Færsluflokkur: Dægurmál
11.5.2014 | 06:33
Sjónhverfing sjálfhverfunnar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2014 | 12:15
Hver er lögeyrir Íslands?
Það kann að vera eðlilegasta mál í frjálsu markaðskerfi að allt sé frjálst nema sjálfir peningarnir. Ætla mætti þar sem íslensk króna er lögeyrir landsins þá væri verðgildið eitt.
Þess í stað er króna margbrotið fyrirbæri, í það minnsta þríbrotið. Það er krónan sem er í launaumslaginu, verðtryggða krónan sem skuldir eru reiknaðar eftir og utanríkisviðskipta krónan sem er skömmtuð.
Um lögmæti þess að hafa íslenska krónu með mismunandi verðgildi eftir því hver í hlut á er umdeilanlegt. Það sem hins vegar þarf ekki að deila um er siðleysi þess að mismuna þegnunum.
Það athygliverða við lögmæti þessarar mismununar íslenska ríkisins gagnvart þegnunum er að hún fæst ekki tekin fyrir af dómstólum landsins. Er þar skemmst að minnast frávísunar kröfu Íbúðarlánasjóðs í eigu íslenska ríkisins vegna máls Hagsmunasamtaka heimilanna varðandi lögmæti verðtryggingar.
Í þessari youtube klippu fer Michael Tellinger yfir baráttu UBUNTU hreyfingarinnar í Suður Afríku við banka þar í landi sem ekki eru að höndla með peninga heldur upp gíraðar skuldaviðurkenningar. Hann kemur m.a. inn á að þar í landi sé litið með athygli til samskonar baráttu fólks Íslandi.
![]() |
Mikilvægt að eyða lagalegu tómarúmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.3.2014 | 22:22
Sérkennilegasta aðgerð Íslandssögunnar.
Skuldlækkunar áform ríkisstjórnarinnar verða með þeim hætti að hver og einn lántaki þarf að sækja um skuldaniðurfellingu. Það sem fyrir kosningar var boðað sem almennar aðgerðir eru þar með orðnar sértækar.
Nú á eftir að koma í ljós hvort niðurfellingin verður skilyrt þannig að lántakendur afsali sér rétti ef og þegar kemur til þess að verðtryggingin neytendalána verður dæmd ólögleg. Því ljóst er að þessi leiðrétting nær aðeins til hluta þeirra skulda sem keyrðar hafa verið upp með verðtryggingu.
Eins er það nokkuð ljóst að á meðan verðtrygging er ekki afnumin mun hún éta upp þessa leiðréttingu á skömmum tíma. Þetta er því af sama meiði og 110% hundakúnstirnar nem að þetta nær til fleiri lántakenda.
Það er sérkennilegt að ríkisstjórnin beiti sér ekki fyrir því að fá efnislega niðurstöðu fyrir dómstólum hvort verðtryggingin sé lögleg.
![]() |
Dæmigert lán lækkar um 20% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.3.2014 | 19:53
Aumingjagæska.
Virðing stofnanna ríkisins fyrir fyrir fégræðgi er með miklum ólíkindum. Það að ekki skuli vera búið að stöðva fjárplógstarfsemi landeigenda með lögregluvaldi minnir einna helst á veiðileyfið þegar bankar fengu að stunda óáreittir innheimtu vegna ólöglegrar lánastarfsemi. Þeir sem eru féflettir af bönkum þurfa að leita á náðir dómstóla.
Nú er sami háttur hafður á gagnvart ferðafólki, vegna landeigenda sem telja sig geta lokað aðgengi að náttúruperlum í eigu þjóðarinnar nema gegn gjaldi. Á meðan skipuleggur ríkisstjórnin hvernig beita megi sömu græðgi með því að koma á náttúrupassa með sambærilegri gjaldtöku. Þessi aumingjagæska gagnvart græðginni fer óneitanlega að minna á skipulega glæpastarfsemi.
![]() |
Hverirnir á landi í eigu ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2014 | 22:40
Mögnuð heimskupör.
Forstjóra mannvirkjastofnunar færi betur að líta líta sér nær og spyrja sig hvernig standi á því að 27 fermetra "Haarlem" flutt alla leið frá Kína varð ódýrari byggingakostur en efnið sem liggur undir fótum hans.
Þegar litið er til þess hvað kostnaðurinn sem fylgir íbúðarhúsnæði er orðinn stjarnfræðilegur þá er ekki ólíklegt að skinsamlegast sé að grafa sér holu og bíða þar af sér svartanættið líkt og skógarbjörn sefur af sér skammdegið. Það versta við þá skinsamlegu ákvörðun er að það gæti þurft að sofa býsna lengi miðað við hvað verðtryggðar lántökurnar eru lífseigar.
En aftur á móti gæti það komið til að reglugerðar farganið þvældist ekki fyrir byggingakostnaðinum ef hann er niður á við, þó er það aldrei að vita nema mætti koma við ákvæðum samræmdrar byggingareglugerðar efnahagssvæðisins og fasteignagjöldum yfir holu, allavega ekki útilokað að þar væri í það minnsta hægt að innheimta gistináttagjald.
Undanfarið hafa fréttir af vörugámum farið sem eldur í sinu eftir að upp komst að hægt væri leigja þá til búsetu í London. Nú þykir þetta orðinn álitlegur kostur til að græða á ungu fólki á Íslandi því leigan var ekki nema 60 þúsund krónur á mánuði í London og væri því hæfileg 80 þús í Reykjavík. Þegar svo er komið að ódýrasta íbúðarhúsnæðið á Íslandi er gámur frá Kína þá hlýtur eittvað að vera orðið bogið í veröldinni. Alla vega er reglugerðar farganið búið að svipta ungt fólk hugmyndafluginu til sjálfsbjargar Bjarts í Sumarhúsum.
Máltækin segja "sjálfs er höndin hollust" og "hollur er heimafenginn baggi", en einhvern veginn hafa lög og reglugerðir þróast á þann hátt að flestu fólki er fyrirmunað að uppfylla þörf sína fyrir þak yfir höfuðið öðruvísi en að steypa sér í lífstíðar skuldir. Þetta hefur leitt til þess að alltaf verður það byggingarefni sem er hendinni næst torfengnara til notkunar því það þarf að uppfylla kröfur fjórfrelsisins innan lagarammans þannig að endingu er hægt að reikna tilbúnar gámaeiningar frá Kína sem ódýrasta kostinn.
Reglugerða farganið þegar þak yfir höfuðið er annars vergar er komið á það stig að vert er að hafa varnaðarorð Vilhjálms Hjálmarssonar aldna héraðshöfðingjans í Mjóafirði í huga, sem sennilega hefur aldrei sótt um leifi til annars en sjálfs sín þegar kemur að húsaskjóli. En hann sagði; "þó svo Bakkabræður hafi stundað mögnuð heimskupör hefði þeim aldrei dottið í hug að setja flöt þök á húsin á Bakka". Sennilega hefði þeim ekki heldur dottið í hug að taka verðtryggt lán til að uppfylla lög og reglur settar af fábjánum.
![]() |
Tilraunabyggðir möguleiki? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.3.2014 | 06:55
Bilun.
Það þætti sjálfsagt óðs manns æði að halda því fram að hagvöxturinn sé að fara með allt til helvítis. En gæti verið að það megi framkalla hagvöxt með verðhækkunum einum saman?
Allavega virðist eitt mesta hagvaxtarskeið þessarar aldar hafa átt sér stað með því að blása út fasteignabólu sem ekki reyndist innistæða fyrir án þess að lánastofnanir fjármögnuðu hana. Eftir að bólan sprakk hafa skuldsettir íbúðaeigendur haldið uppi hagvexti bankanna þar sem þeir eru tregir til að færa niður verðmæti lána og þar með að lækka fasteignaverð.
Eins hefur ekki farið framhjá þeim sem standa í húsbyggingum, að á síðustu árum hafa verið settar íþyngjandi reglur bundnar í byggingareglugerðum sem hækka hjúsnæðisverð stórlega. Það hefur í raun verið sett margþætt lög um það að skjól fjölskyldunnar skuli halda uppi hagvextinum.
Samræmdum reglum frá ESB er útbýtt og skulu þjóðir ESS einnig fara eftir regluverkinu. Þetta regluverk sýnir færni sýna þegar kemur t.d. að orkusparandi aðgerðum s.s. einangrun húsa. Jafnvel þar sem varminn er ódýr sem á Íslandi eru settar reglur svo ekki tapist varmaorka, þeim skal framfylgja jafnvel þó heita vatnið velli upp úr jörðinni utan við húsvegginn sem veita má inn í húsið með slöngubút. Einangrun sem halda á hitanum inni skal vera allt að 25 cm þykk.
Svona reglur sem eru íþyngjandi fyrir almenning efla aftur á móti hagvöxt. Á Íslandi mun nýja byggingareglugerðin hreinlega stórhækka hitunarkostnað þetta kunna gömlu verkfræðingarnir betur að skýra, sjá hér. Ef einhver heldur að þetta sé eitthvað grín þá er þessum reglum nú þegar framfylgt í Noregi, sem á samt gnægð orkugjafa s.s. afgangs gas til að hita upp hús almennings því sem næst frítt. Nú er unnið að því að innleiða samræmdu ESB reglugerðina einnig á Íslandi.
Svona hefur hagvöxturinn verið trekktur áfram m.a. í gegnum byggingariðnað þannig að nú er svo komið að fólki endist ekki ævin til að greiða fyrir sómasamlegt þak yfir höfuðið og er þá ein lausnin að bjóða ungu fólki upp á Kínverska iðnaðargáma til búsetu fyrir 60 þús á mánuði í London, en Íslenska græðgin ætlar sér þriðjungi meira.
Það er af sem áður var að ungu fólki gagnist aðferðir Bjarts í Sumarhúsum, það að fara til óbyggða með skófluna að vopni og koma sér þar upp þaki yfir höfuðið án þess að uppfylla skyldur sínar við hagvöxtinn. Það má kannski segja að einhver millivegur megi vera á torfkofa og ströngustu reglugerðum, en það ætti aldrei að vera millivegur á því að þakið á að þjóna heimilinu en ekki regluverki hagvaxtarins.
![]() |
27 m² íbúðir á 80 þúsund á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2014 | 22:29
Himinrommið Himensen.
Þá er loksins komið að því að setja punktinn aftan við ESB Bjarmalandsferð "helferðarhyskisins" á alþingi, sem hófst í kringum 17. júní árið 2009. Þessum leiðangri, sem var til að kíkja í "pakkann", átti að ljúka 2011 með þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort þjóðinni hugnaðist það sem í honum væri.
Þau orð sem upp í hugann koma sem eftirmælai að lokinni þessari einskisverðu sneypuför voru sögð 1948, en eiga ekki síður við í dag.
"Það er gamall og góður siður í sveitinni, að fara með hunda einu sinni á ári til lækninga. Hundalækningaembættið er ekki til að spauga með og hefur sá Doktor hús þar sem vöru er pakkað saman; fyrst sveltir hæfilega, síðan gefið niðurhreinsandi og látnir skryðja aftur úr sér óhreisisbeyglunni og bandormunum, síðast baðaðir úr sótthreinsandi vökva, útvortis, sem ekki má komast í kjaftinn á þeim, eða æðri gapstofuna, og sendast síðan heim sjálfir.
Á einum slíkum Hundalækningabæ, langt vestur á landi, var niðursetningur, sefjasjúk kona og lá hún í bólinu í baðstofunni. Hundameðgöngumönnum, er flestir vóru unglingar, var boðið til baðstofu, og veitt vel. Ungar heimasætur gengu um beina og augnaráð þeirra ekkert óhræsi. Sjálfur var húsbóndinn úti að raga vöruna; hann var og læknirinn, enda vöruvandur.
Þegar veislan var í besta gengi, reis niðursetningurinn upp á olboga í bólinu, skimar í kringum sig með flóttalegu augnatilliti, unz hún stillir ásýndina við loftboruna í baðstofumæninum og andvarpar í svo hörmulega raunalegum tóntegundum eins og smýgi í gegnum merg og bein:
Himinrommið Himensen!
-sem engan á-
Sem engan á að!"
Það lá við sjálft, að blaðran springi hjá sumum, eða óhætt að segja hjá flestum, ungmennunum. Hún var nú byrjuð að skemmta! Undirritaður var meðal unglinga þessara, aðkominn með hunda sína. Hann hló ekki, lá við gráti, aldrei á ævi sinni heyrt neitt jafn átakanlegt. Það var eins og niðurlægingar- og raunasaga þjóðarinnar, á mörgum umliðnum öldum, næði samhljómi og verkaði í brennidepli í þessum hörmulegu tóntegundum vesælingsins. Og skáldskapurinn! Að láta falla í stuðla! Þetta kom frá hjartanu! Þetta var miklu sannari skáldskapur en allt Háttatal" Snorra Sturlusonar um Hákon konung og Skúla hertoga."
Himinrommið Hilmensen" , varð að því leitinu skárri en þeir fyrr nefndu, að hann lofaði þó sefjasjúku konunni að verða sjálfdauðri að skáldalaunum."
Skuggi 1948 (Jochum M Eggertsson 1896-1966)
![]() |
Á ekki að koma neinum á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2014 | 16:57
Ekki er sjónvarpið skárra.
![]() |
Lýst sem helvíti á jörðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.2.2014 | 09:22
Magnaður draugur.
![]() |
Áskilja sér rétt til bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)