30.11.2010 | 16:32
Sjónvarpið vann.
Af nafnalistanum að dæma er það nokkuð ljóst að fjölmiðlafólk og álitsgjafar sjónvarpsstöðvana koma vel út úr þessum stjórnlagaþingskosningum. Það var svo sem viðbúið að Jón og Gunna ættu lítinn séns.
![]() |
25 kjörin á stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.11.2010 | 17:53
Hryðjuverkaríki?
Verður Ísland sett á lista hryðjuverkaríka í annað sinn á stuttum tíma? Fulltrúadeildarþingmaðurinn Peter King bað Hillary Clinton utanríkisráðherra um að setja Wikileaks á lista yfir erlend hryðjuverkasamtök í kjölfar nýrra leyniskjala sem gerð voru opinber í gærkvöldi. Og Liz Cheney, dóttir Dicks Cheneys ítrekaði á Fox sjónvarpsfrétttastöðinni í gærkvöldi, að hún teldi að stjórnvöld á Íslandi eigi að loka vefsíðunni WikiLeaks.
Sumir Bandaríkjamenn hafa þó séð ríkisstjórn Bandaríkjanna sem hina raunverulegu hryðjuverkaógn.
![]() |
Wikileaks hryðjuverkasamtök? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.11.2010 | 14:48
Fólk er fífl.
Eða hvað? Svo virðist sem margir haldi að lítil þátttaka í kosningum til stjórnlagaþings gefi tilefni til að ætla að þeir sem kusu ekki hafi, a) ekki nennt að setja sig inn í málið, b) hafi vantað pólitíska leiðsögn frá fjórflokknum, c) hafi ekki lýðræðislegan þroska til að bera.
Margir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og bloggi í að hvetja fólk til að nota kosningaréttinn. Af þeirri umræðu má ætla að þeir sem geri það ekki geti ekki ætlast til að mikilla breytinga á gjörspillt stjórnkerfi. Þessi afstaða er takt við þann lýðræðislega fasisma sem fest hefur sig í sessi á vesturlöndum. Fæstum lýðræðisfasistanna dettur í hug að fólk sjái í gegnum plottið.
Það er orðið nokkuð ljóst að til þessara stjórnalagaþingskosninga var ekki boðað að kröfu almennings. Það ætti líka að vera flestum orðið ljóst að elítan er að nota tækifærið til að drepa málum á dreif með því að gera stjórnarskrána að sökudólgi eigin spillingar. Líklegast er að við samningu nýrrar stjórnarskrár muni einungis verða sett inn ný ákvæði sem hefta frelsi einstaklingins sem mun færa meiri völd til þeirra elítu sem með völdin fer hverju sinni.
Núgildandi stjórnarskrá Íslands kemur ekki í veg fyrir það;
- að 2 árum eftir stærsta þjófnað Íslandssögunnar hafi enginn verið dæmdur til refsingar,
- að sömu stjórnamála menn og sátu við völd þegar þjófnaðurinn fór fram verði ekki látnir komast upp með að eignarupptaka hjá almenningi verði látin bera þann þjófnað,
- Að aðskilnaður dómsvalds og fjármálavalds verði virt.
Þetta er verkahring þeirra sem með völdin fara og stjórnarskráin kemur ekki í veg fyrir að þeir sinni skyldu sinni.
Annars er það svo að umræða um stjórnarskrár er ekki sér íslenskt fyrirbrygði og þegnar margra landa gera sér grein fyrir að áhersla raðgjaldrota fjölmiðla valda elítunnar eru markvist notaðir til að halda á lofti máttleysi þeirra stjórnaskráa sem tryggja grundvallarréttindi almennings. Það verða þau grundvalarréttindi sem verða þrengd með nýjum ákvæðum í stjórnarkrá.
http://www.youtube.com/user/aodscarecrow?gl=AU&hl=en-GB#p/c/4CDCB9C17C7E0C98/0/0IxFOYltbvQ
![]() |
36,77% kosningaþátttaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
27.11.2010 | 14:32
Fólkið í plássinu.
Núna í vikunnu kom út bókin Fólkið í plássinu eftir Má Karlsson vin minn á Djúpavogi. Bókin inniheldur 26 smásögur. Þar á meðal er saga Djúpavogspeningana sem í notkun voru á Djúpavogi árið 1968. Þegar síldveiðar hrundu við Ísland varð Djúpivogur sérstaklega hart úti vegna mikilla skulda sem stofnað hafði verið til við uppbyggingu síldarbræðslu rétt fyrir hrunið. Atvinnufyrirtækin á Djúpavogi fóru þá einstöku leið að gefa út eigin gjaldmiðil og var hann í notkun í eitt ár. Tilurð þessa sjálfstæða gjaldmiðils má heimfæra upp á aðstæður dagsins í dag og er kannski eitthvað sem Írar ættu að hugleiða í sinni skuldakreppu.
Á bókarkápu segir m.a.; "Hér er um að ræða fyrstu bók höfundar, en sögur og þættir eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum. Í þessari bók blandar Már saman, með einkar áhugaverðum hætti, sagnfræði, almennum fróðleik og hnyttnum svipmyndum af atburðum sem hann upplifði í gegnum tíðina. Skiptast þar á skin og skúrir, gamansögur og dýpsta alvara, svo úr verður samofin heildarmynd af lífi fólks í litlu sjávarplássi, gleði þess og sorgum.
Meðal fjölbreyttra frásagna er hér að finna umfjöllun um vöruávísanir Kaupfélags Berufjarðar, sem settar voru í umferð á erfiðum tímum, stundum nefndar Djúpavogspeningarnir. Var hér um að ræða einstaka tilraun lítils samfélags til að halda úti eigin gjaldmiðli um skamma hríð.
Már segir sögur af hrakningum á sjó og landi; meðal annars giftusamlegri björgun skipverja á vélbátnum Björgu sem vakti þjóðarathygli.
Í bókinni er margvíslegur fróðleikur um Papey, til dæmis ítarleg frásögn af því fólki sem lengst bjó í eynni á fyrri hluta 20. aldar."
![]() |
Þúsundir mótmæla á Írlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2010 | 22:31
Teknir í bólinu.
Ríkisstjórn Írlands hefur verið treg til að trúa því að aðstoð Evrópusambandsins og AGS reisi við efnahag landsins. Enda er sennilegra að Írskur almenningur eigi eftir að vera tekin í karphúsið, nú er komið að honum að verða fyrir eignaupptöku í þágu bankaelítunnar að hætti AGS. Sennilega hefði ekki verið verra kostur fyrir Íra að leita á náðir Hells Angels eða Mafíunnar.
Bankar eru sagðir súrefni atvinnulífsins; hversu oft hefur þessi bábilja ekki verið básúnuð í fréttatímum fjölmiðlanna. Staðreyndum hefur verið snúið við svo bankarnir fái að nærast á viðskiptavinum sínum í gegnum þessa mýtu. Með óendanlegum vöxtum og vaxta vöxtum þannig að fáir sleppa við að lifa á lánum. Sagt er að grundvallar tilgangur ríkisstjórna nútímans sé að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings. Bankarnir eru í besta falli súrefni raðgjaldþrota fyrirtækja s.s. fjölmiðla sem reknir eru út í eitt í skiptum fyrir áróður ríkisstjórna, banka og stór fyrirtækja á kostnað heilbrigðrar skynsemi.
Skattar eru notaðir til að greiða skuldir ríkisins við fjármagnseigendur sem urðu til þegar sömu aðilar tæmdu banka og sjóði innanfrá. Nú er svo komið að fjármálkerfi sem þótti eðlilegt um1960 að hefði í sinn hlut 5% af efnahagslegum vexti er farið að taka til sín um 40% af vexti hagkerfisins. Þegar bankarnir hafa verið tæmdir reglulega innanfrá af eigendum sínum, er þegnunum gert að endurreisa þá með skattfé frá ríkinu. Þeir síðan réttir fyrri eigendum á silfurfati með einkavæðingu. Þetta er talið nauðsynlegt svo að bankarnir geti áfram verið súrefnið fyrir raðgjaldþrota fyrirtæki. Eru til meiri öfugmæli?
Staðan er orðin þannig að hinn almenni borgari þarf í reynd að taka lán, til að borga sér laun og borga skatta. Fjármálakerfið hefur leitt til nútíma þrælahalds. Munurinn á því og þrælahaldi fyrri tíma er sá að áður fyrr þurfti landeigandinn að sjá þrælum sínum fyrir fæði og húsaskjóli nú verður þrællinn að sjá um þann þátt sjálfur með láni frá bankanum.
![]() |
Samþykkt að veita Írum efnahagsaðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 22.11.2010 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.11.2010 | 22:11
"Sundurlyndisfjandinn".
Steingrímur er bartsýnn á að geta sannfært flokksmenn á að halda áfram aðildarferli að ESB eftir samviskubit þeirra yfir því að hafa svikið helsa kosningaloforð síðustu alþingis kosninga. Nú brýnir hann flokksmenn á því að "sundurlyndisfjandinn" muni leika lausum hala standi óbreyttir flokksmenn á þeim loforðum sem gefin voru. Kannski hefði verið æskilegra að hann hefði hugsað til "sundurlyndisfjandans" áður en hann tók þátt í að kljúfa þjóðina með aðildarumsókn að ESB
Aftur og aftur upplifum við hið fornkveðna "stjórnmálamenn leysa engan vanda, það eru þeir þeir sem búa hann til. Þeir glíma stöðugt við afleiðingar misstaka sinna en vilja ekki viðurkenna orsakir þeirra, því þá kæmi það í ljós að þeir væru óþarfir. Það er nefnilega fólkið og tækni þess sem leysir vandamálin."
Við getum hugsað sem svo hvernig geta yfirvöld haft rangt fyrir sér, þau ættu að búa yfir bestu hugsanlegu upplýsingum á hverjum tíma. Við þurfum ekki að leita langt til að sjá glámskyggni yfirvalda, það eru ekki margar aldir síðan að þau héldu því fram að jörðin væri flöt og það var hinn opinberi sannleikur þess tíma sama hvað það virðist fáránlegt í dag.
Um leið og fólk rís upp og áttar sig á fáránleika kerfisins og ákveður að taka ekki þátt í sjónhverfingunni lengur mun spilaborgin hrynja og kreppan hverfa af sjálfu sér eins og dögg fyrir sólu. Stjórnmálamenn eru ekki þeir sem verða til þess leysa nein vandamál, þeir stoppa sjaldan lengi við sem fulltrúar fólksins, þeir breytast fljótt í varðhunda talnaverksins og nota ótrúleg meðul til að vekja upp ótta hjá fólki.
Stjórnmálamenn eiga flestir það sameiginlegt að fljótlega eftir að þeir komast til áhrifa fara þeir að hamra á hvað auðlindir heimsins séu takmarkaðar og að þær endurnýist ekki í takt við það sem sem af er tekið. Olían er að ganga til þurrðar, jörðin er að ofhitna, ísinn að bráðna, gat komið á ósonlagið, fuglaflensa handan við hornið, regnskógarnir í útrýmingarhættu, allt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Svo fara þeir í fjögurra mánaða sumarfrí og allt er í þessu fína lagi á meðan.
Vinnutíma sinn nota stjórnmálamenn að mestum hluta í að búa til vandamál og sá ótta sem ætlað er að færa völd í hendur þeirra sem vilja ráða yfir tíma okkar og hugsunum. Til þess að koma áróðrinum til skila nota þeir raðgjaldþrota fjölmiðlana. Staðreyndin er að stjórnmálamenn búa til fleiri vandamál en þeir leysa, því að þeir í besta falli einblína á afleiðingar en ekki orsakir.
![]() |
Bjartsýnn á að sátt náist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2010 | 07:41
Algebra.
Það er orðið nokkuð ljóst að "sérfræðingahópur stjórnvalda" hefur notað reiknikúnstir úr barnaskóla til að reikna sig að fyrirfram gefinni niðurstöðu stjórnvalda, samkvæmt forskrift fjármála elítunnar. Fyrst var niðurstaða fenginn og síðan settar inn tölur sem rökstuddu hana. Einfaldur jöfnureikningur sem er jafn rakalaus þvæla og mengi, jafnvel algebra.
Fram hefur komið að ekki skipti máli fyrir niðurstöðu "sérfræðingahóps stjórnvalda" að framfærsluviðmið 4 manna fjölskyldu var 70 þús kr lægra á mánuði en 2006 og 200 þús kr lægra á mánuði en það var í reynd 2008. Þetta hefur hæstvirtur félagsmálaráðherra látið hafa eftir sér og ætti sá að vita það, búinn að hafa atvinnu af því allt sitt líf að kenna fræði jöfnureiknings og algebru.
Það er ekki von á góðu þegar sérfræðingar ríkisstjórnarinnar missa sjónir á réttlætinu í reiknikúnstum. Eitt fundu þeir þó út, það að 185 milljörðum var stolið frá heimilunum í gegnum verðtryggingu. En það er bara of dýrt fyrir hyskið að skila þýfinu. Heimilunum er einhvernvegin ætlað að krafsa sig fram úr jöfnu "sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar". Ég giska á að "við borgum ekki" verði bætt inn í jöfnuna.
![]() |
101 þúsund vanskilamál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2010 | 17:12
Þarf þjóf til?
Þau fara stórum tryggingafélögin í að verjast þjófum á landinu blá þessa vikuna. VÍS með svikhnappinn Sjóvá með nágrannavörsluna í samstarfi við Securitas, Símann og raðgjaldþrota 365. Svolítið sérkennilegt af þessum fyrirtækjum, ef litið er til þess hvaða hlutverk þau léku í hruni sem rændi íslensk heimili um 185 milljarða. En nú eru bjartir tímar framundan skattgreiðendur búnir að endurreisa Sjóvá og rétt að hafa allan varan á gagnvart þjófum og svikahröppum.
Eitt af því sem hefur vakið athygli mína undanfarin ár er sístækkandi skógur eftirlitsmyndavéla. Í sumar ákváðum við hjónin ásamt vinafólki að fara á bræðsluna á Borgarfirði. Áður en við lögðum af stað þurftum við að koma við á bensínstöð til að kaupa batterí. Á meðan konurnar fóru inn fórum við að telja eftirlitsmyndavélarnar á horni hússins, þær voru fjórar. Þar sem ekki fengust batterí á þessari Shell stöð var farið á N1. Áhugi okkar á eftirlitsmyndavélum var vakinn og á N1 töldum við átta vélar, bara yfir dælunum.
Bræðslan er ein af vinsælustu sumarhátíðum landsins, í litlu sjávarplássi koma saman þúsundir manna allstaðar af landinu eina helgi í júlí þar sem vinsælustu tónlistarmenn landsins troða upp, auk þess sem yfirleitt er boðið upp á eitt heimsþekkt númer. Þegar við kíktum inn á Álfakaffi var löng bið eftir afgreiðslu. Svo við höfðum nægan tíma til að skoða gersemar sem voru í hillum upp um alla veggi. Hver slípaði demanturinn um annan, steinar úr ríki Borgafjarðar, verðlagðir frá þúsund og upp í tugir þúsunda. Félagi minn hnippti í mig og sagði "sjáðu það er engin eftirlitsmyndavél hérna inni, það er stappað af allskonar fólki og það er ekki hægt að sjá að neinu hafi verið stolið".
Það sem mér datt í hug við þessa athugasemd var "þarf þjóf til að setja upp eftirlitsmyndavél".
Það hafa fáir forsvarsmenn fyrirtækja verið staðnir af eins grófri markaðsmisnotkun gagnvart viðskiptavinum sínum og hjá olíufélögum og bönkum þar sem frumskógur eftirlitsmyndavéla er hvað þéttastur. Það sem undarlegra er að myndavélunum í þessum fyrirtækjum er beint að viðskiptavinunum. Þegar í raun þeim hefði betur verið beint að forsvarsmönnum þessara fyrirtækja svo viðskiptavinirnir hefðu getað fylgst með hvaða launráð væri verið að brugga í bakherbergunum.
Eitt átakanlegast dæmið, þar sem eftirliti hefur verið snúið á haus þegar kemur til blekkinga gagnvart viðskiptavinum, er nágrannavörslu auglýsingaherferð Sjóvá. Eftir að bótasjóðir félagsins höfðu verið tæmdir innan frá, hver skúffa þurrausin af peningum svo ekki var til fyrir útborgun launa, voru skattgreiðendur látnir leggja fyrirtækinu til milljarða svo ekki þyrfti að setja starfsemina í þrot. Einum manni var skipt út, forstjóranum. Síðan farið út í umfangsmikla auglýsinga herferð sem gengur út á nágrannavörslu. Þar sem starfsfólk þessa fyrirtækis er boðið og búið til að aðstoða fólk við að finna þjófana í sínu nánasta umhverfi. Og helst má skilja á auglýsingunum að þeir leynist í hverju garðshorni.
Þegar ég lít út um stofugluggann hjá mér, sem er með frábæru útsýni, sé ég tvo skóla. Gamla barnaskólann minn og menntaskóla. Á þessu byggingum get ég talið fjölda eftirlitsmyndavéla bara þar sem ég stend við gluggann. Það væri t.d. útilokað að fara á bak við skóla og reykja í frímínútum eins og við gerðum í gamla daga án þess að athæfið næðist á myndavél. En er þetta það þjóðfélag sem við viljum láta börnin okkar alast upp við? Gera það að glæp að prófa að reykja á bak við skóla, en leyfa djöflunum að ganga af göflunum inn á kennarastofunni.
![]() |
Svikahnappur andstæður lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 30.1.2011 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.11.2010 | 22:43
Þó fyrr hefði verið.
Það er víst fyrir löngu komið að því að taka til í háskólasamfélaginu sem blásið hefur út á síðustu 15-20 árum. Mikið er búið að tala um þjóðarauðinn sem felst í vel menntuðu fólki. Minna hefur farið fyrir umræðu um að það var velmenntað fólk á góðum launum sem koma Íslandi á hausinn. Allir viðskiptafræðingarnir, hagfræðingarnir, endurskoðendurnir og lögfræðingarnir sem þjóðarauðurinn hefur ofgnótt af, samt er staðan eins og hún er. Það má jafnvel spyrja hvort það sé ekki kominn tími til að taka til í öllu menntakerfinu.
Strax í barnaskóla er unnið skipulega að því að eyðileggja frjálsa hugsun barnsins. Því er markvist kennt að treysta ekki á leiðsögn hjartans. Rökhyggja er hinn eini sannleikur. Umburðalindi fyrir sérstöðu einstaklings með skapandi hugsun er lítill. Viðurkenndum staðreynda þvælu er dælt í huga nemandans sem á svo að skila þeim frá sér á klukkutíma lokaprófi. Þannig er hæfnin metin og grunnur lagður að aðgangi til betur launaðrar vinnu. Ef nemandinn hlýðir ekki þessari innrætingu, hlýtur hann sérmeðferð á lyfjum sem brjóta niður persónuleikann. Þeir sem passa ekki inni í formið eru ekki umbornir. Með þessari kerfisbundnu innrætingu er frjálsri hugsun eytt og til verður rökhugsun kerfisins.
Menntakerfið er komið á það stig að flest öll viðurkennd gildi er aðeins hægt að rökstyðja með fortíðar vísindum. Kennurum er gert að kenna eftir fyrirfram viðurkenndum viðmiðunum þar sem hyggjuvit hjartans hefur verið gert útlægt. Þar sem rökhugsunin ein er ráðandi og baksýnisspegilinn sýnir sannleikann, þar sem tilfinningalegt innsæi um framtíðina er að engu gert. Í reynd er markvisst kennt að vantreysta eigin tilfinningum.
Menntakerfi sem er uppfullt af rökhyggju, er fyrir löngu búið að missa virðinguna fyrir sköpun hugar og handa, hefur gert skólana að stærðfræði og staðreynda fyrirbærum. Sem gerir flesta á endanum að annars heilhvels exel fólki, sem er fullt af upplýsingum án visku, vits og þekkingar. Stjórnmálamenn sem jafnvel leggja upp með góð áform um réttlæti, verða skíthræddir innan um þetta vel menntaða fólk þegar þeim er ógnað með staðreyndum um að hitt og þetta sé ekki hægt fræðilega. Fólkið með exel þekkinguna sem hefur enga sýn nema aftur fyrir sig hefur verið alið upp til að verja kerfið. Fólk sem hvorki treystir ímyndunarafli sínu né innsæi, það treystir jafnvel ekki tilfinningum sínum. Það trúir því að til að vera fullkomlega faglegur þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar.
![]() |
Ósammála áformum um sameiningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt 7.11.2010 kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)