10.2.2010 | 15:00
Húrra fyrir Heimavarnaliðinu!
Eftir fall þriðja ríkisins og eftir að hafa lifað við áralangan áróður nasista höfðu margir Þjóðverjar þetta að segja;
Fyrst bönnuðu þeir stéttarfélögin og ég var ekki í þeim svo ég gerði ekkert.
Svo tóku þeir kommúnistana og ég var ekki kommúnisti svo ég gerði ekkert.
Svo tóku þeir gyðingana og ég var ekki gyðingur svo ég gerði ekkert
Svo komu þeir eftir mér, þá var engin eftir til að verja mig.
Látum þetta ekki verða eftirmæli okkar;
Fyrst gengu þeir að þeim sem ekki stóðu í skilum með bílalánin, en þar sem ég var ekki með bílalán varðaði mig ekkert um það.
Svo gengu þeir að þeim sem ekki réðu við húsnæðislánin en þar sem ég réði við mitt snerti það mig ekki.
Svo gengu þeir að þeim sem höfðu misst vinnuna og gátu ekki staðið í skilum með skuldir sínar, en þar sem ég hafði vinnu kom mér það ekki við.
Svo fóru þeir fram á að ég léti svo stóran hluta tekna minna í skatta að ég var verr settur en þrællinn, þá var enginn eftir til að verja mig.
Sýnum að við stöndum saman með Heimavarnaliðinu við að verja heimilin fólks fyrir útburði vegna óréttmætra skuldakrafna. Því versta martröð peningakerfisins er synjun okkar um greiðslu stökkbreyttra skulda, synjun okkar á að borga snarhækkaða skatta, synjun okkar á að yfirgefa heimili okkar þó svo sýslumaður og lánastofnanir fari fram á það. Kerfið getur ekki staðist ef þetta er gert af fjöldanum.
![]() |
Trufluðu nauðungaruppboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.2.2010 | 14:25
Dæmdur fyrir að taka upp og sjóða kartöflu!
Það styttist óðfluga í að hægt verði að lesa þessa fyrirsögn. Það er sérstakt hvað eftirlitsþjóðfélagið gengur langt í að koma í veg fyrir að fólk geti orðið sjálfu sér nægt með lífsnauðsynjar. Það er ágætt að gera sér grein fyrir því hvað það er búið að koma fólki langt frá því að verða sjálfbjarga þegar matur er annars vegar, þegar svona fréttir birtast.
Afi minn og amma gátu t.d. alið skepnuna, slátrað og étið án þess að eiga á hættu að vera dæmd af reglugerðaþjóðfélaginu. Foreldrar mínir ræktuðu kartöflur, tóku slátur og bjuggu í haginn á ýmsan hátt. Ég á það á hættu að verða hungurmorða ef Bónus lokar í nokkra daga.
![]() |
Sekt fyrir drepa og éta rottu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.2.2010 | 16:41
Orð skulu standa.
Þessi grein eftir John Zufelt er á síðu Jóhannesar Björns, vald.org. Það lýsir Zufelt stuðningi við málstað almennings á Íslandi og segir hann í raun vera málstað fólks um allan heim. Þúsundir manna um allan heim fylgjast með baráttu almennings á Íslandi gegn skuldaánauðinni. Um það vitna vefsíður og undirskriftasafnanir líkt og þessi hér.
I am told in English this means, 'Words shall stand" or perhaps, 'honour your promise'.
We have similar sayings: 'A promise made is a debt unpaid' and 'Stand by your word', are two popular ones.
Breaking a promise is a serious matter. Bankers know this and they are counting on your own guilt as their greatest weapon.
I have a little story for you as you contemplate the upcoming referendum.
Thousands of years ago rich people owned slaves. These slaves did all the menial work, heavy lifting, construction, farming and fishing, cooking and cleaning for their masters. But as the population of slaves increased to large numbers, the masters worried about keeping control. What would happen if the slaves revolted? There were only limited numbers of police and weapons to try and control such a crowd. There had to be a better way, to keep the slaves but get them to believe they were free and really did have free choice.
The masters also realized the disadvantages of direct slave ownership; the feeding, clothing, housing and caring were both annoying and costly. A solution was indeed found to make the slaves think they were free, and somewhere in the middle ages a conversion took place from outright slave ownership to economic slavery.
Economic slavery gave the former slaves, now called, 'workers', just enough money to cover their own costs of living, eating, and sleeping. Other than this simple adjustment, little else changed. It was important to give the 'workers' the illusion of freedom and independence; let them believe they had free choice, when reality was, they were doing the same labours as dictated previously by the masters.
Economic slavery is made possible through a false money system, and a rule that was made so many years ago and is still enforce today; "never-ever teach the slaves what money is and how it is created."
Does it not seem strange to you that in every school system, in every country of the world today, nothing is taught about money? What is money? How it is created? What gives value to money? How it can be secretly stolen? What is inflation? Money is required to function in almost every day of everyone's existence, yet we know little to nothing about these (extremely important) questions.
At one time, money had real value. The gold and silver that Egill brought to Iceland would still be worth a fortune today. Gold and silver have real value because labour and effort were required to produce them. They are in limited supply and have multiple uses within a society. That gives them value, so that people know they can trade them for goods and services. Yet, where the current banking system started out saying that their paper money was exchangeable into gold and silver, that promise is now long gone, leaving us with pretty pieces of paper-fiat money.
So here, in this little story I will make some statements about fiat money. See if they make any sense to you. Not only are we taught nothing about money, but we are conditioned to dismiss our understanding even when descriptions are presented in front of our very eyes.
Fiat money is made out of thin air. Only 4% of all money is in the form of paper or coins. The remaining 96% of all money are numbers on computers. Fiat money is issued as debt. Debt equals money. Money equals debt. If all debts in the world were paid off, there would be no more money-all money would disappear. Banks have no money to lend. Banks only have the ability to create money out of thin air (called: fractional reserve banking). All new money created out of thin air is issued as new debt, but the interest payments for that money do not exist. The interest payment money has not yet been created. Interest payments have to be stolen, or fought for, out of the previously exiting money supply, guaranteeing scarcity and bankruptcy. So, the money supply has to always increase and the more money printed, the value of existing money decreases. This is called inflation, and is a form of theft, understood by very few. Banks get to keep the interest on all these debts and if the debtor defaults, banks get to keep the property-win, win for the banks, and lose, lose for the debtors. Creating money as debt and charging interest on it creates exponential growth, which means the world has to create greater and greater amounts of debt, which will lead to a total world financial collapse. That collapse started with Iceland October 9th, 2008. Since that time the world bankers have been trying to re-inflate the financial bubble by creating 'trillions' in new debt. In the end, the bankers end up with all the assets, and the peoples of the world end up with lifetimes of servitude.
Make sense? No? To explain banking in a nutshell: "Loan people money that doesn't exist and charge them interest on it." Modern banking is truly a scam for economic slavery. In fact we do not even need banks, our governments can create money interest free.
What is happening in the world today is that the exponential growth of money (issued as debt) has gone vertical, and now that individual people have stopped borrowing new debt, corrupt political leaders of major countries are bankrupting their governments with new debt to give this money to the bankers, the true masters of the globe. Obama, Brown, and Trichet (EU) are exponentially increasing the taxpayer debt, enslaving these people for generations and giving the money to the bankers who demand ever more and more interest payments-all for money that they originally created out of thin air.
More and more countries are coming to the same position that Iceland is in. They are bankrupted by the false money system. Pension plans are being seized, government assets are being sold for pennies on the dollar, health care and social structures are being removed, and increasingly, more and more enslaved people are turning to watch Iceland to see what you will do, hoping you will have the strength to fight these looters.
Your referendum is a much bigger issue than many believe. The whole world is watching to see if you can defeat the false and evil fiat money machine.
"Orð skulu standa"
As a retired Bank Director, I am saying this is a promise you should break, for the sake of Iceland, and for the sake of millions of other people in the world. You should not repay 1 Krona, or 1 Euro or 1 cent.
Thousands upon thousands of people on this planet are sending you strength, good energy and love to battle these forces of evil. We support you!
![]() |
Þúsundir í skuldasúpunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.2.2010 | 14:30
Er nema von að ransóknarnefndin gráti?
Það er smá saman að koma í ljós hversvegna hagsmunir stjórnmálamanna og bankanna falla einstaklega vel saman. Svo vel saman að fjölskyldur landsins eru settar í skuldafangelsi. Fjölskyldurnar sem velferðastjórnin lofaði að slá skjaldborg um. Það er ekki nema von að traust Íslands út á við sé núll. Almenningur horfir upp á hrunaliðið ræna rústirnar á meðan rannsóknarnefnd Alþingis grætur.
Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að það hafi ekki aðeins verið stjórnarmenn í SPRON sem hafi selt stofnfjárbréf því Össur Skarphéðinsson, núverandi utanríkisráðherra og þáverandi iðnaðarráðherra seldi öll stofnfjárbréfin sín, 10 milljónir hluta að nafnvirði. Össur Skarphéðinsson sagðist í samtali við fréttastofu hafa selt bréf í SPRON fyrir 62 milljónir árið 2007. Hann hafi hagnast um 30 milljónir króna á sölunni.
Vafalaust eðlileg viðskipti hjá utanríkisráðherranum og smáaurar miðað við milljarðatugina sem er troðið ofaní skattgreiðendur. Eins er það vafalaust eðlilegt að formaður sjálfstæðisflokksins hafi gert mönnum þann greiða að skrifa sem saklaus stjórnarmaður upp á ábyrgðir sem notaðar voru til að möndla málin í Maká. Það er einungis tilviljun að þetta lendir á skattgreiðendum og um eitt eru stjórnmálamenn sammála hvar í "fjórflokki" sem þeir standa þjóðin skal borga icesave spurningin er bara hver kjörin skulu að vera.
Meðan þessi hjörð er öll við sama heygarðshornið þarf ekki að búast við að samningum verði náð við erlend ríki sem gagnast venjulegu fólki á Íslandi.
![]() |
Segir íslensk stjórnvöld hafa logið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2010 | 21:08
Hundrað þúsund og ein mantra.
Það getur verið nauðsynlegt að taka hvild frá öllu fréttaáreyti og gluggaumslöum. Stundum tek ég frí frá öllu og dvel í nokkra daga í Sólhól, sælureitnum við sjóinn, núna dvaldi ég þar í þrjá daga. Þetta hef ég gert þrisvar sinnum undanfarið ár, hvert skipti 3 - 5 daga í senn. Stuttar helgar dvalir teljast ekki með sem hughreinsunar dvöl, því þá er erindið oftar en ekki ákveðið fyrirfram og fréttabindindið ekki algjört. Núna var mottóið að gera bara það sem mig langaði til. Síðasliðið sumar í svipaðri ferð lá ég í berjamó og sólbaði. Í febrúar í fyrra fylgdist ég með sólaruppkomunni og rölti um fjörurnar. Þessar stundir hafa fengið mig til að koma auga á hvað það er dýrmætt að losna undan daglegu áreiti.
Dvölin núna var sérstök, ég var ekki einn í Sólhól, því Sindri bróðir hefur dvalið í Sólhól frá því um áramót. Hann er að kyrja möntrur. Markmiðið er að þilja hundrað þúsund möntrur á fimmtíu dögum, í þetta fara átta tímar á dag með hléum. Eitt herbergið líkist nú Búddahofi, frá því heyrist sönglandi og bjölluhljómur með vissu millibili líkt og í bíómynd frá Tíbet. Hver möntru þula stendur í tvo klukkutíma svo er hlé á milli í klukkutíma og lengra yfir hádaginn.
Þegar ég fávís um Búdda fræði spurði hvað mantra væri, sagði Sindri að það væri nokkurskonar bæn eða réttara sagt aðferð til að hreinsa hugann, mind protection á ensku. Svarið leiddi af sér spurninguna eru hundrað þúsund möntrur það sem þarf til að vernda hugann? Þá ko svarið, það þarf ekki að vera þær geta verið færri og þær gætu þurft að vara fleiri, en aðferðirnar eru tvær þú ákveður að þilja möntrur þar til að þú ert viss um að hugurinn er hreinn eða þú ákveður fyrirfram að þilja ákveðið margar og lætur þá gott heita þó svo að þú sért ekki viss. Hvernig getur maður þá vitað,ef maður er ekki viss, að það verði ekki hundraðþúsundasta og fyrsta mantran sem hreinsar hugann fullkomlega.
Fyrir rúmum tveimur árum, í gróðærinu, hætti Sindri að vinna sem hálaunaður verkfræðingur og snéri sér að því að kynna sér Búdda fræði. Ég hafði verið að gæla við að taka mér lengri tíma í vetur en vanalega frá daglegu áreiti og heimsækja hann á Búdda setrið í Brighton þar sem hann hefur búið tvö síðustu árin. En svo var það í nóvember sem Sindri spurði mig hvort hann gæti fengið að vera í Sólhól í nokkrar vikur, ég væri búin að kveikja upp áhugann með því að halda þvílíkar lofræður um hvað staðunn hefði góð áhrif á hugann.
Húsið Sólhóll stendur fram á sjávarbakka og þar er trjágarður er fyrir opnu Atlantshafinu. Auk þess stendur húsið eitt og sér yst í þorpinu á Stöðvarfirði. Þarna eru því kjöraðstæður til að ná til að hreinsa hugann í rólegheitum. Hægt að hlusta á ölduna í fjörunni um leið og vindurinn þýtur í trjánum. Aðstæður sem eru ekki víða á hér á landi, frekar að þær séu í suðlægari löndum þar sem pálmatrén standa á ströndinni.
Þó að það sé full time job að kyrja möntrur þá þá fórum við í fjöruferðir á hverjum degi. Það er auðvelt að hafa halda huganum heiðskýrum á klettóttri strönd Austfjarða og nóg að skoða þegar gengið er um nes og voga. Myndir frá þessum vetrardögum má sjá með því að klikka hér.
Lífstíll | Breytt 3.2.2010 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)