Kerlingabækur

Stríðsvélin er komin í startholurnar. Þar er öll jörðin vígvöllurinn. Í landinu helga sjáum við upphafið að endinum. Orrustan verður samt ekki bara við náungann hún verður einnig við vættina. Landvættirnir eru vaknaðir og munu refsa aðdáendum græðginnar vegna skorts á virðingu fyrir náttúrunni og almættinu.

Leikvanginn eiga í augnablikinu djöfuls snillingar og Davos dúkkulísur. Hið djöfullega glóbalska markmið virðist vera að drepa og afvegaleiða eins mikið af saklausum börnum þessa heims og mögulegt er, svo hægt verði að ríkja yfir þeim sjálfsafgreiðslukössum sem eftir verða í gervigreindri snjallveröld.

Það er auðvelt að ná til hjarðarinnar. Það er gert með því að ráða fræðslu, lygum afþreyingu, ótta og upplýsingum, -og hafa almættið í felum. Þannig hefur öfuguggum mennskunnar tekist að ná völdum í hugum fólks. Öfuguggarnir eiga nú alla helstu miðla sem móta skynjun og hugsun.

Þjóðfélagsverkfræði með sérfræði greiningum og sviðsmyndum, -kynþættir, trúarbrögð, menning, pólitík, stétt, -og nú náttúruhamfarir. Svo ekki sé nú minnst á geðraskannir og ótal kyn röndótts glóbalsins. Allt er þetta greint til að sundra sameiginlegri vitund og flokka niður í ótal hólf. Heimselíta öfugugganna veit upp á hár hvað hún er að gera þegar hún fokkar síðan öllu upp á flótta.

Sýndur er hryllingur í fjölmiðlunum þeirra, þar sem kynnt undir hneykslan hjarðarinnar yfir því að morðóður viðbjóður skuli fyrirfinnast á meðala manna, með því að endurtaka sömu fréttina aftur og aftur. Saga aldanna hefur samt sýnt aftur og aftur að oftast hafa endurteknar fréttir elítunnar af hryllingi kostað milljónir saklausra lífið.

– Á þá kannski að snúa sér til almættisins í hljóðri bæn? -Nei ekki á þeirra vakt, í þeirra fréttatíma.

Þannig lifir hjörðin í tálsýninni. Gengur blindandi á hlutdrægni öfugugganna. Samþykkir vígvelli endalausra hjaðningavíga mennskunnar. Telur það þess réttlætis virði sem fyllir á forðabúr djöfuls snillinga. Á meðan Davos dúkkulísur smyrja kyssitauið og flissa sig til stríðsæsinga í nafni lýðræðis.

Hjörðin fyrir framan skjáinn hefur tapað áttum, er upptekin af þekkingu sinni í stafrænum veruleika. Hún lifir sannleika snjallveraldar Langtíburtukistan, en hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast utan þeirrar veraldar. Enda á þess ekki að þurfa, það er hvort eð er allt á upplýstum skjánum.

- það þarf ekki að biðja neinna bæna, Þar sem gervigreindar sviðsmyndir mennskunnar poppa upp úr spálíkaninu með alla möguleika.

Endalok jarðarinnar og landsins bláa, eins og við þekkjum, eru hafin. Þau dreifast eins og krabbamein um láð og lög með ljósleiðurum og seldum innviðum. Kílómetrar af jarðsprengjum og himnasendingar af klasasprengjum. Kjarnorkukafbátar í Keflavík, váfugl yfir Valahöll og orrustuþotur NATO æra nú meir að segja beljurnar á Egilsstaðanesinu.

Svo ekki sé nú bara minnst hörmunga landsins helga eða akra Úkraínu, eitt sinn frjósöm mold en brátt eitraðar auðnir blóðabaðsins.

Það er verið að eyðileggja heimkynni okkar á jörðinni, og selja ættlandið andskotanum.

-Hversu geggjað er að það skuli ekki vera einnar bænar virði í beinni?

Guð blessi börnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Magnaður pistill hjá þér, þvi miður er hann sannur. Þér toks að koma því í orð, sem ég hef verið að veltast með innra með mér. Hafðu þokk fyrir.

Haukur Árnason, 27.1.2024 kl. 17:14

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Blessaður Haukur, -og þakka þér fyrir hugrekkið til að setja svona athugasemd við þennan pistil, ég bjóst ekki við neinn legði honum til orð, -hvað þá lið og góð orð.

Þessi pistill er hálfgerð hrákasmíði, enda erfitt að ætla sér að skrifa eitthvað af viti um hjartans mál, -og tilgang bænarinnar án þess að lenda í ógöngum orða

Það er ábyggilega ágæt regla að dæma ekki annan mann nema hafa staðið í hans sporum.  Hversu einfalt sem það nú er í allri upplýsingaóreiðu medíunnar.

Margir eru orðnir ragir við að trúa hjarta sínu, og leita því sannleikans utan sjálfs sín, -vilja vera víðsýnir og vel upplýstir. Alla vega eru flestir orðnir smeykir við að opinbera sinn eigin sannleika hvað þá bænir.

Bænir virka, það þekki ég af eigin raun, -og þær virka því betur eftir því sem fleiri biðja. En það skildi varast að leggja bölbænir flokkadráttanna að jöfnu við bænir sem innihalda skilyrðislausan kærleika.

Þess vegna hef ég verið að mæla með bæninni hér á blogginu undanfarna mánuði, bæn sem ekki skipar sér lið, -bæn sem flestir ættu að geta sameinast um, -bæn fyrir blessuðum börnunum.

Magnús Sigurðsson, 27.1.2024 kl. 19:42

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll aftur Magnús! mikið svakalega er ég sammála Hauki,ég þyrði hvorki né gæti leikið þetta eftir. Ég fer í taugarnar á pistlalöggunni svo gaman sem eg hef að vera með,er oft stoppuð og efni eytt,þarf að læra hvað má ekki orða,bíð góða nott.  

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2024 kl. 22:33

4 identicon

Tek undir allar góðar óskir þínar um bænir.

Það sem mannkynið vantar núna mest

er hin djúpa og hreina trú á Guð.

Ekkert er mannfólkinu verra en sá hégómi

að halda að maðurinn sé guð.

Í gegnum aldirnar hefur hin djúpa og hreina trú

á tilveru Guðs reynst mannkyninu best

og veitt því eilífa lýsandi von

í gegnum meinvill og myrkur 

hégómlegra valdhafa.

Hverjum og einum farnaðist best og mun

farnast best að vera beintengdur 

gegnum bænina

við almættið, við Guð. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.1.2024 kl. 23:18

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flottur pistill, vel tímasettur og ætti að kveða niður ALLAR kenningar um að hér séu bara "SAMSÆRISKENNINGAR" um "GLÓBALLISTA" á ferðinni..... 

Jóhann Elíasson, 27.1.2024 kl. 23:24

6 identicon

Tek undir orð Jóhanns, að þessi piatill þinn, Magnús, er bæði flottur, þarfur og vel tímasettur.  Orð í tíma töluð.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.1.2024 kl. 23:31

7 Smámynd: Haukur Árnason

Með bænina. Eftir að Guðjón Hreinberg útskýrði fyrir okkur um daginn af hverju það skipti svo miklu máli að biðja fyrir stjórnvöldum, þá hef reynt að gera það. Því bænin hefur áhrif.

Gunnar Dal gaf út ljóðabókina, Sfinxinn og hamingja 1952. Hann merkir ljóðin, flest, með rómverskum tölum. Númer X11 er Hinn óþekkti guð.

Hinn óþekkti guð.

Að baki línu og lita
sem litningar stóð
í efnisheimi hulin
hugmyndaþjóð.
__________

Sjá, straumur af hugmyndum,
stormar af sálum
um stjarnhveli fer.
-- Í storknandi málmgrýti
steyptar myndir
steinsálir skapa sér:
Hugmyndir sendar
úr heimi andans,
huga þér,
gerandi alls sem er.

Koma frumheimar.
Bíða blómheimar.
Koma blómheimar.
Bíða dýrheimar.
Koma dýrheimar.
Bíða mannheimar.
Koma mannheimar.
-- Enn bíður þú.

Hver hugmynd, sem vakir
í vitund þinni
og veru skapar sér,
óðal sitt á í þér
gerandi alls sem er.

Haukur Árnason, 28.1.2024 kl. 00:58

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég þakka innlit og góðar athugasemdir, -eins og ég svaraði Hauk þá bjóst ég ekki við þessu, flestir líta bænina sem prívat. Eins má vel finna að texta pistilsins og jafnvel reiðast honum, rétt eins og hverri annarri hrakspá. En eins og Haukur segir þá er hann því miður sorglega sannur og flest þegar komið fram.

Þess vegna er iðrunin, fyrirgefningin og bænin ein eftir og ef einhver á ekki auðvelt með að biðja skilyrðislaust fyrir réttlátari heimi, vitrari ríkisstjórn eða fyrir einhverri þeirri óáran sem setið er uppi með þá má alltaf biðja fyrir blessuðu börnunum, það ættu allir að geta sem ekki eru þegar glataðir.

Helga; mér þykir vænt um að þú sért sammála Hauki. Þú talar um pistlalögguna og ég get alveg verið sammála þér með það hve erfitt það er að sveiflast ekki með medíunni og finnast maður verða að taka afstöðu með skárri kostinum af tveimur vondum. Við eigum betra skilið komin á gamals aldur, en að vera stillt þannig upp við vegg, -hvað þá blessuð börnin.

Pétur Örn; það er varla hægt að orða virði beintengingar bænarinnar við almættið betur með eins fáum orðum og þér er lagið. Þessa tengingu hef ég fundið með bæninni og í næðinu úti í náttúrunni. Einn með sjálfum mér, eða Matthildi minni, börnunum, -laus við allt áreiti medíunnar. Þannig hefur almættið runnið upp fyrir mér hvort sem það er í þokubólstri eða sólargeisla.

Jóhann; það þarf glöggskyggni til að greina hvenær kenningin verður að samsærið. Það gerist yfirleit nokkru áður en við veitum því athygli og þegar það er orðið fáum við ekki rönd við reist. Ég veit um fáa hér á blogginu sem geta skírt það út hnitmiðað með eins fáum orðum og þú gerir í þínum pistlum. Manni finnst stundum að maður þurfi að girða fyrir misskilning og með því geta pistlarnir mínir orðið margorðir, jafnvel runnið út í sandinn. Mér þykir vænt um að heyra frá þér að þessi er ekki þannig.

Haukur; já ég mæli með að menn lesi Guðjón Hreinberg hann er spámaður af guðs náð, og skírði vel hvers vegna það er mikilvægt að biðja fyrir stjórnvöldum.

Uppáhalds presturinn minn og sá eini sem ég fór í sunnudagsguðþjónustur til er kona nú sest í helgan stein.

Þetta sunnudagsguðsþjónustu tímabil mitt var á meðan ég átti hvað erfiðast í umróti lífsins og þar fékk ég skilyrðislausan frið frá símanum. Þessi prestur talaði einatt um kærleikann og mikilvægi hans.

Ég fylltist friði í messunum hennar og rann oft í brjóst. Hún talaði líka um í lok messu mikilvægi þess að biðja fyrir stjórnvöldum. Hversu erfitt sem það getur nú reynst.

Þakka þér fyrir ljóðið frá Gunnari Dal, mér finnst lokaerindið kristalla mikilvægi bænar fyrir skilyrðislausum kærleika.

Magnús Sigurðsson, 28.1.2024 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband