Færsluflokkur: Dægurmál

Þjóðaratkvæði takk.

 

Það er flestum ljóst að icesave deilan snýst ekki um krónur og aura hvað almenning varðar.  Hún snýst um það grundvallaratriði hvort spilltir stjórnmálamenn komast upp með að velta skuldum gjaldþrota einkabanka yfir á almenning.

Oft hafa bestu ástæðurnar fyrir því að borga ekki icesave komið fram í nafnlausum athugsemdum við blogg.  Þessi athugasemd kom inn á blogg hjá mér 16. des sl. og tekur vel á ástæðunum fyrir því að icesave verði ekki borgað, að það sé ekki einu sinni samkomulagsatriði hvað almenning varðar.

"Ástæður fyrir því að borga ekki Icesave:

- Aðalástæða fátæktar fátækustu ríkja heimsins er skuldafangelsi sem þessar þjóðir voru settar í , sem hefur komið í veg fyrir alla uppbyggingu, svo sem skólastarf, sjúkrahúsabyggingu og fleira. Ástandið á Haiti var til dæmis nærri jafn slæmt fyrir og eftir hamfarir, afþví að þeir skulda Frökkum svo mikinn pening að það er lítið hægt að gera við afgangspeninga annað en borga skuldir. Sama gildir um mörg Afríkuríki. Við ættum að hafa þetta í huga, þegar við sjáum næst baukinn frá Hjálparstofnun Kirkjunnar með grindhoraða sveltandi barninu á........að með því að borga Icesave er Ísland að leggja blessun sína yfir skuldaánauð þjóða sem concept. Þá munu reiknast á okkur mun hærri skuldir en Bretar og Hollendingar eru færir um að innheimta. Við erum ekki ein í heiminum og það er fylgst með okkur.....

2. Eins og þessi maður nefnir í greininni þá skapar þetta stórhættulegt fordæmi, sem gæti endað í hruni hins Vestræna heims eins og hann leggur sig. Bretar myndu brátt þurfa að súpa af eigin meðali, og með þeim síðan Bandaríkjamenn og fleiri. Efnahagskerfi heimsins gæti hrunið. Það eina sem kæmi í veg fyrir slíkt er vald þessara þjóða......en viljum við láta nýðast á okkur af þeim einum orsökum að við höfum lítið vald? Er það gott fyrir heiminn? Með sömu rökum og verið er að heimta skattfé af Íslendingum hefði verið hægt að gera það af flestum þjóðum.

3. Börnin okkar, barnabarnabörn og svo framvegis. Saklaus börn eiga ekki að gjalda fyrir afglöp 30 íslenskra bankamanna. Erfiðir tímar fara í hönd og við megum ekki við þessum aukabagga ofan á öllu þau stóru vandamál sem tilheyra framtíðinni. Þá einfaldlega munu börnin okkar ekki lifa af. Við getum þá kvatt þessa þjóð bless eftir sirka sjö kynslóðir. Það fara erfiðir tímar í hönd og börnin okkar munu þurfa að vera miklu sterkari, duglegri og betur á varðbergi en við sjálf.

Ástæður fyrir að borga Icesave

1. Blind hlýðni við "hinn sterka". "Stockholms syndrome." Geðveiki. Náði hámælum í tilvitnunum mannvitsbrekknanna sem héldu því fram á alþingi að okkur bæri "siðferðileg skylda" til að borga Icesave hið fyrra.

2. Ný-nazismi Updated Version. Að henga heilli þjóð fyrir mistök örfárra óvinsælla bankamanna. Þannig slær hjarta nazistans og þessar "röksemdafærslur" sendu gyðingana í gasklefana. Það er til geðsjúkdómur sem kallast "Stockholms syndrome". Íslendingar sem trúa því í raun og veru þeim beri að "refsa" fyrir syndir 30 bankamanna, eru líkir sjálfs-hatandi gyðingum af því tagi sem unnu innan veggja fangabúðanna við að urða lík samlanda sinna fyrir örlítið betra fæði og aðbúnað...það er að segja svipað og hinn efri-millistéttar alþingismaður býr við miðað við venjulegan íslenskan almenning. Meiri smámenni og smásálir er ekki hægt að hugsa sér. Við verðum að losna við geðveikt og órökrétt fólk af alþingi.

3. Heimsvaldastefna. Íslendingar hefðu getað hjálpað Afríkuþjóðum með að setja gott fordæmi að losna með tímanum undan sínum skuldaklafa, eins og átakið "Make Poverty History" hefur verið að berjast fyrir. Auðvitað finnst öllum það ekkert gott mál. Sumir aðhyllast enn Heimsvaldastefnu og trúa að best sé að litaði maðurinn sé enn undir hæl gömlu þrælahaldara sinna sem stálu flestum auðæfum hans. Kannski gamli Colonialisminn eigi svo sterka stuðningsmenn á Íslandi þeim finnist þeim bera "siðferðileg skylda" til að fara undir hælinn með Afríku, frekar en skapa mögulega hættu á lagalegu fordæmi, gömlu Heimsveldunum í óhag.

Save Iceland - Kill "Icesave""


mbl.is Óvissu- og áhættuþættir enn til staðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án jarðsambands.

 

 

Það væri eftir öðru, að þora ekki að halda fram hagsmunum Íslands.  Þetta lið heldur kannski að það sé að ástunda pólitík, þar sem möguleikum fyrir hvaða málamiðlun sem er eigi að halda opnum.  En er í raun komið svo langt frá Íslenskum veruleika að það þorir ekki að halda honum fram og heldur að hagsmunum landsins verði best gætt meðal skriffinnana í Brussel.


mbl.is Óttast örg viðbrögð ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En sami samningur og áður.

Það er greinilegt að stjórnmálamenn, fjölmiðlar og álitsgjafar þeirra hafa tekið sig saman um að fara í rólegheitum í gegnum icesave3.  Það er varla minnst á það að hér er um sama samning að ræða, þar sem skuldum gjaldþrotaeinkabanka er komið á ábyrgð almennings, með ca. 1% lægri vöxtum en í fyrri samning sem hafnað var með 93% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Skilanefndirnar keppast við að mata fjölmiðla á degi hverjum um frábær tilboð í Icelandic sölusamtökin, Iceland verslanakeðjuna ofl. ofl..  Allt á þetta að fara upp í icesave þannig að almenningur ætti að geta verið rólegur þrátt fyrir að taka ábyrgðina á dæminu.

Svo koma reglulega álitsgjafar með frasa í anda Friðriks Más "„Því er óljóst hvort það hafi verið í efnahagslega þágu Íslands að hafna fyrra Icesave-samkomulaginu; kostnaður vegna þess kann að vega þyngra en ágóðinn," þar sem haldið er fram að með lausn Icesave-deilunnar muni erlendir fjármagnsmarkaðir opnast Íslandi, samskipti við nágrannaþjóðir muni batna, erlend fjárfesting muni aukast og hagvöxtur taka við sér".  Eins hagkerfi annarra landa séu í þvílíkri uppsveiflu að þetta sé það eina sem kemur í veg fyrir að peningarnir streymi hingað.

Það kæmi ekki á óvart að icesave3 renni hljóðlega í gegnum þingið með þegjandi samþykki fjölmiðla og álitsgjafa þeirra.  Síðan þegar kemur í ljós hver þessi reikningur í raun er, þ.e. botnlaust skuldafen ríkissjóðs og áframhaldandi kreppa, þá eigi þjóðin sér ekki annan kost en að hreinsa út á alþingi og í stjórnkerfinu.  Taka álitsgjafana af launa skrá og leifa fjölmiðlunum að verða gjaldþrota svo dýru verði  verði  skynsemin keypt.


mbl.is Ekki sami þrýstingur á lausn Icesave og áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður öryggiseftirlit hert?

Það er átakanlegt að hlusta á faðir 9 ára stelpunnar sem var skotin til bana í Tuscon, Arizon, um leið og þingmaðurinn Gabrielle Giffords.  Hann lýsir því yfir að hann vilji  ekki að frelsi verði takmarkað með eftirliti þó svo þessi voðatburður hafi átt sér stað. 

Stúlkan hans var fædd 9. sept 2001.  Hann segist ferðast mikið og óskar þess að fólk komist út úr þeim vítahring sem öryggisþjóðfélagið hafi búið til eftir 9/11, með þeim árangri að glæpir verða algengari. 

 


mbl.is Vill að ofstækismenn svari til saka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er bara að fá sér vatn.

Jæja þá er komið að því að setja vatn á bílinn í stað bensíns.  Það er nóg til af því og kostar ekki neitt sem betur fer.  Skella "kitti" í bílinn, það er sagt að það svínvirki.  Allveg ætti það að vera þess virði að prófa græjuna  sem kostar ca. eina áfyllingu.

 

http://75news.com/


mbl.is Skeljungur hækkar eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðgerðastarfsemi.

 

Þessi frétt virðist vera algerlega byggð á röngum forsemdum.  Ástralskt fyrirtæki, Wasabi Energy eða dótturfélag Wasabi, kaupir (ekki ) orkustöðina.  Heldur munu þeir yfirtaka stöðina á meðan endurbætur fara fram og skila henni svo aftur.  

Hér er því um hreina góðgerðastarfsemi að ræða og ekki hefur heyrst að það þurfi að segja neinum upp hjá OH eða í yfirstjórn sveitafélagsins eða nokkur staðar í stjórnsýslunni á öllu Íslandi vegna góðverka Ástralana. 

 


mbl.is Ástralir kaupa orkustöð OH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdi ekki rétta flugið.


mbl.is Afklæddist á flugvelli í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland þarf nýan utanríkisráðherra.

Vinhaninn snýst nú ætlar bjóða Birgittu að eiga fund með starfsmönnum ráðuneytisins til að skýra hugsanlegar áhættur sem eru fólgnar í ferðalögum hennar.  Í gær sagði hann "Ég mun sem utanríkisráðherra leita allra ráða til að vernda hana........"

Það væri nær að gera Birgittu að utanríkisráðherra hún hefur talað máli þjóðarinnar svo eftir hefur verið tekið.   Það gengur náttúrulega ekki að þingmaður sem talar máli fólksins fyrir og eftir kosningar komist upp með það.

 


mbl.is Sjónarmiðum komið á framfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju Birgitta?

 


mbl.is Aðför að tjáningarfrelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má Birgitta passa sig?

Birgitta segir þetta vera „prinsipp" mál. „Mér er boðið að tala á mikilvægri ráðstefnu í sumar í Bandaríkjunum um upplýsingafrelsi," segir þingmaðurinn og hlær við. „Þá er óþægilegt að vita ekki fyrirfram hvort þeir muni virða friðhelgi kjörinna fulltrúa. Ég hef ekki gert neitt ólöglegt, en ég veit ekki hvort það verði farið með mig í yfirheyrslu eða eitthvað slíkt."

Það er ætti flestum að vera ljóst að ritskoðanalöggur heimsins eru tilbúnar til að fara hvert sem er til að hafa sitt fram.  Heimurinn hefur þagað þunnu hljóði yfir Guantanmo fangabúðunum og hvernig USA og UK ásamt hinum viljugu, gerðu heilu þjóðirnar í mið-austurlöndum að réttdræpum hryðjuverkamönnum.  Drottnarar heimsins hafa sýnt að þeir hika ekki við að beita hryðjuverkalögum gegn smáríkum. 

Ef Birgitta má passa sig, hvað má þá segja um venjulegt fólk sem nýtur ekki friðhelgi kjörinna fulltrúa.  Það er alltaf fróðlegt að hlusta á vikulegan útvarpsþátt Max Igan á American Voice Radio þegar hann talar um hvað fólkið getur tekið til bragðs.  Hér fer hann yfir fyrstu viku ársins 2011 og horfurnar framundan.

Klikkið á myndina til að hlusta og horfa.


mbl.is „Ég hef ekkert að fela“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband