Færsluflokkur: Dægurmál

Álfar út úr hól.

 

 

Þeir verða ekki í vandræðum með að ná samkomulagi um að breyta 26. greininni hyskið á alþingi sem með engu móti getur kyngt því að hafa ekki sjálfdæmi um hvort skuldum gjaldþrota einkabanka verður komið yfir á almenning. 

Núna átti "aukin meiri hluti", "ískalt hagsmunamat" og eitthvað sem stjórnarskráin kveður ekki á um að duga til að koma sama höfuðstól, fixuðum með reiknikúnstum, og 1% lægri vöxtum yfir á saklaust fólk.  En í annað sinn á rúmum ári stóð forsetinn með fólkinu í landinu og Steingrímur og Jóanna verða að gera sér að góðu vilja fólksins þó svo að þau standi við það eins og álfar út úr hól með Bjarna Ben á milli sín.


mbl.is Vill breyta 26. greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fabúlerað um fyrirfram gefna niðurstöðu.

Lagaprófessorinn var í kvöldfréttum RUV í gærkveldi og það duldist fáum að þar var ekki um hlutlaust álit að ræða.  Á RUV var fastar kveðið að orði en hér á mbl þegar sagt er „Þá þarf að semja um greiðslutíma, vexti og annað. Þá er staða okkar auðvitað talsvert veikari því þá er búið að úrskurða um greiðsluskylduna."  Á RUV var nánast fullyrt að ekki yrði um aðra niðurstöðu að ræða.

"Dr. Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins, sagði þegar hann kom í heimsókn til Íslands fyrir nokkrum misserum að ef kæmi til þess að mál yrði höfðað vegna Icesave-samningsins með aðkomu EFTA-dómstólsins væri ljóst að málið yrði það umfangsmesta sem komið hefði til kasta hans. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að Icesave-samkomulagið væri einstakt enda væri þar á ferð áhugaverð blanda af lögfræði og stjórnmálum."

Áhugaverð blanda af lögfræði og stjórnmálum við að koma skuldum gjaldþrota einkabanka yfir á skattgreiðendur, er verri en nokkur glæpastarfsemi ekki einu sinni Mafían og Hells Angels hafa haft viðlíka hugmyndaflug við að kúga peninga út úr saklausu fólki.


mbl.is EFTA-dómstólinn líklegastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er þetta lið ekki í járnum?

Þetta á greinilega að vera sérstakur málsvari íslensku þjóðarinnar sem kemur fram í Stavanger Aftenbladet, sem vitnar í að forsetinn hefði átt að taka mark á 44 þingmönnum, ASÍ og SA.  Þarna er verið að tala um að forsetin taki mark hrunaliðinu sem þrammaði með þjóðina fram af hengifluginu ásamt banksterunum.

Á þessu fólki vill þessi sérstaki talsmaður Íslands í Noregi að mark verði á tekið.  Hvert peningarnir fóru skiptir svona talsmenn engu máli þeim nægir að skilanefndir skipaðar hrunaliði Íslands segi að heimtur verði góðar og þess vegna eigi að  vera óhætt að setja ábyrgðir á skuldum gjaldþrota einkabanka á skattgreiðendur um ókomin ár.

Ef það yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um icesave í Hollandi, Bretlandi og Íslandi samtímis, jafnvel heiminum öllum, þá yrði icesave fellt.  Þetta eru flestir farnir að gera sér grein fyrir aðrir en sjálfskipaðir talsmenn  þjófnaðar í skjóli stjórnvalda.  Ef menn velkjast í vafa þá er ágætt að horfa á þessa fréttskýringu frá Bandaríkjunum.

 

 


mbl.is Icesave í norskum fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er aðgögumiði að ESB þess virði?

Ástæður fyrir því að borga ekki Icesave:

- Aðalástæða fátæktar fátækustu ríkja heimsins er skuldafangelsi sem þessar þjóðir voru settar í , sem hefur komið í veg fyrir alla uppbyggingu, svo sem skólastarf, sjúkrahúsabyggingu og fleira. Ástandið á Haiti var til dæmis nærri jafn slæmt fyrir og eftir hamfarir, afþví að þeir skulda Frökkum svo mikinn pening að það er lítið hægt að gera við afgangspeninga annað en borga skuldir. Sama gildir um mörg Afríkuríki. Við ættum að hafa þetta í huga, þegar við sjáum næst baukinn frá Hjálparstofnun Kirkjunnar með grindhoraða sveltandi barninu á........að með því að borga Icesave er Ísland að leggja blessun sína yfir skuldaánauð þjóða sem concept. Þá munu reiknast á okkur mun hærri skuldir en Bretar og Hollendingar eru færir um að innheimta. Við erum ekki ein í heiminum og það er fylgst með okkur.....

2. Þá skapar þetta stórhættulegt fordæmi, sem gæti endað í hruni hins Vestræna heims . Bretar myndu brátt þurfa að súpa af eigin meðali, og með þeim síðan Bandaríkjamenn og fleiri. Efnahagskerfi heimsins gæti hrunið. Það eina sem kæmi í veg fyrir slíkt er vald þessara þjóða......en viljum við láta nýðast á okkur af þeim einum orsökum að við höfum lítið vald? Er það gott fyrir heiminn? Með sömu rökum og verið er að heimta skattfé af Íslendingum hefði verið hægt að gera það af flestum þjóðum.

3. Börnin okkar, barnabarnabörn og svo framvegis. Saklaus börn eiga ekki að gjalda fyrir afglöp 30 íslenskra bankamanna. Erfiðir tímar fara í hönd og við megum ekki við þessum aukabagga ofan á öllu þau stóru vandamál sem tilheyra framtíðinni. Þá einfaldlega munu börnin okkar ekki lifa af. Við getum þá kvatt þessa þjóð bless eftir sirka sjö kynslóðir. Það fara erfiðir tímar í hönd og börnin okkar munu þurfa að vera miklu sterkari, duglegri og betur á varðbergi en við sjálf.

Ástæður fyrir að borga Icesave

1. Blind hlýðni við "hinn sterka". "Stockholms syndrome." Geðveiki. Náði hámælum í tilvitnunum mannvitsbrekknanna sem héldu því fram á alþingi að okkur bæri "siðferðileg skylda" til að borga Icesave hið fyrra.

2. Ný-nazismi Updated Version. Að henga heilli þjóð fyrir mistök örfárra óvinsælla bankamanna. Þannig slær hjarta nazistans og þessar "röksemdafærslur" sendu gyðingana í gasklefana. Það er til geðsjúkdómur sem kallast "Stockholms syndrome". Íslendingar sem trúa því í raun og veru þeim beri að "refsa" fyrir syndir 30 bankamanna, eru líkir sjálfs-hatandi gyðingum af því tagi sem unnu innan veggja fangabúðanna við að urða lík samlanda sinna fyrir örlítið betra fæði og aðbúnað...það er að segja svipað og hinn efri-millistéttar alþingismaður býr við miðað við venjulegan íslenskan almenning. Meiri smámenni og smásálir er ekki hægt að hugsa sér. Við verðum að losna við geðveikt og órökrétt fólk af alþingi.

3. Heimsvaldastefna. Íslendingar hefðu getað hjálpað Afríkuþjóðum með að setja gott fordæmi að losna með tímanum undan sínum skuldaklafa, eins og átakið "Make Poverty History" hefur verið að berjast fyrir. Auðvitað finnst öllum það ekkert gott mál. Sumir aðhyllast enn Heimsvaldastefnu og trúa að best sé að litaði maðurinn sé enn undir hæl gömlu þrælahaldara sinna sem stálu flestum auðæfum hans. Kannski gamli Colonialisminn eigi svo sterka stuðningsmenn á Íslandi þeim finnist þeim bera "siðferðileg skylda" til að fara undir hælinn með Afríku, frekar en skapa mögulega hættu á lagalegu fordæmi, gömlu Heimsveldunum í óhag.

Save Iceland - Kill "Icesave"

 


mbl.is 57,7% myndu samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skildu fíflin fatta það.

Þeim mun meira sem hönnuðir hrunsins sem enn sitja allt í kringum borðið beita fortölum sínum og hræðsluáróðri fyrir því að almenningur gangist í ábyrgð fyrir skuldum gjaldþrota einkabanka, þeim mun minna mark verður á svona málflutningi tekið.  Þjóðin hefur ekki gleymt því hverjir þrömmuðu með hana fram af hengifluginu og stóðu að því að gera flest heimili landsins eignalaus. 
mbl.is Ábyrgðin liggur nú hjá þjóðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrir kostir; Ísland ekki til sölu.


mbl.is Skýrir kostir í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland.

Það er bara eitt um þessa ákvörðun forseta vors að segja; til hamingju Ísland með að Hr. Ólafur Ragnar Grímsson fæddist hér, maður fólksins.


mbl.is Forsetinn staðfestir ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurstyggilegir náungar.

Lýðskrumaranum Sigmundi Erni finnst "viðurstyggileg móðgun við landsmenn" að hækka laun nokkurra dómara um 100 þúsund í sömu viku og hann samþykkti icesave í þriðja sinn á tveimur árum, sem gerir ráð fyrir 200.000 - 3.000.000 skuldbindingu á hvern landsmann.  Hvað ætlar hann að gera í málinu?
mbl.is Viðurstyggileg móðgun við landsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað annað.

Haft er eftir Lee Buchheit að icesavesamningarnir væru viðunandi niðurstaða á óviðunandi vandamáli og skiljanlega séu sumir óánægðir með hana.  Þessi sami Lee Buchheit fékk borgað frá fjármálaráneyti Íslands fyrir að gera þennan icesavesamning, hann fær væntanlega borgað fyrir að tala fyrir honum og sleppur við að borga hann sjálfur.  Hvað annað héldu þeir á RUV að maðurinn segði.
mbl.is Ánægður með að Icesave-lög voru samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík sögufölsun.

Þeir koma alltaf jafn skemmtilega á óvart hjá Seðlabankanum við að fegra eigin framistöðu og nú bætist ein dýrasta mannvitsbrekka landsins, Þórólfur Matthíasson, við í að bera út sögufalsanirnar.  Skuldastaðan ekki betri en frá 2005 og jafnvel 1987 ef vel er að gáð í nýbirtum ævintýrum Seðlabankans.  Það eina sem þessir hálfvitar stilla sig um að segja berum orðum er; það verður ekkert mál fyrir þjóðina að borga icesave, enda á það að liggja í augum uppi samkvæmt bókinni og erlendum fjölmiðlum, sem birta lygasögurnar þeirra hráar.

En gufuðu allar skuldirnar upp?  nei ríkissjóður hefur aldrei verið skuldugri og heimili landsins eru eignalausari en nokkru sinni fyrr á sömu kennitölunum.  Á meðan einstaklingar geta ekki skipt um kennitölu eða ríkisfang eru skuldirnar til staðar.  Seðlabankinn finnur ekki stærstan hluta skulda þjóðarbúsins lengur því þeim hefur verið sópað undir útdyramottur heimila landsins. 


mbl.is Íslendingar sagðir hafa sloppið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband