Valdi ekki rétta flugið.


mbl.is Afklæddist á flugvelli í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

i refused the naked body scanner and they told me I HAD NO CHOICE. forced me to go thru the scanners, harasses me about my mmj, then proceeded to do a full search. took 1 hour total and was lucky to arrive so early that it didnt cause me to miss my flight. never felt so violated in my LIFE.

eileen (IP-tala skráð) 9.1.2011 kl. 21:50

2 identicon

Flottur strákur! Hvar væri heimurinn án svona fólks? Svartir menn væru enn tíunda flokks þegnar í Bandaríkjunum, hefði ekki kona ein svört mótmælt í strætisvagni...og þau mótmæli mörkuðu upphafið að endalokum aðskilnaðar...Nú mótmælir hann á flugvelli. Flottur strákur og sannur Bandaríkjamaður! Land of the Free! And home of the Brave! And the brave only! Chickens stay away!

Stolltur Ameríkani (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 00:56

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta vesen er til að tryggja öryggi flugfarþega. Það var aukið eftir 9/11 og er eitthvað skrítið við það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 01:40

4 identicon

gunnar, það eru 10 ár síðan, þetta er greinilega bara áhætta sem fólk þarf að taka

kubbur (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 04:08

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Leiðinlegasta er öryggi, ofmetið hugtak sem notað er til að sá ótta í huga almennings og hefur komið því til leiðar að ég geng á sokkaleistunum með buxurnar á hælunum í gegnum flugstöðvar síðan 11.09.2001, hefur fengið mig til að hugleiða að fá securtas mann heim til að líma "vaktað" á útidyrnar gegn mánaðar gjaldi og hefur jafnvel fengið mig til að hugleiða hvort velferð mín sé á annarra valdi.

Magnús Sigurðsson, 10.1.2011 kl. 05:48

6 identicon

Skýrslur segja að eftir að tekin var upp gegnumlýsingartækni á flugvöllum westra hafi fundist;

133 kynskiptingar

1.485 kviðslit

3.172 gillinæðar

8.249 blöðruhálskyrtil stækkanir

59.350 brjóstastækkanir

3 ekta ljóskur

0 hryðjuverkamenn

öryggisfulltrúinn (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 06:44

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta finnst mér bara þó nokkuð, hr. öryggisfulltrúi. Segið svo að þetta geri ekki gagn!!

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 11:24

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En að gamni slepptu, af hverju haldið þið að ekki finnist hryðjuverkamenn? Veltið því aðeins fyrir ykkur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 11:25

9 identicon

Gunnar, það að þetta snúi að öryggi farþega er alger misskilningur. Þetta svokallaða flugvallaöryggi er í dag milljarðabisness. Einnig og ekki síður hérlendis þar sem ómældum fjármunum er mokað í málaflokk sem litlu sem engu máli skiptir. Þetta er svo réttlætt með því að verið sé að uppfylla erlenda staðla. Það þarf engan ofurheila til að sjá vitleysuna í því að fimm manns þurfi til að vernda innkaupakerru fulla af vatnsflöskum (sá það á Keflavíkurflugvelli um daginn þar sem vatnið hafði verið tekið af farþegum sem komu frá Bandaríkjunum, og þurftu að gangast undir málamyndaleit).

Nei, öll þessi paranoja og taugaveiklun fær allt venjulegt fólk til að fá aulahroll. Ég man ekki til þess að flugvél í innanlandsflugi hafi lent í hættu, en þar er engin sk. vopnaleit.

Segi enn og aftur, þetta flugvallavopnaleitaræði á sér enga raunveruleikatengingu aðra en í veski hagsmunaaðila. TSA til dæmis er (í BNA) orðið óhugnanlega mikið batterí sem enginn ræður orðið við í þinginu vestanhafs, vegna þess að fjárhagsleg áhrif þess fyrirtækis eru orðin það mikil.

Burtséð frá þessu, frétt er eldgömul og ég held hún hljóti að hafa dottið bakvið Reuters-prentarann hjá MBL, og fundist mánuðum síðar.

Nigel Starr (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 11:26

10 identicon

"En að gamni slepptu, af hverju haldið þið að ekki finnist hryðjuverkamenn? Veltið því aðeins fyrir ykkur."

Ekki reyna að segja okkur að ef slakað yrði á vopnaleit, að ferðaskrifstofa hryðjuverkamanna fengi skyndilega nóg að gera? Ekki trúir þú þessari þvælu?

Svo er þetta líka spurningin um ,,calculated risk". Það er áhætta að taka þátt í lífinu. Myndir þú vilja fórna því að geta farið útúr húsinu þínu án vopnaleitar, ef þér væri sagt að það væri nauðsyn. Svo 10 árum seinna væri sagt við þig að vissulega væri þörf á að hleypa engum úr húsi án leitar því glæpum hefði jú fækkað eitthvað?

Hér er verið að tækla algerlega rangan enda. Þetta er eins og að lækna niðurgang með korktappa. Kemur þér kannski gegnum dagpart, en er gríðarlega óþægilegt og hættulegt til lengri tíma litið. En eftir dagpartinn er vissulega hægt að benda á hreinar nærbuxur og færa rök fyrir gagnsemi aðferðarinnar.

Nigel Starr (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 11:37

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

OK, þannig lítur þú á málið. Ekki ég.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 12:19

12 identicon

"En að gamni slepptu, af hverju haldið þið að ekki finnist hryðjuverkamenn? Veltið því aðeins fyrir ykkur."

Það leikur grunur á að hryðjuverkamenn fari sinna ferða fótgangandi, eftir að öryggiseftirlit á flugvöllum var hert. 

Ef það er sólskin úti hikið þá ekki við að hafa samband við öryggiseftirlitið og við munum ganga úr skugga um hvort að skugginn af ykkur er hryðjuverkamaður.

öryggisfulltúinn (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 12:58

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

  Öryggi er tvinnuskapandi eða hvað?

Magnús Sigurðsson, 10.1.2011 kl. 13:13

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þeir eru fótgangandi, þá get ég verið nokkuð öruggur í flugferðinni minni

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.1.2011 kl. 16:13

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er spurning hvar þeir myndu flokka þennan, hann er allavega skuggalegur.

Magnús Sigurðsson, 10.1.2011 kl. 17:42

16 identicon

Þeir sem ennþá trúa opinberu kenningunni um 11.sept. hafa annað hvort ekki kynnt sér fyrirliggjandi gögn eða eru í sjúklegri afneitun.

Af mörgum gögnum stendur upp úr algjört brakleysi við Pentagon og í Shanksville. Tugir tonna af málmum og öðru úr flugvélunum hreinlega gufaði upp! Ekkert brak, engir vængir, engin stél, lík, hreyflar, sæti... nákvæmlega ekki neitt. (en þeir fundu samt auðvitað lífræn sýni til að bera kennsl á hryðjuverkamennina!!). Opinbera skýringin er að flugvélarnar "vaporize"-uðust, No joke, gufuðu upp.

palli (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 21:20

17 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 21:33

18 identicon

Nektarskannar auka ekkert öryggi. Þetta snýst um $$$ og lögregluríkið BNA. Fjölmiðlar birta ekki gagnrýni...

1) http://www.informationclearinghouse.info/article27216.htm

 2) The YouTube videos, posted Nov. 28, show what the pilot calls the irony of flight crews being forced to go through TSA screening while ground crew who service the aircraft are able to access secure areas simply by swiping a card.

“As you can see, airport security is kind of a farce. It’s only smoke and mirrors so you people believe there is actually something going on here,” the pilot narrates.

http://www.infowars.com/big-sis-strikes-back-agents-raid-home-of-pilot-critical-of-tsa/

magus (IP-tala skráð) 10.1.2011 kl. 22:24

19 Smámynd: Magnús Sigurðsson

9/11 var verkfræðiundur.  Það ætti að vera alger óþarfi að tefja flugfarþega þess vegna.  Það væri nær að setja öryggiseftirlitið og öryggismyndavélaranar við inn og útganga á fámennari stöðum þar sem eftirlitið hefði engin truflandi áhrif fyrir almenning.

Pólitíkusar sem telja að það þurfi að rannsaka hvað gerðist 9/11 hafa verkfræði þekkingin sem kemur í veg fyrir að þeir trúi opinberu skýringunni.

http://www.youtube.com/watch?v=n9rwdu67o5Q

Magnús Sigurðsson, 10.1.2011 kl. 23:32

20 identicon

Öryggiseftirlitið vill gefa góð ráð til flugfarþega. 

Komið ekki í hliðið með vatn, mat, oddhvöss verkfæri né snefil af sjálfsvirðingu.

öryggisfulltrúinn (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 00:35

21 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er átakanlegt að hlusta á faðir 9 ára stelpunnar sem var skotin til bana í Tuscon, Arizon, um leið og þingmaðurinn Gabrielle Giffords.  Hann lýsir því yfir að hann vilji  ekki að frelsi verði takmarkað með eftirliti þó svo þessi voðatburður hafi átt sér stað.  Stúlkan hans var fædd 9. sept 2001.  Hann segist ferðast mikið og óskar þess að fólk komist út úr þeim vítahring sem öryggisþjóðfélagið hafi búið fólki síðustu 10 árin, með þeim árangri að glæpir verða algengari.

http://www.youtube.com/watch?v=Rj47lB1a-0Y&feature=player_embedded#!

Magnús Sigurðsson, 11.1.2011 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband