Að vinna sig út úr erfiðleikunum.

Er hægt með því að leggja aukalega á sig, að veita meiri þjónustu en greitt er fyrir, að gera það alltaf og gera það með jákvæðu viðhorfi. 

Þetta kemur upp í hugann núna á tímum samdráttar og atvinnuleysis þegar margir eignast tíma til að nota í annað en launaða vinnu.  Einn bloggvinur minn hefur sýnt í verki hvernig er hægt að nota þessa tækni með árangri og hefur leift okkur að fylgjast með á síðunni sinni.  Eins heyrði ég utan að mér í útvarpsþætti um daginn  að hópur fólks ætlaði að hittast til að viðra hugmyndir sínar og koma þeim í framkvæmd nú þegar tíminn er nægur en atvinnan lítil, í stað þess að hver og einn sem misst hefur vinnuna sé með sínar hugrenningar með sjálfum sér.

 

"Eitt af því sem þú ættir að gera að þínu áramótaheiti er að hætta að nota orðið ómögulegt."

 

Flestir kannast við að tíminn flýgur og þreyta gerir ekki vart við sig þegar unnið er við það sem er mjög áhugavert, jafnvel þó engin þóknun sé í boði. 

 

Þó svo hlutirnir virðist mótdrægir þá kemur að endanum að því að það sem unnið er að af brennandi áhuga, einlægni og eldmóði skilar árangri.

 

Hvað sem það er sem þú vinnur að eða villt koma á framfæri, gerðu það eftir bestu getu og gerðu meira en þú færð greitt fyrir.

 

Í fyrsta lagi byggirðu upp orðstír um að þú veitir meiri þjónustu og betri þjónustu en þú færð greitt fyrir og þú munt hagnast á öllum samanburði, því mun verða eftirspurn eftir þinni þjónustu sama hvert starf  þitt er.

 

Önnur ekki síðri ástæða fyrir því að gera meira en þú færð greitt fyrir, er ein af grundvallar ástæðum náttúrunnar, sem er ágætlega lýst þannig að ef þú bindur hægri höndina á þér niður með síðunni til að spara hana verður hún að endingu ónýt af notkunarleysi, en ef þú þjálfar hana með áreynslu og notkun verður hún sterk og ávalt tilbúin til átaka þegar á þarf að halda.

 

Eins og bóndinn undirbýr akurinn fyrir sáningu, án þess að fá greitt fyrir undirbúninginn, þá mun hann  fá uppskeru inna ákveðins tíma sem er margfalt það sem hann sáði og því meira eftir því hvað hann lagði í undirbúninginn.  Ef þú áttar þig á hvernig þetta lögmál virkar þá munt þú uppskera margfaldlega.

 

"Maður með þekkingu er sá sem hefur lært að komast yfir allt sem hann þarfnast án þess að brjóta á rétti náungans.  Þekkingin kemur að innan með baráttu, framtaki og hugsun."

 

Hvert er það fjall sem þú þarft að flytja með trú þinni, þó hún sé ekki stærri en mustarðskorn?  Það er tilfinningin fyrir því að þú hafir verið snuðaður, að þú hafir verið beittur rangindum, ekki fengið greiðslu fyrir þá þjónustu sem þú hefur látið af hendi. Þesskonar hugsanir er mikilvægt að dragnast ekki með eins og lík í farteskinu.

 

Mundu að þeim meira sem bóndinn hlúir að akrinum þeim meiri uppsker hann og uppskeru tíminn kemur.

Lögmál uppskerunnar er; leggðu meira í vinnu þína en greitt er fyrir og þú munt uppskera margfalt.

 

Þú þarft ekki að biðja aðra um leifi fyrir því að gera meira en þú færð greitt fyrir.  Ef þér tekst ekki að gera meira en þú færð greitt fyrir, er líklegt að þér takist ekki heldur að ná þínu markmiðum.

 

Viðurkenndu það að þegar starfsumhverfið hefur ekki verið samkvæmt þínum óskum hefur þú hugsað, þetta er ekki þess virði að halda áfram og hefur síðan hætt.  En í stað þess að hætta vegna hindrana sem þarf að yfirstíga, hefðirðu átt að hafa í huga að lífið sjálft er röð af yfirstíganlegum erfiðleikum og hindrunum.

 

"Það er enginn maður latur. Sá sem virðist latur og uppburðarlítill er maður sem ekki hefur fundið starfið sem hæfir honum."

 

Þú getur ekki orðið frumkvöðull án þess að gera meira en þú færð greitt fyrir, og þú nýtur ekki velgengni fyrr en þú þroskar með þér frumkvæði á þínu sviði.

 

"Ef þú trúir á það ósýnilega geturðu vænst þess að fá meiri umbun en þú hefur gert þér í hugarlund."

 

 

Prédikarinn 3.22.  Þannig sá ég, að ekkert betra er til en að maðurinn gleðji sig við verk sín, því að það er hlutdeild hans.  Því hver kemur honum svo langt, að hann sjái það sem verður eftir hans dag?

 


Ingibjörg Sólrún og Davíð á Núllinu.

Ingibjörg Sólrún og Davíð eiga margt sameiginlegt, starfsvettvangur þeirra og lífshlaup hefur verið í kringum Núllið í Bankastræti.  Þau eru fólkið sem er að vinna að því að koma okkur út úr kreppunni.  Þau er fólkið sem vill að þjóðin sýni samstöðu og gefi þeim vinnufrið.   Þau hafa bæði verið utanríkisráðherrar fyrir vini sína.  Þau hafa ekki gert nein mistök.  En þau eru ekki samála um að hvort þeirra gerði þau.  Í dag hafa þau keppst við að gefa út 0% yfirlýsingar þar sem ekki er hægt að greina annað en þau hafi 0% traust hvort á öðru.

Eigum við að treysta þeim til að "sigla í gegnum brimskaflinn" eða sturta þeim niður?


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Davíð, Churchill eða Mugabe norðursins?

Það er misjafnt hvað ástfóstri þjóðir taka við leiðtoga sína.  Þjóðverjar höfðu sinn Willy Brant, Frakkar De Gulle, Bretar Churchill, Cuba Castro og Simbabwe Mugabe.

Ekki verður betur séð á þessari frétt en Davíð sé að gíra sig upp.  Hann er sennilega einn mesti örlagavaldur þjóðarinnar á lýðveldistímanum, því skiptir hans óútreiknanlega hegðun þjóðina svo miklu.  Síðan verður það sagan þegar frá líður sem mun gefa honum sinn sess.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Havð björgunaráætlun ríkisstjórnarinnar til fyrirtækjanna hefði þurft að innihalda.

Það má vera nokkuð ljóst að atvinuleysi er á leiðinni í áður óþekktar hæðir.  Í gærkvöldi var sú fáheyrða frétt í sjónvarpinu að þremur kennurum hefði verið sagt upp, þannig að atvinnuleysi er á leiðinni inn í greinar sem það hefur verið með öllu óþekkt áður.  Þegar allar hópuppsagnir ársins eru skoðaðar eftir atvinnugreinum kemur á daginn að langflestar þeirra koma úr mannvirkjagerð eða 42%, sem ekki þarf að koma á óvart við núverandi aðstæður.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til björgunar fyrirtækjunum eru allt of almenns eðlis til að þær komi til með að slá á atvinnuleysi.  Eina atriðið í þeim sem hugsanlega væri hægt að segja að væri markviss aðgerð til að búa til störf er að finna í lið nr.3 "Skipaður verðu óháður umboðsmaður viðskiptavina í hverjum banka og skipar bankaráð umboðsmanninn. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir eðlilegast að bankaráðin taki þessar ákvarðanir".  Hvort þetta kemur fyrirtækjum að gagni er alveg óvíst, þetta svipar til hugmyndarinnar um umboðs mann Alþingis og ef úrskurðarferlið verður með svipuðum hætti geta menn rétt ímyndað sér hvort það kemur til að gagnast fyrirtækum.

Björgunaráætlunin hefði þurft að innihalda;

1.  Auknar aflaheimildir og útfærslu á því hvernig þeim yrði varið til að skapa sem mesta vinnu og verðmæti innanlands.

2.  Bein tilmæli um hvaða mannaflsfrekar verklegar framkvæmdir verði á döfinni næstu sex mánuði af hálfu ríkisins, hvernig sveitarfélöginn verði aðstoðuð við að halda uppi lögbundinni þjónustu auk þess að fjármagna mannaflsfrekar framkvæmdir.

3.  Að ríkið dragi úr álögum á verslun og þjónustu t.d. með lækkun á vsk og tollum sem kæmi neytendum til góða og yrði til að fleiri þjónustuaðilar sæju ljósið í að halda áfram rekstri.

4.  Fella niður tolla á ölum aðföngum til landbúnar.

Tillögurnar sem ríkisstjórnin lagði fram í gær eru of almennar og ómarkvissar til að getað bjargað bráðavanda atvinnulífsins.  Núna þarf beinskeyttar aðgerðir sem miða að því einu að auka framleiðslu og sporna við bráða atvinnuleysi.  Þegar atvinnufyrirtækin eru kominn í þrot verður erfitt að koma þeim af stað aftur við núverandi aðstæður og tap samfélagsins verður enn meira en þegar er orðið. 


mbl.is Um 80% hafa misst vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarpakki til skuldugra fyrirtækja.

Það er spurning hvaða fyrirtæki voru höfð í huga þegar björgunarpakki ríkisstjórnarinnar var settur saman.  Það sem helst má sjá út úr þessu að bjarga eigi eignarhaldsfélögunum og bönkum sem hafa ekkert með beina atvinnustarfsemi að hafa.  Allavega er það alveg ljóst að fyrirtæki þurfa að vera í botnlausum skuldum til að hafa einhverja möguleika í þessum björgunarpakka eða í það minnsta að hafa einbeittan vilja til að stofna til þeirra.

Ég atvinnurekandi beið milli vonar og ótta eftir því hvað þessi björgunaráætlun hefði að geyma.  Nú þegar hún er fram kominn sé ég ekki eitt atriði sem gagnast gæti mínum rekstri eins og staðan er, enda varla von þar sem mitt fyrirtæki er verktakafyrirtæki.  Nú sem oftar virðast bara þau fyrirtæki sem skulda það mikið að bankarnir veigra sér við að gera upp eiga bestu lífsmöguleikana.


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband