Færsluflokkur: Dægurmál
21.10.2013 | 14:43
Ræðan sem drap Kennedy.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.10.2013 | 17:29
Ekki slitnar slefan.
Blessaðir gulldrengirnir ætla að komast út úr vítahring víxlverkana launa og verðlags í eitt skiptið enn með því að semja um ekki neitt, annað en kaupauka til sjálfra sín og nú á grundvelli skýrslu sem þeir sömdu sjálfir að norrænni fyrirmynd.
Staðreyndir málsins eru samt sem áður þær, að launavísitalan hefur verið slitin úr samhengi við hina heilögu kú gulldrenganna, sjálfa verðtrygginguna, í 30 ár. Stöðugleiki þeirra félaga hefur varað í yfir 20 ár frá hinum frægu þjóðarsáttarsamningum.
Hagsmunagæsla þeirra kumpána hefur haft þær afleiðingar fyrir íslenskt launafólk að það hefur dregist aftur úr frændunum á norðurlöndunum launalega um ca. 50 % og er þar að auki að mestu orðið eignalaust í skuldasúpunni.
![]() |
Óþarfi að deila um staðreyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.9.2013 | 08:41
Mooji.
Anthony Paul Moo-Young (fæddur 29 janúar 1954), betur þekktur sem Mooji, er andlegur kennari upphaflega frá Jamaica, fæddist og ólst upp í Port Antonio. Árið 1969 fluttist hann til Englands, þar gerðist hann listamaður á ýmsa miðla m.a. litað gler, keramik og skúlptúr, kenndi um tíma myndlist í háskóla í Brixton.
Árið 1993, kynntist hann Indverskum fræðum um sannleika tilverunnar. Á síðari árum hefur Mooji kennt hugleiðslu um allan heim þ.m.t. í gegnum netmiðilinn youtube. Kenning hans er einföld hann hvetur áheyrendur til að halda ró sinni með því að forðast hugsanir. Mooji hefur kallað slökunar tækni sína, "leið lata mannsins til uppljómunar".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2013 | 14:40
We got the receipt.
Rétt eins og í Írak þá lætur Bandaríkjastjórn í veðri vaka að hún viti mest, þeir séu með kvittanirnar.
![]() |
Sýrlenski herinn beitti taugagasi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.8.2013 | 11:38
Er nám hætt að borga sig á tímum google?
Það bendir flest til þess að Baldvin Jónson hafi nokkuð fyrir sér þegar hann íhugar að sleppa því að geta um námsgráður sínar þegar hann sækir um vinnu.
Margir sem fara í nám til þess að öðlast betri möguleika á starfi eru hafðir að fíflum samkvæmt þessari heimildamynd.
Það jafnvel eftir að hafa fyllt höfuðið af gagnslausum upplýsingum sem hefði mátt afla á google þegar þeirra er þörf.
![]() |
Baldvin hafnað 2.000 sinnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.7.2013 | 17:25
Terrence McKenna.
Terence Kemp McKenna (16 nóvember 1946 - 3 apríl 2000) var bandarískur fyrirlesari og rithöfundur með sérþekkingu á áhrifum plantna á vitund manna.
Hann var þekktur fyrir margvíslega vitneskju um það hvernig frumstæðir ættbálkar notuðu plöntur við að hafa áhrif á andann s.s. í shamanisma Amason.
Einnig er hann þekktur fyrir útlistanir sínar á því hvernig tungumál, saga og þjóðfélag, móta hugmyndir um mannsandann.
Einna þekktastur er hann fyrir að hafa talað hispurslaust um eigin reynslu af áhrifum sveppa á vitundina. Það má finna mikið af fyrirlestrum McKenna á netinu og myndskreyttum á youtube.
Þetta myndband skreyta frábærar landslagsmyndir sem eru af stórum hluta frá Íslandi auk brots úr fyrirlestri með Mckenna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2013 | 21:42
Svartnætti sálarinnar
Á einhverjum tímapunkti í lífinu, gætir þú upplifa svartnætti sálarinnar, þar sem allt virðist fara úrskeiðis sem hugsanlega getur farið úrskeiðis. Það sem margir átta sig ekki strax á, er að þetta er sönn blessun.
Þegar yfir hellist "svartnætti sálarinnar" virðist líf þitt hitta botninn. Þú getur fundið skipsbrot lífs þíns nánast allsstaðar; fjárhagslega, andlega og líkamlega.
Það sem venjulega gerist hjá hjá þeim sem upplifa "svartnætti sálarinnar" er að við þá bitru reynslu kviknar hugsunin; " hvers vegna kom þetta yfir mig? "
Þegar greiningin hefst getur þú fundið til haturs gagnvart þeim sem lögðu til "svartnætti sálarinnar". Þú gætir efast um skaparann, fundist leiðsögnin bregðast og verndarenglarnir yfirgefa þig. Þetta gæti samt ekki verið fjær sannleikanum.
Þú munt uppgötva að allt það svartnætti sem þú fórst í gegnum gagnast þér til andlegs þroska. Að endingu verður þú undirgefinn í lotningu fyrir öllu því sem heimurinn færir þér án truflunar frá "egóinu" og munt sjá að allt þitt er "í höndum skaparans". Þetta er þar sem vakningin hefst.
"Það er ekki hægt koma til meðvitundar án sársauka. Fólk gerir allt, sama hversu fáránlegt það er, til að forðast eigin sál. Fólk verður ekki upplýst í birtunni, heldur með því að lýsa upp myrkrið." Carl Gustav Jung.
Dægurmál | Breytt 27.2.2019 kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2013 | 17:24
Þjónar laga og reglna.
Alltaf þegar ég les um svona aðfarir lögreglu þá dettur mér ósjálfrátt í hug Kiddi Jó ensku kennari fyrir margt löngu.
Kiddi lagði ofuráherslu á það í ensku náminu að við hefðum vitneskju um það hvernig orðið Police hefði orðið til í ensku, en það vildi hann meina að væri stytting á orðunum "puplic service".
Þó það væri ekki auðskilið hversvegna Kiddi lagði svona mikla áherslu á þennan uppruna þá var merkingin auðskilin á íslensku þess tíma.
En það er æ sjaldnar sem orðið "lögregluþjónn" kemur upp í hugann þegar sagðar eru fréttir af vinnubrögðum lögreglunnar.
![]() |
Börn veittust að lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
17.6.2013 | 04:26
17. júní mynd.
Myndin í tilefni dagsins er tekin fyrir 30 árum síðan. Hana fann ég þegar ég var að grúska í gömlu myndunum úr safni föður míns, í maí heimsókninni til Íslands, og komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið tekin árið 1983. Það merkilega við það að muna ártalið er að þetta var sumarið sem ég missti minnið.
Skömmu eftir 17. júní 1983 var ég að vinna við múrverk í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og datt aftur fyrir mig af ástandi þannig að hnakkinn skall fyrstur á steinsteypt gólfið. Þegar ég stóð upp, sem gerðist snarlega, var ekkert í höfðinu, ekki ein minning. Var þar að auki hvorki áttaður á stað né stund, þekkti ekki vinnufélagana, en var altalandi á íslensku sem ég notaði til að Guð sverja fyrir að allt væri í þessu fína.
Ég man eins og gerst hafi í gær hvað það var mikið hjartans mál að engin kæmist að því allt hefði þurrkast út af harða diskinum. Benni Jónasar múrarameistarinn minn, sem ég þekkti ekki baun þá stundina, spurði hvort ég vildi ekki taka því rólega sem eftir væri dags sem mér fannst ekki ólíklegt að eðlilegt væri að svara játandi.
Benni keyrði mig svo heim að húsdyrum í götu sem ég þekkti ekki, en vissi að ætlast var til að ég færi inn um dyrnar. Þegar ég kom inn settist ég í fyrsta sætið sem ég sá, pabbi vildi vita hvers vegna ég kæmi svona snemma heim en fékk svar út í hött. Enda kannaðist ég hvorki við manninn né tvö yngstu systkini mín sem enn voru í föðurhúsum. Annað slagið þegar lítið bar á fór ég út í glugga til að horfa út ef það kynni að verða til þess að sjá eitthvað kunnuglegt.
Eftir að pabbi hafði farið út í íþróttahús og spurt Benna hvers vegna ég hefði komið heim ákvað hann að fá mig með sér út á sjúkrahús. Læknirinn sem skoðaði mig var þáverandi Borgarlæknir sem leysti af á Egilsstöðum tímabundið. Hann spurði pabba hvernig hann hefði komist að því að ekkert væri í kollinum á mér, því þegar svona gerðist væru þeir sem fyrir því yrðu líklegastir til að fela það með öllum tiltækum ráðum.
Pabbi sagðist hafa séð að persónuleikinn var horfinn, það hefði lítið minnt á elsta son hans í manninum sem kom inn úr dyrunum allt of snemma heim úr vinnunni. Læknirinn sagði að högg á hnakka gæti hitt á minnisstöð með þeim afleiðingum að hún þurrkaðist út tímabundið en þetta ætti allt eftir að koma til baka á innan við sólarhring, sem stóðst nákvæmlega eftir því sem ég best veit.
Einnig er ártalið 1983 minnisstætt varðandi myndina vegna þess að það þótti ráðlegt að ég dveldi á sjúkrahúsinu í sólarhring eftir höfuðhöggið. Í glugganum yst til hægri á gula hluta sjúkrahússins stóðum við Björg amma en hún hafði komið þennan sama dag á sjúkrahúsið vegna lasleika í höfði. Þarna stóðum við og virtum fyrir okkur útsýnið inn Héraðið horfandi yfir byggingarframkvæmdirnar við sjúkrahúsið. Ekki datt mér í hug þá að amma hefði farið að heiman í síðasta sinn og ætti ekki afturkvæmt vegna minnisleysis, svo skýrar voru samræður okkar um það sem fyrir augu bar út um gluggann.
En þessar hugrenningar voru samt ekki fyrstar til að fljúga í gegnum kollinn þegar ég sá þessa mynd. Það sem flaug fyrst í gegnum hugann tengist tilefni myndarinnar og fánaberanum á hestinum. Á augnabliki komu upp það margar minningar að vonlaust er að rifja þær allar upp, hvað þá að gera þeim skil í rituðu máli. Fánaberinn á hestinum er Ármann Guðmundsson sem ásamt Guðfinnu sinni komu upp einum af stærsta systkinahóp þorpsins á Egilsstöðum. Þessi systkini eru mörg hver á sama reiki og ég, því voru minningar augnabliksins skiljanlega óendanlegar.
Ég þykist muna eftir því að hafa komið í húsið á Selás 22 þegar bílskúrin var fullur af kindum og hestum, með kartöflugarð á baklóðinni ásamt vappandi hænum. Þetta var reyndar ekkert einsdæmi á Egilsstöðum á þeim árum, hænur og suðfé mátti sjá við fleiri hús, kartöflugarða við flest. Húsasmíði var starfsgrein Ármanns og synirnir fjórir urðu allir húsasmiðir í læri hjá föðurnum að ég best man, sá frækni flokkur gekk stundum undir nafninu Ármenningar í byggingabransanum. Hestar voru áhugamál Ármanns og sona hans sem sumir hverjir eru flinkir knapar.
Þó svo að ég hafi stundað byggingavinnu frá unglingsárum þá var það ekki fyrr en næstum 10 árum eftir að þessi mynd var tekin sem við Ármann unnum fyrst við sömu byggingu. Það var þegar var verið að byggja Kleinuna við Miðvang 2-4. Verktaki var byggingafyrirtækið Baldur & Óskar hf, það sama og byggði þann hluta sjúkrahússins sem sést í byggingu á myndinni. Baldur Sigfússon var þar yfirsmiður og naut útsjónasemi Ármanns við uppsteypu Kleinunnar. Við Ármann tókum þar stundum tal saman um fyrri tíma og sagði hann mér m.a. frá því að hann og móður mín kæmu úr sömu sveit að norðan hann væri jafnaldri eldri systkina hennar. Gamlar minningar rifjuðum við oftar upp þegar við hittumst á förnum vegi.
Undanfarið hefur talsvert verið rætt um hvernig skuli fara með hugtakið þjóðmenning, sem um er getið í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar, hvort hana má t.d. finna í flatkökum, pönnsum og kleinum. Að sjálfsögðu verður þjóðlegum kræsingunum gerð skil í dag, blómsveigar lagðir og haldnar hátíðar ræður. En þegar ég sá þessa 30 ára gömlu 17, júní mynd greyptist það enn dýpra í vitund mína að það er fólk eins og Ármann sem gerir okkur að þjóð.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 04:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)