Færsluflokkur: Dægurmál

Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Huliðsheimar og galdrastafir.

 

Þegar rennt er blint í sjóinn er væntingin það eina sem gefur til kinna hvað upp kann að koma.  Sumt er eins og sjórinn er fyir þeim sem í honum búa umlykjandi allt í kring, þess vegna ekki svo gott að átta sig á hvar það endar eða byrjar frekar en andrúmsloftið.  Það er því oft sagt að erfiðast sé að átta sig á augljósustu sjónhverfingunni vegna þess að hún sé allt um kring.

En það var kannski ekki um þetta sem ég ætlaði að þvæla heldur ástæðunni fyrir því að maður rennir blint í sjóinn en vill jafnvel ráða spákonu til að segja fyrir um hvað verður vegna þess að maður trúir ekki á eigin væntingar.  Af sama meiði eru jafnvel verndargripir og galdrastafir.

Ég hef oft velt vöngum yfir Ægishjálmi og hvers vegna táknið höfðar svona sterkt til fólks og að jafnvel ég hef borið það um hálsinn.  Þessu tákni tók ég fyrst eftir að var greipt í hugann upp úr tvítugt þó svo að ég hafi ekki sett það upp fyrr en fyrir fáum árum.  Svo fast hefur þetta tákn meitlað í hugann að fyrir 15 árum síðan skárum við félagar mínir Ægishjálm á ca 10 fermetra steypuplatta á workshope í St Louis eftir að hafa óvænt verið krafðir um að sína hugmyndaauðgi íslendinga í steypu fyrir framan 200 steypukalla.  Eftir að ég hafði látið klappa fyrir íslensku víkingunum var úr vöndu að ráða með að bjarga sér út úr aðstæðunum algerlega óundirbúið.  Þá kom sér vel að vera með Ægishjálm í hausnum.

Það er ekki mikið á alheimsnetinu að finna um Ægishjálm.  Í alfræðiritinu  Wikipedia segir að hann sé "gamall íslenskur galdrastafur sem er til í fjölmörgum gerðum og útgáfum. Hans er getið í Eddukvæðum, Sigurður Fáfnisbani bar Ægishjálm þegar hann sigraði drekann Fáfni á Gnitheiðii. Ægishjálmurinn er öflugur varnarstafur, bæði gegn öllu illu og einnig örugg vörn gegn reiði og yfirgangi höfðingja. Honum fylgir svohljóðandi formáli:

Fjón þvæ ég af mér
fjanda minna
rán og reiði
ríkra manna."

Ég renni semsagt blint í sjóinn með von um frekari upplýsingar um fornar rúnir og þá sér í lagi Ægishjálm.

 

 


Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Organite og orkuflögur.

IMG 0658

Undanfarið hefur organite oft komið til tals á þessari síðu og kannski kominn tími til að gera viðfangsefninu einhver skil.  Ég var svo lánsamur að áskotnast tvo organite píramída hlaðna orku sem kom yfir himin og haf, alla leið frá Ástralíu hingað langt norður fyrir heimskautsbaug á 69°N.  Það er ekki um það að villast að þetta fyrirbæri hefur orkuvirkni þó ég þori varla að kannast við það eftir að Helgi fræddi mig á því að fólk sem væri svolítið ruglað fyndi þetta betur.  En eftir að Matthildur mín kannaðist við orkustreymið frá þeim líka, þó svo ég fræddi hana áður um speki Helga, þá fer ég allur að koma til með að þora að kannast við þetta.

Það sem einnig gerðist eftir að ég fékk Áströlsku píramídana var að ég hrasaði um sama steininn í þriðja sinn í uppáhalds fjörunni minni hérna á 69°N, fjöru sem er hlaðin töfrum.  Það var því ekki um það að villast að þennan stein höfðu örlögin ætlað mér að skoða, en ég hafði tekið eftir því fyrri föllum að hann gæti verið fallegur, en það hef ég ekki viljað með nokkru móti kannast við að Noregur hefði fallegt grjót að geyma, það er bara á Íslandi.

IMG 0669

Þegar ég var kominn með steininn heim á stofuborð á milli píramídana hófst rannsóknavinnan.  Það þarf ekki að efast um það að Ástralska organitið er sett þannig saman að orkustreymið frá þeim er auðfinnanlegt, því má segja að það hafi vinninginn fram yfir Norska stofu grjótið sem sem lítur út eins og stálslegin kvartsfylling.  Þegar ég fór að lesa mig til á háskólasetrinu google um organite kom nafni minn á Filippseyjum fljótlega upp í hugann, en hann hefur sent mér þessar fínu flögur hlaðnar orku sem ég hef límt á mig við verkjum og svefnleysi.

Málið er að nafni á Filippseyjum sagði mér frá verkjaflögum sem höfðu hjálpað honum við gigtarverkjum.  Svo var það fyrir ári síðan að ég sá ekki fram á að geta verið í þessu starfi lengur, sem útheimtir að skriðið sé á hnjánum, vegna verks í vinstri hnébót.  En þann djöful hafði ég haft að draga í nokkur ár eftir aðgerð sem kemur hnénu ekkert við.  Þar sem ég vissi að ekkert var að hnénu mínu hlaut þetta að vera rangur misskilningur, eða þannig.  Því datt mér í hug að tala við nafna sem sendi mér verkjaflögur um hæl og svefnflögur svo ég ætti ekki fleiri andvökunætur vegna hnésins.  Þetta virkaði alveg glimrandi, svo vel að ég er ennþá á hnjánum, sef eins og engill ef ég man eftir því, en verst þykir mér hvað er lítill buisness í mér fyrir nafna. 

Ég er semsagt að verða kominn að þeirri niðurstöðu að píramídarnir og flögurnar séu af sama meiði.  Hvorutveggja hafi með það að gera að halda orkustreyminu í takt við himintungl alheimsins.  Organitið sé grunnvísindin og flögurnar séu þessi mörg þúsund ára gömlu vísindi í nútíma neytendapakkningum.

http://www.soul-guidance.com/health/orgonite.htm      organite

http://www.cieaura.com/index.html   orkuflögur

Fyrir þá sem hafa ekki áhuga á organite og orkuflögum er boðið upp á í fimmtudagsbíói viðtal við drottningu austfirsku steinanna.


Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Fimm aura brandarar.

Farsi Seðlabankans um gengisskráningu krónunnar fer að líkjast hverjum öðrum fimm aura brandara.  Hvað skyldi útreikningur gengisskráningarinnar kosta og hvað væri hægt að spara laun margra fábjána hjá greiningadeildum bankana með því að sleppa að reikna út gengi krónu í gjaldeyrishöftum?

Á meðan raunveruleg niðurstaða fjárlaga ríkisins er tugum milljarða verri en áætlað var og vaxtagreiðslur lána sem því nemur styrkist krónan innflytjendum til sérstaks tekjuauka, því ekki lækkar vöruverðið. 

Þessi gengisskráning fer að verða fyrir hinum almenna neytenda álíka fimmaurabrandari og útúrsnúningurinn á þekktri barnavísu, "Sigga litla systir mín liggur út í götu lætur alla ríða sér fyrir tyggjóplötu".


mbl.is Krónan styrkist vegna erlendra ferðamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


Þegar fábjánar fá frábærar hugmyndir.

Það þarf hámenntaðan fábjána til að komast að því að það sé ódýrara að lesa utan á bréf í Reykjavík en Ísafirði.  Það þarf ennþá meira menntaðan fábjána til að láta það út úr sér að með því móti sé verið að stemma stigu við taprekstri Póstsins. 

Ef liðið í höfuðstöðvum fábjánanna dytti það í hug að einfalda verkferlana við að lesa utan á bréf í sparnaðarskini til að koma í veg fyrir taprekstur Póstsins þá myndi þeir senda sjálfum sér uppsagnarbréf milliliðalaust, jafnvel bæði flokka það og bera út sjálfir. 


mbl.is Innanbæjarpóstur sendur í langferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband