Færsluflokkur: Dægurmál
7.12.2010 | 11:50
Sjónarspil?
Fréttir af Wikileaks og skjölunum sem var lekið hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum. Upp hafa komið spurningar hvort lekinn sé þóknanlegur, jafnvel gerður að undirlægi valdhafa. Vangaveltur hafa komið fram um hvort lekaskjölin eru ekki saklaus sannleikur blandaður áróðri sem er valdhöfum þóknanlegur.
Það er athyglivert að hlusta á fyrirlestur Johns Pilger, margverðlaunaðs rannsóknablaðamanns. Þar rifjar hann upp málsháttinn "það skal engu trúa fyrr en því hefur opinberlega verið neitað". Þessar vangaveltur um uppruna Wikileaks lekans eru sérstaklega áhugaverðar vegna þeirra staðreyndar að stóru "meinstream" fjölmiðlarnir breiða út lekann.
![]() |
Assange handtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.12.2010 | 08:35
Skattleggja skuldir í staðinn.
Væntanlega mun ríkissjóði verða bætt upp tekjutapið með því að skattleggja niðurfellingu skulda, peninga sem fólk hefur aldrei fengið. Í farvatninu er aðkoma lífeyrissjóðanna að framkvæmdum í vegagerð. Þar hefur verið boðuð upptaka vegtolla að og frá Reykjavík. Vegtollarnir eiga síðan eftir að verða gjöful tekjulind fyrir ríkið næstu árin þegar þeir munu breiðast út um vegi landsins svo jafnræðis verði gætt.
Þó við viljum trúa því að ríkinu sé ætlað að gæta jafnræðis meðal þegnanna, þá er því ætlað að flokka þá og hafa að tekjulind. Þetta er gert á skipulegan hátt sem sífellt verður bíræfnari. Óendanlegar reglur hafa verið settar um hvernig samskipti fólks skulu vera. Hvert viðvik, greiði eða velvild í samskiptum þegnanna skal verðleggja í gegnum vinnu og gefa upp til skatts.
Innræting ríkisins er svo öflug að við trúum því að við fáum réttláta skiptingu gæðanna og við sjálf séum höfundar kerfisins. Jafnvel eftir hrun þar sem ríkisvaldið stendur strípað, líkt og keisarinn forðum, er ætlast til að afrakstur vinnu okkar renni í formi skatta til glæpamanna sem brutu öll siðferðiviðmið. Staðan er orðin þannig að almenningi er gert að taka lán, til að borga sér laun til að geta borgað skatta.
![]() |
Tekjur lækka um 11 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2010 | 07:21
Samfélagsáttmáli í tætlum.
Ég held að þetta sé raunsætt mat hjá Lilju. Það má svo velta því fyrir sér hvort samfélagsfélagssáttmálin hefur ekki verið endanlega rofinn með aðgerðum ríkisstjórnar, banka og lífeyrissjóða.
"Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu.
Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti.
Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur.
Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðisins síns og sinnar fjölskyldu."
Væri réttlátt að þriðja fjölskyldan sem á 20 milljóna íbúð skuldlausa í sama húsi gefi 10 milljónir í íbúðinni sinni til bankanna?
![]() |
Kjósa að fara í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2010 | 14:00
Þjóðin hefur sagt nei.
Stjórnmálamenn eru umboðslausir. Ef þeir gera samning þá þarf þjóðaratkvæðagreiðslu.
http://www.youtube.com/watch?v=w8KQmps-Sog
![]() |
Samkomulag að nást um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.12.2010 | 09:07
Myndskreyttur útvarpsþáttur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2010 | 08:08
Ein mesta meinsemd Íslands.
Það gæti varla gerst annarstaðar á vesturlöndun að annað eins rán færi fram á eignum launafólks, að verklýðsfélög beittu sér ekki fyrir kröftugum mótmælum.
Hér á landi er kerfið svo galið að verkalýðsforustan ver þjófnað af á heimilum félagsmanna, ekki bara með þögninni heldur með kjafti og klóm.
Það kemur alltaf betur í ljós að ein stærsta meinsemdin í íslensku samfélagi er lífeyrissjóða kerfið.
![]() |
Miklar umbúðir - rýrt innihald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.12.2010 | 22:05
Svarti Pétur.
Það má leiða að því líkum að Hagsmunasamtök heimilanna hafi bjargað lífi ríkisstjórnar og sitjandi alþingis í miðri byltingu fyrstu daga október s.l.. Þegar fulltrúar samtakanna gengu til samráðs í stjórnarráðinu.
Margir voru þá til að benda á að þar væri ríkisstjórnin að bjarga sér í pólitískum hráskinna leik. Það hefur nú komið á daginn. Ef þetta eru loka aðgerðir stjórnvalda á skuldavanda heimilanna, eru það ekki bara samtök heimilanna sem sitja uppi með Svarta Pétur, heldur öll þjóðin. Samfélagssáttmálinn er í tætlum.
![]() |
Hafna aðferðafræði stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.12.2010 | 10:50
Wikileaks og Ísland.
Standa CIA, Mossad og Soros á bak við Wikileaks? Það virðast einhverjar vangaveltur uppi um hvað sé raunverulega að gerast á bak við tjöldin. Í þeim vangaveltum leikur Ísland undarlegt hlutverk. Ef rétt er, þá búa Íslendingar í sýndarveruleika.
"It is also believed by informed sources that Soros is behind the operation to move Wikileaks to Iceland. By becoming a power in Iceland, Soros can prevent Icelanders from paying back the British and Dutch investors in Icelandic online Ponzi scheme banking and continue his all-out war against British Prime Minister Gordon Brown, who has, in turn, targeted Soros for betting against pound sterling.
Iceland is classic prey for Soros. The Icelandic krona has been decimated as a currency and has no where to go but up in value, especially if the British pound and the euro depreciate. Soros is currently talking down the euro, planning its fall and shorting it, just like he did versus the pound in London in the 1980s. After the UK's and Europe's currencies are devalued, Soros will buy every Euro note in sight, thus making trillions."
Hér má lesa greinina alla;
![]() |
Sviss, Wikileaks, íslensk orka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.12.2010 | 07:47
Naglasúpa.
Þetta verður sennilega súpa í takt við gestrisni hyskisins, "látum liðið borga eins og það getur" það verður ekki krónu skilað til baka af verðtryggingar þýfinu umfarm það sem hvort því sem er tapast.
Lánastofnanir skoða afskriftir umfram 100-110% af núvirði fasteigna. Horft verður til greiðslugetu viðkomandi og verður skilyrði afskriftanna að eiginfé sé neikvætt.
Hluti aðgerðapakkans verða milljarða vaxtabætur úr ríkisjóði á kostnað skattgreiðenda sem renna þráðbeint til lánastofnanna. Þetta verður að hætti húsbréfakerfis Jóhönnu um 1990 þegar vaxtabætur áttu að dekka afföll húsbréfa sem fóru hærst í 26%. Vaxtabæturnar voru síðar skertar því þær hefðu sett ríkissjóð á hliðina.
Enn og aftur fær hyskið að ræna heimili þessa lands í skjóli Jóhönnu.
![]() |
Rætt um verulegar afskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)