Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Fimm aura brandarar.

Farsi Seðlabankans um gengisskráningu krónunnar fer að líkjast hverjum öðrum fimm aura brandara.  Hvað skyldi útreikningur gengisskráningarinnar kosta og hvað væri hægt að spara laun margra fábjána hjá greiningadeildum bankana með því að sleppa að reikna út gengi krónu í gjaldeyrishöftum?

Á meðan raunveruleg niðurstaða fjárlaga ríkisins er tugum milljarða verri en áætlað var og vaxtagreiðslur lána sem því nemur styrkist krónan innflytjendum til sérstaks tekjuauka, því ekki lækkar vöruverðið. 

Þessi gengisskráning fer að verða fyrir hinum almenna neytenda álíka fimmaurabrandari og útúrsnúningurinn á þekktri barnavísu, "Sigga litla systir mín liggur út í götu lætur alla ríða sér fyrir tyggjóplötu".


mbl.is Krónan styrkist vegna erlendra ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eintóm ímyndun.

Í efni þess videos er bent á hversu mikilvægt það er að hugsa með hjartanu, láta tilfinninguna ráða á svipaðan hátt og þegar lært er að hjóla eða aldan stigin. Hér er gerð er tilraun til að benda á að við erum fædd sem lítil kríli hinna óendanlegu möguleika.  Það var í skóla sem okkur var kennt að endurtaka hugmyndir annarra í stað þess að hugsa eigin hugsanir. 

En allt er sjónhverfing og allt sem þú þarft að gera er að muna eftir því hver þú ert, að þú ert sama sálin og fæddist fyrir öllum þessum árum. Sama sálin þó tími innrættra skilyrða hafi hulið skynjun þína móðu. Eða eins og Bill Hicks sagði; "Þú ert ímyndun þín sjálfs".

 


Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Dr. Rauni-Leena Luukanen-Kilde

Hér er kynnt til sögunnar Dr. Rauni-Leena Luukanen-Kilde er finnskur læknir auk þess að vera rithöfundur og fyrirlesari í dulsálarfræði.  Þetta viðtal er m.a. áhugavert fyrir þær sakir að þarna tjáir hún sig um eldra viðtal þar sem stórir kaflar fengu aldrei að koma fyrir almanna sjónir. 

Luukanen-Kilde var um árabil heilbrygðisráðherra í Finnlandi, nánar tiltekið yfirmaður heibrygðismála í Rovaniemi og Lapplandi. Hún hefur búið í Noregi síðan 1992, en hún giftist norskum diplómat í 1987.  Það er sjaldgæft að fólk með bakgrunn Rauni Kilde tjái sig um málefni sem oft eru flokkuð undir "samsæriskenningar" á jafn hispurslausan hátt og hún gerir í þessu viðtali

Rauni-Leena hefur gefið út fjölda bóka og hefur að minnsta kosti ein þeirra komið út á íslensku þ.e. Dauðinn er ekki til.  Þó svo að stór hluti viðtalsins sé um "fljúgandi furðuhluti" þá er þetta er sérlega skemmtilegt viðtal þar sem fjöldi málefna eru sett fram hiklaust og greinileg.


Þegar fábjánar fá frábærar hugmyndir.

Það þarf hámenntaðan fábjána til að komast að því að það sé ódýrara að lesa utan á bréf í Reykjavík en Ísafirði.  Það þarf ennþá meira menntaðan fábjána til að láta það út úr sér að með því móti sé verið að stemma stigu við taprekstri Póstsins. 

Ef liðið í höfuðstöðvum fábjánanna dytti það í hug að einfalda verkferlana við að lesa utan á bréf í sparnaðarskini til að koma í veg fyrir taprekstur Póstsins þá myndi þeir senda sjálfum sér uppsagnarbréf milliliðalaust, jafnvel bæði flokka það og bera út sjálfir. 


mbl.is Innanbæjarpóstur sendur í langferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


AGS reddar málunum.


mbl.is Horfurnar verri en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtudags bíó - endir.

Enn er það steypa sem er á videoi kvöldsins, en nú er komið að endi á þessum steypu myndum.  Þessi er frá 1990 og þar er verið að steypa bílastæðið hjá Hilmari mági mínum.  Það er Jón Ingvar Hilmarsson sem á heiðurinn af því að þessi steypuvinna festist á filmu heimilisvídeóvelarinnar í Áshlíð.

Þarna eru þeir kapparnir Kalli og Sindri í aðalhlutverkum, en þeir voru með mér því sem næst allan Mallands ferilinn minn sem náði nokkhvern veginn frá 1987 þar til í lok árs 2000.  Malland var stofnað utan um rekstur sem ég hafði haft í nokkur ár af okkur Kalla og Bjössa Heiðdal.  Malland er ennþá til sem gólflagna fyrirtæki með epoxy gólf og keyrir á upprunalegri kennitölu næstum aldarfjórðungs gamalli, geri önnur fyrirtæki betur.

Mér er ekki kunnugt um hverjir eru eigendur af Malland í dag en veit þó að Gísli vinnufélagi til margra ára er þar innsti koppur í búri. Síðan 2001 hef ég svo til engar spurnir haft af Malland þá hófst nýr kafli, svolítið skrítið því Malland var nánast eins eitt af börnunum mínum. En það var orðið þannig árin eftir 1996 að gíróseðla bunkinn var horfinn af borðinu mínu, kellingin í Íslandsbanka hætt að hringja heim í hádeginu, þau hjá Lýsingu höfðu ekkert samband ekki einu sinni lögfræðingar og sýslumaður nenntu að setja sig í samband því eins gott að snúa sér að einhverju nýju.

Í sárbætur fyrir lélegt fimmtudagsbíó er má finna hér nýsutu bláu myndirnar okkar Matthildar á flækingi okkar um norðurhjarann í gær var það Húsey á Senju. http://magnuss.blog.is/album/flakingur_2012/

 

 

 https://www.youtube.com/watch?v=kcj66lk-a1o

 


Hinn óendanlegi möguleiki.

Nú er rétt að birta fyrirlestur hjá David Icke sem frægastur er fyrir að hafa gerst svo ósvífinn að kalla sig son Guðs, eða guðseindarinnar.  Sennilega erum við öll börn þeirrar eindar þegar öllu er á botninn hvolft. 

Allavega hafa allir vísindalega þenkjandi álfar gott að því að kynna sér efni þessa fyrirlestrar því þetta er ekki kennt í háskólum.   Eins að velta því fyrir sér að; þú varst fæddur frjáls og munt deyja frjáls.  En muntu lifa frjáls?  Valið er þitt.  Þú ert hinn óendanlegi möguleiki.


mbl.is Vísbendingar um tilvist Guðseindarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband