18.12.2009 | 10:06
Vinstri Grænir hafa tekið stefnuna á ESB!
Það ætla að verða orð að sönnu að þau Svandís og Svavar verði dýrustu feðgin Íslandssögunnar. Umhverfisráðherra VG mun kosta þjóðina stórfé og hefur sennilega ekki bara svikið kjósendur sína, heldur þjóðina alla með þátttöku í sameiginlegri stefnu ESB í loftslagsmálum. Íslenskir hagsmunir hafa verið settir til hliðar. Það er eitt að vera umhverfissinni annað að setja andrúmslofið í kvótakerfi að beiðni stórfyrirtækja. Það er glæpur gagnvart lífinu á jörðinni. Við sem þekkjum orðið orsakir og afleiðingar kvótakerfa ættum að vita hvernig þau virka.
Stjórnmálamenn hafa aldrei leyst neinn vanda, eiga aðeins eftir að auka hann. Í framtíð sem og fortíð, eiga þeir eftir að réttlæta afleiðingar misstaka sinna án þess að vilja viðurkenna orsakir þeirra. Það er eðli stjórnmála, þess vegna er staðann nú að kvótasetja á andrúmsloftið þar sem stórfyrirtækin verða gerð jafnrétthá lífinu sem dregur andann. Það sama á við aðkomu þeirra að loftslagsmálum, fjármagnið verður látið ráða.
Með þessu skipar Ísland sér á bekk með ríki stórfyrirtækjanna, ESB, gegn hagsmunum jarðarbúa. Jörðin mun samt sem fyrr verja sig sjálf með sinni eilífu hringrás. Ef maðurinn lítur ekki lögmálum lífsins mun jörðin losa sig við hann. Það gerist þrátt fyrir loftslagskvóta, sem eru settir til þess eins að geta skattlagt andardrátt hverrar lífveru.
Jörðin okkar er meistaraverk sem stjórnmálamenn ættu ekki að reyna að setja sig yfir.
http://www.youtube.com/watch?v=61BCB2-OmRY&feature=player_embedded
![]() |
Ísland minnki losun um 30% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Umhverfismál | Breytt 27.2.2010 kl. 16:48 | Facebook
Athugasemdir
Góð færsla!
SeeingRed, 18.12.2009 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.