að leiðrétta skuldir?  Skilar þetta einhverju?  -  Verðbólga er hættuleg leið því yfirleitt dregur hún úr lífskjörum til lengri tíma þó svo almenningur haldi að meiri peningar og meiri umsvif til skemmri tíma séu af hinu góða.  Sem dæmi um skaðsemi verðbólgu þá þarf ekki nema að líta á árin frá 2003 til 2008.  Afleiðingar verðbólgustefnunnar blasa við, atvinnuleysi, fjöldagjaldþrot, kreppa og fátækt.

Það er best fyrir hagkerfið ef leiðin til að aðstoða þá sem eru verst staddir gæti verið gert skilvirkara.

Lúðvík Júlíusson, 3.9.2009 kl. 09:40

8 Smámynd: Ruth

Verðtryggingin er sýndarveruleiki ! Tölur á innheimtuseðlinum sem sýna okkur um hver mánaðarmót að skuldin okkar hefur hækkað ásamt vöxtum og vöxtum á verðbótum

Að segja að það sé dýrt að leiðrétta þessar tölur sem enginn peningur er bakvið er veruleikafirring !

Það er  í raun magnað að stjórnvöld hafi árum saman komist upp með að telja fólki trú um að þetta sé eðlilegt og nauðsynlegt

Ruth, 3.9.2009 kl. 10:25

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hárrétt Ruth. Ef ég vinn 5 milljónir í lottóinu og gef þær til góðgerðamála þá kostar það mig ekki neitt á heildina litið. Alveg sama ef ég er banki og 20 milljónir sem ég lánaði eru allt í einu orðnar að 25, þá er það ekki vegna þess að ég (bankinn) hafi lagt út viðbótarpening og þess vegna kostar það mig heldur ekkert að lækka lánið aftur niður í 20. Ég fæ það sem ég lánaði til baka ásamt vöxtum, og kem þess vegna út í gróða á heildina litið, sem er meira að segja betri útkoma en ef ég hefði látið peningana standa óhreyfða (troðið þeim í dýnu). Svo ef málið er skoðað ofan í kjölinn þá lagði ég (bankinn í þessu tilviki) aldrei út nema kannski 2 milljónir af þeim 20 sem ég lánaði í upphafi, restin eru peningar sem voru búnir til "úr engu" í fractional reserve bankakerfinu, þannig að allt sem endurheimtist umfram það er gróði.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.9.2009 kl. 11:13

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Lúðvík; einmitt af þeim ástæðum sem þú nefnir verður aldrei sátt um annað en almenna leiðréttingu. 

Persónulega myndi ég hafa best út úr svona tekjutengingarleið, þar sem ég hef engar launatekjur eftir hrunið og hef ekki hugsað mér að hafa þær á meðan ég er skyldaður til að láta stela af mér.

Ruth 777; Verðtrygginguna hefðu Alþingi átt að afnema í janúar 2008 þegar ljóst var hvað bankarnir voru að gera með því að fella gengið skipuleg og hækka þannig eignir sínar með því að hækka höfuðstól verðtryggðra lána.

Um afturvirkt afnám verðtryggingar hefðu neyðarlögin 6.október 2008 átta að fjalla.  En núverandi ríkisstjórn hefur keyrt upp verðlag og ætlar sér að fjármagna bankana með því að hækka skuldir heimilanna enn meira, en geingishruninu nemur í gegnum verðtrygginguna.

Magnús Sigurðsson, 3.9.2009 kl. 11:25

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Guðmundu; skýrir málið ágætlega.  Þetta er einn sýndarveruleiki sem okkur er ætlað að lifa eftir sem verður aldrei sátt um. 

Magnús Sigurðsson, 3.9.2009 kl. 11:27

12 identicon

Sitjandi ríkisstjórn tók við einföldu þrotabúi. Síðan það gerðist hefur hún verið önnum kafinn við það, að taka til eftir 20 ára, fullkomlega siðspillta og eigingjarna stjórn D og B lista. Næstu verkefni þessarar stjórnar ættu að vera eftirfarandi:

1) Að bjarga yfirskuldsettum fjölskyldum.

2) Að baktryggja núverandi gjaldmiðil með einhverju öðru en klósettpappír.

3) Að útrýmja atvinnuleysinu.

og sv framv.

Bleaf Productions ehf (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 15:01

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Bleaf Productins ehf;sitjandi ríkisstjórn hefur verið önnum kafin við að staðfesta stöðu almennings í því ástandi sem síðustu ríkisstjórnir eiga sök á.  Hún hefur því miður ekki komið neinar ýjar lausnir þrátt fyrir eindregnar ábendingar frá fólkinu í landinu.

Magnús Sigurðsson, 3.9.2009 kl. 15:46

14 identicon

Já kæri vinur. Satt er það. En við verðum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, að gefa þessari stjórn ALLAN þann tíma sem hún þarf til þess, að sótthreinsa eftir þær fyrri. Segjum 5-6 mánuði til viðbótar........er til of mikils mælst, héðan af?

Bleaf Productions ehf (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 17:11

15 identicon

Ég held ekki. Hinar fyrri stjórnir fengu a.m.k. 20 ár til þess að rústa þessu, með fullum stuðningi erlendis frá, eins og við höfum þegar fengið að sjá.

Ekki eitt okkar þarf að efast um það, í eina sekúndu, að ÖLLUM fyrrverandi "ráðherrum" Íslensku þjóðarinnar, voru settir afarkostir. Þeir afarkostir voru eftirfarandi:

Það er allt í klessu hjá okkur (þ.e.a.s. stjórnvöldum í USA og EB), og þar af leiðandi viljum við fá það sem okkur ber, uppí skuldirnar. 

Bleaf Productions ehf (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 17:17

16 identicon

Brot úr viðtali við Guðmund F. Jónsson sem býr í Tékklandi og er fyrrum Wallstreet miðlari en  á og rekur hótel  þarna úti.

Hann segir það sem ég hef alltaf verið að segja um gjaldmiðil okkar, þ.e. að okkar króna er ekki ónýt nema sá sem stjórnar sé ónýtur.

"Blessun Tékka að vera ekki með evru
Tékkland gekk í Evrópusambandið árið 2004 og segir Guðmundur að á þeim tíma sem sé liðinn síðan þá hafi nánast öll ríkisfyrirtæki farið úr tékkneskri eigu. „Síminn er í eigu Spánverja, bílaiðnaðurinn í eigu Þjóðverja og Frakka, vatnið í eigu Frakka og það er enginn tékkneskur banki lengur til. Síðan kemur þessi holskefla yfir heiminn í byrjun síðasta árs þar sem olíutunnan fór upp í 150 dollara og matvælaverð hækkaði um 30 til 50 prósent. Ef Tékkar hefðu þá verið með evru hefðu orðið mjög mikið af þjóðfélagslegum vandamál því fólk á ekki pening til að ráða við svona hækkanir.

Tékknesk stjórvöld stjórnuðu krónunni þá þannig, ýmist með hækkun eða lækkun vaxta eftir því sem við átti, að krónan styrktist og hinn almenni borgari fann því ekki fyrir þessum hækkunum sem áttu sér stað nánast alls staðar annars staðar. Slóvakarnir eru með evru og þar er ástandið miklu, miklu verra. En af því að tékkneska krónan er svo sterk hafa túristarnir minnkað komur sínar til Tékklands. Ég finn fyrir því og hef því lækkað verðið á herbergjunum og býð upp á ákveðin tilboð. Það er af sem áður var þegar hver sem var gat bara opnað hótel og þurfti ekkert að hafa fyrir þessu. Þú gast bara beðið eftir að kúnnarnir löbbuðu inn um dyrnar hjá þér,“ segir Guðmundur og bætir við að það séu um sex hundruð hótel í Prag."

(IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 19:42

17 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Japanskur banki afskrifaði lánin sem hann hafði lánað til íslenskra banka í janúar sl.

sem aftur lánaði ma. til bílakaupa ég spyr ef japanski bankinn er búinn að segja þið þurfið ekki að borga okkur, af hverju þarf þá 3 aðilinn að borga upp í topp og rúmlega það .Við almenningur förum fram á sanngirni .

Það lítur út fyrir að sauðsvartur almúginn eigi að borga hvað sem það kostar og hvað sem tautar og raular minnir á skattpíningu á miðöldum .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 3.9.2009 kl. 22:42

18 identicon

folk verdur bara ad taka malid i eigin hendur og haetta ad borga . tad kemur engin til med ad redda malunum  stjornmalamen bara gera ilt vera teir eiga eftir ad gefa allar audlindirnar eg held tetta hrun hafi allan timan snuist um tad vid skulum sja til

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 05:07

19 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Bleaf Productins ehf; þessi reikisstjórn hefur notað tímann í þágu lánadrottna og elítunnar á Íslandi.  Það vill oft gleymast að þarna er hvorki um breytta hugmyndfræði frá fyrri stefnu að ræða né nýtt fólk.  Jóhanna og Össur tóku fullan þátt í hrunadansinum.  Þetta 20 ára tímabil sem þú nefnir, hófst og endaði með þau í ríkisstjórn.  Steingrímur var í ríkisstjórn í upphafi þess tímabils sem er kennt við hugmyndafræði hrunsins.  Allir sem hafa meira en gullfiskamynni vita að hann mun engu breyta, hjá honum snýst þetta um það eitt að alda vinnunni sem atvinnupólitíkus.  Það sem þessi ríkisstjórn er að gera er ekkert annað en að hneppa almenning í ánauð.

Sigurlaug;  krónan getur átt eftir að verðatákngerfingur sjálfstæðis okkar komi stjórnmalamenn okkur ekki á kaldan klakann.

Guðmundur;  ég hef trú á að sagan komi ekki til með að mynnast útrásarvíkinganna sem mestu hugleysingja Íslands.  Það munu verða stjórnálamennirnir sem fá þann vafasama heiður. 

Stjórnmálamenn ætla að byggja upp bankana og undir elítuna með því að láta almenning borga afskrifaðar erlendar skuldir.

Helgi;  sammála fólk verður að taka málin eigin hendur og stimpla sig út úr kerfinu þangað til það veit hvernig það vill hafa kerfið.  Það eru stjórnmálamennirnir sem eiga að þjóna fólkinu en ekki fólkið hagsmunum  stjórnmálamannanna.

Magnús Sigurðsson, 4.9.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband