18.11.2009 | 15:40
Gjaldborgin efld með hærri fjármagnstekjuskatti.
Það eru litlar líkur til þess að þessi hækkun á fjármagnstekjuskatti verði sóttur annað en til heimilanna, fyrirtækin eiga gífurlegt tap uppsafnað í kjölfar hrunsins. Eins flestum er ljóst voru flestir þeir sem báru fjármagnstekjur þegar búnir að koma sér upp eháeffi til skattalegs hagræðis.
Með því að hækka fjármagnsskattur úr 15% í 18%, hafa heimilin verið skattlögð enn frekar. Þau heimili sem hafa tekjur af leigu hafa mátt horfa upp á 80% skattahækkun af þeim tekjum á þess ári en flest húsaleiga heimila hefur verið skattlögð sem fjármagnstekjur.
Það er nokkuð ljóst að nú borgar sig fyrir mörg heimili að ehf væðast, svo ekki sé nú talað um að nýta sér ehf sem kann að vera til í fjölskyldunni sem á uppsafnað tap hrunsins til að dekka "hagnaðinn" af húsaleigunni.
Þriggja þrepa skattkerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held nú að það sé mest verið að horfa í það að fólk hefur getað verið að skammta sér tekjur með 10 og síðar 15% vöxtum á meðan aðrir hafa þurft að borga 37,5% tekjuskatt og útsvar. En þeir sem hafa sínar tekjur sem fjármagnstekjur hafa ekki þurft að borga nema nú 15% og ekkert til sveitarfélaga. Og sé ekki að tekjur fólks eigi að vera skattlagðar á mismunandi hátt. Ég hefði viljað að fjármagnstekjur yfir 200 þúsundum bæru sama skatt og tekjur.
Magnús Helgi Björgvinsson, 18.11.2009 kl. 15:48
Magnús virðist ekki átta sig á verðbólgunni sem að er hærri en þessi 15% og því er fólk í raun að borga skatt af tapi!
Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.11.2009 kl. 15:57
Magnús Helgi; Þetta er alveg laukrétt rökvilla hjá þér nafni og átti við 2007. Nú er 2009 og annað skattaumhverfi. Nú á að reka heimilið sem ehf og hafa launatekjur undir 270 þús fyrir þá sem hafa tök á að skammta sér tekjurnar sjálfir, nýta svo tapið af eháeffinu.
Magnús Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 15:58
Munið: Fjármagnstekjuskattur=húsaleigutekjuskattur. Nú þurfa leigusalar að hækka húsaleiguna um t.d. 8% til að mæta sköttum Jóhönnu og Steingríms.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 15:59
Margrét; ekki batnar þaðef heimilið á bæði sparnað og hefur leigutekjur. Er ekki ehf málið?
Magnús Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 16:00
Örn; Þá er vissara að vera með sparnaðinn á verðtryggðum reikningi því verðbólgan mun æða upp. Það þarf að senda þessa hagstjórnarvitringa á námskeið í fjármálalæsi. Nema það hafi alltaf verið meiningin a níðast á þeim sem síst skyldi.
Magnús Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 16:03
Sammála Magnúsi Helga. Fjármagnstekjur eiga að bera sama skatt og venjulegar tekjur. Sú fullyrðing að fjármagnstekjuskattur = húsaleiga er kolröng. Flestir sem hafa háar fjármagnstekjur eiga sitt húsnæði og margir jafnvel skuldlaust.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:06
Held að meiningin sé að níðast bara á sem flestum svo að flestir þurfi að fara á spenann...það eða að þetta lið sé hreinlega bara greindarskert...veit ekki alveg að hvoru ég hallast frekar...
Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.11.2009 kl. 16:07
já og Hauki finnst væntalega mikil sanngirni í því að borga skatta af tapi...bara á meðan það heitir skattur!
Margrét Elín Arnarsdóttir, 18.11.2009 kl. 16:09
Myndi ekki hafa of miklar áhyggjur, stjórnin mun falla. Það er bara tímaspursmál.
Fólk sem eitthvað á kemur þessu úr landi eða dreyfir eignum yfir ættingja og vandamenn, lítið mál að svindla á þessu.
Vinstri stjórnin er svo gjörsamlega óhæf að annað eins hefur sjaldan sézt. Þessar hækkanir skil nkl engu til Ríkissjóðs, engu.
Baldur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:11
Haukur; ég er ekki viss um hvort við erum að tala um sama skattinn.
Þú segir; "Sú fullyrðing að fjármagnstekjuskattur = húsaleiga er kolröng. Flestir sem hafa háar fjármagnstekjur eiga sitt húsnæði og margir jafnvel skuldlaust."´
Það e verið að setja fjármagnstekjuskatt á heimili sem afa getað drýgt sýnar tekjur með því að leiga út hluta heimilisins. Eins þeirra sem hafa af einhverjum ástæðum brunnið inn með tvær óseljanlegar eignir. Þetta er yfirleitt ekki fólk sem veður í peningum. Þeir sem það gera eru þegar komnir með sitt inn í ehf þar sem þei nýta tapið til skattafrádráttar.
Magnús Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 16:13
Margrét; sammála þér þetta er níðingslegt, maður hefði haldið að nóg væri búið að leggja á almenning þessa lands.
Magnús Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 16:15
Skattpíning, Icesave, milljarðar í ESB og hver veit hvað
Láta það berast að búið er að boða til mótmæla gegn Icesave næsta Laugardag þ. 21 við Stjórnarráð-Alþingi kl. 12.00.
ALLIR SEM VETTLINGI GETA VALDIÐ MÆTI OG LÁTI Í SÉR HEYRA !!!
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:19
Baldur; ef eitthvað er lækkar þetta tekjurnar til ríkissjóðs. Eins og þú bendir á mun hugsandi fólk alltaf finna sér leiðir til að lifa. Vonandi þarf ekki að hafa of miklar áhyggju af þessari ríkisstjórn og vonandi geta skattgreiðendur sparað sér að senda hana á námskeið í fjármálalæsi.
Magnús Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 16:19
Anna; ALLIR SEM VETTLINGI GETA VALDIÐ MÆTI OG LÁTI Í SÉR HEYRA !!!
Magnús Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 16:22
Heyr,heyr Magnús. Þetta snýst um að draga björg í bú. Það er lítið mál að komast framhjá þessu og trúðu mér slíkt hefur aukist til muna núna og verður miklu meira ef þetta gengur í gegn. Vinstri menn telja það munað, það sem við hin teljum mannsæmandi líferni.
Baldur (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 16:26
Baldur; sennilega er flest hugsandi fólk búið að gera sér grein fyrir því að skatttekjur framtíðarinnar fara í að borga skuldir sem það stofnaði ekki til, nóg er að borga stökkbreyttar skuldir. Allt hugsandi fólk mun komast að því að betra er að vinna að eigin hag og láta nægja að vinna fyrir 270 þús tekjum fyrir gjaldborg ríkisstjórnarinnar.
Það má stórlækka skatta með því að gera það sem er skemmtilegt, rækta grænmeti og fara í veiðitúra heimilinu til búdrýginda. Svo er líka hægt að tileinka sér trix þeirra sem vilja borga stökkbreyttar skuldir og ofur skatta með því að verða sér út um ehf.
Magnús Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 16:55
Mér er það algerlega óskiljanlegt afhverju húsaleigutekjur bera fjármagnstekjuskatt.
Þegar húsaleigan dugir engan vegin til að greiða af lánum og gjöldum af fasteigninni, að það skuli samt sem áður þurfa að greiða skatt af leigutekjunum?
Ég skil þetta ekki.
Ég leigi út mína íbúð, og borga ca 50-60 þúsund með henni á mánuði þegar allt er tekið inn í rekstur eignarinnar.
Og það er FYRIR "fjármagnstekjuskattinn" sem ég á að greiða af leiguni.
Ég botna ekkert í þessu kerfi.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:00
Sigurður; fáðu þér ehf, þar má reikna dæmið rétt og telja síðan fram til skatts.
Magnús Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 17:07
Haukur: Lestu þessa setningu mína aftur: Fjármagnstekjuskattur=húsaleigutekjuskattur. Ég "á" tvær íbúðir. Bý sjálfur í annarri og leigi hina út. Ef ég leigi hana til lálaunafólks sem fær húsaleigubætur þarf ég sem fæ húsaleiguna greidda að borga ríkissjóði 18% skatt. Held sjálfur eftir 82%, ekki 100 %. Allt viðhald og fasteignagjöld lenda líka á mér. Nú er til hópur af fólki hér á landi sem hefur tekjur sem eru það háar að það fær ekki greiddar húsaleigubætur. Auðvitað vil ég miklu frekar leigja svoleiðis fólki en ekki t.d. námsmönnum, öryrkjum og atvinnuleysingjum. Og svo er til fólk sem æpir að fjármagnstekjuskatturinn eigi að vera sami og tekjuskatturinn sem enginn veit í dag hvað er hár, kannski 37%, kannski 42%, kannski 50%. Aumingja námsmennirnir, hver vill nú leigja þeim lengur ? Ekki ég !
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:40
EHF ekki spurning
Þeir sem eiga eignir að einhverju ráði (100 mill+) munu nú allir sem einn stofna ehf. sem hefur það eina hlutverk að geyma milljónirnar inn á banka. Ehf. eru nefnilega undanþegin fjármagnstekjuskatti. Síðan eftir einhver ár þegar fjármagnstekjuskatturinn verður aftur lækkaður þá taka eigendurnir peningana út úr ehf-inu og borga mun lægri skatt en þennan.
Aftur á móti hinir sem eiga bara einhverja smápeninga inn á bók munu greiða sinn fjármagnstekjuskatt af sínu rauntapi (ekki er um neina ávöxtun að ræða meðan verðbólgan er svona há) þar sem það er of dýrt að stofna ehf. fyrir einhverja þúsundkalla (þeir sem eiga ehf. nú þegar ættu samt að fara strax í að auka hlutafé í þeim og koma peningunum sínum þannig undan skattmann, sérstaklega þeir sem ætla ekki að nota þennan pening sinn i bráð)
Margrét Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 18:09
Margrét; þú ert að hitta naglann á höfuðið og segja það sem ég sagt vildi hafa. Svo má bæta við að ehf með uppsöfnuð tapi bankahrunsins gæti orðið gulls ígildi. Svo ekki sé talað um ef afskriftin á kúluláninu verður ekki skattlögð þá verður hreinlega um fundið fé að ræða. Þeir kunna að hygla sínu fólki aðstoðarmenn ráðherra velferðastjórnarinnar, sama hvar litið er á gjaldborgina.
Magnús Sigurðsson, 18.11.2009 kl. 20:35
Fyrrum framkvæmdarstjóri Landsbankans, Yngvi Örn Kristinsson aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og einn af hönnuðum "gjaldborgarinnar" greiðsluúrræða fyrir heimilin. Yngvi hefur gefið út yfirlýsingu vegna launakröfu sem hann og fleiri fyrrum starfsmenn Landsbankans hafa gert í þrotabú Landsbankans. Hann gerir 229 milljón króna kröfu í þrotabúið. Þetta má sjá á visi.is
Í yfirlýsingunni segir hann að það sé ljóst að ríkissjóðir Bretlands og Hollands muni fá um helming af eignum bankans.
„Falli ég og aðrir fyrrverandi starfsmenn frá okkar kröfum mun því helmingur þeirra renna til Breta og Hollendinga. Ég hef ekki áhuga á að styrkja þær þjóðir frekar en orðið er," segir í yfirlýsingunni. Þá er bara að einhenda sér í að hafna icesave.
Magnús Sigurðsson, 19.11.2009 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.