Hvað er Sigmundur að hugsa?

þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu í 4 ár og þrátt fyrir að vera kominn flokka lengst í að skipta út þeim þingmönnum sem voru fyrir hrun, þarf að vísu að skipta út Sif og Birki til þess að hægt sé að bjóða upp á hreint borð, þá eykst fylgið ekki neitt.

Í miðri Búsáhaldabyltingu steig Sigmundur Davíð fram á sviðið og kom í veg fyrir að sú þróun næði fram að ganga að fjórflokkurinn yrði hvíldur með því að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG til kosninga.   Nú virðast framsóknarmenn enn á ný ver tilbúnir til að verja völd fjórflokksins fram til kosninga. 

Það er ekki víst að kjósendur láti fjórflokkinn plata sig aftur svo framarlega sem nýr kostur verði í boði við næstu kosningar.  Hvað þá að fylgi Framsóknar aukist við hundakúnstir.


mbl.is „Göngum ekki inn í þessa ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sannleikanum verður sá reiðastur".

Sjálfsagt hefur Lars Christiansen, forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank rétt fyrir sér út frá sjónarhóli fjármálageirans þegar hann segir að gagnrýni Ólafs Ragnars sé óþarflega harkaleg.  Gagnrýnin er samt sem áður sönn og þess er vert að geta, þó svo að hættan geti verið sú að "sannleikanum verður sá reiðastur".

Það sem hugsanlega væri frekar hægt að setja út á í máli forsetans á Bloomberg í gær er að nota fjárfestingar Rio Tinto sem dæmi um glæstan árangur í fjárfestingu atvinnuvega á Íslandi.  Sennilega væru fáar þjóðir sem væru tilbúnar til að nefna það fyrirtæki sérstaklega þegar kemur að jákvæðum horfum.


mbl.is Gagnrýndi forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samtök í höftum hugarfarsins.

Enn á ný taka þeir félagar Vihjálmur og Gylfi sig saman við að naga þröskuldinn á stjórnarráðinu.  Í dag munu þeir sameinast  ríkisstjórninni við að gráta örlög icesave samkomulagsins.  Guð blessi Ísland ef það þarf að sitja uppi mikið lengur  með þvílíkt lið.
mbl.is Funda með ríkisstjórninni um kjaramálin í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretinn mun styðja Ísland.

Það er nokkuð ljóst að ESB draumar Samfylkingarinnar eru úti í bili.  Það er tímabært að draga aðildarumsóknina til baka í það minnsta setja hana á "hold".  Það mun ekkert koma út úr ESB aðild fyrir íslenskan almenning eins og staðan er, þvert á móti mun hún stórskaða hagsmuni Íslands. 

Það er ljóst að íslenska þjóðin hefur með NEI-i við skuldum einkabanka sett gott fordæmi fyrir baráttu almennings á Írlandi, í Portúgal og Grikklandi gegn því að lífskjör verði rýrð vegna skulda elítunnar.

Það er engin vafi á að Breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage mun styðja fordæmið sem íslenskur almenningur hefur gefið Evrópubúum.

 


mbl.is Óttast fordæmi Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið þessu röfli og farið í vinnuna.

Þetta eru öfugmæli hjá Gylfa, óvissunni hefur að hluta verið eytt.  Neyðarlögin eru fyrir dómstólum því verður óvissa á komandi misserum um hvernig forgangskröfum í þrotabú Landsbankans verður háttað sem kemur NEI við icesave ekkert við.  Ef neyðarlögin halda og skilanefndin selur Iceland á þá upphæð sem haldið var fram seinnipart síðustu viku verðu ekki vandamál að gera upp við Hollendinga og Breta.

Ekkert af ofantöldu hefði átt að setja strik í reikning krafna ASÍ fyrir launafólk.  Það er fyrir löngu komið að því að Gylfi og félagar fari að vinna fyrir sína umbjóðendur og leggi ESB pólitíkina á hilluna.  Hvernig væri að standa við rúmlega 10% kauphækkun á næstu þremur árum og 200 þús kr lágamarkslaun til að byrja með, eins og látið var í veðri vaka fyrir helgi.  það er engin ofrausn miðað við það sem á undan er gengið.


mbl.is Óvissan meiri en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti sameinað klofna Þjóð.

Hollendingurinn Sylvester Eijffinger, prófessor í hagfræði við Tilburg-háskóla, hefur sennilega alveg rétt fyrir sér þegar hann segir; „Ég tel að á þessari stundu sé enginn möguleiki á því að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu. Á því er enginn möguleiki."  Þar þarf ekki einungis að koma til andstaða Hollendinga og Breta, heldur er má það einnig vera ljóst að það eru litlar líkur á því að íslenska þjóðin hafi áhuga á að ganga í ESB þegar þar að kemur.

Þegar Jóhanna forsætisráðherra segir að icesave hafi klofið þjóðina, þá er það ekki rétt.  Þjóðin hefur alltaf haft því sem næst eina skoðun í því máli þó svo hluti hennar hafi sagt JÁ þá hefði stærsti hluti JÁ kjósenda viljað hafa sagt NEI en gerði það ekki vegna annarra sjónamiða.  Það sem raunverulega klýfur þjóðina er ótímabær aðildarumsókn ríkisstjórnarinnar að ESB. 


mbl.is Hóta að standa í vegi aðildar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarfjörður eystri.

 


Gleðilegt icesave.

Þar sem ég hef sagt því sem næst allt sem mér hefur til hugar komið varðandi icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun þá ætla ég að láta unga íslenska móðir eiga lokaorðin á þessar síðu vegna icesave kosninganna á morgunn. 

Grein Stefaníu Sigurðardóttir birtist í Fréttablaðinu í dag og eru rökin fyrir því að meirihluti þjóðarinnar segi NEI með þeim betri sem ég hef séð í umræðunni.

Icesave með augum íslenskrar móður

Icesave með augum íslenskrar móður

Stefanía Sigurðardóttir skrifar:

Mig langar að byrja á því að þakka Ólafi Ragnari Grímssyni, háttvirtum forseta okkar, fyrir að gefa íslensku þjóðinni nýtt líf með því að leyfa okkur að hafa skoðun á málefnum sem snerta okkur beint. Það virðist nefnilega vera að það þurfi kjark og þor til þess að leyfa þjóðinni að hafa skoðun á og kjósa um mikilvæg málefni og ég er orðin sannfærð um það að þessi hámenntaða þjóð okkar er fullfær um að taka afstöðu í jafn flóknum, alþjóðlegum málum og Icesave samningarnir eru. Lýðræðið er virkt og við höfum fulla getu til þess að mynda okkar eigin skoðanir.

Undanfarnar vikur hef ég notið þess, ásamt því að hrylla við því, að hlusta á fólk tjá sig  um skoðun sína á Icesave deilunni, orsökum hennar og mögulegum afleiðingum. Mér finnst gaman að lesa greinar og heyra fólk tala um svo pólitískt og stórbrotið mál og ég er ekki frá því að þessi umræða sé ein sú málefnalegasta sem ég hef orðið vitni að í mörg ár. Það eru flestir sammála um  að það að kjósa JÁ eða NEI á laugardaginn er ekki auðvelt val, sem sýnir að fólk hafi virkilega kynnt sér báðar hliðar málsins, enda geta flestir verið sammála um að eftir því sem menn kafa dýpra í málin þeim mun óskýrari verða línurnar á milli þess sem er rétt og þess sem er rangt. Enda er lífið aldrei svart eða hvítt, þetta snýst allt um meðalveginn.

En komum okkur að efninu, mig langar hér að útskýra hvers vegna ég hef tekið þá ákvörðun að segja NEI við Icesave á laugardaginn. En ástæðan er ekki sú að ég telji að grunnur hins íslenska samfélags muni breytast mánudaginn 11. apríl hvort sem þjóðin segir NEI eða JÁ. Við höldum áfram að hafa gjaldeyrishöft sem eru að sliga alla atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í landinu, við verðum áfram með ónýta krónu, áfram verður óhagkvæmt og óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta að koma til landsins, áfram  verðum við með ósanngjarna og óskiljanlega verðtryggingu og áfram verða skuldavandamál fyrirtækja og fjölskyldna óleyst. En það hefur ekkert með Icesave að gera, Icesave mun ekki hafa nein áhrif á þessi atriði, ólíkt því sem núverandi stjórnvöld reyna að telja okkur trú um. Allt þetta skrifast á lélega stjórnun landsins og hefur ekkert að gera með einn lítinn og í rauninni ómerkilegan samning, svona  í alþjóðlegu samhengi. En þessi samningur mun verða merkilegur, í hinu stærra samhengi, ef við segjum NEI og það er ástæðan fyrir því að ég vil hafna þessum samningi.

Þessi samningur er og verður aðeins merkilegur ef við segjum NEI, ástæðan er sú að með því erum við að hafna núverandi uppbyggingu fjármálakerfsins og einkennilegum tryggingum opinberrar stjórnsýslu á því. Með því að segja NEI, segjum við NEI við því að fjármagnseigendur hafi óhefta og skýlausa tryggingu fyrir fé sínu og ávöxtun á því. Með því að segja NEI, neitum við sem almenningur og skuldarar að við berum alla ábyrgð þegar hlutirnir fara ekki eins og á að fara. Með því að segja NEI gerum við byltingu gegn ósanngjörnu og óskilvirku fjármálakerfi. Með því að segja NEI neita ég því að verða þræll í kerfi sem hyglir þeim sem eru auðugir og refsar þeim sem fæðast ekki með silfurskeið í munni. Með því að segja NEI segi ég NEI við núverandi kerfi og styð nýja byltingu sem gerir vonandi það að verkum að önnur eins græðgi og siðleysa sem tröllreið öllu hér á árunum 2004-2008 fái ekki að koma hingað aftur. Ég segi NEI því ég vil ekki að hlutirnir verði eins og þeir voru á þessum árum, ég vil að við höfum það betra og hættum að horfa á lífið sem gott ef við eigum nógu stóra bíla og stór hús. Lífið er yndislegt, þegar allir eru hamingjusamir og með því að segja NEI tel ég mig frekar vera að tryggja framtíð og hamingju þeirra sem ætla að byggja þetta land á komandi árum.

Stefanía Sigurðardóttir, móðir og skuldari.


Treystum Evu.

Vonandi ber þjóðinni gæfa til að hlusta á Evu og hafa vit fyrir stjórnmálamönnum þessa lands eins og í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslu.  Eina svar þeirra sem vilja troða skuldum gjaldþrota einkabanka ofan í þjóðina eftir þjóðin hafnaði því í fyrra, er að koma með icesave3 samninginn sem er efnislega sá sami og sá fyrri, en hæla sér samt af betri samning.

Breytingin frá fyrri samningi er áætlaðar stór bættar heimtur úr þrotabúi, hraðari útgreiðslur, prósenti lægri vextir og reiknikúnstir með gengið.  Allar eru þessar upplýsingar fengnar frá mönnum sem sem eru á mörghundruð milljóna launum hjá skattgreiðendum eða í sjálftöku í skilanefndum.  Hvernig á að vera hægt að trúa sama fólkinu og gerði fyrri icesave samning sem átti að vera sá albesti sem kostur var á? 

Í gær var gefið út að icesave skuldin væri horfin, þar sem þessir fjármálasnillingar í skilanefndunum, sem er að stórum hluta sama liðið og var á fínum launum við að setja Ísland á hausinn, er búin að reikna sig í að fá það mikið fyrir Icealand.  Í dag má allt eins búast við að upplýsingar komi um að með því að segja Já verði stórgróði af icesave.  Treystum Evu hún veit hvað hún singur og það hafa fáir sungið betur fyrir þjóðina út á við.


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn ógnvænlegi spákaupmennskuflokkur.

Aumingja Már nú er honum farið að skorta lýsingarorð eftir að "ruslflokkur" breytti engu fyrir hinn almenna íslending, nú heldur hann að hinn ógnvænlegi "spákaupmennskuflokkur" komi til með að fá þjóðina til að segja já við icesave og verja lífkjörins "hyskisins".


mbl.is Raddir um greiðsluþrot þagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband