Færsluflokkur: Lífstíll

Lífið er okkar eigin ímynd.

Hér vil ég benda á  áhugavert myndand sem sýnir okkur kreppuna sem nú gengur yfir í víðara samhengi.  Kreppu sem búin er til í þeim tilgangi að viðhalda ótta og yfirráðum.

http://thecrowhouse.com/aw1.html

 

Sá pistill sem hér fer á eftir er að mestu óviðkomandi þessari frétt.

Lífið er í raun draumur og við ímyndun eigin hugsanna.  Það sem hefur mest áhrif á hugsun okkar er það sem umhverfið býður, s.s. fjölmiðlar, vinir og fjölskylda osfv.  Skilningsvitum okkar eru takmörk sett, t.d. nemur sjónin aðeins ljósbylgjur og heyrnin aðeins hljóðbylgjur.  Við vitum samt að það eru margskonar aðrar bylgjur sem geta náð til okkar t.d. útvarpsbylgjur með hjálp tækninnar.  En fyrst og fremst er heimurinn eins og okkar eigin ímynd skapar hann.

 

Velgengnin felst í því að vera, gera og hafa.  Byrjaðu á því að vera það sem þú óskar, gerðu svo það sem þarf til þess og lofaðu þér að hafa það alveg frá frá byrjun.

 

Með því að byrja á að vera það sem þú villt kemstu að því hvers þú raunverulega óskar þér og þú finnur hvort það er í samræmi við þig.  Mörgum verður hált á því að byrja á því að gera áður en þeir vita hvað þeir vilja vera.  Leifðu þér að hafa og efastu ekki um það frá því að þú finnur hvað þú vilt vera, að þú komir til með að gera það sem þarf til þess og eigir það skilið að hafa.

 

Með því að skapa aðstæður með hugsun, sjá þig fyrir í huga þér í því umhverfi sem þú óskar þér eins og þú vilt vera, þá léttir þú þér vinnuna við að gera.  Þannig munt þú vita hvað þú vilt hafa og leiðin að því marki mun verða án erfiðis og sú vinna sem þú þarft að gera mun aðeins verða til ánægu.

 

Til að vita hvað þú vilt vera skalt þú sjá þig fyrir í þeirri stöðu sem þú óskar þér og ef tilfinningin sem þú þá finnur er góð ertu á réttri leið.

 

Andi þinn er undirstaða (kjarni) sem lagar sig að þínum kröfum, og verður að hafa fyrirmynd af því hvað hann á að skapa.  Brauðdeig getur eins orðið að mjúku rúnstykki eins og að harðri tvíböku.  Það skipir anda þinn litlu máli hvors þú krefst.

 

Frekar en að stjórna hugsunum þínum skaltu reyna að stjórna líðan þinni.  Með því að reyna að stjórna hugsunum þínum geturðu hindrað skapandi hugsun.  Með því að stjórna líðan þinni og gæta þess að tilfinningar þínar séu góðar laðarðu að þér jákvæða og skapandi hugsun.

 

Hvort velgengni verður fengin með því að klífa ísaðan fjallstindinn og sigrast á svima og ótta við hengiflugið eða með friðsælli gönguferð við sólarupprás á ströndinni fer allt eftir hvað er í fullkomnu samræmi við þig.  Velgengni er aldrei erfið, velgengni er eitthvað sem hver og einn gerir af ástríðu vegna þess að það samræmist hans persónuleika.  Ofurhuginn finnur sína velgengni við þá áskorun að klífa sveittur ísaðan hamarinn meðan fagurkerinn finnur sína velgengi með  rólegheita gönguferð á sólarströnd.  Heimurinn hefur nóg fyrir alla og lífinu er ætlað að vera ánægjulegt. 

 

Lúkas 33,34.12  Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, fáið yður pyngjur, er fyrnast ekki, fjársjóð á himnum, er þrýtur ekki, þar sem þjófur fær eigi í nánd komist né mölur spillt.  Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.


mbl.is Rof milli þings og þjóðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímyndunaraflið.

Allt verður fyrst til með hugsun.  Ímyndunaraflið glæðir hugsunina lífi og gerir hana að hugmynd þannig að við upplifum hana sem veruleika.  Það dýrmætasta sem við eigum er ímyndunaraflið.  Þegar við erum börn eigum við nóg af því.  En þegar við fullornumst verður það fyrir truflunum af þeim staðreyndum sem umhverfið heldur að okkur, sem eru oft neikvæðar og ekki einsog við vildum hafa þær.  En með því að nota ímyndunaraflið til að sjá drauma okkar fá framgang getum við nýtt það til að gera okkar líf eins og við viljum hafa það.

 

Því er þannig farið með flesta að þeir eiga sínar bestu stundir við að framkvæma það sem þykir skemmtilegt.  Finndu út hvað þér finnst skemmtilegast að gera og notaðu ímyndunaraflið til að sjá það fyrir þér sem þitt aðalstarf ef það er það ekki nú þegar. Með því að nota ímyndunaraflið og rannsaka þá sem hafa áður notið velgengni í því sama og þér þykir skemmtilegt ættirðu að geta fundið leið til að gera það sem þú raunverulega vilt nota tíma þinn í að lífsviðurværi þínu.  Mundu að þú hefur einhvern einstæðan hæfileika og með því að nota þann hæfileika verður þú einnig öðrum til ánægju og gagns.

 

"Chaplin þénaði milljónir árlega á skringilegu útskeifu göngulagi og víðum buxum, vegna þess að hann gerði hlutina öðruvísi en aðrir.  Gríptu tækifærið og nýttu þína sérstöðu með einhverri einstakri hugmynd."

 

Hugmyndir eru drifkraftur allra afreka.  Áður en nokkuð verður að veruleika þarf hugmyndin að verða til, síðan er hægt að gera hana að markmiði.  Ef hugmyndir þínar eru ekki nógu skýrar til þess að þú sjáir þær verða að veruleika getur verið gott að gera bandalag við einhvern sem getur haft hag af og orðið þér þannig að liði, svo sem einhvern í fjölskyldu eða í kunningjahópi.  Leifa þessum hópi að vera þátttakanda við að fullmóta hugmyndina þannig að þú sjáir hana fyrir þér sem veruleika. 

Eins skaltu nota hugmyndir sem verða á vegi þínum sem verða til þess að hjálpa þér að ná höfuð markmiði þínu.  Ekki gleyma að fjarhrif geta fært þér hugmyndir og lausnir í formi hugboða.  Fylgdu þeim eftir án þess að hika.

 

  • 1. Á leiksviði lífsins; Allt sem hefur verið og allt sem er hefur alltaf verið í heiminum einnig allt sem á eftir að verða það á bara eftir að uppgötva það. Einnig getur allt sem hugur þinn getur ímyndað sér og gert skýra mynd af orðið. Allt sem fyrir þig kemur var ímyndun þín búin að sjá fyrir þó svo að þú munir það ekki, prófaðu að skrifa niður á blað eitthvað sem þú villt að komi fyrir þig, geymdu það og sannaðu til einhvern daginn hefur það gerst sem þú sást fyrir og skrifaðir niður.
  • 2. Ímyndaðu þér í smáatriðum; Sjáðu það skýrt fyrir þér sem þú lætur þig dreyma um og einhvern daginn mun það verða á vegi þínum þér til handa. Flesta dreymir dagdrauma sem koma og fara, ef þeir eru notaðir á markvissan hátt við að sjá það fyrir sem þú raunverulega þráir munu þeir færa þér það, ekki fyrir tilviljun heldur vegna þess að þannig virkar lögmál alheimsins.
  • 3. Að vera reiðubúinn I; Að langa í eitthvað er ekki það sama og þrá eitthvað og trúa að maður öðlist það. Ef þig hefur alltaf langað í eitthvað er ekki víst að þú sért reiðubúinn til að taka við því þegar þér gefst kostur á því að fá það. En ef þú trúir að þú fáir það sem þú þráir verðurðu reiðbúinn til að taka á móti því þegar þér býðst það.
  • 4. Að vera reiðubúinn II; Tengdu ímyndunaraflið við vellíðan og góða útkomu, þannig að þegar þú óskar þér einhvers sjáðu það þá fyrir þér í skýrri mynd eins og það hafi þegar orðið og þér líði vel með það sem þú hefur öðlast. Farðu aftur og aftur í huganaum og sjáðu fyrir þér að þú hafir náð markmiði þínu. Ekki flækja hugsun þína í því hvernig þú ætlar að yfirstíga ímyndaðar hindranir á leið þinni að því markmiði sem þú óskar þér, þú yfirstígur þær þegar þar að kemur og líklega verður þú þeirra aldrei var .
  • 5. Hrífandi rök; Notaðu ímyndunaraflið til að sjá það það skýrt í huga þínum sem þú vilt að verði, og gerðu ekki ráð fyrir öðru en svo fari. Ef þú gerir þetta verður það sem ímyndunarafl þitt sér. Ef þú vilt prófa þetta skrifaðu þá eitthvað af því niður sem þú vilt að þú hafir, eða gerist í þínu lífi eða annarra sem þér þykir vænt um, skrifaðu dagsetninguna hjá þér og einhvern daginn mun þetta koma fram. Meðan þú ert að sannreyna þetta lögmál, byrjaðu á því smáa og einfalda seinna þegar þú hefur séð þetta virka og fengið sterka trú fyrir því að þetta virkar getur þú nýtt þér þetta lögmál til enn frekari velgengni. Munurinn á þeim sem nýtur velgengni og þess sem ekki nýtur hennar er yfirleitt ekki annar en að sá sem nýtur hennar gerir aldrei ráð fyrir öðru en að svo verði.
  • 6. Léttirinn yfir því; Að eitthvað gerðist ekki sem hugsanlega gat gerst, t.d. þú misstir ekki af flugi þó tímaáætlunin væri ströng, þú villtist ekki né lentir í umferðaróhappi þó að þú værir á ferð á ókunnum götum í mikilli umferð. Gerðu ráð fyrir léttinum fyrirfram notaðu trúna til að sjá það fyrir þér og gera ráð fyrir að allt fari vel, vertu sannur í því og haltu engri ef þetta fer illa áætlun eftir. Þannig verður lífið svo miklu auðveldara.
  • 7. Draumar grundvallaðir; Leifðu ímyndunaraflinu að sjá fyrir í huga þínum það sem þig dreymir um að verði að veruleika. Gefðu draumnum eins mikinn veruleika og þú mögulega getur, sjáðu þig fyrir eins og hann hafi þegar orðið að veruleika, finndu lykt, heyirðu hlóð og ímyndaðu þér veðrið og fólkið sem þú vilt hafa í draumnum þínum. Vertu varkár um það sem þig dreymir, því draumar rætast, haltu því huga þínum jákvæðum og hugsaðu á jákvæðan hátt svo niðurstaðan verði eins og þú óskar.
  • 8. Ferðast í tíma; Allir kannast við það að tíminn getur verið mis lengi að líða, klukkustundir geta verið eins og sekúndur ef hugurinn er upptekinn við það sem er áhugavert, og tíu mínútur geta verið eins og klukkustundir við leiðinlegar aðstæður. Notaðu ferðalög í tíma til að upplifa drauma þína, lokaðu augunum og hugsaðu þér tímann sem línu frá vinstri til hægri, þú ert staddur í núinu á miðri línunni til vinstri er fortíðin til hægri er framtíði. Þú lokar augunum ferð til vinstri og einbeitir huganum að atburði í fortíðinni sem er þér mikils virði, upplifir hljóð, lykt og fólkið sem var í kringum þig og allt það sem þú manst gott við þennan atburð til að gefa honum raunveruleika. Nú opnarðu augun og ert staddur í nútímanum ekkert hefur gerst þarna á milli, nema þú ferðaðist í tíma. Notaðu sömu aðferð við það sem þú þráir nema þá ferðu tímalínuna til hægri út í tómið, þar læturðu hugann skapa mynd af því sem þú villt að verði, sjáðu fyrir þér myndina eins og um kvikmynd væri að ræða, heyrðu hljóð, finndu lykt, talaðu við fólk og allt það sem getur gefið þessari hugsýn veruleika. Þegar þú opnar augun ertu aftur í nútímanum og þarna á milli hefur ekkert gerst. Með því að endurtaka þessa aðferð aftur og aftur með það sem þú raunverulega þráir munu þær aðstæður sjálfkrafa verða á vegi þínum sem láta draum þinn rætast.
  • 9. Trúin vinnur; Allt sem er í heiminum og allt sem hugur þinn getur ímyndað sér hefur alltaf verið til. Flesta langar einhvern tíma til að komast í aðra stöðu en þeir eru í, hafa aðra vinnu, eiga meiri peninga, vinna afrek, skapa listaverk o.s.f.v.. Sjáðu fyrir þér skalann 1 - 10 og ef þú lætur ímyndunarafl þitt sjá þig fyrir í þeirri stöðu sem þú óskar þér ertu á 1, byrjaðu þar að vera í þeirri stöðu sem þú ímyndaðir þér. Flestir eða um 95% fólks vill byrja á 5, það er að það ætlar að byrja á að láta drauma sína rætast þegar það er komið í betri vinnu eða á meiri peninga og heldur því áfram að vera fast í þeirri stöðu sem það þegar er, trúin á það að draumurinn sé orðin að veruleika á 1 er það sem skilur þau 5% fólks sem njóta mikillar velgengna frá hinum. Ef þú ætlar að láta draum þinn verða að veruleika trúðu að hann sé þegar orðinn um leið og þú hefur gert þér skýra mynd af honum í huga þínum. Ef þú ætlar að fresta því þar til þú átt meiri pening eða aðstæður verða betri læturðu hindranirnar sem þú sérð á þeirri stöðu sem þú ert í, kæfa drauminn.
  • 10. Hversu langt er að markinu; Flestir telja að með velgengni sé átt við að því takmarki sem sett er verði náð á tilteknu tíma. Þú ákveður markmið þitt og á vissum degi í framtíðinni ætlarðu að vera búin að ná því. Þetta getur orðið til þess að ef þú nærð ekki markmiði þínu á tilteknum tíma teljir þú þig vera mislukkaðan og gefst upp. Í reynd byrjaðir þú sem mislukkaður vegna þess að þú byrjaðir á því að telja þér trú um að þú hefðir ekki náð þessu markmiði og þyrftir að ná því innan viss tíma. Byrjaðu því á því að hugsa eins og þú hafir þegar náð markmiði þínu um leið og þú hefur séð það fyrir þér í huga þínum, settu þig í nýja stöðu samkvæmt því. Þetta á ágætlega við þegar fólk ætlar að léttast flestar megrunarátök mistakast eftir ákveðinn tíma en ef þú hefur ekki tímamörk og ferð ekki í átak heldur breytir mataræðinu þá hefurðu skipt um stöðu og þú finnur út hvaða mataræði það er sem sem gerir það að þú ert í kjörþyngd.  Þannig er þetta með alla velgengni, byrjaðu á því að hugsa eins og þú hafir náð markmiði þínu því að þá hugsarðu út frá því sem þú átt en ekki því sem þig skortir, t.d. ef þér finnst þér vanta meiri peninga er sú tilfinning sem því fylgir ekki góð, hún byggir á skorti á peningum. Hinsvegar, ef markmið þitt er að eignast meiri peninga til að verða frjálsari af því í hvað þú eyðir tíma þínum, en getir eftir sem áður séð fjölskyldu þinni farborða, þá byggir sú hugsun á sköpunarkrafti.
  • 11. Skjótfengin ánægja; Það er sama hvert er litið allsstaðar geturðu komist yfir það sem hugurinn girnist með því að kaupa og borga seinna með afborgunum, blöð og sjónvarp er fullt af svona tilboðum frá verslunum, bílasölum og bönkum. Ef þig langar í tiltekinn hlut getur þú í flestum tilfellum veitt þér þá ánægu að "eignast" hann. Ánægjan við að "eignast" hluti á þennan hátt er skjótfenginn en hún hefur líka þann ókost að henni fylgir frelsisskerðing. Þú sérð flottan bíl sem er til sölu það er auðvelt að fjármagna kaupin með bílaláni, ánægjan við að keyra um á bílnum og sýna vinum og kunningjum hve flottan bíl þú átt er skjótfengin með þessu móti. En svo kemur að afborgunum þú gætir þurft að bæta við þig í vinnu til að hafa fyrir þeim, í viðbót við allt annað, og þá kemur að því að þú hefur minn tíma fyrir vinina þú ert ekki eins frjáls og þú varst áður í hvað þú notar tímann þinn. Farðu því varlega í að girnast hluti, farðu yfir það í huganaum þegar þú verslaðir hluti í fortíðinni sem veittu þér ánægu og vertu alveg heiðarlegur gagnvart þér hvort um var að ræða varanlega ánægu eða skjótfengna ánægju.
  • 12. Næmi fyrir smáatriðum;"Dani nokkur fór í skíðaferðalag til Ítalíu í rútu, ferðin tók 20 tíma og á leiðinni fannst honum hann vera innilokaður í allt of langan tíma. Hann hugsaði hvað mikið betra væri að ferðast með flugi og ímyndaði sér þegar hann væri á leiðinni heim væri hann í flugvél. Síðasta kvöldið í skíðaferðalaginu var hann nefbrotinn í ryskingum, þar sem hann var ekki í ástandi fyrir 20 tíma rútuferð borgaði ferðatryggingin flugfar fyrir hann heim." Þessi saga sýnir að draumar rætast, kannski vitum við ekki nákvæmlega hver aðdragandinn er enda skiptir það ekki öllu máli. Þegar ímyndunarafl þitt hefur séð fyrir sér það sem þig dreymir um skaltu halda þig við það í huga þínum snúðu aftur að draumnum nákvæmlega eins og þú ímyndaðir þér hann í fyrstu, ekki falla í þá gryfju að fara að hugsa um þær hindranir sem kynnu að vera í veginum fyrir því að hann rætist, það er ekki þitt hlutverk. Hugsaðu þetta eins og þú værir að sá fræi, þú sáir með því að sjá draum þinn fyrir þér í huganum, vökvar með því koma aftur að honum eins og ímyndun þín sá í fyrstu. Þú ræður hvort því sem er ekki veðrinu en ef þú hefur sáð á réttan hátt og vökvað reglulega geturðu verið nokkuð öruggur með uppskeru.
  • 13. Áhættan sem þú tekur; Alltaf er fólk að vega og meta áhættuna sem það tekur í lífinu, það sem einum kann að virðast áhætta er það alls ekki fyrir annan. Einum getur þótt áhætta í því að skipta um vinnuveitandi meðan öðrum finnst öruggast að stofna til eigin atvinnurekstrar sér til lífsviðurværis. Áhættan sem þú tekur er útfrá hvaða sjónarhóli þú metur hana. Mesta áhættan sem þú í raun tekur er sú að halda áfram að vera í stöðu sem þú kærir þig ekki um vegna þess að þú telur að hún feli í sér öryggi. Því skaltu breyta um stöðu með því að sjá þig fyrir þér í þeirri stöðu sem þú óskar þér eins og þú villt að hún verði, hver er þá áhættan? Ekki setja þetta sem framtíðarmarkmið heldur trúðu að þú sért kominn í nýja stöðu því þú ert þegar farinn að sjá hlutina út frá nýjum sjónarhóli, en ekki út frá einhverju sem þig skortir og þú hyggst öðlast einhvertíma í framtíðinni.
  • 14. Þú þarft ekki að vera skipulagssnillingur; Til að öðlast velgengni í lífinu eða á afmörkuðum sviðum er fólki tamt að hugsa sem svo að það þurfi að leggja mikið á sig vinna hörðum höndum, færa fórnir og skipuleggja ferlið að markmiðinu. Við ölum börnin okkar upp með það að leiðarljósi að þau verði farsæl í lífinu. Samt eigum við til að benda einlægri barnssálinni á það að hlutirnir séu ekki eins einfaldir og þeir sýnast, það þurfi að hafa fyrir hlutunum og leggja hart að sér. En er það alveg svo, er það ekki þannig að þeim um meira sem þú vinnur í þér inn á við þeim mun farsælli verðurðu. Langur vinnudagur með miklu erfiði leiðir ekkert frekar til velgengni í lífinu. Þú þarft ekki að vera skipulagssnillingur sem gerir nákvæma hernaðaráætlun um það hvernig þú ætlar að ná markmiði þínu um það að láta draum þinn rætast og leggja síðan hart að þér í vinnu samkvæmt því. Þú þarft aðeins að sjá hann fyrir þér í huga þínum og upplifa hann þannig, það er ekki þitt að flækja þig í öllum þeim smáatriðum sem hugsanlega gætu orðið hindranir á leið þinni að markmiðinu. Jesú sagði að menn kæmust ekki í guðsríki nema að trúa með einlægni barnsins.
  • 15. Rödd skinseminnar; Fyrir 95% fólks er skinsemi eitthvað sem þú getur snert eða er almennt viðurkennt sem staðreynd. Ef þú segir fólki að þú ætlir að eignast nýja draumabílinn þinn og þú vitir að svo verði því þú hafir séð það fyrir þér í huganum vitir þess vegna, hvað þetta er góður bíll fyrir þig, þá munu margir benda þér á þau skinsamlegu rök að til þess að eignast þennan bíl þurfirðu að taka bílalán og vinna meira til að greiða af því.  Þú þarft ekki að taka þessum rökum því að þetta er þeirra skinsemi frá þeirra sjónarhóli.  Ef þig dreymir um eitthvað t.d. stærra hús þá skaltu láta ímyndunaraflið sjá þig fyrir sér í þessu húsi við að skipuleggja innanstokksmuni, mála, slappa af eða hvað það sem gerir hugmyndina raunverulega í huga þínum. Ekki flækja þig í þeirri hugsun að þú þurfir að auka við skuldir og vinna meira til að ósk þín rætist með því ertu farinn að skapa það sem þig skortir til þess að draumur þinn rætist. Upplifðu draum þinn eins og hann hafi þegar rætts það er svo undir skinseminni komið hvenær og með hvaða hætti hann rætist.
  • 16. Lendardómurinn og lögmálið; Kringumstæður geta verið misjafnar kannski ertu það skuldugur að mestur tími þinn fer í að halda þér á floti fjárhagslega og ert minntur á það daglega með greiðsluseðlum og innheimtupósti. Kannski ertu ekki í þeirri vinnu sem þú óskaðir þér og þér leiðist að þurfa að mæta til hennar á hverjum degi. Láttu kringumstæðurnar samt ekki birgja þér sýn á það sem þig raunverulega dreymir um, notaðu hugsun þína til að sjá skýrt fyrir þér hvernig þú villt að lífið sé. Með því að fara yfir það aftur og aftur í huganum á skipulagðan hátt hvernig þú vilt að draumur þinn rætist og gefur honum allan þann raunveruleika sem þér mögulega er unnt, munt þú skipta um stöðu og hugsa allt út frá þessari nýju stöðu. Sjáðu þig fyrir þér þar sem hæfileikar þínir njóta sín, þar sem þú kynnist fólki sem þú og það hefur hag af því að þið kynnist og áður en þú veist af verðurðu kominn í þær kringumstæður sem þig dreymir um, svo framarlega sem þú ert staðfastur í jákvæðum draumi þínum og trú.
  • 17. Hugurinn veit meira en þú; Hefurðu ekki orðið var við að þegar síminn hringir þá hefurðu verið búinn að fá á tilfinninguna hver það er sem er að hringa og hefurðu ekki orðið var við að þú hefur hugsað um einhvern eða eitthvað á svipuðum tíma og eitthvað var að gerast hjá viðkomandi. Hugurinn veit meira en þú vegna þess að hugurinn er meira en þú. Vísindin segja að við notum ekki 95% af heilanum, en er það svo? Notum við ekki þann hluta sem okkur er kennt í uppeldi og skóla, þ.e. þann hluta sem við erum þjálfuð til að nota í starfi til að afla okkur tekna næstu 50 árin. Erum við ekki fyrst og fremst þjálfuð til að skila ákveðnum verkefnum og borga bankanum til baka það sem við fáum lánað hjá honum til að eignast það sem okkur er talið trú um að við þurfum á að halda í lífinu? Kenndu barninu þínu að nota ímyndunaraflið, að nota hugann til að skapa þær myndir sem það þráir. Kenndu því aðferðirnar til að nota hugann frekar en staðreyndirnar sem hvort sem er eru kenndar í skólum og af öllu umhverfinu.
  • 18. Barist við vanann; Þegar þú hefur séð fyrir þér það sem þú óskar þér þá segir vaninn þér að setja áætlun í gang og tímasetja markmið hvenær þessi ósk á að vera orðin að veruleika. Settu þér ekki tímamarkmið sem geta brugðist, lifðu samkvæmt þeirri tilfinningu að þú hafir þegar fengið ósk þína uppfyllta. Sjáðu það fyrir þér og finndu það. Vaninn segir þér að líta raunhæft á málin, leggja kalt mat á hlutina. Leggðu þennan vana til hliðar láttu tilfinninguna segja þér hvort þú ert að fá óskir þínar uppfylltar, ef þér líður vel með það sem verður á vegi þínum varðandi þær ertu á réttri leið.

 

 

"Mikil afrek verða til vegna mikilla fórna, en aldrei vegna sjálfselsku og eigingirni".

 

Matt.17.20 Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta:  Flyt þig héðan og þangað og það mun flytja sig.  Ekkert verður yður um megn.


Eldmóður.

Eldmóðurinn er drifkraftur alls.  Án hans er allt þungfært en með honum verða allir vegir færir.  Starfaðu að áhugamálum þínum og starfi með eldmóði og þú munt hafa orku til að koma miklu til leiðar.

 

Fjárhagstaða, atvinnuleysi og ýmsar kringumstæður sem þú hefur ekki fulla stjórn á geta þvingað þig í stöðu sem þú hefur ekki áhuga á, en enginn getur komið í veg fyrir að þú skipuleggir í huga þínum, þitt  aðal markmið, þá framtíð sem þú vilt að verði, enginn getur komið í veg fyrir að þú finnir leiðir sem gera þetta markmið þitt að veruleika og enginn getur komið í veg fyrir að þú vinnir að markmiðum þínum með eldmóði.

 

Hamingja er það sem alla dreymir um, hún er hugarástand sem verður til við að vinna að framtíðar áformum.  Hamingjan býr í nútíð og framtíð en ekki í fortíðinni.

 

Eitt af því hagnýtasta sem sérhver maður getur lært er sú list að notfæra sér þekkingu og reynslu annarra.

 

Eldmóður og viðmót þurfa að fara saman, það skiptir ekki alltaf máli hvað gott er sagt heldur hvernig það er sagt.  Viðmótið sem þú sýnir getur haft úrslita áhrif á það hvort tilætluðum árangri verður náð.  Viðmótið ætti ávalt að gefa til kynna umhyggju fyrir öðrum, ef viðmótið gefur til kynna eigingirni er lítil von til að áform þín nái fram að ganga.  Markmiðið getur eftir sem áður verið það sama hvað þig varðar en gagnist það einnig öðrum eru meiri líkur til að það nái fram að ganga.

 

Mundu; að engum hefur tekist að vera sannfærandi með orðum eða gerðum, ef það samræmist ekki eigin sannfæringu, og ef það er reynt mun mistakast að hafa áhrif á aðra.  Hafðu þetta í huga hvað varðar þá framtíð sem þú ætlar þér.

 

Matt. 21.22  Allt sem þér biðjið í bæn yðar, munuð þér öðlast, ef þér trúið.


Sjálfstraust.

Er það ekki undarlegt að við óttumst mest það sem aldrei gerist?  Að við eyðileggjum frumkvæði okkar með ótta við ósigur, þegar í raun, ósigur er nothæfur lærdómur og ætti að vera viðurkenndur sem slíkur.

Kannast þú ekki við að þora ekki að gera hluti, sem þig langar til að prófa og spyrja spurninga sem þig langar til að spyrja, vegna þess að þú ert hræddur við að gera mistök eða vera álitinn heimskur.  Edison gerði fleiri hundruð tilraunir áður en honum tókst að láta loga á ljósperunni sem breytti heiminum og lýsir okkur öllum í dag.  Hvað ef hann hefði hætt í annarri eða þriðju tilraun vegna þess að hann vildi ekki að einhver hugsaði; er fíflið enn að rembast við að láta ljós kvikna í glerkúlu? En hann hélt áfram og lærði af fleiri hundruð mislukkuðum tilraunum.

Uppskrift að sjálfstrausti.

  1. Ég veit að ég hef getu til að sigrast á því mólæti sem verður á vegi mínum við að ná markmiði mínu. Því heiti ég á sjálfan mig að halda fast við, með áleitni og stöðugum aðgerðum, þar til ég öðlast það sem ég stefni að.
  2. Ég geri mér grein fyrir að ráðandi hugsanir mínar munu að lokum koma fram með því að framkalla sýnilegan raunveruleika.  Þess vegna mun ég einbeita huga mínum í 30 min. daglega í það verkefni að hugsa um þá persónu sem ég ætla mér að verða.  Með því ætla ég að skapa mynd af þessari persónu og gera þá mynd að veruleika með hagnýtum hætti.
  3. Ég veit að í gegnum lögmál hugljómunar munu þeir draumar sem ég held staðfastlega í huga mínum fyrr eða síðar ná fram ganga í raunveruleikanum.  Þess vegna ætla ég að nota 10 min. daglega til að þroskast eftir þeim leiðum sem munu efla viljastyrk minn.
  4. Ég hef gert mér skýra grein fyrir því, og skrifað það niður sem er mitt megin markmið  í lífinu næstu fimm árin.  Ég hef sett mér takmark fyrir hvert af þessum fimm árum.  Með strangri notkun á lögmáli mikilvirkrar fullnægjandi þjónustu sem ég mun láta af hendi í staðinn.
  5. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að engin velsæld eða staða getur enst til lengdar nema að vera byggð upp á sannleika og réttlæti.  Þess vegna mun ég ekki hafa uppi neina þá tilburði sem ekki koma öllum vel sem þeir hafa áhrif á.  Ég mun ná velgengni með því að laða að mér þá krafta sem ég óska eftir að geta notað í samstarfi við annað fólk.  Ég mun fá aðra til að reynast mér vel vegna þess að ég reyndist þeim vel að fyrra bragði.  Ég mun útrýma hatri, öfund, afprýðisemi, sjálfselsku og vantrausti með því að þróa með mér velvilja til allra manna, af því að ég veit að neikvætt viðhorf gagnvart öðrum mun aldrei færa mér velgengni. Ég mun fá aðra til að trúa á mig vegna þess að ég trúi á þá og sjálfan mig.

"Dag eftir dag mun ég njóta velgengni ".

Jesú sagði:Lukas 11.9  Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða.

 


"Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig."

Aðlaðandi framkoma hjálpa okkur að eiga góð samskipti.  Persónutöfrar hjálpa þér að ná fullkomnu valdi á helstu ástæðu misbrests - vanhæfni til að eiga góð samskipti við fólk.

 

Gefðu bros í amstri dagsins;Smile

Það kostar ekkert en ávinnur mikið.  Það auðgar þá sem fá það án þess að svipta þá neinu sem veita það.

Það gerist í einni svipan en minningin um það geymist oft ævilangt.

Enginn er svo ríkur að hann geti verið án þess og enginn er svo fátækur að geta ekki gefið það orðið ríkari fyrir vikið.

Mundu að enginn þarf eins á brosi að halda og sá sem hefur ekkert að gefa.

 

Aðdráttarafl þitt og það hvort öðrum finnst þú vera áhugaverður stendur í beinu sambandi við þann áhuga sem þú sýnir öðrum.  Sýndu verkum og áhugmálum annarra einlægan áhuga og þeir munu laðast að þér.

 

Aðdráttarafl þitt verður til við að sýna náunganum áhuga, með því munt þú komast að hvers hann þarfnast.  Með því að leitast við að útvega honum það geturðu komist í samband við annan sem hefur það og býður, þannig veitirðu náungum þínum þjónustu.  Sýndu öðrum áhuga og veittu þeim þjónustu, það þarf ekki að kosta þig neitt en þú munt uppskera.  Þeim fleiri sem þú sýnir áhuga, þeim fleiri kynnist þú og veist hvað þeir þrá og meiri möguleikar eru því að þú þekkir þann sem getur veitt þeim það.  Sýndu öðrum áhuga og þjónustu og þú ert í ánægjulegum samskiptum.

 

Aðlaðandi persónuleiki er sá sem notfærir sér ímyndunarafl og samvinnu.

 

Flestum okkar langar til að búa við allsnægtir.  Níutíu af hundraði  þeirra sem gera áætlanir um að eignast þær í gegnum peninga eru með hugann við að þá vanti, en nota minni hugsun í þjónustuna og ánægjuna sem þeir ætla að veita öðrum.  Vendu þig á að hugsaðu út frá allsnægtum en ekki skorti því takmarkanirnar verða til í þínum huga.

 

Þegar þú talar og skrifar leitastu þá við að nota orðið "þú" í stað orðsins "ég", og settu mál þitt þannig fram að að þeim sem þú ert að hafa áhrif á upplifi útkomuna sem sína.

 

Þú getur fegrað sjálfan þig með klæðnaði samkvæmt nýjustu tísku, og sýnt óaðfinnanlega framkomu að ytra útliti, en ef græðgi, öfund, hatur, afprýðisemi, ágirnd eða sjálfselska býr í hjarta þínu mun aðdráttarafl þitt aðeins laða þá að þér sem eins er ástatt um.   "Líkur sækir líkan heim", þess vegna geturðu verið viss um að aðdráttarafl þitt dregur þá að þér sem eru með svipuð lífsviðhorf  og þú.

 

"Það er betra að vera stór maður í litlum bæ en lítill maður í stórborg, það er svo miklu auðveldara."

 

Til að byggja upp aðlaðandi persónuleika skaltu gera þér gein fyrir hverskonar persóna þú vilt vera, gefðu þér tíma daglega til að sjá fyrir þér í huganum þessa persónu.

 

Helstu þættir aðlaðandi persónuleika.

  1. Gerðu annað fólk að áhugamáli þínu og gerðu þér far um að finna það góða í því og hafðu orð á því við það með hrósi. Finndu einhverja til að hrósa daglega.
  2. Vendu þig á að tala skýrt og sannfærandi, bæði í venjulegum samræðum og á mannamótum.
  3. Klæddu þig við hæfi hvað varðar líkamlegt atgervi og það starf sem þú sinnir.
  4. Þróaðu með þér jákvæðan persónuleika á meðvitaðan hátt með því að sjá þig fyrir þér í huganum daglega jákvæðan.
  5. Leggðu upp úr hlýju og traustu handartaki, eins þeim kveðjum sem þú notar í samskiptum við fólk.
  6. Laðaðu aðra að þér með því að laða þig fyrst að þeim.
  7. Mundu að einu ástæðurnar sem takmarka þig í þessum efnum eru þær sem þú setur upp í eigin huga.

 

Þessar sjö ábendingar taka yfir helstu þætti aðlaðandi persónuleika, sem mun þroskast með þér ef að þú einsetur þér að aga þig í að sjá fyrir í huga þínum þá persónu sem þú vilt vera.

 

Eða eins og Rúnar heitinn Júlíusson sagði "Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig".

 

Mark.12.31 Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

 


Grundvöllur alls árangurs er að vita hvað þú vilt.

HHHHH lögmálið: Gerðu þér grein fyrir HVAÐ þú vilt, HVENÆR þú vilt það, HVERSVEGNA þú vilt það og HVERNIG þú hyggst ná því.

 

"Allir geta BYRJAÐ en aðeins þeir ákveðnu KLÁRA".

 

Gerðu það að þínu aðalmarkmiði sem þú vilt að verði að veruleika í þínu lífi, gerðu þér því grein fyrir hvers þú óskar þér að verði að veruleika, í hvaða stöðu þú vilt helst vera í t.d. eftir fimm ár.  Gerðu það að þínu höfuðmarkmiði og taktu mið af því í öllum þínum gerðum þannig muntu öðlast það.

 

Ekki dreifa kröftunum með því að eltast við aðrar óskir sem samræmast ekki aðalmarkmiði þínu, þær eru yfirleitt ekki annað en dægurflugur og hugdettur.  Enn síður skaltu dreifa kröftum þínum við að hugsa neikvæðar hugsanir og gefa því neikvæða í heiminum athygli þína.

 

Það er ekki nóg að óska einhvers þú verður að ákveða hvaða árangri þú ætlar að ná og trúa því að þú náir honum.  Að greina ekki muninn á því að trúa og óska getur komið í veg fyrir að þú náir markmiðum þínum.

 

Þegar þú hefur ákveðið þitt höfuð markmið skaltu láta þá vita sem næst þér standa að hverju þú stefnir svo þeir geti orðið hluti af þeim fjölhug sem mun hjálpa þér að ná settu marki.

 

Mundu að flestir hafa orðið fyrir því að afturkippur hefur orðið á fyrirætlunum þeirra áður en þeir náðu markmiðum sínum.  Með staðfestu og trú munt þú ná þínu markmiði.

 

Mark. 11.23  Hver sem segir við fjall þetta:, Lyft þér upp og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða af því.

 

 


Að vinna sig út úr erfiðleikunum.

Er hægt með því að leggja aukalega á sig, að veita meiri þjónustu en greitt er fyrir, að gera það alltaf og gera það með jákvæðu viðhorfi. 

Þetta kemur upp í hugann núna á tímum samdráttar og atvinnuleysis þegar margir eignast tíma til að nota í annað en launaða vinnu.  Einn bloggvinur minn hefur sýnt í verki hvernig er hægt að nota þessa tækni með árangri og hefur leift okkur að fylgjast með á síðunni sinni.  Eins heyrði ég utan að mér í útvarpsþætti um daginn  að hópur fólks ætlaði að hittast til að viðra hugmyndir sínar og koma þeim í framkvæmd nú þegar tíminn er nægur en atvinnan lítil, í stað þess að hver og einn sem misst hefur vinnuna sé með sínar hugrenningar með sjálfum sér.

 

"Eitt af því sem þú ættir að gera að þínu áramótaheiti er að hætta að nota orðið ómögulegt."

 

Flestir kannast við að tíminn flýgur og þreyta gerir ekki vart við sig þegar unnið er við það sem er mjög áhugavert, jafnvel þó engin þóknun sé í boði. 

 

Þó svo hlutirnir virðist mótdrægir þá kemur að endanum að því að það sem unnið er að af brennandi áhuga, einlægni og eldmóði skilar árangri.

 

Hvað sem það er sem þú vinnur að eða villt koma á framfæri, gerðu það eftir bestu getu og gerðu meira en þú færð greitt fyrir.

 

Í fyrsta lagi byggirðu upp orðstír um að þú veitir meiri þjónustu og betri þjónustu en þú færð greitt fyrir og þú munt hagnast á öllum samanburði, því mun verða eftirspurn eftir þinni þjónustu sama hvert starf  þitt er.

 

Önnur ekki síðri ástæða fyrir því að gera meira en þú færð greitt fyrir, er ein af grundvallar ástæðum náttúrunnar, sem er ágætlega lýst þannig að ef þú bindur hægri höndina á þér niður með síðunni til að spara hana verður hún að endingu ónýt af notkunarleysi, en ef þú þjálfar hana með áreynslu og notkun verður hún sterk og ávalt tilbúin til átaka þegar á þarf að halda.

 

Eins og bóndinn undirbýr akurinn fyrir sáningu, án þess að fá greitt fyrir undirbúninginn, þá mun hann  fá uppskeru inna ákveðins tíma sem er margfalt það sem hann sáði og því meira eftir því hvað hann lagði í undirbúninginn.  Ef þú áttar þig á hvernig þetta lögmál virkar þá munt þú uppskera margfaldlega.

 

"Maður með þekkingu er sá sem hefur lært að komast yfir allt sem hann þarfnast án þess að brjóta á rétti náungans.  Þekkingin kemur að innan með baráttu, framtaki og hugsun."

 

Hvert er það fjall sem þú þarft að flytja með trú þinni, þó hún sé ekki stærri en mustarðskorn?  Það er tilfinningin fyrir því að þú hafir verið snuðaður, að þú hafir verið beittur rangindum, ekki fengið greiðslu fyrir þá þjónustu sem þú hefur látið af hendi. Þesskonar hugsanir er mikilvægt að dragnast ekki með eins og lík í farteskinu.

 

Mundu að þeim meira sem bóndinn hlúir að akrinum þeim meiri uppsker hann og uppskeru tíminn kemur.

Lögmál uppskerunnar er; leggðu meira í vinnu þína en greitt er fyrir og þú munt uppskera margfalt.

 

Þú þarft ekki að biðja aðra um leifi fyrir því að gera meira en þú færð greitt fyrir.  Ef þér tekst ekki að gera meira en þú færð greitt fyrir, er líklegt að þér takist ekki heldur að ná þínu markmiðum.

 

Viðurkenndu það að þegar starfsumhverfið hefur ekki verið samkvæmt þínum óskum hefur þú hugsað, þetta er ekki þess virði að halda áfram og hefur síðan hætt.  En í stað þess að hætta vegna hindrana sem þarf að yfirstíga, hefðirðu átt að hafa í huga að lífið sjálft er röð af yfirstíganlegum erfiðleikum og hindrunum.

 

"Það er enginn maður latur. Sá sem virðist latur og uppburðarlítill er maður sem ekki hefur fundið starfið sem hæfir honum."

 

Þú getur ekki orðið frumkvöðull án þess að gera meira en þú færð greitt fyrir, og þú nýtur ekki velgengni fyrr en þú þroskar með þér frumkvæði á þínu sviði.

 

"Ef þú trúir á það ósýnilega geturðu vænst þess að fá meiri umbun en þú hefur gert þér í hugarlund."

 

 

Prédikarinn 3.22.  Þannig sá ég, að ekkert betra er til en að maðurinn gleðji sig við verk sín, því að það er hlutdeild hans.  Því hver kemur honum svo langt, að hann sjái það sem verður eftir hans dag?

 


Væntingin er þýðingarmeiri en staðreyndin.

Í Kastljósið á föstudagskvöldið komu þau Margrét Pála Ólafsdóttir (Hjallastefnan) og Halldór Einarsson (Henson).  Það var ánægjulegt að hlusta á hvað þau höfðu fram að færa, sérstaklega í ljósi þerra tíma sem nú eru.  Þetta fólk hefur haldið sinni sannfæringu og látið sínar væntingar rætast þrátt fyrir að staðan hafi oft virtist vonlaus.  Þau bentu á lausnir, þær felast í út frá hvaða sjónarhorni horft er til möguleikanna og væntinga þinna til þeirra.  Möguleikarnir verða til í huga hvers og eins, hafa því ekki eins mikið með peninga að gera og halda mætti.

 

"Það er til örugg leið til að komast hjá gagnrýni; gerðu ekkert og vertu ekkert, kæfðu allan metnað."

 

Einbeiting er það sem fær hugann til að halda sér við ákveðna væntingu, þar til hann hefur  fundið leiðir til að koma henni til leiðar.

 

Tvö áríðandi lögmál fá hugann til að einbeita sér að ákveðinni ósk.  Það eru vani og eðlisávísun.

 

Vani fær þig til að gera það sama aftur og aftur og hugsa sömu hugsanirnar aftur og aftur þar til þær eru orðnar að föstum venjum sem erfitt er að breyta.  Smá saman verða þessar venjur hluti af undirmeðvitund þinni og munu hafa áhrif á allt sem þú gerir.  Þú ferð að velja umhverfi þitt samkvæmt þessum vana svo að það verði andleg fæða fyrir óskir þínar.  Stjórnaðu því vana þínum eins og hægt er, en forðastu að vera þræll slæms ávana. Til að losna við slæma ávana er best og jafnvel eina leiðin að setja nýjan og betri í staðinn.  Í hvert skipti sem þú ferð yfir ósk þína í huganum gerir vanin "slóðina dýpri" og óskin verður nær því að rætast.

 

Leiðbeiningar um það hvernig þú getur notað vana til að öðlast það sem þú óskar þér.

  1. Við að móta vanahugsun skaltu setja eldmóð og kraft í hugsun þína.  Sjáðu og finndu það sem þú þráir, upplifðu það í huga þínum.  Gerðu þetta reglulega þar til vaninn hefur gert djúpa slóð sem auðvelt er að fara eftir.
  2. Einbeittu þér að nýjum vana hugsunum og haltu þér frá gamla ávananum. Gleymdu öllu um gamla ávanan og láttu þig aðeins varða um nýju vana hugsunina sem samræmist ósk þinni og markmiði.
  3. Ferðastu um nýju vana slóðina þína eins oft og þú getur.  Búðu til aðstæður til að getað það, en ekki láta þær verða til fyrir heppni og vegna þess að þú hefur tíma.  Því oftar sem þú venur þig á að hugsa um það sem þú þráir því skýrara sérðu það fyrir þér.  Þannig hefurðu troðið slóð fyrir nýjan ávana.
  4. Þú skalt standast freistinguna að hugsa af gömlum vana fortíðarinnar, því hvert skipti sem þú stenst freistinguna því sterkari verðurðu og auðveldar verður það fyrir þig standast hana í næsta skipti.  En í hvert skipti sem þú lætur undan freistingunni því erfiðara verður að standast hana í næsta skipti sem hún gerir vart við sig.  Þetta verður barátta í byrjun þar sem þú skalt nota einbeitinguna og viljastyrkinn.
  5. Vertu öruggur með það að þú hafir séð fyrir þér rétta leið að þínu aðalmarkmiði.  Farðu svo af stað án alls efa, líttu ekki til baka, láttu vanan troða djúpa slóð sem liggur beint inn í það markmið sem þú þráir.

 

Það eru náin tengsl á milli eðlisávísunar og vana.  Segjum að þú sért að leggja göngustíg þá er eðlisávísunin verkfærin, einbeitingin er höndin og vanin er uppdrátturinn.  Hugmynd sem þú óskar þér að komist í framkvæmd verðurðu að halda að undirmeðvitundinni af trú og staðfestu með vananum þar til hún hefur fengið varanlega ásýnd í líkingu við uppdrátt eða áætlun.

 

Ef þér finnst kringumstæðurnar sem þú ert í ekki vera þér í hag varðandi þitt aðal markmið breyttu þeim þá í huga þér og sjáðu þær fyrir þér eins og þær þurfa að vera,  einbeittu huga þínum að þessu þar til þær verða að veruleika.  Eins og mögulegt er skalt þú vera í sambandi við þá sem hafa skilning á markmiði þínu, og með viðhorfi sínu hvetja þig til dáða, vekja með þér eldmóð og sjálfstraust.  Mundu að hvert orð sem þú heyrir, allt sem þú sérð og hvað það sem hefur áhrif á skilningsvit þín mun hafa áhrif á hugsun þína.  Því er svo mikilvægt að þú umgangist fólk sem hefur trú á því sem þú ert að gera og örvar þig í að ná markmiði þínu, eins að verða þér út um efni sem leiða þig í jákvæðan hugsunarfarveg.  Þannig m.a. stjórnarðu kringumstæðum þínum.

 

"Sá maður sem fær enga umbun fyrir vinnu sína nema þá sem er á launaseðli hans, er undirborgaður hvað svo sem launin eru há í peningum."

 

Töfralykillinn að því að opna allar dyr fyrir þér, hvort sem það er til ríkidæmis, frægðar eða hamingju, er einbeiting.  Einbeiting er það sem fær þig til að gera að vana þínum að fara aftur og aftur yfir ákveðið atriði þar til það verður að veruleika. 

 

Með einbeitingunni getur þú beint huga þínum í að hugsa um það góða og það sem þú villt að verði.  Metnaður og þrá er drifkraftur einbeitingarinnar, án þessara þátta er töfralykillinn ónothæfur. 

 

Einbeiting er í raun það að hafa stjórn á því hvert þú beinir athygli þinni.  Lærðu að halda athygli þinni á ákveðnu málefni í hvað langan tíma sem þú þarft og þú hefur fundið veginn að orku og allsnægtum.  Þetta er einbeiting.  Þú skalt jafnframt hafa í huga að málefni sem tveir eða fleiri koma sér saman um að nái fram að ganga nýtur mun meiri athygli og einbeitni en þegar einn á í hlut, þar hefur verið skapaður "master mind".  "Master mind" er ekki annað en hópur manna sem einbeita sér í fullum samhljómi að því að ákveðið markmið nái fram að ganga.

 

Lukas 11.9  Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða

 


"You are master of your fate, you are captain of your soul."

 

Nákvæm hugsun tekur til tveggja grundvallaratriða sem allir sem ætla að nýta sér hana verða að fara eftir. 

Í fyrsta lagi; til að hugsa nákvæmt verður þú að skilja að staðreyndir frá eintómum upplýsingum.  Það berst mikið af upplýsingum til þín sem ekki eru byggðar á staðreyndum.

Í öðru lagi; verður þú að skilja að mikilvægar og léttvægar staðreynda upplýsingar, það sem skiptir máli og það sem ekki skiptir máli.  Aðeins með þessu nærðu að hugsa nákvæmt.

Allar staðreyndir sem þú getur notað til að ná markmiði þínu eru mikilvægar og skipta máli.  Það er aðallega vanræksla á því að greina þessar staðreyndir sem myndar gjána sem skilur að fólk sem hefur sömu hæfileika og jafna möguleika.  Þú getur auðveldlega fundið, án þess að fara út fyrir þitt kunnuglega umhverfi, einstaklinga sem höfðu ekki betri tækifæri en þú og kannski minni hæfileika, en njóta samt sem áður mun meiri velgengni.

"Edison mistókst þúsund sinnum áður en honum tókst að láta loga á ljósaperunni.  Gefstu ekki upp þó að áætlanir þínar gangi ekki upp í eitt eða tvö skipti."

Trúverðugleiki þinn fer eftir margvíslegum viðfangsefnum og kringumstæðum, en þú kemst ekki langt ef þú sniðgengur staðreyndir og byggir dómgreind þína á tilgátum sem þú óskar að séu þér í hag.

 

"Ég hef ekki trú á að ég hafi efni á að blekkja aðra.  Ég veit að ég hef ekki efni á að blekkja sjálfan mig." Þetta verður að vera regla nákvæms hugsuðar.

 

Það eru fjórir þættir sem þú þarft á leið þinni upp á við í nákvæmri hugsun.  Það eru vísbendingar, gefa undirmeðvitundinni jákvæðar og nákvæmar myndir, skapandi hugsun og takmarkalaus greind.  Með því að leggja sérstaka áherslu á þrjá fyrstu þættina, verður það síðan undir stað og tíma komið hvernig þú nýtir þér þverskurður þeirra og umbreytir þeim í þann fjórða, það er takmarkalaus greind.

Þú veist hvað átt er við með hugboði og undirmeðvitund.  Eins verðurðu að vera viss um hvað er átt við með skapandi hugsun, þar er átt við jákvæðar og uppbyggilegar hugsanir en ekki neikvæðar og niðurbrjótandi.  Með sjálfstjórn framkallarðu skapandi hugsanir, leifðu þér því ekki að hugsa á neikvæðan hátt.  Ef þú hefur ekki tileinkað þér sjálfstjórn í hugsun þá er hæpið að þú getir notað þér skapandi hugsun til að öðlast þitt aðal markmið.

Undirvitundin er jarðvegurinn sem þú sáir í þínu fræi (markmiði).  Skapandi hugsun er áburðurinn sem hjálpar fræinu til að spíra og vaxa.  Undirmeðvitundin mun ekki fá fræ markmiðs þíns til að vaxa og verða að veruleika ef hugsanir þínar eru neikvæðar og snúast um hatur, öfund, afprýðisemi, sjálfselsku eða græðgi.  Þessar niðurbrjótandi hugsanir munu kæfa góð áform, líkt því að nota eitur í stað áburðar.  Skapandi hugsun gerir ráð fyrir og heldur huga þínum við að þú náir takmarki þínu og þú hafir trú og traus til að öðlast það. 

"Mundu að raunveruleg auðæfi þín verða ekki mæld í því sem þú átt, heldur hvað þú ert."

"Við klífum til himna að mestu á rústum okkar sjálfumglöðu áætlana, komumst á leiðinni að því að mistök okkar eru aðeins vinalegir vegvísar sem vísa okkur veginn á leið okkar til velgengni."

Maðurinn er samansettur úr frumefnum sem myndi varla kosta meira en 2000 kr. að verða sér úti um, auðvitað með þeirri undantekningu sem er hinn stórfenglegi kraftur, mannshugurinn, sem stöðugt er að störfum í vöku og svefni.

Til að öðlast nákvæma hugsun verður þú að skilja hverju hugurinn getur komið til leiðar.

  1. Huganum er hægt að stjórna, leiðbeina og stefna í skapandi og uppbyggilegar áttir.
  2. Huganum er einnig hægt að beita á neikvæðan hátt, og hann mun sjálfkrafa brjóta niður og eyðileggja, nema að meðvitaðri áætlun verði hrundið af stað um að snúa honum til jákvæðni og uppbyggingar.
  3. Hugurinn hefur vald yfir hverri frumu líkamans og sér til þess að hver fruma vinnur sitt verk fullnægjandi, en með neikvæðri notkun ímyndunaraflsins getur hugurinn skaðað eðlilegt starf og hlutverk fruma líkamans.  Þú getur gert þig veikan með hugsuninni einni saman.
  4. Öll mannanna verk eru afsprengi hugsunar, og sá hlutur sem líkamsbeiting á í þeim kemur á eftir, fyrst og fremst er líkaminn bústaður fyrir hugsunina.
  5. Það besta úr öllum mannanna verkum hvort sem það er á sviði skáldskapar, lista, fjármála, framleiðslu, kaupsýslu, flutninga, trúarbragða, pólitíkur eða vísindalegra uppgötvana, varð venjulega til í huga eins manns en oft umbreitt í veruleika af öðrum mönnum með sameinuðum kröftum huga og líkama.  Að fá og útfæra hugmynd er á færi fárra en eftir það eru milljónir manna sem geta þróað hana og framleitt í hin ýmsu efnislegu form.
  6. Meirihluti hugsana verður til í huga manna án nákvæmni, þar er meira um að ræða skyndi ákvarðanir og skoðanir.

"Thoughts are things."  "Hugsanir eru hlutir."  Gættu að því að þær hugsanir sem þú hugsar koma til með að verða efnislegur veruleiki hvort sem þær eru góðar eða slæmar.

Vald þitt yfir hugsunum þínum er eina valdið sem þú getur haft fulla stjórn á.  Það er ekkert eins mikilvægt og að átta sig á þessari staðreynd.  Það veltur á því hvernig þú agar huga þinn hvort hugsanir þínar eru jákvæðar eða neikvæðar og þá hvort þær færa þér jákvæða eða neikvæða hluti.

"You are master of your fate, you are captain of your soul."  "Þú ert skapari örlaga þinna þú ert stjórnandi sálu þinnar." Með þeim hugsunum sem þú hugsar geturðu skapað hvað það sem þig girnist.

Hugsanir sem uppfylla skilyrði nákvæmrar hugsunar eru þínar, þær hugsanir sem koma frá öðrum sem skoðanir og vísbendingar teljast ekki til nákvæmra hugsana.  Einkenni og tilgangur nákvæmrar hugsunar er sá að hún er byggð á sannleika.

 

Jesú sagði

Jóh.8.32 "Ef þér eruð stöðugir í orði mínu, eruð þér sannir lærsveinar mínir og munuð þekkja sannleikann og sannleikurinn mun gera yður frjálsa

Hugurinn, það dýrmætsta sem við eigum.

Hugsunin getur framkallað myndir og séð hlutina fyrir því er hún til alls fyrst og er upphaf þess að skapa frá hinu óendanlega.  Allt sem við sjáum í kringum okkur á sér upphaf í hugsun, allir hlutir urðu til fyrir hugsun. Hlutirnir taka ásýnd eins og þeir eru hugsaðir,  það er hugsunin sem kemur framkvæmdinni á stað.  Þannig voru allir hlutir skapaðir, við búum í veröld hugsunarinnar þar sem hugsunin er hið skapandi afl.

Allt sækir sér orku í hið óendanlega, til orku sólarinnar til gangs himintunglanna.  Tréð sem vex frá fræi hefur frá upphafi sitt ákveðna form það vex upp og teygir greinar sínar í átt til sólarinnar.  Tíminn sem er á milli þess sem ákvörðunin verður til með hugsun og þangað til hún er orðin að veruleika er oftast fyrirfram ákveðinn.  Þetta kemur vel í ljós við byggingu húss, þar sem ákveðnum grundvallaratriðum verður að sinna áður en hafist er handa.  Fyrst þarf að sjá húsið fyrir með hugsun, skipuleggja og teikna, þegar hafist er handa hefur allt sinn tíma, grunnurinn er byggður, gólfið, veggir og þak.  Ef hlutirnir eru ekki hugsaðir og skipulagið er ekki fyrir hendi fer illa húsið verður til vandræða í framkvæmd og á eftir byggingu ef það nær þá því að verða til.  Þess vegna ætti að vera auðvelt að sjá að ekkert verður til frá hinu óendanlega án hugsunar og því nákvæmari sem hugmyndin er því auðveldari verður framkvæmdin. 

Við erum hugsanamiðstöðvar, allir hlutir sem við sköpum og höfum í höndunum urðu fyrst til sem hugmynd.  Maðurinn hefur notað hendurnar til að koma hugsunum sínum í framkvæmd það er það sem við köllum vinnu.  Ef við ætlum að ná lengra verðum við að leggja niður allar hugmyndir um að hlutirnir komi ekki frá alsnægtum hins óendanlega. Við getum staðfest hugsun okkar og gert okkur hugmyndir í hinu óendanlega og ekkert getur komið í veg fyrir að þær rætist nema okkar eigin efi. Köstum því efanum frá okkur eins og synd, slökkvum á honum eins og á sjónavarpi.  Látum fjölmiðlana ekki segja okkur að alsnægtir hins óendanlega séu ekki fyrir okkur.

Með því að hugsa út frá alsnægtum hins óendanlega getur ekkert komið í veg fyrir að við öðlumst þær.  Þetta hafa margir þeir sannað sem hafa brotist til betra lífs frá fátækt munurinn á þeim og hinum sem ekki brutust úr fárækt var ekki heppni eða að þeir væru endilega betri gáfum gæddir, þeir einfaldlega sáu sig fyrir með hugsun í öðrum aðstæðum og aðstæðurnar komu til þeirra eins og fyrir töfra en gerðu það fyrir það að þeir efuðust aldrei.  Til að njóta hagsældar verðum við því að hugsa á ákveðinn hátt, þetta á ekkert skylt við samkeppni eða lífsgæðakapphlaup, heldur hugsýnina um að allt sé óendanlegt og þaðan komi hlutirnir til okkar svo framarlega sem sjáum þá í huganum  án allrar vantrúar. 

Til þess að njóta hagsældar verður að gera hlutina á ákveðinn hátt til þess að hægt sé að gera hlutina á ákveðinn hátt ræður hugsunin mestu.  Hvernig við hugsum, í hvaða hugsanir við notum huga okkar skiptir öllu.  Sá sem hugsar og talar um sjúkdóma og skort mun upplifa það í sínu umhverfi, sá sem hugsar út frá samkeppni og lífsgæðakapphlaupi mun upplifa það, sá sem hugsar út frá örbyrgð mun upplifa hana  því er svo mikilvægt að gæta að því um hvað við hugsum. 

Til þess að gera hlutina eins og við viljum hafa þá er fyrsta skrefið að stjórna því um hvað við hugsum og stýra hugsuninni í þá átt sem við viljum, hugsum ekki um hindranir sjáum okkur ná markinu.  Allir einstaklingar ráða því um hvað þeir hugsa, en það kostar mikla ögun að hugsa um það sem maður vill, frekar en um það sem umhverfið býður.  Að hugsa um það sem umhverfið býður er auðvelt, þar höfum við fjölmiðla, fréttir, afþreyingu osfv., en að gera sér grein fyrir og hugsa um það sem við raunverulega viljum kostar mun meiri vinnu. 

Það er enginn vinna eins mikilsverð eins og sú sem við vinnum með huganum, það getur verið erfitt að halda huganum við þá vinnu, en það er heldur enginn vinna sem skilar okkur eins miklu.  Þetta er oftast auðsjáanlegt í veikindum við erum veik þegar hugurinn er að hugsa um það en veikindin hverfa fljótlega þegar hugurinn sér ekkert nema heilbrigði.  Eins er það með fátækt, ef við höldum huganum við takmarkanir og fátækt þá framkallar hann það, en ef við höldu honum við hið gagnstæða eru allsnægtir.  Að geta hugsað um heilbrigði umkringdur sjúkdómum og umræðu um þá eða um allsnægtir þegar  fátækt og skortur eru mest í umæðunni kostar mikla orku og sá sem getur agað huga sinn til að hugsa út frá heilbrigði og alsnægtum skapar sér sinn ofurhuga sem getur framkallað það sem hann óskar sér.  Við getum ráðið okkar örlögum við getum haft það sem við viljum með því að gera okkur grein fyrir að með huganum getum við sótt það til hins óendanlega.  Með huganum búum við til þá veröld sem við lifum í og þegar við gerum okkur grein fyrir því getum við formað hana eins og við viljum með hugsunum okkar þegar við gerum okkur grein fyrir að með því að setja hugsanir okkar í samband við hið óendanlega þaðan sem allt kemur, hverfur allur efi og ótti, við vitum að við getum gert það sem við viljum, haft það sem við óskum og orðið það sem við viljum verða.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband