Færsluflokkur: Dægurmál
23.10.2014 | 22:52
Getur það verið?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2014 | 21:16
Sjálfum sér næstir.
Það má segja að hver sé sjálfum sér næstur þegar kemur að greina frá gasmengun frá Holuhrauni.
En sennilegast er að hennar verði meira vart eftir því sem nær dregur gotstöðvunum þó svo að þess verði ekki svo mikið vart í fréttaflutningi.
Á Jökuldal fór mengunarmælirinn í 3.400 í dag og stóð lengi vel í kringum 3000. Sjá hér.
Svona var skyggnið á Egilsstöðum í dag þó svo að ekki mældist mikil mengun.
![]() |
Mikil mengun við Leirubakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2014 | 21:10
Hver ósköpin mun það kosta?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2014 | 21:50
Rauðar íslenskar.
Það hefur verið einstök veðurblíða austanlands frá vorjafndægri til haustjafndægurs, eða í hálft ár og reyndar allt til dagsins í dag. En nú er farið að blása hressilega með köflum svo að flaggið slitanaði úr stönginni á Sólhólnum um helgina.
Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu er ekki enn búið að taka upp kartöflurnar, enda verður seint sagt um rauðar íslenskar að þær séu fljótsprottnar hvað þá að það sé hætta á að það hlaupi í þær ofvöxtur.
Kartöfluupptakan hófst um helgina, þó svo að grösin standi enn, og restin verður sennilega tekin upp um næstu helgi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2014 | 19:52
Blámóða helgarinnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2014 | 21:42
Hrafnaþing að hausti.
Þegar ég settist út á Sólhólinn í morgunn til að taka sólarupprásina svifu fimm hrafnar hátt á lofti úti í fjarðarmynninu. Krunkið í hröfnunum var eini fuglasöngurinn sem gaf til kynna að sólarupprásinni væri fagnað. Inni í firði mátti síðan heyra í öðrum hrafni smella í góm og enn öðrum handan fjarðar. Þessi söfnuður tók sig síðan saman með stefnuna á Kambanesið sem ber við ysta haf.
Þetta vor, sumar og haust hafa fuglarnir hegðað sér um margt undarlega. Strax í vor voru túnin á Egilsstaðanesinu nánast eins og fjölþjóðlegur millilandaflugvöllur, ég minnist þess ekki að hafa áður séð aðrar eins fuglabreiður á nesinu. Lóur, gæsir, álftir, spóar öllu ægði saman innan um hreindýrin. Já og vel á minnst ekki hafa Egilsstaðabændur áður þurft, mér að vitandi, að reka hreindýr trekk í trekk úr túnunum hjá sér þar sem þau voru því sem næst kominn inn í miðbæ Egilsstaða.
Þessa óvenjulegu vor hegðun fugla og hreindýra mátti kannski skýra með miklum fönnum til fjalla. En þegar lóan var farin að draga sig saman í stóra hópa strax í byrjun ágúst skorti skýringar. Kunningi sagðist hafa tekið eftir hegðun lóunnar um mitt sumar. Fyrir stuttu spurði ég hvort hann hefði séð lóu frá því í byrjun ágúst; svarið var nei og lítið af gæs. Hann er mikill veiðimaður og sagði þetta með gæsina bagalegt.
Þegar við ræddum þessa hegðun fuglanna nánar sagði hann mér frá því að þó svo að vorið hafi verið einstök blíða þá hefði æðarfuglinn í hans firði verpt seint. Þetta vissi hann vegna þess að hann væri vanur að gæða sér á kollueggi á hverju vori. Þegar leið á samtalið dró hann upp snjallsíma til að sækja sér upplýsingar um hvenær hann hefði fundið fyrstu kollueggin því í honum átti hann myndir af hreiðrum hinna ýmsu fugla frá varpinu í vor.
Þegar ég tók sólarupprásina á Sólhólnum um síðustu helgi lá blámóða yfir láði og legi. Söngur fuglanna lét á sér standa en tíst í æðarkollu ungum vakti athygli mína og í flæðarmálinu mátti sjá kollu kenna ungunum sínum að kafa eftir æti. Þá eins og núna í morgunn þagði máfurinn við sólarupprás eins og um vetur væri, ekkert veiðibjöllu vell. Hvort hegðun fugla og samkoma hrafna merkir eitthvað sérstakt eftir einstakt blíðviðris sumar leiðir tíminn í ljós.
Hér má sjá myndir frá haustinu 2014.
Dægurmál | Breytt 15.9.2014 kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2014 | 22:51
Undir bláhimni.
Sólarupprás á Stöðvarfirði 7.september 2014.
Í heiðríkjunni austanlands um helgina, hefur lagst yfir láð og lög blá móða sem menn vilja kenna um bungunni hans Bárðar. Þó skyggnið sé skrautlegt læðist að manni óþægilegur grunur um hvernig umhorfs hafi verið á fyrstu dögum móðuharðinda.
Í Fáskrúðsfirði um hádegisbil.
Um helgina dvöldum við í Sólhól úti við ysta haf, blámóðan var hvert sem litið var, vissulega var birtan bæði skrýtin og skrautleg. Nú segja vísindamenn að ekki hafi mælst eins mikið brennisteins dioxið í lofti síðan mælingar hófust árið 1970.
Á brún Fjarðarheiði seinnipartinn, Egilsstaðir við Lagarfljótið niður í móðunni.
Þegar ég dvel við ysta haf tek ég venjulega sólarupprásinni fagnandi með fuglunum úti á Sólhólnum. Í morgunn var hún sérstök. Það sérstaka auk birtunnar var að fuglarnir sungu ekki þegar sólin kom upp á sjóndeildarhringinn og ylinn vantaði frá fyrstu sólargeislunum.
Einu fuglahljóðin lengi vel voru frá dúnuðum æðarkollu ungum í flæðamálinu, eins og júní væri. Ég minnist þess ekki að hafa séð áður kolluunga nýskriðna úr eggi viku af september.
Dægurmál | Breytt 8.9.2014 kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2014 | 18:56
Aumingjaskapurinn ríður ekki við einteyming.
Hvernig hrunaliðið launar Færeyingum höfðingskapinn um árið, þegar ráðamenn Íslands voru með drulluna upp á bak, hlýtur að vera umhugsunarefni.
Sem íbúi þessa lands lýsi ég mikilli hryggð með þá lögleysu sem aumingjar hafa sett í nafni íslensku þjóðarinnar.
![]() |
Skammast mín að vera Íslendingur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2014 | 12:46
Launum lambið gráa.
![]() |
Sprenging í sölu á Føroya-Gulli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2014 | 12:50
Vísindunum fleytir fram.
"Sú kona var þar í byggð er Þorbjörg hét. Hún var spákona og var kölluð lítilvölva. Hún hafði átt sér níu systur og voru allar spákonur og var hún ein eftir á lífi.
Það var háttur Þorbjargar á vetrum að hún fór á veislur og buðu menn henni heim, mest þeir er forvitni var á um forlög sín eða árferð. Og með því að Þorkell var þar mestur bóndi þá þótti til hans koma að vita hvenær létta mundi óárani þessu sem yfir stóð. Þorkell býður spákonu þangað og er henni búin góð viðtaka sem siður var til þá er við þess háttar konu skyldi taka. Búið var henni hásæti og lagt undir hægindi. Þar skyldi í vera hænsafiðri.
En er hún kom um kveldið og sá maður er í móti henni var sendur þá var hún svo búin að hún hafði yfir sér tuglamöttul blán og var settur steinum allt í skaut ofan. Hún hafði á hálsi sér glertölur. Hún hafði á höfði lambskinnskofra svartan og við innan kattarskinn hvítt. Staf hafði hún í hendi og var á hnappur. Hann var búinn messingu og settur steinum ofan um hnappinn. Hún hafði um sig hnjóskulinda og var þar á skjóðupungur mikill. Varðveitti hún þar í töfur þau er hún þurfti til fróðleiks að hafa. Hún hafði kálfskinnsskó loðna á fótum og í þvengi langa og sterklega, látúnshnappar miklir á endunum. Hún hafði á höndum sér kattskinnsglófa og voru hvítir innan og loðnir.
En er hún kom inn þótti öllum mönnum skylt að velja henni sæmilegar kveðjur en hún tók því eftir sem henni voru menn skapfelldir til. Tók Þorkell bóndi í hönd vísindakonunni og leiddi hana til þess sætis er henni var búið. Þorkell bað hana þá renna þar augum yfir hjörð og hjú og híbýli. Hún var fámálug um allt.
Borð voru upp tekin um kveldið og er frá því að segja að spákonunni var matbúið. Henni var ger grautur af kiðjamjólk en til matar henni voru búin hjörtu úr alls konar kvikindum þeim sem þar voru til. Hún hafði messingarspón og hníf tannskeftan, tvíhólkaðan af eiri, og var af brotinn oddurinn.
En er borð voru upp tekin gengur Þorkell bóndi fyrir Þorbjörgu og spyr hversu henni virðist þar híbýli eða hættir manna eða hversu fljótlega hann mun þess vís verða er hann hefir spurt eftir og menn vildu vita. Hún kveðst það ekki mundu upp bera fyrr en um morguninn þá er hún hefði sofið þar um nóttina.
En að áliðnum degi var henni veittur sá umbúningur sem hún skyldi til að fremja seiðinn. Bað hún fá sér konur þær sem kynnu fræði það er þyrfti til seiðinn að fremja og Varðlokur heita. En þær konur fundust eigi. Þá var að leitað um bæinn ef nokkur kynni.
Þá svarar Guðríður: "Hvorki er eg fjölkunnig né vísindakona en þó kenndi Halldís fóstra mín mér á Íslandi það fræði er hún kallaði Varðlokur."
Þorbjörg svaraði: "Þá ertu fróðari en eg ætlaði."
Guðríður segir: "Þetta er þess konar fræði og atferli að eg ætla í öngvum atbeina að vera því að eg er kona kristin."
Þorbjörg svarar: "Svo mætti verða að þú yrðir mönnum að liði hér um en þú værir þá kona ekki að verri. En við Þorkel met eg að fá þá hluti hér til er þarf."
Þorkell herðir nú að Guðríði en hún kveðst mundu gera sem hann vildi. Slógu þá konur hring umhverfis en Þorbjörg sat uppi á seiðhjallinum. Kvað Guðríður þá kvæðið svo fagurt og vel að engi þóttist fyrr heyrt hafa með fegri raust kveðið sá er þar var.
Spákona þakkar henni kvæðið. Hún hafði margar náttúrur hingað að sótt og þótti fagurt að heyra það er kveðið var "er áður vildu frá oss snúast og oss öngva hlýðni veita. En mér eru nú margir þeir hlutir auðsýnir er áður var bæði eg og aðrir duldir. En eg kann það að segja að hallæri þetta mun ekki haldast lengur en í vetur og mun batna árangur sem vorar. Sóttarfar það sem lengi hefir legið mun og batna vonum bráðara. En þér Guðríður skal eg launa í hönd liðsinni það sem oss hefir af staðið því að þín forlög eru mér nú öll glöggsæ. Það muntu gjaforð fá hér á Grænlandi er sæmilegast er til þó að þér verði það eigi til langæðar því að vegir þínir liggja út til Íslands og mun þar koma frá þér ættbogi bæði mikill og góður og yfir þínum ættkvíslum mun skína bjartur geisli. Enda far nú vel og heil, dóttir mín."
Síðan gengu menn að vísindakonunni og frétti hver eftir því sem mest forvitni var á. Var hún og góð af frásögnum. Gekk það og lítt í tauma er hún sagði. Þessu næst var komið eftir henni af öðrum bæ og fór hún þá þangað. Þá var sent eftir Þorbirni því að hann vildi eigi heima vera meðan slík heiðni var framin.
Veðrátta batnaði skjótt þegar er vora tók sem Þorbjörg hafði sagt."
Eiríks-saga Rauða
![]() |
Stóri skjálftinn vegna sigs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)