8.1.2009 | 08:33
The Happiest Days Of Our Lives.
The Happiest Days Of Our Lives
We don't need no education / We dont need no thought control / No dark sarcasm in the classroom / Teachers leave them kids alone / Hey! Teachers! Leave them kids alone! /
All in all it's just another brick in the wall.
Þegar Sigga Halldórs hafði samband við mig og spurði hvort ég gæti ekki rifjað upp gamla daga í Egilsstaðaskóla í tilefni 60 ára afmælis skólans varð fátt um svör. Satt best að segja er mér ekki margt minnistætt frá minni skólatíð, enda var hún ekki upp á marga fiska.Þegar ég ákvað samt sem áður að reyna að rifja eitthvað upp þá setti ég mp3 spilarann í eyrun og hlustaði á Pink Floyd, another brick in the wall. Í sannleika sagt þá fannst mér skólaganga mín snúast um annað en það sem ég hafði áhuga á og það finnst mér enn í dag.
Ég var sjö ára þegar fyrsti skóladagurinn rann upp. Í minningunni vorum við Héðinn vinur minn hugfangnir af íslenskri glímu þennan dag og sáum að tilvalið væri að æfa hana í öðrum sandkassanum á skólalóðinni í frímínútum. Þegar mér hafði tekist að fella Héðinn með frábærum hælkrók vissi ég ekki fyrr en ég hófst á loft og sveif í átt að skólanum, alla leiðina inn í forstofu, þar áttaði ég mig fyrst á að Sigurjón Fjelsted skólastjóri var orsakavaldurinn af þessari flugferð. Hann lét okkur Héðinn vita af því að við værum ekki komnir í skóla til að stunda áflog.
Smá saman gerði ég mér grein fyrir að í skólanum átti ég að læra að lesa, skrifa og reikna. Ég taldi mig reyndar kunna að lesa þegar ég kom í skólann en það hafði móðir mín haft þolinmæði til að kenna mér með hinni frábæru lestrarkennslu bók "Gagn og gaman" í þeirri bók mátti finna auðskildar setningar eins og "pabbi púar pípu". Í skólanum lærði ég semsagt ekki að lesa því það kunni ég þá þegar.
Svo var það skriftin hún var talsvert meira mál og ég er ekki ennþá sannfærður um að ég hafi lært að skrifa í Egilsstaðaskóla, allavega hef ég heyrt sagt með forundran"hver skrifar eiginlega svona",oftar en ég hef tölu á, þegar einhver rekst á eitthvað sem ég hef skrifað og er reyndar ekki hissa því mér er gjörsamlega ómögulegt að lesa skriftina mína sjálfur þegar ég hef gleymt hvað ég var að skrifa um. Mér finnst reyndar að skólanum hefði átt að takast að kenna mér að skrifa nafnið mitt svo aðrir gætu lesið það en það mistókst eins og annað í sambandi við skriftina. Ég get þó huggað mig við að langskólagengnir menn eins og t.d. læknar geta ekki heldur skrifað nafnið sitt á læsilegan hátt.
Reikningurinn var mér alla mína skólagöngu gjörsamlega óskiljanlegur í fyrstu skildi ég ekki með nokkru móti af hverju tveir plús tveir þyrftu að vera fjórir en ekki bara það sem mér sýndist og ekki batnaði það þegar tvisvar sinnum tveir áttu líka að vera fjórir. Eina ráðið til að sýnast hafa veitt þessar speki eftirtekt var að læra samlagningu og margföldunartöflur eins og páfagaukur en það reyndist mér erfitt. Seinna kom reikningur sem kallaðist stærðfræði og þar voru óskiljanleg dæmi svo sem A pús B er sama sem C, þessar reikningskúnstir áttu víst að þjálfa rökhugsun og koma að gagni seinna í lífinu, ég bíð enn.
Það voru aðrar stundir en lestur, skrift og reikningur sem eru ánægjulegar í minningunni frá skólagöngu minni. Guðmundur heitinn Magnússon fyrrum sveitarstjóri á Egilsstöðum kenndi okkur eitthvað fyrstu veturna og hann var oft með skemmtilegt námsefni, eins og að setja okkur það fyrir sem heimaverkefni að finna út hvað nafnið okkar þýddi. Ég var yfir mig ánægður þegar ég fann það út að Magnús merkti "hinn mikli", en það hafði ekkert gengið fyrir Héðni sessunaut mínum að finna út hvað hans nafn þýddi, hann bað því Guðmund: "greyið Guðmundur segðu mér hvað Héðinn þýðir" það þykknaði í Guðmundi þegar hann svaraði, alveg kominn að borðinu hjá okkur; "veistu ekki að orðið greyið er notað um hunda drengur". Mér dettur í hug að svona kennslustundir mætti flokka undir lífsleikni í dag.
Eftir því sem árunum fjölgaði í Egilsstaðaskóla gekk mér verr að einbeita mér að námsefninu og kennurunum verr að hafa þolmæði gagnvart mínum athyglisbresti og þversku. Ég minnist samt þess að af og til komu kennarar sem náðu fullri athygli minni, einn af þeim var Sigurður Örlygsson listmálari, hann kenndi okkur teikningu. Í tímunum hjá Sigurði var hægt að gleyma sér gjörsamlega hann bar í okkur málningu og pappír og svo máttum við gera það sem okkur sýndist. Eini gallinn við tímana hjá honum var að við þurftum að þrífa skólastofuna eftir tíma og það gat verið óvinnandi verk. Þetta verk kom einn tímann í hlut okkar Bigga frænda, við Biggi vorum einbeittir í að sleppa frá því, en Sigurður ætlaði að sjá til þess að svo yrði ekki og stóð staðfastur í dyrum kennslustofunnar, stór og mikill. Við opnuðum glugga til að skríða út, þegar Sigurður hljóp þvert yfir stofuna til að loka glugganum þá tókst okkur að skjótast út um dyrnar. Ég sé enn eftir því að hafa beitt Sigurð þessum rangindum því hann var með athygliverðari mönnum og málverkasýningin sem hann hélt á verkum sínum í Valaskjálf þennan vetur, stendur mér enn ljóslifandi í minni. Ein myndin á þeirri sýningu var stór, einlit kóngablá með svartri spýtu sem hékk í keðju fyrir framan bláa flötinn og hét "Í Hallormstaðaskógi". Mér datt reyndar ekki Hallormstaðaskógur í hug þegar ég skoðaði þetta furðuverk en mér fannst hugmyndin frábær.
Þau ár sem skólaganga mín stóð yfir voru tveir skólastjórar í Egilstaðaskóla, í byrjun var Sigurjón Fjelsted en síðar tók Ólafur Guðmundsson við. Ég átti nokkra fundi með Ólafi á skrifstofu hans, sem var yfirleitt ekki boðað til af mínu frumkvæði. Ólafur kom á kerfi í skólanum þar sem gefnir voru plúsar og mínusar fyrir ástundun, hegðun, og ofl. var þetta þetta kerfi oftar en ekki ástæða funda okkar Ólafs.
Undir lok skólagöngu minnar fór ég í skóla norður í land, á heimaslóðum móður minnar þar var ekkert svona kerfi, þolinmæði skólastjórnenda mun minni og fundir mínir þar með skólastjóra urðu aðeins tveir. Móðir mín kom þá á fundi mín og Ólafs ef það mætti verða til þess að ég kláraði skólagöngu mína þann vetur. Á þeim fundi lauk Ólafur upp gagnabanka sínum og tjáði mér að ég væri með eina lægstu hegðunareinkunn og lélegustu ástundunareinkunn sem gefin hefði verin við skólann en það breytti ekki því að ég fengi inngöngu í skólann. Ég hef því gert mér betur grein fyrir þeirri þolinmæði sem Egilsstaðaskóli sýndi mér eftir að þessar upplýsingar lágu fyrir.
Það var ekki fyrr en nokkrum árum eftir að skólagöngu minni í Egilsstaðaskóla lauk að ég áttaði mig á út á hvað hún gekk. Það var um 1980 þegar Pink Floyd gaf út verkið The wall, skólaganga mín gekk semsagt út á að gera "another brikc in the wall" eða móta nothæfan stein í múrinn. Það má því segja að skólaganga mín í Egilsstaðaskóla hafi heppnast því að síðan henni lauk hef ég fengist við að hlaða og múra veggi.
Það er því hægt að leiða að því rök að með skólagöngu minni hafi tekist að gera nýtan þjóðfélagsþegn úr þeim svífandi skýjaglóp sem mætti fyrsta skóla daginn til að glíma í sandkassanum.
Ég bíð samt enn eftir að upplifa aftur þá daga sem ég átti áður en ég hóf mín skólagöngu. Þegar ég gat legið á bakinu í háu síðsumargrasinu, horft tímunum saman á skýin á bláum himninum séð engil hnita hringi í uppstreyminu eða jafnvel Guð. Ég stefni ótrauður að því að ná þeim andlega þroska aftur sem ég bjó yfir sem barn og þá verða tveir plús tveir ekki fjórir frekar enn mér sýnist.
Skrifað í tilefni 60 ára afmælis Egilsstaðaskóla 2007.
Menntun og skóli | Breytt 27.2.2010 kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.1.2009 | 14:19
Þarna eru misindismenn sem þarf að sparka út.
![]() |
Spiluðu knattspyrnu í bankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.1.2009 | 13:37
Eldmóður.
Eldmóðurinn er drifkraftur alls. Án hans er allt þungfært en með honum verða allir vegir færir. Starfaðu að áhugamálum þínum og starfi með eldmóði og þú munt hafa orku til að koma miklu til leiðar.
Fjárhagstaða, atvinnuleysi og ýmsar kringumstæður sem þú hefur ekki fulla stjórn á geta þvingað þig í stöðu sem þú hefur ekki áhuga á, en enginn getur komið í veg fyrir að þú skipuleggir í huga þínum, þitt aðal markmið, þá framtíð sem þú vilt að verði, enginn getur komið í veg fyrir að þú finnir leiðir sem gera þetta markmið þitt að veruleika og enginn getur komið í veg fyrir að þú vinnir að markmiðum þínum með eldmóði.
Hamingja er það sem alla dreymir um, hún er hugarástand sem verður til við að vinna að framtíðar áformum. Hamingjan býr í nútíð og framtíð en ekki í fortíðinni.
Eitt af því hagnýtasta sem sérhver maður getur lært er sú list að notfæra sér þekkingu og reynslu annarra.
Eldmóður og viðmót þurfa að fara saman, það skiptir ekki alltaf máli hvað gott er sagt heldur hvernig það er sagt. Viðmótið sem þú sýnir getur haft úrslita áhrif á það hvort tilætluðum árangri verður náð. Viðmótið ætti ávalt að gefa til kynna umhyggju fyrir öðrum, ef viðmótið gefur til kynna eigingirni er lítil von til að áform þín nái fram að ganga. Markmiðið getur eftir sem áður verið það sama hvað þig varðar en gagnist það einnig öðrum eru meiri líkur til að það nái fram að ganga.
Mundu; að engum hefur tekist að vera sannfærandi með orðum eða gerðum, ef það samræmist ekki eigin sannfæringu, og ef það er reynt mun mistakast að hafa áhrif á aðra. Hafðu þetta í huga hvað varðar þá framtíð sem þú ætlar þér.
Matt. 21.22 Allt sem þér biðjið í bæn yðar, munuð þér öðlast, ef þér trúið.
Lífstíll | Breytt 27.2.2010 kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 18:25
Gott hjá mótmælendum að stoppa kryddsíldina.
Burtséð frá því hverjir brutu rúður í Nornabúðinni og af hverskonar völdum, þá verður það að teljast þakkarvert að mótmælendur skyldu leggja það á sig að rjúfa útsendingu Stöðvar 2 á gamlársdag. Alla vega er maður orðinn afskaplega þreyttur á að hlusta á þá stjórnmálamenn sem nú sitja, opinbera ráðaleysi sitt í fjölmiðlum, hvað þá við veisluboð í glasaglaum. Það er svolítið sérstakt að stjórnendum Stöðvar 2 hafi dottið í hug að bjóða áhorfendum upp á óbreytt kryddsíldar"show".
Kannski opinberaði þessi Kryddsíld vel veruleikafyrringu fjölmiðlafólks fyrir stöðu mála. Allavega opinberaðist það fullkomlega þegar Stöð 2 sýndir myndir af miklu eignatjóni (sviðnir kaplar) og einum mótmælenda vopnuðum vasahníf við að reyna að spenna upp glugga ásamt stafsmanni stöðvarinnar með rispu á kinn í kvöldfréttum í gær, nýársdag. Þar sem forstjóri 365 gagnrýndi lögreglu fyrir allt of vægar aðgerðir gegn vopnuðum glæpamönnum. Spurning hvort Stöð 2 ætlar áfram að vera fjölmiðill fasískra viðhorfa.
![]() |
Ráðist gegn Nornabúðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2008 | 14:01
Við árslok 2008 - lífið er draumur.
Nú þegar 2008 er að líða er rétt að taka stöðuna fara yfir árið sem er að líða og setja sér markmið til að dreyma um fyrir árið sem framundan er. Undanfarin ármót hef ég haft það fyrir vana að skrifa niður mín helstu markmið og áætlanir sem ég geri fyrir komandi ár. Þar hefur verið um líkamleg, andleg, félagsleg og síðast en ekki síst um fjárhagsleg markmið að ræða. Þegar ég nú fer yfir árið 2008 sé ég að öll markmiðársins náðust þó svo staðan um áramót sé kannski ekki alveg eins og ég hefði viljað. Þar kemur til, það sama og hjá flestum íslendingum, fall Íslands.
Það sem árið 2008 hefur kennt mér umfram allt annað, þess má finna stað í fjallræðu Jesú Matt 6,19 -6,21; Safnið yður ekki í fjársjóðum á jörðu, þar sem mölur og ryð eyðir og þjófar brjótast inn og stela. Safnið yður heldur fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur né ryð og þjófar brjótast ekki inn og stela. Því hvar sem fjársjóður þin er, þar mun og hjarta þitt vera. Eftir gengishrun og verðbólgu hefur eignarhlutur minn í þeim fasteigna sem ég á stór minkað, jafnvel horfið. Fyrirtækin mín hafa orðið verkefna- og verðlaus. Lífeyrissparnaðurinn hefur rýrnað verulega og annar sparnaður að mestu horfið til að lækka skuldir án þess að nokkur eign hafi sýnilega myndast í staðinn. Þetta hefur síðan valdið mér hugarangri, svefnleysi og reiði. Fyrir árið 2009 set ég mér ný markmið og drauma, þar verður í fyrirrúmi áhuga minn fyrir velferð annarra og bjartsýni á eigin fyrirtæki, því hvar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera.
Óska öllum þeim sem líta hér inn frsældar á nýju ári.
Veðrið um þessi jól hefur verið draumi líkast: 1. myndin er tekin í gær við Lönd í Stöðvarfirði, sólin að setjast í suð-vestri bak við Kambanesið. 2. myndin er tekinn annan í jóum af svölunum hjá mér. 3. myndin er tekin af svölunum hjá mér 28 des..
kreppan | Breytt 30.1.2011 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.12.2008 | 07:38
Tekur ný-fasismi við af ný-frjálshyggjunni?
Fasistar tuttugustu aldarinnar komust sumir hverjir til valda með tilstuðlan lýðræðisins og komust þannig hjá því að beita ofbeldisfullum valdaránum. Eftir að hafa komið sér fyrir í stjórnkerfinu breyttu þeir leikreglunum sér í hag til þess að halda völdum sama hvað á dyndi. Þeir töldu að ástandið væri svo viðsjálfvert að engum nema þeim væri treystandi. Þessar fasistastjórnir þurftu yfirleitt á sterkum einræðisherrum að halda sem þær stóðu og féllu með. Nú virðast þessi fasísku sjónarmið vera farin að skjóta rótum í lýðræðinu með nýjum hætti, nokkurskonar lýðræðislegur fasismi. Það er sama hvað fólk kýs það er aðeins eitt í boði, sjónarmið "flokksins". Þetta hefur sannast hvað best eftir síðustu kosningar hér á landi. Þó svo að allar forsendur séu gjörbreyttar situr ríkisstjórnin sem fastast og telur sig hvergi þurfa að víkja, þrátt fyrir mótmæli og skoðanakannanir sem sýna að fólkið vill breytingar. Meir að segja þó að öll kosningaloforðin hafi snúist upp í andhverfu sína.
Það virðist vera orðin viðtekin venja í lýðræðisríkum að þegar sé búið að ákveða ríkisstjórn og stefnu fyrir kosningar og fólki því aðeins talin trú um að það hafi val. David nokkur Icke segjir m.a. að afloknum forsetakosningum í Bandaríkjunum; trúir því virkilega einhver að óþekktur "maður fólksins" geti sprottið óvænt fram og sigrað í einni fjárfrekustu kosningabaráttu sem átt hefur sér stað? Eða varð hann fyrir valinu af þeim fjármagnsöflum sem eru við völd og vilja koma á alheimsvæðingu og vilja hafa völd yfir því fólki sem Obama segist ætla að gefa "von, breytingar og frelsi"?
Þegar er að gáð þá eru sömu öflin að baki Obama og Bush. Nýfrjálshyggju armur Republikana hefur staðið á bak við Bush síðustu átta árin, með stríði gegn hryðjuverkum í Afganistan, Írak og nú efnahagshruni, dæmigerðum slæmum málum. Nú býður Demokrata armur sömu gilda, fram Barack Obama sem "lausnara" án þess að gefa nokkurn tíma uppi í hverju lausnirnar eiga að felast. Gefið hefur verið til kynna að þær eigi rætur í okkar eigin"von" um "breytingar" til betra lífs.
Við sem teljum okkur vera upplýst, hugsum; "hann er í það minnsta skárri en Bush".
En er svo? Allavega eru möguleikar Obama og aðstandenda hans orðnir ótakmarkaðir til að láta yfir heiminn ganga alheims-fasisma í nafni "vonar", "breytinga" og "frelsis" því svo sterk er þrá fólks orðin í annað ástand. Jarðvegurinn hefur sjaldan verið betri.
Fyrir þá sem hafa nennu til að kynna sér bakgrunn Obama þá er hér slóð:
http://www.davidicke.com/content/view/18281
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2008 | 10:17
Sjálfstraust.
Er það ekki undarlegt að við óttumst mest það sem aldrei gerist? Að við eyðileggjum frumkvæði okkar með ótta við ósigur, þegar í raun, ósigur er nothæfur lærdómur og ætti að vera viðurkenndur sem slíkur.
Kannast þú ekki við að þora ekki að gera hluti, sem þig langar til að prófa og spyrja spurninga sem þig langar til að spyrja, vegna þess að þú ert hræddur við að gera mistök eða vera álitinn heimskur. Edison gerði fleiri hundruð tilraunir áður en honum tókst að láta loga á ljósperunni sem breytti heiminum og lýsir okkur öllum í dag. Hvað ef hann hefði hætt í annarri eða þriðju tilraun vegna þess að hann vildi ekki að einhver hugsaði; er fíflið enn að rembast við að láta ljós kvikna í glerkúlu? En hann hélt áfram og lærði af fleiri hundruð mislukkuðum tilraunum.
Uppskrift að sjálfstrausti.
- Ég veit að ég hef getu til að sigrast á því mólæti sem verður á vegi mínum við að ná markmiði mínu. Því heiti ég á sjálfan mig að halda fast við, með áleitni og stöðugum aðgerðum, þar til ég öðlast það sem ég stefni að.
- Ég geri mér grein fyrir að ráðandi hugsanir mínar munu að lokum koma fram með því að framkalla sýnilegan raunveruleika. Þess vegna mun ég einbeita huga mínum í 30 min. daglega í það verkefni að hugsa um þá persónu sem ég ætla mér að verða. Með því ætla ég að skapa mynd af þessari persónu og gera þá mynd að veruleika með hagnýtum hætti.
- Ég veit að í gegnum lögmál hugljómunar munu þeir draumar sem ég held staðfastlega í huga mínum fyrr eða síðar ná fram ganga í raunveruleikanum. Þess vegna ætla ég að nota 10 min. daglega til að þroskast eftir þeim leiðum sem munu efla viljastyrk minn.
- Ég hef gert mér skýra grein fyrir því, og skrifað það niður sem er mitt megin markmið í lífinu næstu fimm árin. Ég hef sett mér takmark fyrir hvert af þessum fimm árum. Með strangri notkun á lögmáli mikilvirkrar fullnægjandi þjónustu sem ég mun láta af hendi í staðinn.
- Ég geri mér fyllilega grein fyrir að engin velsæld eða staða getur enst til lengdar nema að vera byggð upp á sannleika og réttlæti. Þess vegna mun ég ekki hafa uppi neina þá tilburði sem ekki koma öllum vel sem þeir hafa áhrif á. Ég mun ná velgengni með því að laða að mér þá krafta sem ég óska eftir að geta notað í samstarfi við annað fólk. Ég mun fá aðra til að reynast mér vel vegna þess að ég reyndist þeim vel að fyrra bragði. Ég mun útrýma hatri, öfund, afprýðisemi, sjálfselsku og vantrausti með því að þróa með mér velvilja til allra manna, af því að ég veit að neikvætt viðhorf gagnvart öðrum mun aldrei færa mér velgengni. Ég mun fá aðra til að trúa á mig vegna þess að ég trúi á þá og sjálfan mig.
"Dag eftir dag mun ég njóta velgengni ".
Jesú sagði:Lukas 11.9 Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða.
Lífstíll | Breytt 27.2.2010 kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2008 | 09:48
Gleðileg jól.
Óska þeim sem líta hér inn gleðilegrar hátíðar, ljóss og friðar. Myndin er af Egilsstaðakirkju sem ég hef fyrir framan stofugluggann dag hvern. Myndin er tekin á aðfangadag í fyrra. Í dag er snjórinn ekki til staðar en 9 stiga hiti, milt og gott veður. Í gær ljómaði himininn í glitskýjum, útsýnið hjá mér er alltaf frábært.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2008 | 12:01
"Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig."
Aðlaðandi framkoma hjálpa okkur að eiga góð samskipti. Persónutöfrar hjálpa þér að ná fullkomnu valdi á helstu ástæðu misbrests - vanhæfni til að eiga góð samskipti við fólk.
Gefðu bros í amstri dagsins;
Það kostar ekkert en ávinnur mikið. Það auðgar þá sem fá það án þess að svipta þá neinu sem veita það.
Það gerist í einni svipan en minningin um það geymist oft ævilangt.
Enginn er svo ríkur að hann geti verið án þess og enginn er svo fátækur að geta ekki gefið það orðið ríkari fyrir vikið.
Mundu að enginn þarf eins á brosi að halda og sá sem hefur ekkert að gefa.
Aðdráttarafl þitt og það hvort öðrum finnst þú vera áhugaverður stendur í beinu sambandi við þann áhuga sem þú sýnir öðrum. Sýndu verkum og áhugmálum annarra einlægan áhuga og þeir munu laðast að þér.
Aðdráttarafl þitt verður til við að sýna náunganum áhuga, með því munt þú komast að hvers hann þarfnast. Með því að leitast við að útvega honum það geturðu komist í samband við annan sem hefur það og býður, þannig veitirðu náungum þínum þjónustu. Sýndu öðrum áhuga og veittu þeim þjónustu, það þarf ekki að kosta þig neitt en þú munt uppskera. Þeim fleiri sem þú sýnir áhuga, þeim fleiri kynnist þú og veist hvað þeir þrá og meiri möguleikar eru því að þú þekkir þann sem getur veitt þeim það. Sýndu öðrum áhuga og þjónustu og þú ert í ánægjulegum samskiptum.
Aðlaðandi persónuleiki er sá sem notfærir sér ímyndunarafl og samvinnu.
Flestum okkar langar til að búa við allsnægtir. Níutíu af hundraði þeirra sem gera áætlanir um að eignast þær í gegnum peninga eru með hugann við að þá vanti, en nota minni hugsun í þjónustuna og ánægjuna sem þeir ætla að veita öðrum. Vendu þig á að hugsaðu út frá allsnægtum en ekki skorti því takmarkanirnar verða til í þínum huga.
Þegar þú talar og skrifar leitastu þá við að nota orðið "þú" í stað orðsins "ég", og settu mál þitt þannig fram að að þeim sem þú ert að hafa áhrif á upplifi útkomuna sem sína.
Þú getur fegrað sjálfan þig með klæðnaði samkvæmt nýjustu tísku, og sýnt óaðfinnanlega framkomu að ytra útliti, en ef græðgi, öfund, hatur, afprýðisemi, ágirnd eða sjálfselska býr í hjarta þínu mun aðdráttarafl þitt aðeins laða þá að þér sem eins er ástatt um. "Líkur sækir líkan heim", þess vegna geturðu verið viss um að aðdráttarafl þitt dregur þá að þér sem eru með svipuð lífsviðhorf og þú.
"Það er betra að vera stór maður í litlum bæ en lítill maður í stórborg, það er svo miklu auðveldara."
Til að byggja upp aðlaðandi persónuleika skaltu gera þér gein fyrir hverskonar persóna þú vilt vera, gefðu þér tíma daglega til að sjá fyrir þér í huganum þessa persónu.
Helstu þættir aðlaðandi persónuleika.
- Gerðu annað fólk að áhugamáli þínu og gerðu þér far um að finna það góða í því og hafðu orð á því við það með hrósi. Finndu einhverja til að hrósa daglega.
- Vendu þig á að tala skýrt og sannfærandi, bæði í venjulegum samræðum og á mannamótum.
- Klæddu þig við hæfi hvað varðar líkamlegt atgervi og það starf sem þú sinnir.
- Þróaðu með þér jákvæðan persónuleika á meðvitaðan hátt með því að sjá þig fyrir þér í huganum daglega jákvæðan.
- Leggðu upp úr hlýju og traustu handartaki, eins þeim kveðjum sem þú notar í samskiptum við fólk.
- Laðaðu aðra að þér með því að laða þig fyrst að þeim.
- Mundu að einu ástæðurnar sem takmarka þig í þessum efnum eru þær sem þú setur upp í eigin huga.
Þessar sjö ábendingar taka yfir helstu þætti aðlaðandi persónuleika, sem mun þroskast með þér ef að þú einsetur þér að aga þig í að sjá fyrir í huga þínum þá persónu sem þú vilt vera.
Eða eins og Rúnar heitinn Júlíusson sagði "Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig".
Mark.12.31 Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Lífstíll | Breytt 27.2.2010 kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.12.2008 | 14:31
Ísland státar væntanlega af hæstu stýrivöxtunum.
Þeir eru ekki af baki dottnir spámennirnir í greiningardeldunum. Gott að fá svona bjartsýnispá á þessum síðustu og verstu eins og birtist í niðurlaginu. Verst að þessi hagfræði þeirra gagnast innlendum skuldurum lítið.
"Með öðrum orðum er skammtímaávöxtun fjármagns í krónum meiri í mánuði hverjum heldur en búast má við að fáist næsta árið í sumum helstu myntum. Þarf því mikla svartsýni á þróun krónu til þess að kjósa að halda fjármunum sínum í öðrum myntum þessa dagana," að því er segir í Morgunkorni Glitnis."
![]() |
Ísland státar væntanlega af hæstu stýrivöxtunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)