Færsluflokkur: Dægurmál
12.2.2014 | 20:53
Hvað með kúbein?
Samkvæmt hagfræðinni sem notuð er til að lýsa ávinningnum af því að setja upp eftirlitsnefnd bótasvika sem framreiknar hagnaðinn af eigin afrekum fram í tímann svo milljörðum nemur mætti allt eins halda því fram að hagstætt væri fyrir almenning að sala kúbeina á Íslandi væri stöðvuð. Þó svo engin hefði verið dregin fyrir dóm ennþá vegna innbrota þeim tengdum. En nokkur mál væru til rannsóknar þar sem kúbein hefðu fundist í eigu grunaðra.
Þessi fyrirspurnaleikur hjá þeim framsóknarmaddömunum á alþingi er því lélegur skrípaleikur. Þeim væri nær að spara nær sér í stað þess að líta niður fyrir sig á aðra.
![]() |
2,3 milljarðar sparast vegna aðgerða gegn bótasvikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
10.2.2014 | 22:43
Djöfulsins snillingar.
Það eina sem vantar fréttina af þessari miklu viðskipta snilld sem enn má finna á gamla góða Íslandi, er hverjir keyptu?
Árið 2012 var það lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna sem keypti Icelandair bréf framtakssjóðsins, kannski hann hafi keypt aftur og greitt með Icelandair bréfunum frá 2012 til framtakssjóðsins?
Það væri betur því þá græða allir rétt eins og á Sterling um árið.
![]() |
Vonandi öllum til góðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.2.2014 | 21:33
Haarp
Það ættu sem flestir að kynna sér í hverju norðurljósa rannsóknir eru fólgnar. Því þó svo að norðurljósrannsóknir líti sakleysislega út þá hvílir yfir þeim mikil leynd og margar kenningar eru uppi um hvaða tilgangi þær þjóni, en þær ganga yfirleitt undir nafninu HAARP á netinu.
Bandaríski herinn hefur rekið HAARP rannsóknarstöð um árabil í Alaska eins er ein svona stöð í Andenes í N-Noregi sem rekin er af norska hernum í samstarfi við Bandaríkjamenn.
Sumir vilja meina að tilgangurinn sé ekki eins sakleysislegur og nafnið gefur til kynna. Eins eru kenningar uppi um að mikið af þeim torskýranlegu veðurfyrirbrigðum sem hafa átt sér stað undanfarin ár megi rekja til HAARP.
Það er auðvelt að fá upplýsingar um norðurljósarannsóknir með því að setja HAARP inn á leitarstiku google eða youtube. En hér að neðan er smá sýnishorn úr nýlegri grein.
The facts are that the US military has spent billions on the project, and they constantly downplay its true power. We know for certain HAARP has the ability to do the following things:
1. Create an effect in the atmosphere as dramatic as that of a thermonuclear bomb that can knock out all radio transmission and other frequencies over a million square miles.
2. Replace the current method that military submarines communicate with one another, which can work in the deepest waters imaginable.
3. Provide a better radar system than the current over-the-horizon technology being utilized.
4. Verify where oil, gas deposits, or mineral deposits are in any place on earth, and thereby determine the next place of war or country to indebt to the current empire.
5. Determine if other nations are keeping their promises to abide by the nuclear nonproliferation treaty (they probably arent just the same way we arent.)
6. Detect enemy planes or even UFOs.
http://www.wakingtimes.com/2014/01/30/haarp-action-true-purpose/
![]() |
Varar við rannsóknum Kínverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2014 | 07:43
Bullið í bönkunum.
Hvernig má það vera að eigið fé heimila aukist eftir efnahagshrun, þegar skuldir íbúðahúsnæðis eru orðnar það miklar að þær eru að sliga stóran hluta heimila? Eftir að leiguverð er komið í þær hæðir að flest heimili á leigumarkaði kveinka sér undan því? Samt dugir þetta himinháa leigu verð ekki til að greiða af stökkbreyttum skuldunum hjá þeim heimilum leigja út sitt íbúðarhúsnæði.
Hvernig má þetta vera? Jú vítisvél verðtryggingarinnar æðir um eignir fólks og hækkar allt góssið sjálfvirkt og nú er svo komið á Íslandi samkvæmt frétt á mbl í gær og á mbl í fyrradag, að hækkanir á húsnæðisverði sjá því sem næst einar um það að viðhalda verðbólgunni sem hækkar svo aftur húnæðiskuldir.
Þeir sem svo tök hafa á að eignast íbúðarhúsnæði eru ekki endilega heimili heldur bankar og félög í þeirra náð sem stýra verði á íbúðarhúsnæði. Svo birtir Morgunnblaðið bullið í bönkunum athugasemdalaust í mótsögn við sjálft sig dag eftir dag.
![]() |
Eykur eigið fé heimilanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2013 | 17:08
Þegar fábjánar fá frábærar hugmyndir.
Samkvæmt sviðsmyndum sem dregnar voru upp af exel skjölum á myndrænar glærur í Hörpu þá er þarna um efnahags aðgerð að ræða sem inniheldur að fullu fjármagnaðan hagvöxtu til að koma einkaneyslunni á stað með milligöngu ríkissjóðs sem svo tryggir hækkun húsnæðisverðs til lengri tíma. Þannig fór um almennu skuldaleiðréttinguna.
Það sem meira er að þetta er svo sértækt að það þarf hver og einn lántakandi að sækja um til lánveitenda síns að hann skili verðtryggingar þýfinu. Ef lánveitandinn samþykkir það þá getur höfuðstóll lækkað um allt að 13% með milligöngu ríkissjóðs á næstu fjórum árum.
Ef fólk vill svo endilega fá 20% leiðréttingu sem lofað var, þá skal það koma sér til vinnu sem gefur af sér sómasamlega skatttekjur fyrir ríkissjóð. Þeir skuldarar sem að einhverjum ástæðum hafa ekki tekjur innann skattarammans s.s. aldraðir eru svo flokkaðir undir sögulega sátt kynslóðana.
Það þarf fólk sem hefur verið hvítskrúbbað á milli eyrnanna í fáviskufabrikkum ríkisins til að láta sér detta í hug að kalla svona hundakúnstir almenna leiðréttingu í nafni réttlætis. Þetta er mun nær því að vera ríkisábyrgð á greiðslum til vogunarsjóða.
![]() |
Hámarkslækkun höfuðstóls 4 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 1.12.2013 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2013 | 21:14
Söguleg svik?
Samkvæmt þessu verður ekki annað skilið en að heimilin eigi að fjármagna skuldalækkun sína sjálf í gegnum skattkerfið af öðrum kosti verður engin höfuðstólsleiðrétting. Vandséð verður hvernig t.d. höfuðstóll lána þeirra lækkar sem hafa farið erlendis til tekjuöflunar til að standa skil á skuldum sínum á Íslandi en greiða skatta í því landi sem þeir starfa. Eins er það vandséð hvernig ríkið getur orðið af skatttekjum skuldugra heimila án þess að hækka almenna skatta á móti.
Í stað þess að ganga í það verk að skila því þýfi sem bankar og sjóðir hafa haft af heimilum í gegnum verðtrygginguna, á sambærilegan hátt og dómstólar kváðu á um varðandi gengisbundin lán, viðist eiga að láta verðtryggingar ránsfenginn vera óskertan hjá fjármálastofnunum. En láta íslenska skattgreiðendur fjármagna það sem upp á vantar að íslensk heimili geti greitt til fjármálastofnana.
Ef þetta verður raunin þá eru þetta ekki einungis svik við kjósendur Framsóknarflokksins, þetta eru svik við þjóðina í þágu fjármagnseigenda.
![]() |
Skuldalækkun með skattabreytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2013 | 20:28
Hvað með Nígeríu svindlarana?
Það er varla nema von að norskir bankamenn nái að hugsa út fyrir boxið sem þeir vilja að allir séu geymdir í þar sem norðmenn hafa ekki enn þá uppgötvað að fjármálaheiminum er stjórnað af svindlurum.
En Kjetil Staalsman þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ríkisgjaldmiðlarnir séu ekki á útleið. Fólk um heim allan hefur nú þegar fundið aðrar leiðir til að eiga örugg viðskipt sín á milli með öðru en opinberum gjaldmiðlum.
Þessi mynd sýnir hvernig milljónir manna hafa fundið leiðir til að lifa lífinu og eiga blómleg viðskipti án atbeina ríkis og fjármálkerfis. Þetta er ekki Hollywood útgáfan af Bandaríkjunum og alls ekki sú útgáfa sem fjármálakerfið í gegnum sína raðgjaldþrota fjölmiðla vill að komi fram.
![]() |
Vill hætta notkun á reiðufé |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2013 | 07:17
Skýjaborgir í skuldafjötrum.
Hús hafa leitað á hugann að undanförnu eins og sjá mátti á þessari síðu um svepp og sjálfstætt fólk. Kannski ekki alveg að ástæðulausu því auk þess að hver manneskja þurfi þak yfir höfuðið þá hefur síðuhöfundur haft atvinnu af áhugmálinu allt frá barnæsku þ.e.a.s. kofabyggginum. Það hafa orðið á undanförnum árum gríðarlegar afturfarir í húsbyggingum þó svo að þær séu skreyttar með orðunum þróun og framfarir.
Það er svo komið að sá sem ætlar að byggja sér þak yfir höfuðið fær nánast engu um það ráðið nema þá kannski hvar hann hengir upp fjölskyldumyndirnar. Flest annað hefur verið njörvað niður í reglugerðum réttarríkisins til að gæta öryggis þegnanna þannig að engin fari sér að voða né valdi öðrum tjóni. Þegar aðrir eru svo hugulsamir að skipuleggja svona nokkuð fyrir náungan þá kostar það náttúrulélega sitt þannig að skuldir hafa margfaldast á örstuttum tíma. Fólki er ætluð ævin til að greiða þakið yfir höfuðið.
Leiguverð hefur samfara þessu farið úr öllum böndum án þess að sá sem leigir sitt húsnæði komist nálægt því að hafa upp í lántökukostnaðinn sem húsnæðinu fylgir. Greint var frá því í íslenskum fjölmiðlum á dögunum að ungt fólk byggi alsælt í 20 feta gámum í London fyrir aðeins 60 þúsund á mánuði. Gámur sem er 20 fet er ca. 15 fermetrar og helsta ástæða þess að hægt var að bjóða upp á svona hagstæða leigu var að gámarnir voru fluttir frá Kína.


Dægurmál | Breytt 18.1.2018 kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)