8.11.2012 | 19:59
Trúleg vísindi.
Veröldin sem við lifum í lítur ákveðnum lögmálum. Flest áttum við okkur ekki til fulls á hvernig þessi lögmál virka nákvæmlega, frá augnabliki til augnabliks.
Hér skulu tilgreindar vísindalegar staðreyndir þessu til stuðnings. Margir Nobels verðlaunahafar í eðlisfræði hafa sannað að hinn efnislegi heimur er einn hafsjór af orku sem leiftrar úr einum stað í annan á sekúndu broti. Ekkert er óumbreytanlegt. Þetta er heimur allsnægta og orku. Það er sannað að hugmyndir sem við setjum saman og höldum staðfastlega í, mun þessi síbreytilegi orku heimur færa okkur efnislega.
Hvers vegna sjáum við þá ekki þessa orku?
Við höfum 5 líkamleg skilningsvit til að skynja þessa orku (sjón, heyrn, snertiskin, lyktarskin, og bragðskin). Hvert þessara skilningsvita ná yfir ákveðið svið(til að mynda er vitað að hundur heyrir annað tíðnisvið hljóðs en þú; snákur sér annarskonar birtu en þú o.s.f.v.). Með öðrum orðum, skilningsvit þín skynja þetta haf orku frá takmörkuðu sjónarhorni sem býr til mynd út frá því. Hún er hvorki endanleg né nákvæm, heldur aðeins ákveðin túlkun.
Hugsanir okkar eru einnig tengdar þessari orku og það eru þær ákvarða hvað þessi orka skapar. Þetta skírir hvers vegna jákvæða hugsun, bænir, trú, sköpunargáfu, markmiðasettningu og margt fleira er okkur nauðsynleg. Það sama getur átt við fátækt, sjúkdóma og einmanaleika. Hugsanir okkar bókstaflega ákvarða þann heim sem við lifum í efnislega.
Orku eðlisfræðin sýnir þér að heimurinn er ekki þessi erfiði og óumbreytanlegi staður sem hann getur stundum virst vera. Þess í stað er hann fljótandi staður sem stöðugt tekur breytingum eftir því hvernig við sem einstaklingar sjáum hann. Þannig geturðu séð að athugun þín og eftirtekt á einhverju, auk ásetnings getur orðið að ákveðnum tímasetjanlegum atburði.
6.11.2012 | 20:17
Zero point II - í þögn vísinda og fræða.
Umfang opinberana leyndamála er á áður fordæmalausum mælikvarða. Þar sem hin nýja heimsýn verður til innra með þér í stað þess að koma utanfrá. Mannkynið fjarlægist innrætingu kerfisins í átt að meðvitaðri sköpun eigin hugsana.Það sem er að gerast þessi misserin verður fyrirboði næstu tíu ára. Og það sem umbreytist innan næstu tíu ára verður grundvöllurinn fyrir árin þar á eftir.
Vertu undirbúinn fyrir stöðugar, fréttir kerfisins af ótal óværum. Gerðu jafnframt ráð fyrir frábærri tækni sem mun leysa vandamálin. Að ævintýralegar uppgötvanir komi fram sem munu gera fjöldann gapandi af undrun. Vísindamenn eru nú þegar byrjaðir að rannsaka þátt hugans og mannlegra tilfinninga í tilurð sjúkdóma. Og vísindasamfélagið mun smátt og smátt samþykkja þessar staðreyndir.
Stjórnvöld munu hefja krossferð gegn internetinu með velferð ungs fólks að yfirskini. Tækni þróuð af tölvuhökkurum mun gera fólki kleyft af öllum þjóðernum að miðla upplýsingum án afskipta þeirra stjórnvalda sem reyna þöggun tjáningarfrelsisins. Blessun frjáls internets verður til að lyfta hulunni af barnaþrælkun og mansali þar sem hún viðgengst.
Samfélög eiga eftir að blómstra á þann hátt sem ekki hefur sést um nokkurt skeið. Þú munt greina síaukna vakningu fyrir hollum mat, án mengandi aukaefna. Fortíðin sem hefur haldið boðberum valdsins í guðatölu er að deyja.
Orkan mun streyma og vinna með þér við að ná markmiði drauma þinna og upplifa velgengni með vitneskunni um það hvers kröftug sýn hugsana þinna er megnug. Þannig að ef ættui að gefa þér ráð fyrir komandi ár, myndi það verða, búðu til öfluga framtíðarsýn í huganum. Orkan mun streyma um hugann. Jafnvel þeir síðustu eru að koma út úr þokunni. Ekki gefa dýrmæta hugarorku þína til villugjarnrar og hverfandi fortíðar. Snúðu þér að sköpunarmættinum sem býr innra með þér. Lifðu í draumi þínum.
2.11.2012 | 21:08
2012; eitthvað gengur á.
Reyndar fór vindhraðinn í minni gömlu heimasveit í 71 m/s við Hamarsfjörð um kl 23.00 01.11.2012 samkvæmd veðurathugun Veðurstofu Íslands. Eitthvað gengur á hjá náttúruöflunum, samt er það svo með mennina og náttúruhamfarir svipað og með fiskana og vatnið að þeir kippa sér litið upp við þær, mestalagi að þeirra sé minnst í einn eða tvo daga eða þar til þær næstu ríða yfir.
Fyrr i vikunni var það Sandy sem átti sviðið globalt. Í haust var það extreme snjókoma á afmörkuðu
svæði norðanlands sem sleit niður rafmagnslinur og drap sauðfé á nýju meti sem fór ekki framhjá nokkrum manni í fréttum á Íslandi en komst ekki i heimsfréttirnar. Ég var a Íslandi þegar rollurnar fengu að kenna á því í sumarlok svo rækilega að þær eru jafnvel ennþá á lífi undir fönn næstum tveimur mánuðum seinna. Þetta var auðvitað aðalumræðuefnið hjá þeim sem ég hitti, sem veðrið oftast er, samt voru þeir margir sem sögðu að þetta veður 10. September væri ekkert nýtt a landinu bláa þó svo að það hefði ekki gerst fyrr en 2012 á þessum árstíma.
Það hafa verið uppi margar kenningar um 2012, hvað þá muni gerast og eru náttúruhamfarir þá oft nefndar til sögunnar. Eins er tímatal Mayjana tiltekið sem dómsdags spádómur en 21.12.2012 endaði þeirra tímatal þó svo tilvera menningar þeirra hafi endað árhundruðum fyrr. Það sem er merkilegt við tímatal Mayjana er að þeir gerðu sér grein fyrir því að árið 2012 yrði sögulegt fyrir þær sakir að himintunglin lykju þann 21. Desember 26 þúsund ára hring og afstaða þeirra á þeim tímum myndi hafa áhrif á lífið a jörðinni.
Sérfræðingar segja samt sem áður að allt sé með felldu og eigi sér eðlilegar skýringar, enda segja prófgráðurnar þeirra í sérfræði ekkert annað því það væri þá um húmpúkk og hindurvitni að ræða. Það sem lítið hefur verið talað um í fréttum hvað þá að sérfræðingar hafi verið um það spurðir á þeim bænum, eru þær breytingar sem eru að verða a segulsviði jarðar. Það að t.d. norðurpóllinn hefur tekið á rás svo tugum kílómetra skiptir ár eftir ár. Þetta kann að vera ein af orsökunum fyrir því að jarðskjálftar, ofsaveður og önnur óáran er meira áberandi en áður samvæmt gömlum hindurvitnum en er ekki orð um að finna í sérfræðikverinu.
Sjálfur hef ég gert mér það til dundurs, eftir að ég hóf útlegð í öðru landi og hætti að horfa á sjónvarp, að fylgjast með því sem er að gerast hjá fuglunum í næstu fjöru. Mínar athuganir eru varla marktækar enda ekki með viðmið nema tvö sumur á þeim slóðum sem ég nú dvel, stopult minni og hvað þá að hafa sérfræðigráðu til að flagga en hef samt augu, eyru, myndavél, google og youtube til að styðjast við.
Á síðasta sumri gerði ég það til dundurs að fylgjast með kríuvarpi og varð hugfangin af enda rétt við útidyrnar. Svo hugfangin að ég docementaði það með myndavélinni, en myndir eru það næsta sem ég hef komist sérfræðirannsóknum. Þegar átti svo að endurtaka leikinn í sumar þá voru engar kríur sem létu sjá sig í varphólmanum. Mér þótti þetta svo stórmerkilegt að ég gerði mér ferð út í hólmann til að skoða skilti sem á stóð að stranglega bannað væri að vera þar á ferð því það gæti truflað kríuvarpið.
Seint í sumar ræddi ég þetta við hann Ívar sem hefur með tjaldstæðið hérna í Harstad að gera en kríuhólminn er svo að segja á tjaldstæðinu. Það höfðu hafist byggingarframkvæmdir á leiðinni út á tjaldstæðið um vorið svo ég spurði Ívar hvort þeim gæti verið um að kenna að kríurnar komu ekki þetta sumarið sem ég hafði heyrt að ekki hefði gerst í manna minnum. Reyndar bjóst ég við að Ívar jánkaði því þar sem ég hafði heyrt að hann væri mjög ósáttur við framkvæmdirnar í þessari náttúruperlu.
Það kom því á óvart þegar hann taldi svo ekki vera. Hvað veldur því þá fílósóferði ég; hann taldi þetta kannski hafa með fæði í sjónum að gera, hafði heyrt einhvern fræðing tala um það. Samt fannst honum það skrítið því að það hafði ekki verið í manna minnum eins mikið af lunda á Vågsfirðinum og hann var svo pakkfullur af síli að hann gat varla tekið sig á loft. Hvort siglingatæki kríunnar hafi eitthvað borið þær af leið á langri ferð sinn í varphólmann sinn þetta vorið er því enn hulin ráðgáta. En hérna má sjá hvernig þessi pardís leit út sumarið 2011.
http://www.youtube.com/watch?v=EtXaZoFuam8
Svo var það núna í október sem ég rambaði sem oftar niður í eina fjöruna og viti menn hún var þakin af marglittu sem virkuðu eins og bólugrafið framhald af haffletinum. Þær voru í hundarðatali í lítilli sandfjöru og streymdu að til að komast á land hver um aðra þvera. Það eina sem mér datt í hug að eitthvað hefði kompásinn ruglast því að sennilega hefðu þær ætlað að halda áfram inn Vågsfjorden sem lá réttu utan við tangann við sandfjöruna og kannski áfram suður Tjeldsund yfir í Vesfjorden. Það má tvíklikka á marglittu myndina á stikuni hérna til vinstri og neðar undir "nýjar myndir", til að stækka og fá hana í fullum gæðum.
Á youtube rakst ég svo á þetta video "2012, somthing is going on" sem eru mest part amatora video og úrklippur úr amerískum fréttum. Það var þá sem mér datt í hug að það væri svipað með mig og fiskinn sem tók ekki eftir vatninu því hann var á kafi í því.
![]() |
Fór yfir 60 metra á sekúndu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.11.2012 | 19:51
Zero point - í þögn vísinda og fræða.
Margt mun koma fram af því sem falið er í fortíðinni vegna þess að stjórnvöld okkar tíma hafa ekki talið það þola dagsljósið , og hefur hingað til verið talið ótrúlegt, líkt og fljúgandi furðuhlutir og andaglas.
En sannleikurinn og samhengið mun með ótrúlegri orku sinni ná til alheimsins með síauknum hraða.
Það er vaxandi meðvitund á jörðinni fyrir því að margt er í raun ekki eins og það hefur verðið sagt vera, jafnvel virtist vera og svo hefur verið um langan tíma.
Fyrir mörg ykkar, verður þessi þáttur til þess að þið segið;
" vissi ég ekki."
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2012 | 20:15
Terence McKenna & Zen Gardner.
His awakening was bloody and painful. He did not greet it with a smile, he had to recover from it, his own awakening! The truth is so massive, so crushing, no one can endure its weight.
The Truth literally crushes you to death, and that is why Awakening is about It, not "me". Your identity as a separate entity will not survive the journey to enlightenment. The Truth hurts, but it's still the Truth, still Life Giving. There is no need for beliefs when you have the Truth, or rather, when It has you meira...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2012 | 20:05
Trúleg vísindi.
Hjartað er líffæri milli lunga í miðmæti (mediastinum). Hjartað er sjálfvirkur rauður vöðvi sem herpist saman og slakar á í takt, og sér þannig um blóð flæði um blóðrásarkerfi líkamans.
Hjarta spendýra er fjórhólfa og efri hólfin hvoru megin kallast gáttir (eða ullinseyru) en neðri hólfin hvolf. Þannig skiptist hjartað í vinstri og hægri gáttir og vinstri og hægri hvolf.
Hjartað virkar sem tvöföld dæla þar sem hægri hluti þess tekur við súrefnissnauðu blóði frá stóru blóðhringrásinni, sem liggur um líkama og útlimi, og dælir því til lungna (litlu hringrás). Þannig kemur súrefnisríkt blóð frá lungum inn í vinstri hluta hjartans sem svo sér um að dæla blóðinu út til vefja líkamans. Sé hjartað skoðað sést greinilega hvor hlutinn dælir lengra og gegn hærri þrýstingi, því veggir vinstra hjartahvolfs eru mun þykkari en aðrir veggir í samræmi við álag.
Milli gátta og hvolfa eru hjartalokur sem opnast og lokast reglulega samfara blóðdælingunni. Slíkar lokur er einnig að finna á aðalæðum frá hjartanu. Hjartsláttarhljóðið eru smellir í hjartalokunum.
Hjartavöðvinn er sérhæfður vöðvi úr sérhæfðum vöðvafrumum sem geta starfað óháð heildinni, svo sem í næringarlausn. Þessar frumur dragast saman í takt fyrir tilstilli rafboða sem koma frá gúlpshnúti í vegg hægri gáttar.
Hjartað er umlukið sterkum, tvöföldum bandvefspoka með vökva á milli. Þessi poki nefnist gollurshús og ver hjartað hnjaski. Hjartað hefur eigið æðakerfi, kransæðar, sem veitir blóði um vöðvann sjálfan. Kransæðakerfi þetta gerir hjartað því sem minnst háð annarri starfsemi lífverunnar.
Þessa speki um hjartað má finna á wikibedia, alfræðibók almennings. En vissir þú að hjartað er mun nákvæmara leiðsögutæki en heilinn þegar kemur að þvi að taka réttar ákvarðanir?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2012 | 19:48
Meistari Megas.
Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.
Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.
Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin
Því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðin.
Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.
Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt,
auglínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best,
En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.
Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festinguni sem færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund.
Lag: Megas
Texti: Megas
http://www.youtube.com/watch?v=LITcFDEP4a8&feature=related