Færsluflokkur: Dægurmál
28.7.2009 | 12:28
Bólusetning, nei takk?
Dægurmál | Breytt 12.8.2009 kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
22.7.2009 | 16:02
Bólusetning, nei takk?
Dægurmál | Breytt 4.8.2009 kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.7.2009 | 15:19
Leikritið heldur áfram á Alþingi.
Þá getur velferðarstjórnin skálað fyrir þessum áfanga, keyrt icesave í gegnum þingið og þingmenn haskað sér í sumarfrí. Málið dautt.
Ég ætla að flagga í hálfa stöng og felli tár yfir einhverju ömurlegasta Alþingi sem ég hef upplifað frá 1983. Það er tæplega von á góðu í framhaldinu.
Leikrit þingmanna hefur fyrst og fremst snúist um það hvernig hægt er að viðalda því stjórnkerfi sem hér hefur verið við lýði með lántökum á kostnað þjóðarinnar. það var orðið fyrir löngu ljóst að "flokkurinn" var búinn að ákveða ESB aðildarumsókn en leikritið snérist um að finna leiðir fyrir hvern og einn til að halda andlitinu.
Hjá þessu liði snýst þetta fyrst og fremst um að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum.
Það sem hefur verið sérstakt við þessa ESB umræðu er að hún snérist aðllega um það hvort það átti að fara í einfalda eða tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu og kostnaðinn sem af því hlytist. Þessum málum hefur verið talið nauðsynlegt að ljúka fyrir sumarfrí þingsins, ásamt icesave.
Á meðan rekur allt á reiðanum, fyrirtæki fara á hausinn, heimilin verða eignalaus og gamla fólkinu er jafnvel vísað út af dvalarheimilum. Er eitthvað vit í kollinum á þessum 63 einstaklingum sem ber að fara eftir eigin sannfæringu en ekki því sem þeir sögðu fyrir kosningar?
![]() |
Samþykkt að senda inn umsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.7.2009 | 12:08
Sorglegt dæmi um kosningarbrellur velferðarstjórnarinnar.
Er þetta það sem velferðarstjórnin snýst um? Á ESB að taka við öldruðum íslendingum sem eru að missa heimili sitt? Hvað eru fólkið á Alþingi að hugsa?
Það voru uppi hugmyndir um að loka vistheimilinu Helgafelli á Djúpavogi s.l. vetur. Ögmundur Jónasson dró þá ákvörðun til baka eftir að hann komst í heilbrigðisráðuneytið í febrúar. Var það kannski bara kosningabrella að hætti velferðarstjórnarinnar?
Það er auðvelt að spara á kostnað þeirra sem ekki eiga sér talsmenn s.s. atvinnulausum og öryrkjum. Eins heyrir maður af minnkuðum matarskömmtum, Mogganum er sagt upp o.s.f.v. Yfirstjórnin finnur alltaf aðferðir til að spara á kostnað þeirra sem minna mega sín og auka við eigið mikilvægi með töff ákvörðunum.
Hvað með bankana sem standa tómir í röðum á kostnað skattgreiðenda? Hvað með 63 þingmenn sem þrasa um ESB og icesave hvern virkan dag? Hvað með kokteilpinnana sem þykja icesave samningarnir sem þeir gerðu sjálfir vera frábærir? Skyldi vera hægt að spara moggann þar og fækka kjötbollunum, eða jafnvel bera þá út?
Af visi.is í gær:
"Að sögn Guðbjargar hefur móðir hennar, sem er á níræðisaldri, búið á Djúpavogi í sextíu ár.
Ég hef reynt að fá hana til Hafnar, en þarna vill hún fá að vera. Ég þarf að taka hana nauðuga," segir Guðbjörg, sem sjálf býr á Höfn í Hornafirði. Hún segir móður sinni hafa verið gefin róandi lyf áður en þær yfirgáfu öldrunarheimilið í hinsta sinn."
http://www.visir.is/article/20090713/FRETTIR01/990107471/-1
![]() |
Óljóst hvað verður um vistmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.7.2009 | 17:18
Þetta fer að minna á Sterling.
Þetta er sniðugt ríkissjóður tekur 73% veð í gjaldþrot Sjóvá og leggur því til 11,6 milljarða í gegnum SAT eignarhaldsfélags í eigu gjaldþrota Glitnis og fjárvana Íslandsbanka sem leggur félaginu til 16 milljarða alls.
Ríkissjóður sem er miklu meira en fjárvana á að halda öllu klabbinu gangandi, þannig að tryggingartakar geta andað rólegir og haldið áfram að greiða iðgjöldin enda gengur daglegur rekstur Sjóvár ljómandi vel. Þarna er borguð laun mánaðarlega og engin lúsarlaun til stjórnendanna.
Það var virkilega ánægjulegt að heyra það frá fyrrum forstjóra, Þór Sigfússyni formanni Samtaka atvinnulífsins, hvað reksturinn var í góðu standi þegar hann lét af störfum í júní s.l.. Hann sagðist hafa komið félaginu í örugga höfn, það er í fangið á skattgreiðendum.
Mér hefur dottið í hug að skipta um tryggingafélag. Eitthvað heyrði ég af því að þeir hjá VÍS væru farnir að sjá til lands. Hvort þeir komast í jafn örugga höfn og Sjóvá verður svo að koma í ljós.
![]() |
16 milljarðar inn í Sjóvá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2009 | 10:31
Á að senda Alþingi í meðferð?
Við höldum úti sendiráðum um allan heim og 63 þingmönnum t.d. eru Svisslendingar með 30 þingmenn og færri sendiráð en við þó þeir telji 7 milljónir. Skildi þessu "rústbjörgunarliði" á Alþingi aldrei detta í hug að líta sér nær og hugleiða augljósar staðreyndir.
Þarf að setja upp meðferðarstofnun að hætti SÁÁ til að gera Alþingi eftirfarandi ljóst?
Skuldsetning er veikleiki okkar. Við þjáumst af andlegum flækjum og reynum að flýja þær með því að drekkja vandræðum okkar í lántökum. Við reynum að ýta raunveruleika lífsins frá okkur með því að öðlast lánstraust. En skuldsetningin fæðir ekki, klæðir ekki né hýsir; hún slær aðeins lán út á framtíðina og eyðileggur okkur að lokum. Við reynum að kaffæra tilfinningar okkar til að flýja raunveruleikann án þess að gera okkur grein fyrir né hafa áhyggjur af því að áframhaldandi skuldsetning mun margfaldar vandamálin.
Þessi texti er fengin að láni úr Tuttugu og fjögurra stunda bókinni sem er ætluð félögum í AA í þeirri lífstefnu að lifa einn dag í einu. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á textanum, þar sem orðið áfengi og drykkja kom fyrir var orðunum skuldsetning, lán og lánstraust sett í staðinn.
Frumtextinn er svona;
Áfengi er veikleiki okkar. Við þjáumst af andlegum flækjum og reynum að flýja þær með því að drekkja vandræðum okkar í áfengi. Við reynum að ýta raunveruleika lífsins frá okkur með drykkju. En áfengið fæðir ekki, klæðir ekki né hýsir; það slær aðeins lán út á framtíðina og eyðileggur okkur að lokum. Við reynum að kaffæra tilfinningar okkar til að flýja raunverulegt líf án þess að gera okkur grein fyrir né hafa áhyggjur af því að áframhaldandi áfengisneysla margfaldar vandamálin. Hef ég náð valdi yfir óstöðugum tilfinningum mínum?
![]() |
950 milljarðar að láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.6.2009 | 17:01
Hvaða Möller er þetta?
![]() |
Hagstæð ákvæði Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.6.2009 | 11:51
Sumarsólstöðudraugar og bankasýslumenn ríkisins.
Við sem aldur höfum til og þjáumst ekki af gullfiskaminni, munum eftir Steingrími sem ráðherra Alþýðubandalagsins. Satt best að segja hélt ég að Steingrímur yrði aldrei aftur ráðherra Íslendinga, eiginhagsmunagæsla hans sem ráðherra í síðustu ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar myndi seint gleymast.
En þó svo mikið vatn hafi runnið til sjávar og Alþýðubandalagið sáluga liðið undir lok síðan þetta var, þá hafa þeir Svavar Gestsson nú risið upp sem draugar um sumarsólstöður, íslenskri þjóð til stórtjóns.
Skattahækkanir bera allar að sama brunni, magna upp verðbólguna til að bæta eiginfjárstöðu gjaldþrota bankakerfis á kostnað heimilanna í landinu. Niðurskurði almannatryggingakerfisins er ráðstafað daginn eftir til að setja á stofn Bankasýslu ríkisins.
![]() |
Stofna Bankasýslu ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.6.2009 | 22:16
Þetta eru asnar Guðjón.
Það kemur varla annað upp í hugann þessa dagana en heitið á söguni hans Einars Kárasonar "Þetta eru asnar Guðjón" eða þá "helvítis fokking fokk".
Hvað með hina heilögu kýr vertrygginguna? Skyldi þessum blessuðu varðhundum fjármagnsins aldrei detta til hugar að nú sé nóg komið og setja vísitölunni skorður.
Það er ekki hægt annað en að vera sammála því að skatttekjur verði auknar af óhollustu, en það er sorglegt að sjá hvernig vísitalan er stöðugt notuð til að auka skuldir almennings.
Það er svo varla von að það heyrist mikið frá Gylfa og Villa og félögum. Þeir fagna væntanlega bættum hag lífeyrissjóðanna í laumi. Meðan verðbólgunni er viðhaldið með öllum ráðum. Allavega rétt á meðan verið er að fela mest ósómann og koma honum yfir á ábyrgð skattgreiðenda í formi einkaframkvæmda til atvinnuuppbyggingar.
![]() |
Skattur á kex og gos í 24,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2009 | 10:05
Síðasti þjóðhátíðardagur frálsra Íslendinga?
Verður þetta í síðasta sinn sem Íslendingar halda upp á 17. júní sem frjáls þjóð? Gerir samþykki Alþingis á icesave það að verkum að íslendingar verða skuldaþrælar um ókomna tíð? Felst lausn þjóðarinnar í því að ganga í ESB með þessa skuldaklafa á herðunum?
![]() |
Gátu ekki stöðvað Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)