Færsluflokkur: Dægurmál
16.6.2009 | 16:30
Hvað ef það væri þorskastríð?
Spurningin er hvort Alþingismenn samþykkja samning sem þeir hafa aldrei séð. Samning sem mun gera Íslensku þjóðina tæknilega gjaldþrota um leið og hann verður undirritaður. Satt best að segja væri þeim trúandi til þess.
Vextirnir einir af þessum samningi munu éta upp allan vöruskiptajöfnuð landsins og gott betur, það þó aðeins sé miðað við bestu ár hingað til, slíkir eru afarkostirnir. Það þarf huglausa stjórnmálamenn til að samþykkja slíkan gjörning. Því miður virðist vera nóg framboð af stjórnmálamönnum sem geta ekki með nokkru móti tekið á málum í sátt við þjóðina.
![]() |
Enn leynd yfir Icesave-samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2009 | 13:31
Steingeld ríkisstjórn.
Það var svo sem ekki von á góðu þegar ríkisstjórnin boðaði skatthækkanir, en frestun niðurskurðar. Stórhækkun á tryggingagjaldi er tvíbent, þar er um skattahækkun að ræða sem leggst hlutfallslega á allar launatekjur sama hvort þær eru háar eða lágar. Atvinnurekendur verða nú að skera af sér allan launakostnað sem þeir mögulega geta verið án. Þá bætist við atvinnuleysið.
Fjármagnstekjuskatturinn skilar væntanlega litlu í framtíðinni frá öðru en sparnaði eldri borgara og þeim sem af einhverjum ástæðum hafa hliðar tekjur s.s. leigutekjur af húsnæði. Sá skattur gerir þeim væntanlega enn erfiðara fyrir sem verst eru staddir með húsnæði, s.s. óselda aðra eign.
Hvenær þessi ríkisstjórn tekur á því sem raunverulega skiptir máli bólar ekkert á. Ríkisbankarnir malla þrír áfram gjaldþrota með yfirbyggingu langt umfram þörf og getu, skilanefndir gömlu bankanna mala gull og ríkisbákn elítunnar stendur óhaggað eins og nátttröll liðins tíma.
![]() |
Skattahækkanir úr ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.6.2009 | 08:23
Lauþegar ættu að gera Sigurð G Guðjónsson að foringja sínum.
Sigurður hefur fundið leið til að bæta kjör, ekki einungis Sigurjóns Árnasonar, heldur alls almenns launafólks. Nú ætti hann að aðstoða launafólk í því að stofna séreignasjóði um lífeyrissparnað sinn þar sem fólk getur tekið hann út með vaxtalausu láni til sjálfs sín og með einum gjaldaga, sem mætti þess vegna vera eftir dauðadag sjóðseigendans. Því samkvæmt aðferðafræði Sigurðar yrðu lánþegar einungis að komast að samkomulagi við sjálfa sig um gjalddaga og kjör.
Síðan mætti gera það að framtíðar markmiði að lögfesta bindiskylduna við ca. 8% svipað og hjá öðrum fjármálafyrirtækum og gætu þá sjóðfélagar lánað sér allt að nífalda þá upphæð sem þeir leggja til hliðar með viðbótarsparnaði. Það þarf ekki að taka það fram að þarna yrði ekki um neinar skattagreiðslur að ræða fyrr en hinn eiginlegi lífeyrissparnaður verður útleystur sem gæti allt eins verið eftir dauðadag. En það er allt undir því samkomulagi komið sem lánþegin gerir við sjálfan sig.
Hér gætu því verið um mun meiri kjarabætur að ræða en aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin eru að díla um í sínum stöðuleikasáttmála.
![]() |
Líkir láni bankastjóra við almenn lífeyrissjóðslán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.6.2009 | 13:31
Verður framhald á Tax Free dögum í boði ríkissins?
Hvað ætlar félagi Steingrímur að gera við þau fyrirtæki sem eru kominn á framfæri skattgreiðenda í gegnmum ríkisbankana?
Svo sem Penninn, Ormsson, Húsasmiðjan, Hagkaup ofl. ofl. sem sum hver keppast við að auglýsa Tax Free daga. Þau voru mörg fyrirtækin sem tvíefldust við það að bankarnir komust á framfæri skattgreiðenda og hafa með því gengið í endurnýjun lífdaga. Þau launa núna skattgreiðendum með Tax Free dögum .
Skyldi stjórnendum þeirra verða umbunað með launalækkun af félaga Steingrími? eða hækkar hann skatta á almenning til að standa undir herkostnaðinum?
![]() |
Ríkishlutafélög undir kjararáð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 13.6.2009 kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 13:43
Rotið stjórnkerfi.
Það er nokkuð ljóst að nú er pólitíkin farin að spila sinn þátt í að stýra því hvað verður uppi á borðum af efnahagshruninu. Að það skuli þurfa að hrófla við embætismannakerfinu á Íslandi virðist koma ráðherrum í opna skjöldu og að Eva Joly hafi notað Kastljósið til að upplýsa vanhæfi ríkissaksóknara fer fyrir brjóstið á einhverjum stjórnmálamönnum.
Þetta þarf ekki að koma á óvart núna þegar rúmir átta mánuðir eru liðnir frá því að þjóðin var rænd aleigunni og rúmlega það, þá hefur ekki einn maður verið handtekin né ein króna kyrrsett. Steingrímur telur þó að aðstæður skapist til að kyrrsetja eignir taki þjóðin á sig icesave.
Út kemur bók eftir Jón F. Thoroddsen, Íslenska efnahagsundrið: flugeldahagfræði fyrir byrjendur, á morgun. En þar kemur fram að Baugur var í raun gjaldþrota í mars 2008 ásamt fleiri eignarhaldsfélögum með tilheyrandi erfiðleikum fyrir bankana. Ennfremur segir; "í raun hafi verið merkilegt að íslensku bankarnir skuli hafa fundið einhverja löggilta endurskoðendur til að skrifa upp á reikninga sína í ljósi þess að bæði hlutabréfabólan og húsnæðisbólan voru sprungnar og lánasöfn bankanna ekki upp á marga fiska, svo vægt sé til orða tekið [...] Samt sagði enginn neitt og þaðan af síður var nokkuð gert. Og endurskoðendur skrifuðu upp á þriggja og sex mánaða uppgjör bankanna eins og allt væri í lagi."
Er það furða þó Eva Joly hafi efasemdir um hæfi íslensks stjórnkerfis, sem skipaði sömu endurskoðendur og skrifuðu upp á reikninga bankanna til að sitja í skilanefndum og þiggja stórar fúlgur í laun. Hvað þá þegar sjálfur ríkissaksóknari tengdur einum í aðalhlutverki fjölskylduböndum.
![]() |
Eva Joly er dínamítkassi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
4.6.2009 | 10:17
Hæ, hó og jibbí jæ jei, það er kominn 17. júní.
Hvað gera þeir verkalýðsrekendur, Gylfi og Villi nú? Fara þeir heim og halda upp á 17. júní? Það færi vel á því að þessir menn færu á átta sig á íslenskum hagsmunum.
Vilhjálmur var einn helsti talsmaður þess að ASG kæmi hér að málum, báðir hafa þeir talað fyrir því að þjóðinni verði þröngvað inn í ESB með skuldatöðu sem á sér enga líka.
Ef 17. júní hátíðarhöld þeirra félaga verða til þess að þeir átti sig á íslenskum hagsmunum þá má segja að þessi hörmungarlækkun stýrivaxta hafi einhvern tilgang. Þó að það væri ekki til annars en að opna augu þeirra félaga fyrir því að það að gefa erlendum lánadrottnum bankakerfi landsins í kaupbæti mun ekki rétta hlut íslenskra hagsmuna.
![]() |
Vextir lækkaðir í 12% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2009 | 22:05
Eru stjórnmálamenn "húkkt" á AGS?
Nú þegar það ætti að vera orðið hverjum hugsandi manni ljóst, hver ræður för í íslensku efnahagslífi, langar mig til að benda á þennan pistil um AGS http://www.vald.org/greinar/090502.html. Þar má finna fróðleiksmola um AGS og álykta í framhaldi af því hver framtíð Íslands verður.
Niðurlag pistilsins er sérlega táknrænt þegar haft er í huga að nú hafa þrjár ríkisstjórnir farið með völd á Íslandi, ein bylting verið gerð og einar lýðræðislega kosningar farið fram síðan bankahrunið varð.
En í niðurlagi pistilsins segir; "AGS gerði sér þá lítið fyrir og neitaði að afhenda nokkra peninga fyrr en allir frambjóðendur hefðu skrifað undir plagg þar sem þeir studdu samninginn. Þeir gerðu það og kjósendur voru þannig gerðir alveg valdalausir í þessu mikilvæga máli."
![]() |
Þyngri róður en áætlað var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2009 | 08:43
Bankakerfið endurreist á kostnað heimilanna?
Fyrri hluta ársins 2008 létu stjórnmálamenn hjá líða að aftengja verðtrygginguna þrátt fyrir að fjárglæframenn bankanna spiluðu á hækkun hennar til að fegra efnahagsreikninginn með því að fella gengið á glæpsamlegan hátt.
Í 6.október settu þessir sömu stjórnmálamenn neyðarlög sem hafa komið Íslendingum í mestu ógöngur seinni tíma, án þess að aftengja verðtrygginguna, sem hefði getað hlíft heimilum og fyrirtækum við versta högginu.
Í febrúar 2009 tók við ný ríkisstjórn sem hafði það eina markmið að slá "skjaldborg" um heimili og fyrirtæki svo þau soguðust ekki inní hringiðu eignaleysis. Þessi ríkisstjórn sá enga ástæðu til að hrófla við þeim bölvaldi sem verðtryggingin hefur verið.
Núna beitir velferðastjórnin sem sveikst um að slá "skjaldborg" um heimilin sömu aðferðum og bankarnir gerðu 2008, þ.e. spilar á verðtrygginguna til að bæta efnahagsreikning bankanna. Velferðastjórnin nýtir sér það að hækka verðbólguna til að hækka höfuðstól lána.
Fyrsta endurskoðun lánasamnings Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) er langt komin, en aðaláhersla hefur verið lögð á að klára endurfjármögnun bankakerfisins og að jafna stöðu ríkissjóðs. Kom þetta fram á fréttamannafundi með fulltrúum IMF í morgun.
Stjórnmálamenn leysa engan vanda, það voru þeir sem bjuggu hann til. Þeir glíma því stöðugt við afleiðingar misstaka sinna en vilja ekki viðurkenna orsakir þeirra.
![]() |
Mjög óvinsælar aðgerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2009 | 21:59
Ríkisstjórnin rænir rústirnar.
Ríkisstjórn Íslands tekur nú fullan þátt í að ganga um hamfarsvæði efnahagshrunsins og ræna rústirnar undir leiðsögn IMF.
Í stað þess að koma með almennar aðgerðir til handa ísenskum heimilum og fyrirtækjum hvernig megi leiðrétta þá miklu skuldaklafa sem lagðir voru á saklaust fólk við hrun bankakerfisins situr ríkistjórn Íslands á rökstólum um það hvernig megi snúa örlítið meri aur í galtóman ríkiskassann.
Ætli stjórnmálamönnum sé það alveg fyrirmunað, að hafa hugmyndaflug og kjark til að afnema verðtrygginguna?
![]() |
Ríkið fær 2,7 milljarða - lánin hækka um 8 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.5.2009 | 14:13
Hvort er mikilvægara heimilið eða ríkið?
Steingrímur er kominn í þá undarlegu stöðu að verja stefnu IMF. Fyrir völd virðast íslenskir stjórnmálamenn vera tilbúnir til að fórna heimilum á altari skuldaþrældóms.
Jafnvel heimilum sem eru blásaklaus af því að hafa látið glepjast af græðgisvæðingunni er ætlað að endurreisa gjaldþrota bankakerfi auk þess að greiða skuldir óreiðumannanna eftir uppskrift IMF.
![]() |
Framsóknarmenn í afneitun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)