Færsluflokkur: Dægurmál

Bjartir dagar á landinu bláa.

IMG 0793

 

Veðrið hefur verið fallegt undanfarnar vikur, birta skammdegisins eins og hún fallegust getur orðið á landinu bláa.

 

IMG 0789    IMG 0784    IMG 0813    IMG 0804

Klikka á mynd til að stækka.

 

 


Þjóðaratkvæði takk.

Endastöð icesave hlýtur að verða fyrir dómstólum, nema samþykki samningsins í þjóðaratkvæði komi til, annað getur varla verið í boði. 

Við þurfum sjálf að sjá til þess að þessi samningur komist í þjóðaratkvæði og verði hafnað þar. Við getum ekki treyst á þá umboðslausu stjórnmálamenn sem nú fara formlega með völdin, sem koma til með að láta undan kúgun Breta og Hollendinga. 

Þeir eru nú sáttir við lægri vexti og lygasögur um betri heimtur úr þrotabúi Landsbankans. Íslenskir skattgreiðendur bera sem fyrr, enga ábyrgð á starfssemi gjaldþrota einkafyrirtækisins Landsbanki Íslands hf. Bankinn var seldur og eftir það áttum við ekkert í honum og bárum enga ábyrgð á þessu ótrúlega ræningjabæli.

Það var svo eftir öðru að samningnum skuli hafa verið lekið á wordpress, eins og ríkisstjórnin hafi talið að samningurinn sé einkamál stjórnmálamanna.


http://icesave3.wordpress.com/


mbl.is Icesave-samningarnir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæði takk.

Það er nokkuð ljóst icesave samningurinn á að fara í þjóðaratkvæði.  Umboðslausum stjórnmálamönnum er ekki treystandi.

Einhverra hluta vegna er þetta óvenju snautlegur úrárdráttur hjá mbl úr leiðara Financial Times.  Það læðist að manni sá grunur að fjölmiðlar og stjórnmálamenn muni ekki standa með þjóðinni við að verjast icesave skuldafangelsinu nú frekar en áður.

 

Í FT leiðara dagsins segir m.a.;   "„Blessum íslensku þjóðina sem gerði uppreisn í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars s.l. gegn því að að verða sett í skuldafangelsi vegna heimsku hins gjaldþrota Landsbanka." Þannig hefst leiðari Financial Times í dag þar sem fjallað er um icesave málið.

Í leiðaranum segir að engin ágreiningur sé um að tryggingarsjóður innistæðna á Íslandi er ábyrgur fyrir Icesave innlögnum í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn hafi hinsvegar reynst algerlega ófær um að ráða við fall eins af stórum bönkunum á Íslandi, hvað þá þeirra allra þriggja. Deilan sé um hvort ríkissjóður Íslands eigi að borga reikninginn sem tryggingarsjóðurinn geti ekki. Westminster og Hague krefjist ríkisábyrgðar á endurgreiðslum á innistæðunum sem skoluðust niður með falli Landsbankans.

Í leiðaranum er síðan fjallað um hið nýja samkomulag í Icesave deilunni sem er mun betra fyrir Íslendinga en sá samningur sem þjóðin hafnaði í mars s.l. Eftir sem áður muni Bretar og Hollendingar halda Íslendingum í gíslingu þar til skuldin er greidd.

Finacial Times telur þetta leitt því það ýtir undir núverandi tísku um að leggja bönkum til ótakmarkaðar ríkisábyrgðir. Í tilviki Icesave er vart hægt að færa lagaleg rök fyrir ríkisábyrgð og alls ekki á grundvelli sanngirni. Bresk og hollensk stjórnvöld myndu aldrei endurgreiða kröfur erlendra innistæðueigenda sem næmu þriðjungi af landsframleiðslu þeirra færi svo að einn af stóru bönkunum í löndunum tveimur yrði gjaldþrota.

Í leiðarnum segir að kannski sé það best fyrir Íslendinga að samþykkja hinn nýja Icesave samning, í ljósi þeirra bolabragða sem þeir hafa mátt sæta, hversu ófullnægjandi sem hann er. Afstaða Íslands hefur hinsvegar leitt þrjú óheppileg atriði fram í sviðsljósið.

„Í fyrsta lagi að það er pólitískt val hver beri byrðina af bankatapi og að það val stenst ekki án samþykkis almennings," segir í leiðaranum sem síðan nefnir að í öðru lagi vilji framkvæmdastjórn ESB nú betri innistæðutryggingar og í þriðja lagi að reglugerð vantar enn til að glíma við banka sem falla þvert yfir landamæri.

„Þó ekki væri nema bara fyrir að benda á þessar hættur eiga Íslendingar betra skilið en þeir fengu,"


mbl.is Fangelsi skattgreiðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla að klára samning fyrir áramót.

 

Það virðist vera eins og mbl ætli að fara varlega í að koma fram með upplýsingar fyrir lesendur sína um hvað icesave samningurinn hefur að geyma.  Kannski ekki vissir hvort þeir eigi að vera með eða móti frekar en stjórnmálamennirnir. 

Fram hefur þó komið að samið var við Breta og Hollendinga um að keyra samninginn í gegnum þingið fyrir áramót, sjá hér.  Að koma skuli í veg fyrir þjóðaratkvæði með öllum tiltækum ráðum, sjá hér.  Einhvern tíma hefði leiðari dagsins í Financial Times þótt fréttnæmur á mbl, hvað þá þegar íslensku þjóðinni er beðið blessunar.

Spurningin er verður stjórnmálmönnum og fjölmiðlum landsins treystandi til að gera nýja samkomulaginu skil?


mbl.is Icesave verður stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómstólaleiðin eða þjóðaratkvæði.

 

Endastöð icesave hlýtur að verða fyrir dómstólum, nema samþykki samningsins í þjóðaratkvæði komi til, annað getur varla verið í boði.  Það væri rétt að umboðslausir stjórnmálamenn hefðu það í huga áður en þeir samþykkja ábyrgð almennings á Íslandi á skuldum gjaldþrota einkabanka að Það hefur aldrei verið betra tækifæri frá hruni, en núna að láta reyna á icesave ábyrgð íslendinga fyrir dómi.  Það hefur komið fram fjöldi málsmetandi sérfræðinga sem benda á að ekki sé hægt að gera íslenskan almenning ábyrgan fyrir icesave skuldum. 

Stjórnmálamenn ættu að íhuga það áður en þeir samþykkja tug eða jafnvel hundruð milljarða skuldir fyrir hönd almennings hvort þeir eru tilbúnir til að ganga undir dóm fyrir þann gjörning.  Allavega ættu þeir sleppa því að endurtaka hið ömurlega leikrit sem þjóðin varð vitni að á alþingi 30 desember s.l..  Ömurlegri nýársgjöf var ekki hægt að færa þjóðinni og það er ekki víst að fleiri gjafir að því tægi verði liðnar.


mbl.is Icesave á endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nornaveiðar notaðar á tjáningarfrelsið.

 

Þær eru aumingjalegar opinberu ásakanirnar sem hafðar eru uppi sem ástæða fyrir því að halda Julian Assange í haldi.  Það dylst engum að þessar ásakanir koma upp á heppilegum tíma til að hafa hendur í hári Assange. 

Því hefur verið haldið fram af málsmetandi fólki í USA að eðlilegt sé að stöðva Wikileaks af öryggissjónarmiðum, upplýsingarnar setji fólk um víða veröld í lífshættu.  Eins hafa verið uppi getgátur um hverjir standi raunverulega á baki og að Wikileaks sigli undir fölsku flaggi.

En það er sama hvað býr að baki, með því að samþykkja meðferðina á Julian Assange er verið að samþykkja afnám tjáningarfrelsisins.


mbl.is Krefjast þess að Assange verði sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

London Calling

Það má skilja á þessar frétt að Bretar og Hollendingar vilji vera öruggir með heimtur á icesave peningunum út á ábyrgð íslenskra skattgreiðenda auk þess að eiga hlutdeild í heimtum á eignum gjaldþrota einkabanka.  Þetta er meira en áður hefur heyrst, fram til þessa hefur átt að koma skuldinni á almenning í skiptum fyrir lægri vexti.

Undirlægu háttur íslenskra stjórnmálamanna er ótrúlegur í þessu máli.  Þegar landhelgisdeilan var á sínum tíma datt íslenskum stjórnvöldum ekki í hug að eltast við ósanngjarnar kröfur ræningja með því að hlaupa sífellt til funda við þá á erlendri grund.  Nú keppast þeir við að þóknast bretum á kostnað íslenskra skattgreiðenda, í stað þess að lögsækja þá fyrir að hafa sett Ísland á hausinn með hryðjuverkalögum.

 

 

 


mbl.is Vilja hlut í betri heimtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írar ættu að losa sig við ESB

Írar geta lært eitt af Íslendingum, það er að dumpa evrunni og forða sé úr ESB.  En Guð forði þeim frá að taka íslenska stjórnmálamenn sér til fyrirmyndar.  Þeir hefðu stokkið á hvaða lán sem er fyrir tveimur árum síðan, tekið upp evru ef mögulegt hefði verið og gengið í ESB án þess að spyrja þjóðina.  Ef eitthvað er þá var leið Íslands hundaheppni sem kom upp vegna þess að það var engin önnur leið fær á þeim tíma.

 


mbl.is Geta Írar lært af Íslendingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilaþvottur.

Það er athyglivert að hlusta á viðtal frá því 1985 við sovéskan sérfræðing í heilaþvotti um það hvernig best sé að heilaþvo heilu þjóðirnar.  Wikileaks fréttirnar og óþrjótandi upplýsingar fjölmiðla um atriði sem skipta ekki máli eru farnar minna á heilaþvott.

 


mbl.is Assange fær frægan lögfræðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás á Ísland?

 iceland-earthquake-swarms-6-dec-2010

Það er alltaf gaman að sjá hvernig erlendir aðilar fjalla um Ísland.  Hérna er verið að fjalla um hvers vegna hafa verið jarðskjálftar undanfarið.

 

http://beforeitsnews.com/story/297/954/Iceland_Under_Attack_HAARP_Activity_Corresponds_to_Iceland_Earthquake_Swarm.html

 


mbl.is 580 skjálftar og 5 sprengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband