20.1.2011 | 09:24
Glötuð gögn.
Í ljósi atburða á Íslandi ætti það að vera fyrir löngu orðið að veruleika að eftirlitsmyndavélar og hlerunarbúnaður væri í hverjum krók og kima alþingishússins, stjórnarráðsbyggingum, bönkum og lífeyrissjóðum. Beinar útsendingar frá þeim um víðan völl, þannig að almenningur gæti varað sig.
Það sem er undarlegt er að eftirlitsmyndavélum skuli enn vera beint að almenningi. Þegar það er orðið hverju mannsbarni ljóst hvar hyskið heldur sig, með öll sín glötuðu gögn.
![]() |
Grunur um njósnir á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2011 | 17:03
Já, já allt á uppleið.
![]() |
Ríkið selur helming í Sjóvá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.1.2011 | 16:37
Skrípaleikur.
Það er ótrúlegt að fylgjast með talsmönnum valdstjórnarinnar í sambandi við þessi réttarhöld. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum eru glataðar, nema þær sem eru handvaldar af alþingi. Engin af ákærendum man lengur hvort að ofbeldi var beitt við að fjarlægja níumenningana úr þinghúsinu, jafnvel þó marg endursýndar fréttamyndir RUV bendi til harklegrar meðferðar.
Í gær fór forsætisráðherra bananlýðveldisins á kostum á facebook og segir Mikið finnst mér dapurlegt að einu réttarhöldin í tengslum við hrunið sem eitthvað kveður að enn um sinn, séu vegna 9 menninganna svo nefndu." Eins og þar sé um máttvana áhorfenda að ræða.
Það þarf engum að koma á óvart að þetta fólk verði fyrsta og eina fólkið sem verður dæmt vegna hrunsins. Dómstólar á Íslandi hafa sýnt það í gengislánadómunum að þeir dæma eftir pöntun. Kerfið hefur ekki ennþá pantað sýknu yfir níumenningunum þó svo Jóhönnu þyki þetta leitt á facebook.
![]() |
Skýrslutökum lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2011 | 11:58
Dýrkeypt Evra.
Þjóðverjar munu þurfa að spýta í lófana eigi þeir að bjarga evrunni því það mun kosta þá 6 sinnum meira en það kostaði að sameina Þýskaland.
Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage notar Ísland sem dæmi um land sem bjargar sér sjálft með því að notast við krónuna. Hann segir það að taka upp evru núna sé álíka gáfulegt og að stökkva um borð í Titanic eftir að það hefur siglt á ísjakann.
![]() |
Merkel vill ekki þýska markið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.1.2011 | 23:37
Í minningu tjáningarfrelsisins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2011 | 21:59
Magmað.
Þetta er magmað tilboð. Leigja fyrst nýtingaréttinn til 65+65=130 ára og bjóða svo ríkinu að kaupa auðlindina.
Hvernig stendur á því að sveitafélag með svona viðskiptamógúla við stjórnvölin er í fjárhagsvanda?
![]() |
Bjóði ríkinu auðlindirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2011 | 12:36
Dollar og evra lækka líka.
Það er flökt á gjaldmiðlum heimsins. Krónan er ekki ein um að vera í hröðu falli miðað við verð á matvælum og öðrum nauðsynjum. Þeir sem eiga peninga er ráðlagt að kaupa gull eða silfur.
![]() |
Gengi krónunnar lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.1.2011 | 14:13
Hrundi allt á Íslandi nema kerfið?
Það er ömurlegt að horfa upp á Jóhönnu og Steingrím fagnandi 50.000 undirskriftum og gefa það í skin að kerfið þvælist fyrir. Þeim virðist það einstaklega lagið að gera allt öfugt og kenna öðru um eigin aumingjaskap.
Ef það eru ekki lífeyrissjóðirnir, bankarnir, IMF eða kerfið, þá er það ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem allt sem gert er á hlut almennings er um að kenna. Þó svo að næstum 4 ár séu liðin frá ríkisstjórn þessara flokka.
Eftir samanlagt yfir 60 ár á löggjafasamkomunni ættu Steingrímur og Jóhanna að gera sér grein fyrir að allir vita að þau eru kerfið.
![]() |
Kerfið þvælist fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.1.2011 | 13:38
Túnis er aðvörun
Sænsku veiðimennirnir lentu í miklum hremmingum. Myndaband er til af atganginum sem komið er á youtube. Það er greinilegt að í Túnis ríkir fullkominn upplausn.
Túnis hefur verið eitt vinsælasta land að ferðast til í Norður-Afríku fyrir utan Egiptaland. Það sem nú er að gerast í Túnis er aðvörun um hvað gerist þegar fólki er misboðið af stjórnmála elítunni. Sömu aðstæður eru uppi í nágrannalöndunum og reyndar um allan heim.
![]() |
Sænskir veiðimenn á heimleið frá Túnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2011 | 12:28
Hundur gefur tóninn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)