Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er ekki laust við að örlítil heimþrá hafi bankað upp á hérna 69°N, jafnvel fortíðarþrá eins og sjá má á bláum myndum kvöldsins.  Þetta video af lífskúnstnernum Kidda er frá síðustu öld svo er hérna eitt í viðbót frá þessari.

https://www.youtube.com/watch?v=V1ZUUUvQl4M

Magnús Sigurðsson, 12.8.2012 kl. 20:10

2 identicon

Það er skiljanlegt að það séu viðbrigði hjá þér núna eftir að hún er farin.Og mig grunar að kisurnar séu hálf móðgaðar yfir því að þú skulir ekki hafa komið með henni.

En aldrei er nú hægt að fara til baka nema þá í huganum en þar er það líka auðvelt og sérstaklega ef maður getur haft einhverja með sér á því ferðalagi sem kunnugir eru þeim stað og tíma sem heimsóttur er.

Eg hef einmitt verið að snúast dálítið með fólki frá Kanada undanfarna daga sem flutti þangað fyrir líklega 12 árum.

Þau hafa lítið komið hingað og hefur stundum langað að snúa til baka.En voru þó fljót að finna að það land sem þau fóru frá er ekki lengut til.

Þrim finnst vera alltof mikið stress og læti hér og umferðin alveg hrikaleg skelfing.

Sólrún (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 20:53

3 identicon

það skil eg vel að þu skulir hafa sma heimþra en þu ert nu aldeilis buin að standa þig vel verst að það hefur litið breyst a Islandi Johanna og Steingrimur eru enþa við völd .rett hja þer Solrun að keyra bil firir sunnan er ekkert sem mig langar i djofulsins stress og bara donaskapur og engin tilitsemi

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 22:24

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jæja það virðist vera eitthvað betra netsambandið þessa vikuna hérna norður í....

Já það er þetta með blessaða heimþrána það verður sjálfasagt ekkert eins og það var þegar maður fór enda þarf ekki að súta það.  Sennilega fær maður bæði stimpil sem útrásarvíkingur og landráðamaður fyrir að hafa ekki tekið þátt í að endurræsa gamla Ísland með því að standa undir eftirlaunum hyskisins sem setti allt á hausinn.  Maður verður víst að láta sér nægja að hugga sig við skuldirnar eitthvað fram eftir. 

"Já svo ætlar þetta vanskilafólk sem flýr skuldirnar að koma heim aftur til að njóta ævikvöldsins á eftirlaunum frá ríkinu" þetta eru frasi sem ég hef heyrt oftar en einu sinni.

Ég átti erindi við einn ágætan mann í eitt af þeim skiptum sem ég hef farið heim.  Hann spurði hvernig mér líkaði.  Ég asnaðist til að segja þetta er ekki sem verst.  Þá sagðist hann ætla að láta mig vita af því að það væri alltaf sama sagan með þetta flóttafólk það segði að allt væri betra en byggi svo við aðstæður sem það myndi aldrei hafa sætt sig við heima á Íslandi.  En svo væri allt svo gott í Noregi þó það byggi í blokkarkytru.  Ég reyndi að koma mínu erindi að, en hann hækkaði róminn og sagði "bíddu leyfðu mér að klára þið þetta fólk hafið gott af því að heyra sannleikann....". 

Þegar hann hafði blásið út sagði ég honum að ég væri hjartanlega sammála honum, en ég væri komin því ég þyrfti á vinnu hans að halda vegna skuldauppgjörs.  Ef það huggaði hann eitthvað þá byggi ég í óeinangraðri risíbúð þar sem ég rétt tímdi að kynnda eitt herbergi og skæfi innan úr einni baunadós á dag ofan í mig, mér reiknaðist til að ef baunadósin hækkaði ekki í verði og ég héldi starfinu þá ætti ég séns á því að snúa heim í blokkaríbúðina mína í Útgarðinum eftir þrjú ár, ætti að vísu ekki eina krónu í henni lengur en það væri ekki möguleiki á að henda mér út meðan ég greiddi af henni sem ég hefði reyndar alltaf gert með mitt húsnæði s.l. 30 ár.  Honum leið strax betur með það og sagði að 110% leiðin væri ekki sem verst.  En þá var mér líka nóg boðið.

Magnús Sigurðsson, 13.8.2012 kl. 19:38

5 identicon

þessi agæti maður hefur senilega ekki mist vinuna ,kannski haft vinnu hja rikinu

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 22:11

6 identicon

Það er alveg hreinar línur að nauðsynlegt er

að vera sammála svona mönnum í einu og öllu.

Heldurðu að geti verið að þetta hafi átt

að vera fyndið hjá honum he.he.he?

Hér kemur viðtal við valinkunnan snilling sem býr sig undir vetursetu í því allra nyrzta.

http://www.ruv.is/sarpurinn/hringsol/13082012-0

Sólrún (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 22:49

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessi ágæti maður missti ekki vinnuna, var reyndar ekki í vinnu hjá ríkinu en vinnur í grein sem blómstrar þegar allt snýst um að ballansera tölur. Hann tjáði mér líka að það væri ekkert atvinnuleysi hjá múrurum á Íslandi, ég spurði hann hvort hann vissi um einhvern sem vantaði múrara í vinnu. Nei en hann vissi um fólk sem hafði gengið erfiðlega að fá múrara til að steypa sólpall fyrir sig um sumarið.

Þetta átti nú ekki að vera fyndið hjá honum þó það hafi náttúrulega verið það.

Takk fyrir linkinn hann var áheyrilegur í morgunnþokunni. Hann lýsir fólkinu í N-Noregi vel, þetta er öndvegisfólk sem veit að íslendingar og norðmenn standa saman sem bræður, allavega "av og til" eins og einn skemmtilegur maður segir sem ég hitti "av og til" á förnum vegi.

Skemmtilegt að heyra hann tala um bláu birtuna. Hérna er mynd sem ég tók af fyrirbærinu í uppáhaldsfjörunni minni á háflóði í svartasta skammdeginu. Þarna hef ég snakkað við otur og eins og hjá kennaranum skildi hann ekki orð í íslensku.

http://magnuss.blog.is/album/2011/image/1125390/

Magnús Sigurðsson, 14.8.2012 kl. 04:30

8 identicon

Menn eiga alltaf soldið bágt sem ekki þora og það verður auðvitað að koma niður á einhverjum:(

Frábær myndin og það má nú segja að myndavelin er þitt þriðja auga.

En skilurðu eitthvað í því hvað hann Burt Goldman er að fara þarna ?

Hann segist taka hundrað myndir og setja saman í eina.

Eg hef ekkert vit á ljósmyndum en datt í hug að setja þetta inn

http://www.youtube.com/watch?v=JBg-HOeogMM

Sólrún (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 17:06

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég hef ekki hundsvit á ljósmyndum Sólrún, er með litla gamla Canon vél sem er eitthvað álíka og farsími og sjálfsagt er hægt orðið að fá farsíma með fullkomnari myndavélum.  

Eins og Goldman bendir óbeint á er aðalatriðið að taka myndir græjan skiptir í sjálfu sér engu máli, flestir geta tekið góðar myndir og það skemmtilega er að engin tekur alveg eins mynd af sama viðfangsefninu það er alltaf einhver karakter.  Þó verð ég eð segja það eins og mér finnst að þeir sem eru uppteknir af sjónvarpi taka yfirleitt ekki skemmtilegar myndir ef þeir taka þær þá á annað borð. 

Gott hjá Goldman að benda á sköpunargáfu barnanna og nauðsynina á að leifa henni að lifa, hann hefur sennilega eins og margir áttað sig á því á efri árum, kominn út úr heiminum, eða þannig.

Magnús Sigurðsson, 14.8.2012 kl. 18:28

10 identicon

Það virðist ekki standa þér mikið fyrir þrifum með ljósmyndunina að hafa ekki hundsvir á henni eg verð að segja það.

Manstu eftir myndunum hennar Nikolinu frá Teigarhorni?

Eg segi nú bara það að maður verður sjaldan svo gamall að maður gleymi því að hafa séð þær.

Mér finnst að oft vera galli á fínu ljósmyndabókunum hvað það er búið að fixa mikið til svo þær verða álíka persónulegar og myndir úr eftirlitsmyndavelum hins opinbera.

Goldmann er ágætt dæmi um hvað það miklu betra að vera kominn út úr heiminum ef menn ætla að gera eitthvað af viti

Sólrún (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 19:08

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nikolina á Teigarhorni var framsín og myndirnar hennar sannkallaðar gersemar.  Ég er sammála þér með það að myndir sem er búið að fixa til á alla kanta með alskins tölvutækni eru ekki að mínu skapi. 

Annars er einn hérna á blogginu sem ég lagði í vana minn að hreyta í því hann hefur svo arfavitlausar skoðanir á þjóðmálunum, þar að auki landráðamaður þegar kemur að ESB.  En ég tók eftir að hann flaggaði annað slagið, ekki oft myndum sem hann hafði tekið og fyrir þær passaði ég mig á að hæla honum.  Svo endaði það með að hann benti mér á ljósmyndasíðuna sína og ég varð dolfallinn auk þess að botna ekkert í manninum lengur. 

Hvernig getur maður sem tekur svona myndir af Íslandi gengið með landráðahugmyndir?

http://www.flickr.com/photos/53151484@N00/

Magnús Sigurðsson, 14.8.2012 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband