Við árslok 2008 - lífið er draumur.

Nú þegar 2008 er að líða er rétt að taka stöðuna fara yfir árið sem er að líða og setja sér markmið til að dreyma um fyrir árið sem framundan er.  Undanfarin ármót hef ég haft það fyrir vana að skrifa niður mín helstu markmið og áætlanir sem ég geri fyrir komandi ár.  Þar hefur verið um líkamleg, andleg, félagsleg og síðast en ekki síst um fjárhagsleg markmið að ræða.  Þegar ég nú fer yfir árið 2008 sé ég að öll markmiðársins náðust þó svo staðan um áramót sé kannski ekki alveg eins og ég hefði viljað.  Þar kemur til, það sama og hjá flestum íslendingum, fall Íslands. 

Það sem árið 2008 hefur kennt mér umfram allt annað, þess má finna stað í fjallræðu Jesú Matt 6,19 -6,21;  Safnið yður ekki í fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela.  Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela.  Því hvar sem fjársjóður þin er, þar mun og hjarta þitt vera.  Eftir gengishrun og verðbólgu hefur eignarhlutur minn í þeim fasteigna sem ég á stór minkað, jafnvel horfið.  Fyrirtækin mín hafa orðið verkefna- og verðlaus. Lífeyrissparnaðurinn hefur rýrnað verulega og annar sparnaður að mestu horfið til að lækka skuldir án þess að nokkur eign hafi sýnilega myndast í staðinn.  Þetta hefur síðan valdið mér hugarangri, svefnleysi og reiði.  Fyrir árið 2009 set ég mér ný markmið og drauma, þar verður í fyrirrúmi áhuga minn fyrir velferð annarra og bjartsýni á eigin fyrirtæki,  því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. 

Óska öllum þeim sem líta hér inn frsældar á nýju ári. 

 IMG_9628   IMG_9616   IMG_9618

Veðrið um þessi jól hefur verið draumi líkast: 1. myndin er tekin í gær við Lönd í Stöðvarfirði, sólin að setjast í suð-vestri bak við Kambanesið.  2. myndin er tekinn annan í jóum af svölunum hjá mér.  3. myndin er tekin af svölunum hjá mér 28 des..

 2009 glasses Gleðilegt ár.

 








Tekur ný-fasismi við af ný-frjálshyggjunni?

  mussolini_hitler          lausn3litil

Fasistar tuttugustu aldarinnar komust sumir hverjir til valda með tilstuðlan lýðræðisins og komust þannig hjá því að beita ofbeldisfullum valdaránum.  Eftir að hafa komið sér fyrir í stjórnkerfinu breyttu þeir leikreglunum sér í hag til þess að halda völdum sama hvað á dyndi.  Þeir töldu að ástandið væri svo viðsjálfvert að engum nema þeim væri treystandi.  Þessar fasistastjórnir þurftu yfirleitt á sterkum einræðisherrum að halda sem þær stóðu og féllu með.  Nú virðast þessi fasísku sjónarmið vera farin að skjóta rótum í lýðræðinu með nýjum hætti, nokkurskonar lýðræðislegur fasismi.  Það er sama hvað fólk kýs það er aðeins eitt í boði, sjónarmið "flokksins".  Þetta hefur sannast hvað best eftir síðustu kosningar hér á landi.  Þó svo að allar forsendur séu gjörbreyttar situr ríkisstjórnin sem fastast og telur sig hvergi þurfa að víkja, þrátt fyrir mótmæli og skoðanakannanir sem sýna að fólkið vill breytingar.  Meir að segja þó að öll kosningaloforðin hafi snúist upp í andhverfu sína.

obama26

Það virðist vera orðin viðtekin venja í lýðræðisríkum að þegar sé búið að ákveða ríkisstjórn og stefnu fyrir kosningar og fólki því aðeins talin trú um að það hafi val.  David nokkur Icke segjir m.a. að afloknum forsetakosningum í Bandaríkjunum; trúir því virkilega einhver að óþekktur "maður fólksins" geti sprottið óvænt fram  og sigrað í einni fjárfrekustu kosningabaráttu sem átt hefur sér stað?  Eða varð hann fyrir valinu af þeim fjármagnsöflum sem eru við völd og vilja koma á alheimsvæðingu og vilja hafa völd yfir því fólki sem Obama segist ætla að gefa "von, breytingar og frelsi"?

 

Þegar er að gáð þá eru sömu öflin að baki Obama og Bush.  Nýfrjálshyggju armur Republikana hefur staðið á bak við Bush síðustu átta árin, með stríði gegn hryðjuverkum í Afganistan, Írak og nú efnahagshruni, dæmigerðum slæmum málum.  Nú býður Demokrata armur sömu gilda, fram  Barack Obama sem "lausnara" án þess að gefa nokkurn tíma uppi í hverju lausnirnar eiga að felast.  Gefið hefur verið til kynna að þær eigi rætur í okkar eigin"von" um "breytingar" til betra lífs.

obama10

Við sem teljum okkur vera upplýst, hugsum; "hann er í það minnsta skárri en Bush".

 

En er svo? Allavega eru möguleikar Obama og aðstandenda hans orðnir ótakmarkaðir til að láta yfir heiminn ganga alheims-fasisma í nafni "vonar", "breytinga" og "frelsis" því svo sterk er þrá fólks orðin í annað ástand.  Jarðvegurinn hefur sjaldan verið betri.

Fyrir þá sem hafa nennu til að kynna sér bakgrunn Obama þá er hér slóð:

http://www.davidicke.com/content/view/18281

 


Sjálfstraust.

Er það ekki undarlegt að við óttumst mest það sem aldrei gerist?  Að við eyðileggjum frumkvæði okkar með ótta við ósigur, þegar í raun, ósigur er nothæfur lærdómur og ætti að vera viðurkenndur sem slíkur.

Kannast þú ekki við að þora ekki að gera hluti, sem þig langar til að prófa og spyrja spurninga sem þig langar til að spyrja, vegna þess að þú ert hræddur við að gera mistök eða vera álitinn heimskur.  Edison gerði fleiri hundruð tilraunir áður en honum tókst að láta loga á ljósperunni sem breytti heiminum og lýsir okkur öllum í dag.  Hvað ef hann hefði hætt í annarri eða þriðju tilraun vegna þess að hann vildi ekki að einhver hugsaði; er fíflið enn að rembast við að láta ljós kvikna í glerkúlu? En hann hélt áfram og lærði af fleiri hundruð mislukkuðum tilraunum.

Uppskrift að sjálfstrausti.

  1. Ég veit að ég hef getu til að sigrast á því mólæti sem verður á vegi mínum við að ná markmiði mínu. Því heiti ég á sjálfan mig að halda fast við, með áleitni og stöðugum aðgerðum, þar til ég öðlast það sem ég stefni að.
  2. Ég geri mér grein fyrir að ráðandi hugsanir mínar munu að lokum koma fram með því að framkalla sýnilegan raunveruleika.  Þess vegna mun ég einbeita huga mínum í 30 min. daglega í það verkefni að hugsa um þá persónu sem ég ætla mér að verða.  Með því ætla ég að skapa mynd af þessari persónu og gera þá mynd að veruleika með hagnýtum hætti.
  3. Ég veit að í gegnum lögmál hugljómunar munu þeir draumar sem ég held staðfastlega í huga mínum fyrr eða síðar ná fram ganga í raunveruleikanum.  Þess vegna ætla ég að nota 10 min. daglega til að þroskast eftir þeim leiðum sem munu efla viljastyrk minn.
  4. Ég hef gert mér skýra grein fyrir því, og skrifað það niður sem er mitt megin markmið  í lífinu næstu fimm árin.  Ég hef sett mér takmark fyrir hvert af þessum fimm árum.  Með strangri notkun á lögmáli mikilvirkrar fullnægjandi þjónustu sem ég mun láta af hendi í staðinn.
  5. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að engin velsæld eða staða getur enst til lengdar nema að vera byggð upp á sannleika og réttlæti.  Þess vegna mun ég ekki hafa uppi neina þá tilburði sem ekki koma öllum vel sem þeir hafa áhrif á.  Ég mun ná velgengni með því að laða að mér þá krafta sem ég óska eftir að geta notað í samstarfi við annað fólk.  Ég mun fá aðra til að reynast mér vel vegna þess að ég reyndist þeim vel að fyrra bragði.  Ég mun útrýma hatri, öfund, afprýðisemi, sjálfselsku og vantrausti með því að þróa með mér velvilja til allra manna, af því að ég veit að neikvætt viðhorf gagnvart öðrum mun aldrei færa mér velgengni. Ég mun fá aðra til að trúa á mig vegna þess að ég trúi á þá og sjálfan mig.

"Dag eftir dag mun ég njóta velgengni ".

Jesú sagði:Lukas 11.9  Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða.

 


Gleðileg jól.

IMG_7394

Óska þeim sem líta hér inn gleðilegrar hátíðar, ljóss og friðar.  Myndin er af Egilsstaðakirkju sem ég hef fyrir framan stofugluggann dag hvern.  Myndin er tekin á aðfangadag í fyrra.  Í dag er snjórinn ekki til staðar en 9 stiga hiti, milt og gott veður.  Í gær ljómaði himininn í glitskýjum, útsýnið hjá mér er alltaf frábært.

IMG_9609

 


"Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig."

Aðlaðandi framkoma hjálpa okkur að eiga góð samskipti.  Persónutöfrar hjálpa þér að ná fullkomnu valdi á helstu ástæðu misbrests - vanhæfni til að eiga góð samskipti við fólk.

 

Gefðu bros í amstri dagsins;Smile

Það kostar ekkert en ávinnur mikið.  Það auðgar þá sem fá það án þess að svipta þá neinu sem veita það.

Það gerist í einni svipan en minningin um það geymist oft ævilangt.

Enginn er svo ríkur að hann geti verið án þess og enginn er svo fátækur að geta ekki gefið það orðið ríkari fyrir vikið.

Mundu að enginn þarf eins á brosi að halda og sá sem hefur ekkert að gefa.

 

Aðdráttarafl þitt og það hvort öðrum finnst þú vera áhugaverður stendur í beinu sambandi við þann áhuga sem þú sýnir öðrum.  Sýndu verkum og áhugmálum annarra einlægan áhuga og þeir munu laðast að þér.

 

Aðdráttarafl þitt verður til við að sýna náunganum áhuga, með því munt þú komast að hvers hann þarfnast.  Með því að leitast við að útvega honum það geturðu komist í samband við annan sem hefur það og býður, þannig veitirðu náungum þínum þjónustu.  Sýndu öðrum áhuga og veittu þeim þjónustu, það þarf ekki að kosta þig neitt en þú munt uppskera.  Þeim fleiri sem þú sýnir áhuga, þeim fleiri kynnist þú og veist hvað þeir þrá og meiri möguleikar eru því að þú þekkir þann sem getur veitt þeim það.  Sýndu öðrum áhuga og þjónustu og þú ert í ánægjulegum samskiptum.

 

Aðlaðandi persónuleiki er sá sem notfærir sér ímyndunarafl og samvinnu.

 

Flestum okkar langar til að búa við allsnægtir.  Níutíu af hundraði  þeirra sem gera áætlanir um að eignast þær í gegnum peninga eru með hugann við að þá vanti, en nota minni hugsun í þjónustuna og ánægjuna sem þeir ætla að veita öðrum.  Vendu þig á að hugsaðu út frá allsnægtum en ekki skorti því takmarkanirnar verða til í þínum huga.

 

Þegar þú talar og skrifar leitastu þá við að nota orðið "þú" í stað orðsins "ég", og settu mál þitt þannig fram að að þeim sem þú ert að hafa áhrif á upplifi útkomuna sem sína.

 

Þú getur fegrað sjálfan þig með klæðnaði samkvæmt nýjustu tísku, og sýnt óaðfinnanlega framkomu að ytra útliti, en ef græðgi, öfund, hatur, afprýðisemi, ágirnd eða sjálfselska býr í hjarta þínu mun aðdráttarafl þitt aðeins laða þá að þér sem eins er ástatt um.   "Líkur sækir líkan heim", þess vegna geturðu verið viss um að aðdráttarafl þitt dregur þá að þér sem eru með svipuð lífsviðhorf  og þú.

 

"Það er betra að vera stór maður í litlum bæ en lítill maður í stórborg, það er svo miklu auðveldara."

 

Til að byggja upp aðlaðandi persónuleika skaltu gera þér gein fyrir hverskonar persóna þú vilt vera, gefðu þér tíma daglega til að sjá fyrir þér í huganum þessa persónu.

 

Helstu þættir aðlaðandi persónuleika.

  1. Gerðu annað fólk að áhugamáli þínu og gerðu þér far um að finna það góða í því og hafðu orð á því við það með hrósi. Finndu einhverja til að hrósa daglega.
  2. Vendu þig á að tala skýrt og sannfærandi, bæði í venjulegum samræðum og á mannamótum.
  3. Klæddu þig við hæfi hvað varðar líkamlegt atgervi og það starf sem þú sinnir.
  4. Þróaðu með þér jákvæðan persónuleika á meðvitaðan hátt með því að sjá þig fyrir þér í huganum daglega jákvæðan.
  5. Leggðu upp úr hlýju og traustu handartaki, eins þeim kveðjum sem þú notar í samskiptum við fólk.
  6. Laðaðu aðra að þér með því að laða þig fyrst að þeim.
  7. Mundu að einu ástæðurnar sem takmarka þig í þessum efnum eru þær sem þú setur upp í eigin huga.

 

Þessar sjö ábendingar taka yfir helstu þætti aðlaðandi persónuleika, sem mun þroskast með þér ef að þú einsetur þér að aga þig í að sjá fyrir í huga þínum þá persónu sem þú vilt vera.

 

Eða eins og Rúnar heitinn Júlíusson sagði "Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig".

 

Mark.12.31 Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

 


Ísland státar væntanlega af hæstu stýrivöxtunum.

Þeir eru ekki af baki dottnir spámennirnir í greiningardeldunum.  Gott að fá svona bjartsýnispá á þessum síðustu og verstu eins og birtist í niðurlaginu.  Verst að þessi hagfræði þeirra gagnast innlendum skuldurum lítið.

"Með öðrum orðum er skammtímaávöxtun fjármagns í krónum meiri í mánuði hverjum heldur en búast má við að fáist næsta árið í sumum helstu myntum. Þarf því mikla svartsýni á þróun krónu til þess að kjósa að halda fjármunum sínum í öðrum myntum þessa dagana," að því er segir í Morgunkorni Glitnis."

 


mbl.is Ísland státar væntanlega af hæstu stýrivöxtunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grundvöllur alls árangurs er að vita hvað þú vilt.

HHHHH lögmálið: Gerðu þér grein fyrir HVAÐ þú vilt, HVENÆR þú vilt það, HVERSVEGNA þú vilt það og HVERNIG þú hyggst ná því.

 

"Allir geta BYRJAÐ en aðeins þeir ákveðnu KLÁRA".

 

Gerðu það að þínu aðalmarkmiði sem þú vilt að verði að veruleika í þínu lífi, gerðu þér því grein fyrir hvers þú óskar þér að verði að veruleika, í hvaða stöðu þú vilt helst vera í t.d. eftir fimm ár.  Gerðu það að þínu höfuðmarkmiði og taktu mið af því í öllum þínum gerðum þannig muntu öðlast það.

 

Ekki dreifa kröftunum með því að eltast við aðrar óskir sem samræmast ekki aðalmarkmiði þínu, þær eru yfirleitt ekki annað en dægurflugur og hugdettur.  Enn síður skaltu dreifa kröftum þínum við að hugsa neikvæðar hugsanir og gefa því neikvæða í heiminum athygli þína.

 

Það er ekki nóg að óska einhvers þú verður að ákveða hvaða árangri þú ætlar að ná og trúa því að þú náir honum.  Að greina ekki muninn á því að trúa og óska getur komið í veg fyrir að þú náir markmiðum þínum.

 

Þegar þú hefur ákveðið þitt höfuð markmið skaltu láta þá vita sem næst þér standa að hverju þú stefnir svo þeir geti orðið hluti af þeim fjölhug sem mun hjálpa þér að ná settu marki.

 

Mundu að flestir hafa orðið fyrir því að afturkippur hefur orðið á fyrirætlunum þeirra áður en þeir náðu markmiðum sínum.  Með staðfestu og trú munt þú ná þínu markmiði.

 

Mark. 11.23  Hver sem segir við fjall þetta:, Lyft þér upp og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða af því.

 

 


Mótmælum í dag með því að minnast lífeyrissjóðanna í þögn.

Gleymum ekki því að okkur er gert með lögum að láta 12% tekna okkar renna til lífeyrissjóða. 


"Hér stend ég og get ekki annað."

Síðastliðna daga hafa flestar mínar bloggfærslur verið hálfgert skítkast út í þá sem mér hefur fundist vera að gera hluti sem væru til skaða fyrir mig og samfélagið, sem sagt hefðbundið kreppuröfl og svartsýni.  Í morgunn ákvað ég i að blogga ekki um neitt neikvætt í dag einblína á það jákvæða og vinna í stöðunni eins og hún er.  Verkefni dagsins voru að skila inn skráninganúmerum af fyrirtækisbílunum.  Eftir lagasetningu næturinnar ákvað ég að henda tveimur bílum og skila inn númerunum af tveimur í viðbót.  En hef samt tvo vinnubíla enn á númerum.  Einnig fór ég á skrifstofu Vinnumálastofnunar og lét skrá mig atvinulausan í fyrsta skipti á ævinni.

 

Ég er atvinnurekandi með verktakafyrirtæki í byggingariðnaði (flísar / múrverk) auk þess að reka flísa og gólfefna verslun.  Fyrirtækið var mest með 12 starfsmenn á þessu ári en um mánaðarmótin ág-sept sagði ég upp starfsmönnunum vegna lausafjárvanda sem stafaði af verulega erfiðri innheimtu. 

 

Síðan bankarnir hrundu hafa tveir af fjórum mínum helstu viðskiptavinum orðið gjaldþrota og sá þriðji á í verulegum lausafjárvanda.  Þó svo það hafi tapast kröfur upp á milljónir við þessi gjaldþrot, var það verra að við annað gjaldþrotið sem varð í byrjun nóvember hvarf stærstur hluti þeirra verkefna sem fyrirliggjandi voru til áramóta.  Um mánaðarmótin nov-des voru því eingin verkefni fyrir þá starfsmenn sem höfðu ekki þegar farið og ekki aðrir eftir hjá fyrirtækinu en sölumaður í verslun og ég sjálfur. Frá því í byrjun desember hafa þeir klukkutímar sem hafa verið við verktak verið teljandi á fingrum annarra handar. 

 

Ég hef að mestu verið sjálfstæður atvinnurekandi síðan 1983 og yfirleitt verið með menn í vinnu oft hafa komið erfiðir tímar þar sem verkefni hafa verið strjál og verð lá.  Núna skipta verðin minna máli það er verkefnaleysið sem er vandamálið.  Það hefur verið ósegjanlega erfitt að sjá á eftir mínum góðu starfsmönnum og vinnufélögum til margra ára og sérstaklega sárt að vita af sumum þeirra án atvinnu.

Staða mín hefur oft verið erfið áður en ég hef alltaf séð  ljósið framundan.  Núna geri ég mér grein fyrir hve margir eru í miklum vanda og eiga bágt með að sjá ljósið.  Þegar ég kom heim í kvöld beið mín svo þykkt umslag frá lífeyrissjóðnum mínum þar sem mér var tilkynnt að um -20,1% neikvæða ávöxtun væri að ræða það sem af er ári.  En nú er ég sennilega um það bil að falla í þá gryfju að verða neikvæður.


mbl.is Öflugt andóf boðað eftir jól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hefðum greitt allar okkar skuldir og átt góðan afgang.“

Það verður fínt fyrir þá sem eru í svipuðum rekstri og Next að fá "umboðsmann skuldara" inn í bankana til að senda fyrirspurn á vegna svona vinagreiða.

Það var leitt að vegna flókinna gjaldþrota skyldi þessir eigendur ekki eiga "afgang".  Hver skyldi hafa komið því að hjá Next í Bretlandi að þau væru eina rétta fólkið til að reka verslunina?  og mátti alls ekki loka þessari búllu Bretana vegna eða Landsbankans vegna?

Kannski er rétt fyrir þá sem eru með svipaðar verslanir og Next að koma sér upp flóknu gjaldþroti og semja svo við bankann.  Þó svo það gæti kostað að eigendur misstu af "afgangi" þá skerast af skuldir sem verður að teljast plús.  Sennilega mun einfaldara ferli en að setja sig í samband við "umboðsmann skuldara".


mbl.is Next vildi þau eða ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband